Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Chon Yong Jin og dóttir hans, ungfrú Chon, bera saman bækur sínar á blaðamannafundinum á hótel Sögu í gær. Mynd Sig, SencLiherra Norður-Kóreu á íslandi „Wö enm ein þjóð og höfum verið þaðí 5000 á" Her Damaging Confession A h’orlh Karean link to the homb ahoard Flight 858 áál should bc puníshed and I killed a hundrcd times for my sin " Sobbing, and speaking so quíetly she could scarcely be heard, ihe young woman lasi week confessed during a nation- aliy telcvised news cpnference in Seoul that she was respomíble for lasi Novcmber's fatal crash of a Korean Aír jetUner, Kiro Hyon Hui. 25. daughter of a former North Korean foreign ministry ofhcial, claímed she plaeed c\- plosivcsaboard Fiight 858. which blew up over the Andaman Sca on its way from Abu Dhabi to Bangkok. When thc Boeing 707. carry- ing 115 passengcrs and crew. dis- appeared, South Korean officials were quick to blame Norlh Ko- rea. Vollcys of accusations and denials beiwecn the two coun- trics are famitiar fare. and pre- diclably the North Korcans dc- ‘*Forglveme• nied invotvcmcnt in thc plane’s disappearancc. Kím Hyon Hurs confessíon. however, will be difficult to refute. (n her 15-minutc appeara nce a t the headquarters of the Agency for Nationa) Security Planníng. she said shc had taken an oath of loyalty to North Korcan Prcsident Kim 11 Sung. whom she called 'dear leadcr." Shc :laimcd that his son and designated heir. Kim Jong ft. personally trained her last : Kim Hyon Hui, the admitted plane bomber After the press confcrence. Seonl charged that Nonh Korca had commit- ted a 'heinous atfixtity" and dcmanded i an apology for the 'barbarous" act. As a precaution against possible retalialion by : the North, Defense Ministcr Chung Ho Yong put South Korca’s 600.000-member ; armcdforcesonalert. j Seoul-bound Flight 858 originated in : Baghdad. and was scheduled to refuel ín j Frétt í „Time“ um játningu „Kim Hyon Huis“ í aðalstöðvum suðurkóre- önsku leyniþjónustunnar. „Þetta var alls ekki Kim Hyon Hui.“ að er fremur fátítt að feðgin frá Norður-Kóreu saeki okkur heim en hér er nú staddur sendi- herra þess ríkis á íslandi (Norð- urlöndum) ásamt dóttur sinni. Þau tóku á móti blaðamönnum í setkrók á sjöttu hæð hótels Sögu í gær. Chon Jong Jin er miðaldra maður, smávaxinn og hægur, og býður af sér góðan þokka. Dóttir hans, ungfrú Chon, er ung að árum, snotur stúlka og ögn feimnisleg. Hún gekk um beina í gær milli þess sem hún túlkaði orð föður síns eða svaraði spurn- ingum sem blaðamenn beindu að þeim báðum. Herra Chon hefur lagt land undir fót frá því hann kom hingað til lands og hafa þau feðginin meðal annars farið norður. Hann leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að þessi tvö fjarlægu ríki efli vináttu sína þótt þau ástundi lítil sem engin viðskipti sín á milli. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ólympíuleikar fara fram í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í sumar. Það er ennfremur á flestra vitorði að ráðamenn í Pyongyang sóttu um skeið fast að fá að halda hluta leikanna. „Við áttum þrjá fundi í Genf með fulltrúum ráðamanna í suðri um þetta mál. Ósk okkar var sú að keppt yrði í 5-7 greinum í Py- ongyang. En stjórnvöld í Seoul ljáðu ekki máls á því. Þau kváð- ust ekki vilja að keppt yrði nema í þrem greinum í Norður-Kóreu sem er fáránlegt sé tekið tillit til þess að þar býr þriðjungur allra Kóreumanna. Staðreyndin er auðvitað sú að tregða þeirra til samstarfs um ólympíuleikana er af sama toga og viðhorf þeirra til samvinnu á milli og sameiningar kóreönsku ríkjanna. Þeir vilja að ein þjóð búi í tveim ríkjum.“ Hryðjuverk og forsetakosningar Blaðamenn vekja máls á því að ráðamenn í Seoul hafi áhyggjur af því að norðanmenn hyggist fremja hryðjuverk eða gera ann- an óskunda meðan leikarnir fari fram. Þeir hafi því mikinn við- búnað. í því sambandi eru rifjað- ir upp atburðir frá því í nóvember í fyrra og janúar í ár. í nóvemberlok hvarf suðurkór- eönsk farþegaþota af gerðinni Boeing 707 skömmu eftir flugtak í Abu Dhabi í Sameinuðu ara- bísku furstadæmunum. Þotan var á leið til Bankok í Thailandi með 115 farþega um borð. Á daginn kom að þotan hafði verið sprengd í loft upp. Allir farþegarnir fórust. Daginn eftir voru stúlka og eldri maður tekin höndum í Abu Dhabi. Þau höfðu ferðast með þotunni sem hvarf en forðað sér frá borði í tæka tíð fyrir sprenginguna. Það vakti grunsemdir. Þegar yfirvöld upp- götvuðu að japönsk vegabréf þeirra voru fölsuð reyndu þau bæði að svipta sig lífi með blá- sýru. Roskni maðurinn lést sam- stundis en lífi stúlkunnar var bjargað. Hún var flutt til Suður- Kóreu. Tæpum tveim mánuðum síðar efndu suðurkóreanskir leyni- þjónustumenn til fundar með heimspressunni í höfuðstöðvum sínum. í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Stúlkunni frá Abu Dhabi var teflt fram. Hún talaði þindar- laust í 15 mínútur. Kvaðst heita Kim Hyon Hui og vera frá Pyong- yang einsog hinn aldni samferða- maður hennar. Þau hefðu sprengt þotuna í loft upp að fyrir- mælum Kim Jong Ils, sonar Kim II Sungs og „arftaka“, sem sjálfur hefði þjálfað þau í meðferð sprengiefna! Tilgangur hryðju- verksins hefði verið sá að fæla þjóðir heims frá því að taka þátt í óympíuleikunum í Seoul. Chon sendiherra staðhæfir að suðurkóreanskir, ekki norður- kóreanskir, ráðamenn hafi lagt á ráðin um hryðjuverkið og eftir- mál þess. Stjórn sín sé og verði ætíð andsnúin glæpaverkum sem þessum. „Hryðjuverkið var framið af ráðamönnum í Suður-Kóreu og CIA (bandarísku leyniþjónust- unni). Það kom ólympíuleikun- um ekkert við heldur átti það að verða forsetaframbjóðanda her- foringjaklíkunnar í Seoul til framdráttar, fyrrum hershöfðing- ja, Roh Tae Woo að nafni. For- setakjörið stóð fyrir dyrum og brýnt þótti að sá tortryggni í garð mótframbjóðenda Rohs. Það er einkar athyglisverð staðreynd að allir háttsettir embættismenn frá Suður-Kóreu og menn sem áttu eitthvað undir sér fóru frá borði í Abu Dhabi.“ Ungfrú Chon hættir nú að túlka fyrir föður sinn og tekur til máls: „Kim Hyon Hui var kennari við málaskóla í Pyongyang og kenndi mér. Þegar ég sá myndina af stúlkunni sem játaði á sig sakir í Seoul brá mér í brún. Þetta var alls ekki Kim Hyon Hui heldur miklu yngri manneskja. Þessi stúlka er alls ekki frá Norður- Kóreu. Það er vandalaust að setja svona hluti á svið.“ Sendi- herrann bendir ennfremur á að það væri ákaflega heimskulegt af Norður-Kóreumönnum að frem- ja hryðjuverk sem þetta og upp- skera ekkert nema hatur og fyrir- litningu þjóða heims. Suðurkóre- anska leyniþjónustan hafi ítrekað borið út lygar og óhróður um Norður-Kóreumenn, skemmst sé að minnast þess er hún kom þeim orðrómi á kreik að Kim II Sung hefði verið myrtur í nóvember í hittifyrra. Hvorki „glasnostu né „perestrojka“ Talið berst að ástandi efnahags- og stjórnmála í Norður-Kóreu og liggur beinast við að spyrja sendiherrann hvort bryddað hafi verið uppá nýjung- um þar í anda þess sem gert hefur verið í Kína og Sovétríkjunum. „Við tökum ekki önnur ríki til fyrirmyndar að þessu leyti. Við eigum mikil viðskipti við sós- íölsku ríkin en erum sjálfum okk- ur nægir, í tækni, iðnaði og land- búnaði, nema hvað við kaupum olíu frá Rúmenum og írönum. Gerðar eru 5 og 7 ára áætlanir og hvaðeina er í eigu ríkisins. Við erum mikil fiskveiðiþjóð og telj- um okkur geta lært heilmikið af ykkur íslendingum í þeim efn- um.“ Sendiherrann og dóttir hans vísa því alfarið á bug að dýrkum persónu Kim II Sungs sé hóflaus. Hann hafi frelsað þjóð sína undan áþján Japana og vilji allt fyrir alþýðu gera. Vitaskuld kunni hann að gera mistök en þau séu smávægileg í samanburði við afrekin. Chon Jong Jin kannast ekki við að húsbændur sínir heima í hér- aði virði mannréttindi að vettugi. Rifjast það ekki upp fyrir honum að heldur þótt honum sé bent á að mannréttindasamtökin „Amnesty International" hafi þrásinnis haldið slíku fram. Hann bendir á að kosningar fari fram á fjögurra ára fresti í ættlandi sínu en þjóðin hafi bara einfaldlega ekki séð ástæðu til þess að losa sig við jafn ágætan leiðtoga og Kim II Sung. Prentfrelsi sé haldið í heiðri í Norður-Kóreu en pistlar manna fáist ekki birtir séu þeir óhollir alþýðu manna. Gagnrýna Kim II Sung? Hver í ósköpunum við héldum að tæki uppá slíku í Norður-Kóreu? Maðurinn væri óumdeildur velgjörðarmaður og bjargvættur þjóðarinnar. Það er alkunna að Norður- Kóreumenn eru áfram um sam- einingu kóreönsku ríkjanna. „Ólíkt hagkerfi þarf ekki að vera þrándur í götu sameiningar. Við viljum að þetta gerist í áföng- um. Fyrsta skrefið yrði að opna landamærin og heimila fundi ætt- menna einsog í Þýskalandi. Síðar myndu ríkisstjórnirnar í Pyongy- ang og Seoul hefja samvinnu um ýmislegt, fólk kynnast og bera saman þjóðfélagskerfi beggja ríkja, og loks yrði skipuð bráða- birgðastjóm sem hefði yfirum- sjón með allsherjarkosningum í Kóreu. Við erum ein þjóð og höf- um verið í 5000 ár.“ Við þökkum fyrir okkur og kveðjum feðginin. _ks. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.