Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Líbanon Syriendingar mega Iranir fallast á íhlutun Sýrlendinga ísuðurhverfum Vestur- Beirút. Að minnsta kosti260 manns hafafallið og 1,100 sœrst fráþvíbræðravíg síta hófustþann 6. maí Iransstjórn er ekki andvíg því að sýrlenskir hermenn í Vestur- Beirút haldi inní suðurhverfin ef það yrði til þess að öndverðar fylkingar síta hættu bræðravíg- um. Þetta var haft eftir Alí- Mohammad Besharati í gær en hann er aðstoðarutanríkisráð- herra klerkastjórnarinnar í Te- heran. Hann lét þessi orð falla skömmu áður að fréttir bárust af því að sprengjum hefði rignt yfir ýms hverfi utan vígaslóða sem lúta beinni stjórn Sýrlendinga. „Ef afskipti sýrlenska herliðs- ins verða til þess að tryggja öryggi íbúa hverfanna þá erum við alls ekki mótfallnir því að þeir láti til sín taka. Við eru hlynntir hverju því sem er Lfbönum til heilla og hamingju." En engu að síður sló hann varnagla: „Það þarf vita- skuld að ganga frá ýmsum hlutum áður en sýrlenskir hermenn verða sendir inní úthverfin." Það er því Ijóst að íranskir valdhafar hafa söðlað gersamlega um á örskömmum tíma. Fyrr í gærdag höfðu þeir lýst sig and- víga því að her Assads skipti sér af bardögum Amalliða og félaga Hizbollah, „flokks Guðs", í suð- vestur úthverfum Beirút, hverf- um þar sem alger eyðilegging hý- býla manna hefur nú bæst ofan á aðra óáran, svosem landlæga fá- tækt og fáfræði. Á þessum ógæfu- slóðum búa um 600 þúsund manns og sú er trú manna að þarna sé flestum erlendu gíslanna haldið föngnum. Besharati hafði vart lokið máli sínu þegar sítarnir hófu enn eina bardagahrinuna og félagar Hiz- bollah sendu Sýrlendingum blý- kveðjur. Heimildamenn úr röðum Amalliða greindu frá því að sprengjur hefðu fallið á flu- gvöll sem sýrlenskir hermenn gæta og í nágrenni Shatila búða Palestínumanna. Hizbollahmenn skýrðu frá því að Amalsprengjur hefðu fallið víðsvegar í þéttbýlis- hverfum, fáeinar hefðu meira að segja fallið aðeins steinsnar frá húsi andans föður samtaka sinna, Mohammads Husseins Fadlall- ahs. Að minnsta kosti fimm menn létu lífið í orrahríðinni í gær og 15 slösuðust. Alls hafa 260 menn fallið og um 1,100 særst frá því átökin hófust þann sjötta þessa mánaðar. Félagar Hizbollah ráða um 80 af hundraði þess svæðis sem barist er um. Reuter/-ks. Sýrlenskir hermenn á varðbergi í Vestur-Beirút. Láta þeir til skarar skríða? Danmörk Hvorki gengur né rekur Málsmetandi menn œtla að Petersen skili drottningu umboði sínu ídag. Er röðin komin að Schluter? Flestir reikna með því að Níels Helveg Petersen gangi á fund drottningar í dag og játi henni uppgjöf sína. Svo virðist sem tilraunir Níels Helvegs Petersens, leiðtoga „Róítneka vinstriflokksins", til þess að mynda „breiða sam- steypustjórn" hafi farið út um þúfur í gær. Þetta var að minnsta kosti sérfræðiálit nokkurra val- inkunnra danskra fréttaskýr- enda. Einsóg kunnugt er veitti drottningin, Margrét Þórhildur, Petersen umboð til þess að stýra samstarfsviðræðum flokkanna eftir að forseta þingsins, jafnað- armanninum Svend Jakobsen, mistókst myndun ríkisstjórnar. Það gerðist á þriðjudaginn. Þá lét Petersen þau orð falla að hann sæi aðeins eina færa leið út úr stjórnarkreppunni. „Mér ber skylda til að reyna að mynda breiða samsteypustjórn sem styðst við meirihluta þing- manna." Hann dró ennfremur enga dul á það að hann hygðist freista þess að fá Jafnaðarmanna- flokkinn og annan stóru borgara- flokkanna, „Venstre" ellegar íhaldsflokkinn, saman í eina sæng. En strax í fyrradag var Peter- sen orðinn vondaufur um að sér tækist hið síðastnefnda. „Leið- togar beggja fylkinga eru ósveigjanlegir og óskynsamir og setja fram óbilgjarna kröfu um að fá forsætisráðherraembættið í sinn hlut ef mynda á meirihluta- stjórn." Ofannefndir fréttaskýrendur í kóngsins Kaupinhöfn eru á einu máli um að Petersen mæli sér mót við hennar hátign í dag og tjái henni að sér hafi mistekist ætlun- arverk sitt. Margrét muni þvínæst kveðja hin gamalkunna Paul Schliiter á sinn fund og fela hon- um að mynda nýja ríkisstjórn sem hugsanlega yrði minnihluta- stjórn íhaldsflokksins, „Venstre" og „Róttæka vinstriflokksins". Síðastnefndi flokkurinn hefur 10 fulltrúa á löggjafarsamkund- unni og er í lykilaðstóðu. Framtíð Danmerkur veltur á því hvort hann hallast á sveif með hægri eða vinstri flokkunum. „Rót- tækir" og íhaldsmenn hafa sem kunnugt er snoðlík viðhorf til efnahagsmála en eru gersamlega á öndverðum meiði í utanríkis- málum. Reuter/-ks. Ríki og kirkja í Sovétríkjunum Patnarkinn blessar perestrojkuna Viðleitni sú sem er kennd við perestrojku í Sovétríkjunum hefur komið kirkjunni til góða og bætir það andrúmsloft sem hún nýtur til að gegna sínu göfuga hlutverki, segir Pímen, patríarki Rússnesku rétttrúnaðarkirkj- uniiiir í viðtali við sovésku frétta- stofuna APN. Viðtalið er enn eitt dæmi um batnandi sambúð ríkis og kirkju sem menn verða nú varir við. Sovésk stjórnvöld hafa gert ýmis- legt fyrir rússnesku kirkjuna á liðnum mánuðum - bæði til að bæta sambúðina og til að gera minningarhátíð um þúsund ára afmæli kristnitöku í Rússlandi sem glæsilegasta. í viðtalinu við APN minnir Pímen patríarki á nokkur atriði. Kirkjan hefur ný- lega fengið aftur þrjú klaustur - í Daníelsklaustrinu í Moskvu , sem þegar er búið að opna, verða m.a. nýjar aðalbækistöðvar kirkjunnar, þá er og verið að ljúka viðgerð á og opna Optin- klaustrið í Kalúgabiskupsdæmi og Tolgaklaustrið í Jaroslavl. Yfirvöld hafa nú til athugunar beiðni kirkjunnar um endur- heimt Hellaklaustursins í Kíef, sem er vagga múnklífis á Rúss- landi (þar mun Þorvaldur víðförli grafinn). NÚ og þá Um þetta segir Pímen patríarki m.a.: „Þessar staðreyndir og margar aðrar hrekja nýlegar staðhæfing- ar um að brotið sé gegn sam- viskufrelsi í Sovétríkjunum. Þau brot gegn samviskufrelsi sem eiga sér stað eru ekki endurspeglun opinberrar ríkisstefnu, heldur er þar um að kenna einstaklingum eða yfirvöldum á hverjum stað." Þess má geta, að á liðnum mán- uðum hefur mikið verið skrifað um ýmsar hindranir sem lagðar hafa verið í götu kristinna safn- aða á árum áður (m.a. hefur söfnuðum verið synjað um viður- kenningu og guðshús) - og því hefur verið lofað að með perest- rojku og glasnost mundi allt þetta lagast. Tímarit flokksins, Kom- múnist, hefur m.a. skrifað á þá leið um kirkjuna, að reyndar sé kenning hennar „óvísindaleg", Sjaldgæfur fundur: æðsti maður Kommúnistaflokksins, Míkhaíl Gorbatsjov, ræðir í mestu vinsemd við æðsta mann Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Pímen patríarka, í Kreml. en hitt sé mikils virði að margir kristnir menn séu einkar heiðar- legir og dugmiklir þegnar ríkisins og geti kirkjan átt jákvæðan þátt í siðferðilegri endurreisn landsins. Pímen fór og fögrum orðum um fund þeirra Gorbatsjovs þann 29. apríl en þar lagði Gorbatsjov áherslu á að trúaðir væru ekki síðri borgarar sovéskir en aðrir og má vel leggja þau ummæli út á þann veg, að dregið verði úr mis- munun í starfsframa og stöðu- veitingum sem kristnir menn hafa orðið fyrir. Pímen gat þess að í næsta mán- uði mundi saman koma kirkju- þing í tilefni þúsund ára afmælis- ins og mundi það samþykkja nýja „stjórnarskrá" fyrir Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna. Forsjónin og sögulegt stolt í viðtalinu við Pímen kemur vel í Ijós varfærni kirkjuhöfðingj- ans. Hann tók það fram að kirkj- an mundi ekki nota nein „gervi- ráð" til að að fjölga sínum fylgj- endum (þ.e. ekki stunda heima- trúboð, sem henni hefur reyndar verið bannað, amk. til þessa). Hinsvegar efast Pímen ekki um að „forsjónin mun stýra æ fleira fólki í faðm kirkjunnar með vandamál sín og spurningar". Patríarkinn er samstiga mörg- um fússneskum sagnfræðingnum um þessar mundir þegar hann stærir sig af því að „rússneska kirkjan hafði gífurleg áhrif á rússneska þjóðarvitund, menn- ingu og þróun ríkisins. Rússland hófst mjög til virðingar meðal þjóða eftir að kristni var á kom- ið". Pímen patríarki verður 78 ára í sumar. Hann gekk í klaustur fimmtán ára að aldri, stjórnaði kirkjukór ungur maður, þjónaði nokkrum brauðum sem prestur, þá varð hann yfirmaður klausturs heilags Sergís, síðar biskup, erki- biskup og mítrópolít er hann var kjörinn patríarki árið 1971. áb tók saman. Föstudagur 20. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.