Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 8
AFMÆLI Frá menntamálaráðuneytinu: Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður við eftirtalda framhaldsskóla framlengíst til 31. maí næstkomandi: Við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar kennarastaða í viðskiptagreinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni vantar kennara í stærðfræði/ tölvufræði, eðlisfræði, stjörnufræði, frönsku ’/z stöðu og dönsku Ví? stöðu. Við Framhaldsskólann f A-Skaftafellssýslu eru lausar til um- sóknar kennarastöður í: ensku, stærðfræði og viðskiptagreinum ásamt tölvufræði. Hlutastöður í dönsku, þýsku, líffræði, eðlisfræði og efnafræði. Æskilegt er að umsækjendur geti kennt meira en eina grein. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík, vantar kennara í eftir- töldum greinum: ensku, íslensku, listgreinum, rafmagnsgreinum, sögu, sérgreinum háriðna, stærðfræði, tölvufræði og vélstjórnar- greinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 31. maí nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður vlð framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann í Garðabæ eru lausar til umsóknar kenn- arastöður í eftirtöldum greinum: stærðfræði, viöskiptagreinum, ensku, samfélagsgreinum, raungreinum, íslensku, spænsku og fíölmiðlafræði. Þá vantar stundakennara í ýmsar greinar. Iþróttakennara vantar ennfremur í heila stöðu í eitt ár. Við Kvennaskólann í Reykjavík, menntaskóla vlð Fríkirkjuveg vantar kennara í stærðfræði, líffræði og íslensku. Þá vantar stund- akennara í þýsku og félagsfræði. Við Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað eru lausar kennarastöður í íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði, tréiðn, málm- iðn og rafiðn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 6. júní næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Fjölbrautaskólinn við Ármúla Brautskráning stúdenta og skólaslit veröa í Lang- holtskirkju í dag kl. 16. Skólameistari. Auglýsing Staða símavarðar í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum skal skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí nk. Fjármálaráðuneytið 18. maí 1988 Auglýsing Staða næturvarðar í Arnarhvoli er laus til um- sóknar. Umsóknum sé skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí. Fjármálaráðuneytið 18. maí 1988 AÐALFUNDUR íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn í félags- heimilinu við Fylkisveg fimmtudaginn 26. maí nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Sigfús Daðason sextugur Veisla í farangrinum. Af ein- hverri ástæðu kom þessi bókartit- ill upp í hugann þegar ég ætlaði að skrifa klausu á sextugsafmæl- inu hans Sigfúsar. Varla var þessi titill að flækjast fyrir mér af því að Sigfús bjó í París einsog höfimdur bókarinnar. Nei, ástæðan er sú að á sama hátt og Parísarborg var Hemingway Veisla í farangrinum þá er Sigfús Daðason vinum sín- um gangandi veisla. Þetta nenni ég ekki að útskýra fyrir ókunnug- um, enda yrði það erfitt án þess að vera væminn og þar með beinlínis móðgandi í garð þess óvæmna manns sem Sigfús er. Hins vegar mega menn skilja fyrr en skellur í tönnum að það er lán í lífinu að eiga aðgang að óvenju- legum mannkostum og gáfum Sigfúsar Daðasonar. Og hann hefur ekki aðeins auðgað líf vina sinna með því að vera til, hann hefur einnig auðgað líf þjóðar- innar verulega með ljóðum sín- um. t*au eru einhver allra endi- ngarbesti kveðskapur sem ég hef komist í tæri við. Nú er ekki ætlun mín að sund- urgreina hler skapgerð míns kæra vinar, en ég get ekki stillt mig um að nefna það skapgerðareinkenni hans sem ég hef einna mest gam- an af. Pað er tregða hans við að gefa nokkuð upp. Ég ræð mönnum sem sagt frá því að vera með persónulegar spurningar við Sigfús. Einhvern tímann spurði ég Sigfús hvort hann hefði komið aftur til Parísar eftir að náminu lauk, um 1960. Þá sagði Sigfús mjög þurrlega: „Ég man það ekk- ert.“ í skáldskap sínum gæti Sigfús Daðason oft virst myrkt og svartsýnt skáld. Hann hefur til að mynda ráðist gegn bjartsýni með oddi og eggju. Þetta finnst mér þrátt fyrir allt vera í mótsögn við persónuleika hans, eða afstöðu hans til lífsins. Þó þori ég ekki að kalla hann bjartsýnismann, því það gæti kostað vinslit. Sjálfsagt er ég líka að tala um allt aðra hluti en svartsýni og bjartsýni. Ég á sennilega við að Sigfús Daðason er duglegri við að vera til en flestir sem ég þekki. Reyndar er hann ekki einn í því starfi, heldur eru þau tvö saman, Guðný Ýr konan hans og hann. Til hamingju með afmælið, Sigfús minn, á fegursta árstíma. Steinunn Sigurðardóttir Nægur tími mun gefast síðar, löngu síðar, til þess að meta heildarverk Sigfúsar Daðasonar skálds sem er sextugur í dag vegna þess að enn hefur hann ekki birt sitt síðasta ljóð (og trú- lega ekki ennþá ort það) og fyrr verður ekki lagt mat á heildar- bygginguna. Hins vegar má slá því föstu nú þegar að ljóð Sigfúsar séu ein traustasta byggingin í íslenskri nútímaljóðlist og þoli bæði nýja skoðun og jarðskjálfta nýrra tíma. Sigfús er nefnilega bæði snjall verkfræðingur með burðar- þol sem sérgrein auk þess að vera listagóður arkítekt með fegurri línu á ytra borði byggingarinnar en flestir. Það hefur verið bent á að klass- ísk menntun hans hafi nýst hon- um vel; það má vel vera, a.m.k. hefur hún ekki háð honum og vissulega leiðir latínukunnátta sjaldnast til lausungar í tjáningu. Ljóð hans hafa haft mikil upp- eldisáhrif á eftirkomandi kyn- slóðir og komið mörgum til nokk- urs þroska við misjöfn móttöku- skilyrði. Uppeldisfræði ljóðanna er samt alls ekki föðurleg í þrúg- andi merkingu þess orðs og kveikir þarafleiðandi sem betur fer ekki löngun til Ödípusarlegs morðs á Sigfúsi. Ef ég ætti að staðsetja Sigfús í einhverri af prótótýpum hins eilífa fjöl- skyldulíkans myndi ég segja að hann væri frændinn, föðurbróðir eða móðurbróðir. Að vísu ekki mon oncle d’Amérique heldur fjarlægi nálægi gáfaði frændinn. Það er langt sfðan ég kynntist ljóði eftir Sigfús Daðason fyrst; ég hirði ekki um að greina frá þeirri reynslu í smáatriðum. Það eru rúmlega þrjátíu ár síðan. Ég lá undir skrifborði í bóka- og blaðastafla. Fyrir mér varð nokk- urra ára gamalt hefti af Lífi og list. Ljóðið byrjaði þannig: „Mosavaxið hraunið hlustar á fjöllin langt í fjarska Hafið fiugvélarnar og vindarnir taka til starfa. “ Og svo hélt það áfram og gerir enn og ég fékk aðkenningu af því sem sérfræðingar kalla hugljóm- un. Mér leið eins og ég hefði fengið eldingu í hausinn. Þetta voru fyrstu kynni mín af nútím- aljóðlist. Mér hefur þótt vissara að hafa ljóð Sigfúsar einhvers staðar í nágrenni við mig síðan. Það er líka mjög heppilegt að hafa þau handbær vegna þess að þau þola endurtekinn Iestur og rramleiða við það ný blæbrigði merkingar. Þennan eiginleika, þetta vegasalt opnunar og lokun- ar, hafa sumir notað sem eina af mörgum skilgreiningum ljóðlist- ar. Svo er gott að hafa ljóðin innan seilingar ef menn vilja lesa í heild sinni Ijóð sem fólk er að vitna í. Einna þekktustu byrjun- ailínur sem margir kunna eru: „Orð ég segi alltaf fœrri og fœrri orð enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. “ Framhaldið er ekki síðra og í raun hentar það ljóðum Sigfúsar afar illa að vera slitin í parta til ívitnunar þó ofangreindar ljóð- línur mætti að ósekju klappa í marmara og setja upp við inn- ganginn á mörgum stofnunum svo sem dagblöðum og útvarps- stöðvum og þá að sjálfsögðu til eftirbreytni. Ég minntist á það í upphafi að nægur tími gæfist síðar til þess að meta heildarverk Sigfúsar og þá ekki einungis ljóð hans heldur út- gáfustarf hans, eitt merkasta á síðari árum, glæsilegt þýðingar- starf svo og önnur ritstörf. En það stóð semsé ekki annað til hér og nú en óska honum inni- lega til hamingju með afmælið. Sigurður Pálsson formaður Rithöfundasambands Islands Einhverntíma í fyrndinni, þeg- ar við vorum unglingar og þótt- umst hafa áhuga á skáldskap og vorum á hugsunarlausu ráfi um Fagra veröld Tómasar Guð- mundssonar eða röktum Spor í sandi eftir Steini Steinarr, þá kom að því að okkur brá í bili. Við vorum heldur betur settir út af laginu. Atómkveðskapur, sögðu menn, mikið er hann skelfilegur. Bæði fyrir hefðina, fyrir stuðlanna þrískiptu grein, fyrir ræktun minnisins - og svo líka fyrir Boðskapinn og Her- hvötina. Það var þá að Sigfús Daðason skrifaði grein sína „Til varnar skáldskapnum". Og verð- ur ekki ofsögum af því sagt, að það var merkileg grein og þýðing- armikil. Eða svo reyndist að minnsta kosti þessum strák hér. Ekki barasta vegna þess að grein- in vísaði á nýjan skilning á því sem fyrir ungum skáldum vakti í þann tíma, nei hún var undireins gott og vandað tilræði við gikks- hátt allan í umgengni við skáld- skap og hún dró mikið niður í boðskaparákafanum sem gerði sig líklegan til að göslast áfram í einhverskonar sjálfvirku æði. Þetta var nú meira en holl lex- ía. Og nú fór maður að skoða sjálf ljóð Sigfúsar og gekk náttúr- lega ekki of vel. Hann var skáldið sem sagði alltaf færri og færri orð (og lét þess reyndar getið strax í fyrstu bók sinni) og þessi orð voru ekki á hraðahlaupum út um götur og torg að raða sér í fljót- tekið samhengi. En glíman við þau var góð reynsla og hefur svo verið síðan. Ég hefi einhvemtí- mann haldið því fram, að Sigfús væri einn þeirra fágætu skálda sem gerir Iesandann ögn gáfaðri en hann er af sjálfum sér, en þar með er ekki nema fátt eitt sagt. Sigfús gat sett eftirminnilega ofan í við þá sem heimtuðu skorinorð- an erindrekstur í skáldskap, en vissulega áttu ljóð hans erindi við mig og þig, það var svosem ekki eins og skrifað væri með gaffli á sjóinn, herra minn sæll og trúr. Við fundum einmitt hjá Sigfúsi merkilegustu pólitísku kvæðin, þar sem segir frá því að „sjálf- gerðir fjötrar em traustastir fjötra“ og fleiru um sjálfstæðis- málin sem ekki kom fram strax. Þar var skýrt frá hæpinni samúð heimsins með þeim sem upp rísa, og um leið var því fram haldið að „sárindin eru sönn samúðin er sönn, skyldleikinn við hina fjar- iægustu og minnst virtu er sann- ur“. Það var líka ort um þá hluti sem við vissum ekki nærri strax (fyrir æsku sakir og annarrar heimsku) að voru merkilegir - um þau afrek, sem unnin eru í veikleika, sem lögð eru saman „úr ótal dögum hræðilegra efa- semda um afl yðar tilgang yðar líf yðar“. Hinsvegar áttaði maður sig fljótt á því að brýnna en að biðja um sálarró í sinni heimsstyrjöld var að biðja um „lausn frá tómi sálarinnar, hinu hluttektarlausa og ónæma, sem sér ekki ljósið, finnur ekki loftið né vatnið né jörðina". í nýiegri kvæðabók Sigfúsar segir frá því, að hér áður fyrr komu spekingar langar leiðir til að létta mér lífið og telja í mig kjark með óágengri visku sinni Það er að sönnu tekið fram að þessir kurteisu menn séu nú hættir að koma, en hvað um það: þau orð sem að ofan voru til færð vill einn gamall lesandi Sigfúsar snúa upp á hann sjálfan. Og þakka honum sem best fyrir óá- genga visku og vandlátan efa og andófið gegn öllum vindbelgingi á þessum ærslatímum, fyrir fulltingi í endalausri glímu við valtar vonir, samfylgd í leitinni að áreiðanleika sem ekki liggur á Iausu og mun aldrei. Og sömu- leiðis fyrir þá gæsku sem hann er grunaður um, og mætti margt um segja og þegja. Og megi langt verða til kvelds á þeirri leið. Árni Bergmann 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.