Þjóðviljinn - 20.05.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Page 10
Um mann- flokka Þau tíðindi berast nú landslýð til eyrna að kona nokkur Sigrún Þorsteinsdóttir að nafni hyggist bjóða sig fram til forseta. Þetta framboð er þó engan veginn hugsað sem mótframboð gegn Vigdísi Finnbogadóttur heldur segir Sigrún þetta vera manngildisframboð, rétt eins og Vigdís hugi lítið að þeim málum. Sigrún þessi er metnaðargjörn kona. Hún bauð sig fram til va- raformanns í Sjálfstæðisflokkn- um hér um árið en stjörnukortið var hagstæðara hjá Friðrik. Þetta fannst Sigrúnu auðvitað ekki mannúðlegt af félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum og gekk því til liðs við flokk ákveðins manns, Péturs Guðjónssonar. Það er annars furðulegt hvað hinir og þessir mannflokkar sækja í forsetaembættið. For- maður Flokks litla mannsins vildi verða forseti 1980 en annað hvort hafa litlu mennirnir svikist undan merkjum eða þeir voru ekki nægilega margir til að koma bjargvætti sínum að þá. Núna kemur fram kona úr Flokki mannsins og vill endilega fá að vera forseti. Til að hleypa síðan fjöri í leikinn ætti einhver kvenna- listakona að stofna Flokk eigin- mannsins og koma karli sínum í forsetastól. Þá væri hægt að tala um konuna á bakvið manninn, forseta mannsins og mann fors- etans og hvort sem forsetinn yrði siðan maður eða kona væri manngildið alla vega tryggt. Eftir gengisfellingar, margra ára kjararán og fjöldann allan af uþpboðum á híbýlum fólks hlýtur síðan að vera kominn grund- völlur fyrir því að stofna Flokk pínulitla mannsins. Einhver oddviti hans gæti síðan boðið sig fram til forseta. En í allri þeirri örtröð sem kann að myndast þegar mannflokkarnir flykkjast svo allir á kjörstað, verður svo auðvitað að tryggja að Maðurinn, Litli maðurinn, Eiginmaðurinn og kona hans, traðki ekki á Pínulitla manninum þegar hann kemur illa séður á kjörstað vegna smæðar sinnar. -hmp ídag er 20. maí, föstudagur í fimmtu viku sumars, þrítugasti dagur hörpu, 141. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykja- vik kl. 3.56 en sest kl. 22.55. Viðburðir Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveld- isstofnun 1944. Þjóðhátíðardagur Kamerún. FæddurÁsmundur Sveinsson myndhöggvari 1893. Þjóðviljinn fyrir 50 árum: Stranda samningar itala og Frakka á afstöðunni til Spánarmálanna?- Mússolini vill ráða því hve Frakkar hafi mikið herlið í nýlendum sínum - „íslenzkuraðaH" komin út. Bók um æsku fyrirstríðsáranna, hugsjónir hennar, brauðstrit, rómantík, ástar- harma og guðlega upphafningu á augnablikum velgengninnar. Viðtal við höfundinn Þórberg Þórðarson. Nancy Wake Sjónvarpið kl. 22.35 í kvöld verður sýndur í sjón- varpinu fyrri hluti nýrrar myndar um Nancy Wake, áströlsku stúlk- una sem fluttist til Frakklands á unga aldri og starfaði þar við blaðamennsku. í Frakklandi kynnist hún manni sem hún fellir hug til og giftist. Þegar hann er kallaður í herinn, verður það til þess að hún gerist virkur þátttakandi í frönsku andspyrnuhreyfingunni. 20 vinsælustu myndböndin Nú rekur á fjörur þeirra sem vilja fylgjast með vinsældum myndbanda. Samtök íslenskra myndbandaleiga hefur ákveðið að standa fyrir vikulegri birtingu á 20 vinsælustu myndböndunum. Listinn er þannig unninn að 20 leigur taka saman lista yfir útleigu sjö daga og senda til skrifstofusamtakanna sem vinnur úr þeim upplýsingum eftir ákveðnum reglum. Hér birtum við lista samtakanna númer tvö. Merkið (-) táknar að viðkom- andi myndband sé nýtt á listanum, en talan innan svigans sýnir í hvaða sæti viðkomandi myndband hafi verið í síðustu viku. 1 (6) Dirty Ðancing (J.M. Heildsala) 2 (3) Roxanne (Skífan) 3 (1) Beverly Hills Cops #2 (Háskólabíó) 4 (2) No Mercy (Steinar) 5 (7) Ishtar (Skífan) 6 (-) Raising Arizona (Steinar) 7 (5) La Bamba (Skífan) 8 (11) Robocop (Háskólabíó) 9 (4) Jumping Jack Flash (Steinar) 10 (17-19) Hamburger Hill (J.M. Heildsala) 11-12 (10) Fortuna Dane (Skífan) 11-12 (15) Number One With a Bullet Háskólabíó 13 (-) Six Against the Rock (J.B. Heildsala) 14 (8) Living Daylights (Steinar) 15 (14) Secret of My Success (Laugarásbíó) 16 (9) Bigshots (J.B. Heildsala) 17-18 (16 NAM - Tour of Duty (V&S Dreifing) 17-18 (-) Creeps of the Night (Steinar) 19-20 (-) Still Watch (Myndform) 19-20 (-) The Nightfliers (Steinar) Framganga Nancy Wake meðal franskra andspyrnumanna í síðari heimsstyrjöldinni, varð til þess að hún skapaði sér mikla virðingu víða um heim. UM ÚTVARP & SJÚNVARP GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINKl Föstudagur 20. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.