Þjóðviljinn - 20.05.1988, Side 13

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Side 13
MINNING Dýrleif Þorbjörg Amadóttir Fœdd 3. 1. 1897 - Dáin 14. 5. 1988 Sú góða kona Dýrleif Árna- dóttir verður borin til grafar í dag. Hún lést síðastliðinn laugar- dag, komin á tíræðisaldur. í hug- um okkar krakkanna sem bjugg- um á Digraneshæðinni á sjötta áratugnum skipaði Dýrleif sér- stakan sess. Pau hjónin á „hundr- að og fjögur“ voru barnlaus og því nutum við krakkarnir þeirra í enn ríkari mæli. Hvort sem við leituðum til hennar í sorg eða gleði, í leik eða í leit að nýjum viðfangsefnum, einatt tók hún okkur opnum örmum, rétti kann- ski að okkur kexbita eða kandís- mola með þeim ummælum að við mættum bara sjúga, ekki bryðja. Allt umhverfið á Digranesvegi 104 heillaði okkur krakkana svo sannarlega. Á vorkvöldum söfnuðumst við saman á lóðinni hjá Ásgeiri og Dýrleifu og nutum þess að leika okkur á túninu í öllum þeim stórfiskaleikjum sem við kunnum og svo var farið í feluleik í skóginum sem þau hjónin ræktuðu af mikilli alúð fyrir neðan húsið sitt. Þegar snjórinn huldi jörð söfnuðumst við enn á túnið hjá Ásgeiri og Dýrleifu því þar voru bestu skíða- og sleðabrekkurnar. Oft var mikill krakkaskari saman kominn á lóðinni og að vonum mikill gauragangur í okk- ur en það raskaði ekki ró þeirra hjóna. Og við vissum að okkur var alltaf meira en velkomið að njóta þessa hlýlega umhverfis sem þau áttu svo stóran þátt í að skapa. Hálfur annar áratugur er liðinn frá því að Ásgeir og Dýrleif fluttu búferlum á Bárugötuna vegna veikinda Dýrleifar. En svo sterk voru þau bönd sem bundist höfðu milli sumra krakkanna og þeirra hjóna á „hundrað og fjögur“ að sambandið rofnaði ekki þótt ár og áratugir liðu. Sem fyrr vorum við hjartanlega velkomin. Ýmis- legt var þá skrafað en einatt höfðu þau hjónin langmestan áhuga á að vita um okkur krakk- ana, hvernig við plumuðum okk- ur sem fullorðið fólk í námi og starfi. Pað var alltaf svo gaman að sjá blikið í augum Dýrleifar þegar hún spurðist fyrir um og fékk fréttir af okkur krökkunum, upp- komnum í millitíðinni. Við minnumst þessarar mætu konu með þakklæti fyrir liðnar samverustundir. Ásgeir á mikið hrós skilið fyrir þá umönnun sem hann veitti Dýrleifu frá því að hún veiktist. Hann hefur staðið sem klettur við hlið hennar allan þann tíma. Ásgeiri vottum við hluttekningu og óskum honum alls hins besta á erfiðum tímum. „Krakkarnir á Hæðinni“. Faðir Dýrleifar var séra Árni Jónsson á Skútustöðum. Hann hafði í desember 1894 misst fyrri konu sína frá tveim ungum börn- um þeirra hjóna. Hét hún Dýrleif Sveinsdóttir og var frá Hóli í Höfðahverfi. Pessi missir hefur verið séra Árna mikill. Hann lætur tvær elztu. dætur sínar af síðara hjónabandi bera nafn hennar. Og rösku ári áður en séra Árni andazt, stofnar hann sjóð, sem ber nafnið „Dýrleifar minn- ing“. Af litlum efnum reiðir hann fram jafnvirði eins og hálfs árs verkamannalauna. Tilgangur sjóðsins: að gleðja börn í Mý- vatnssveit. Dýrleif Þorbjörg Árnadóttir, sem í dag er kvödd, lagði ætíð ríka rækt við minningu nöfnu sinnar frá Hóli. Sagði hún undir- rituðum, að sem barn hefði hún helzt kosið að líkjast nöfnu sinni um flest. Hafi sú von ræst, fer ekki á milli mála að Dýrleif á Hóli hefur verið rismikil kona. { marz 1896 kvæntist séra Árni á Skútustöðum Auði Gísladóttur frá Þverá í Dalsmynni. Hún var dóttir Gísla Ásmundssonar hreppstjóra, sem var bróðir Ein- ars í Nesi, og Porbjargar Ol- geirsdóttur frá Garði. Öll brutust börnin frá Pverá til mennta með tilstyrk foreldra sinna. Sjálf hafði Auður verið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Bræður hennar voru þeir Ásmundur prófastur á Hálsi, Ingólfur læknir í Borgarnesi, Garðar stórkaupmaður í Reykja- vík og Haukur prestur í Kaup- mannahöfn. Sópa þótti að Auði móður Dýrleifar. í minningum, sem Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi hefur rifjað upp frá veru sinni í Möðruvallaskóla, segir hann að hjartsláttur sumra „kav- alera“ hafi orðið tíðari en ella þegar Auður systir Pverárbræðra gekk í danssal skólans. Séra Árni faðir Dýrleifar var ættaður úr Mývatnssveit, og þar stóð frændgarður hans af Skútustaða- og Reykjahlíðarætt- um. Systkini hans, sem á legg komust, voru Jón á Skútustöðum sem drukknaði tæplega þrítugur, Sigurður ráðherra í Ýztafelli, Guðrún í Haganesi, Helgi hrepp- stjóri á Grænavatni, Hjálmar bú- fræðingur á Ljótsstöðum, Hólm- fríður í Skógum, Vilhjálmur í Máskoti og Júlíana á Akureyri. Séra Árni var í áraraðir prestur og þingmaður á Skútustöðum í Mývatnssveit. Jafnframt ráku þau Auður mikinn búskap á jörð- inni. Heimilið var mannmargt og gleðiríkt. Víða er í ferðaritum, erlendum og innlendum, rómuð gestrisni og alúð hjónanna á Skútustöðum. Þau voru hjúasæl, og heimilið var sem ein samhuga fjölskylda. Parna ólst Dýrleif upp í hópi systkina sinna, sem ávallt litu fyrst og síðast á sig sem Mý- vetninga. Systkinin frá Skútustöðum voru auk Dýrleifar: Þuríður hjúkrunarkona í Seattle gift Gustav Bergström; Jón læknir í Seattle kvæntur Önnu Einars- dóttur, og ber elzta dóttir þeirra Dýrleifarnafnið; Þorbjörg Dýr- leif, sem fyrst íslenzkra kvenna lauk háskólaprófi í hjúkrunar- fræðum; Gísli bóndi á Helluvaði kvæntur Sigríði Sigurgeirsdóttur; Þóra gift Kristni Ármannssyni rektor; séra Gunnar kvæntur Sig- ríði Stefánsdóttur; Inga gift Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni útvarpsstjóra og Ólöf gift Hákoni Guðmunds- syni yfirborgardómara. Þær syst- ur Inga og Olöf fylgja í dag Dýr- leifu síðasta spölinn. Dýrleif lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1918. Um langt árabil starfaði Dýr- leif hjá lögmanni og síðar borg- arfógeta í Reykjavík. Jafnframt tók hún virkan þátt í ýmsum fé- lagsmálum og þýddi bækur um heilsufræði, sem út komu á árun- um 1923-1928. Fyrri maður Dýrleifar var Skúli Guðjónsson prófessor. Þau skildu árið 1931. Árið 1948 giftist Dýrleif eftir- lifandi eiginmanni sínum, Ásgeiri Péturssyni verkstjóra frá Eyrar- bakka, bróður Péturs útvarpsþul- ar og fleiri kunnra systkina. Ás- geir er sonur Péturs Guðmunds- sonar skólastjóra, sem féll frá um aldur fram, og Elísabetar Jóns- dóttur konu hans, sem þau Dýr- leif og Ásgeir önnuðust af alúð seinustu æviár hennar. Sambúð þeirra Dýrleifar og Ásgeirs var einlæg og innileg. Mannbætandi var að sækja þau heim, hvort sem var á heimili þeirra í Kópavogi eða í veglegu sumarhúsi í Traustholtshólma í Þjórsá. Eftir að þau fluttu að Bárugötu í Reykjavík og Dýrleif hafði orðið fyrir alvarlegum heilsubresti, misst mál og líkams- mátt, bar Ásgeir hana beinlínis á höndum sér. Var hjúkrun Ás- geirs slík, að heilsa Dýrleifar fór dagbatnandi. Virtust hugir þeirra orðnir það samofnir, að Dýrleif náði vart að gefa óskir sínar til kynna, áður en Ásgeir hafði látið þær rætast. Hætt er þó við, að hann hafi ekki ætíð gætt eigin heilsu sem skyldi. Þóru móður minni og Þorbjörgu, systrum Dýrleifar, reyndist Ásgeir ein- stök hjálparhella á elliárum þeirra, og eru honum færðar þakkir fyrir það. Enda þótt aldur Dýrleifar væri orðinn hár og heilsan skert, nutu þau Ásgeir hverrar samveru- stundar í ríkum mæli. Fráfall Dýrleifar var því sárt og ótíma- bært, lífsviljinn sterkur og andinn ungur. En enginn getur betur óskað en falla frá á hápunkti hamingjuríkrar ævi. Veri Dýrleif Þorbjörg Árna- Hjörleifur Sigurbergsson Fæddur 5. 9. 1897 - Dáinn 10. 5. 1988 Nú þegar afi minn er horfinn úr þessum heimi hrannast upp myndir fyrir hugskotssjónum, myndir frá liðnum árum, sumar allt að fertugar. Þessar myndir eru ekki í tímaröð og eiga sér ekkert röklegt samhengi, en hafa það sammerkt að hann er á þeim öllum, í forgrunni. Ein fyrsta endurminning mín er tengd honum. Lítill stelpu- hnokki kominn uppí sveit, austur í Súluholtshjáleigu, til ömmu og afa. Hún orgar af öllum kröftum því hún vill fara heim en afi tekur hana í fangið, gengur með hana umi.gólf, og huggar. Önnur mynd, nokkurum árum yngri, er af stelpu nýkominni til sumardvalar í sveitina hjá afa og ömmu. Það er grenjandi rigning og stelpan er í nýjum stígvélum að „hjálpa" afa sínum að girða. Hún réttir honum samviskusam- lega naglana, einn af öðrum, og fær hrós fyrir. Hann hagar orðum sínum þannig að henni finnst hún ekki aðeins vera dugandi fjöl- skyldumeðlimur heldur og gegn þjóðfélagsþegn. Svo er á einni myndinni heldur niðurlút stelpa. Það eru allir að stríða henni því hún er klippt eins og strákur. En afi segir að hár- greiðslan sé sallafín og hjálpar henni að byggja upp sjálfs- traustið á ný. Það er hans von og vísa. Alltaf stendur hann með lít- ilmagnanum. Árin líða, stelpan fer í skólann, les íslandssögu og um líf þjóðar- innar fyrr á öldum og finnst það miður skemmtileg lesning. En afi þekkir þetta flest af eigin raun og verður heillandi persónugerving- ur hinna fornu fræða, gæðir þau lífi og litum. Allt lifnar við og verður áhugavert. Ógleyman- legar eru sögurnar hans af jólum í litla torfbænum austur í Meðal- landi. Einnig lifna við myndir af svaðilförum yfir óbrúuð stórfljót- in á Söndunum og ferðir á tveimur jafnfljótum yfir fjallvegi í öllum veðrum. Kötlugos, huldu- fólk, allt verður þetta ljóslifandi á vörum hans. Hroki og yfirdreþsskapur er eitur í hans beinum enda telur hann það ekki fyrir neðan sína virðingu að rökræða landsins gagn og nauðsynjar við ungling við eldhúsborðið. Það eru ófáar minningarnar tengdar því borði, bæði á Ljósvallagötu og Bald- ursgötu. Stundum er hann alls ekki sammála dótturdóttur sinni, en alltaf er allt í góðu. Óteljandi eru þær orðnar jól- agjafirnar, afmælisgjafirnar, fermingargjafirnar og brúðar- gjafirnar sem afi og amma hafa gefið í gegnum árin. Það hefur verið þeirra yndi að gefa og veita öðrum þótt þau hafi aldrei haft úr mikiu að spila sjálf. Allt þetta kemur vel heim og saman við lífs- skoðun þeirra og trú að kapp- kosta að gera öðrum gott og lifa í samræmi við kristna trú, af hóg- værð og kærleika. Þannig vil ég muna hann. Góð- an og ljúfan afa, skoðanafastan, alltaf trúan sinni sannfæringu og umfram allt samkvæman sjálfum sér. Hvfli hann í friði. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir dóttir móðursystir mín kær kvödd. Ármann Kristinsson. í dag kveðjum við móðursystur okkar, Dýllu frænku, eins og viö kölluðum hana ævinlega. Hún var elsta systirin í hópi sjö systkina, þar sem móðir okkar, Ólöf Dagmar, var yngst. Dýlla var nítján ára þegar faðir hennar, séra Árni Jónsson frá Skútustöð- um, féll frá og móðir hennar, Auður Gísladóttir, stóð ein uppi með hópinn. Betri stórusystur hafa víst fáir átt. Og móður sinni reyndist hún stoð og stytta alla tíð. Allir í fjölskyldunni elskuðu Dýllu vegna híýju hennar og mannkosta. En ólíkt mörgum öðrum konum sinnar tíðar tak- markaði hún ekki starfsvettvang sinn við eigin bæjardyr eða ætt- garð. Hún þráði að breyta heiminum, draga úr böli og styðja lítilmagnana. Um áratugi tók hún virkan þátt í stjórnmála- og kvenréttindabaráttu. En í upphafi lá nærri að vetrar- ríki og læknisskortur hindruðu að hún kæmist heil á húfi inn í okkar beygluðu veröld. Hún er fædd um hávetur, í byrjun janúar, á Skútustöðum við Mývatn. Fæð- ingin mun hafa gengið erfiðlega, læknir hvergi nær en á Breiðu- mýri, og þá voru engir bílarnir. Móðir okkar hefur sagt okkur hvernig ekki dugði minna en senda hinn fræga Fjalla-Bensa eftir lækninum. Hann braust áfram af miklunt dugnaði og hafði hestaskipti þar sem honum sýndist. Fór hann þá rakleitt inn í hesthúsin og tók þar óþreytta hesta traustataki án þess að tefja sig á að spyrja um leyfi. Enda kom hann aftur með lækninn í tæka tíð. Tveimur árum seinna geisaði ægilegur barnaveikifaraldur í Mývatnssveit. Aftur var sóttur læknir, en honum fannst Dýlla litla of langt leidd til að eyða á hana bóluefni. Birgðir hans voru á þrotum og hann spurði hvort ekki væru önnur börn á bænum, minna veik. Ömmu okkar hafði skömmu áður dreymt undarlegan draum. Henni fannst hún stödd á æskuheimili sínu, Þverá í Fnjóskadal, og Dýlla vera að hverfa ofan í litla innanbæjarlæk- inn. Á síðustu stundu tókst móðurinni að ná í bláhælinn á drukknandi barninu, og draga það upp úr. Draumurinn gaf ömmu okkar von um að Dýllu gæti batnað og hún sat við sinn keip, þangað til læknirinn lét undan bænum hennar. Dýlla átti aðeins fáa daga ólif- aða til að geta haldið upp á 70 ára stúdentsafmæli sitt. 1918 höfðu fáar konur enn tekið stúdents- próf, ef frá er talinn nokkur hóp- ur 1915. í árgangi með Dýllu var aðeins ein, Guðrún Tuliníus, síð- ar Arinbjarnar, nú látin. Aðeins eitt af bekkjarsystkinunum er enn á lífi, Brynjólfur Bjarnason fyrrv. menntamálaráðherra. Um stúdentana vorið 1918 blésu vindar nýrra tíma. í Rúss- landi hafði alræði öreiganna tekið við af keisaraveldinu gamla, jafnrétti og bræðralag allra jarðarbarna virtist í sjón- máli. Frænka okkar varð áreið- anlega snortin af þessum hug- sjónum. Hún las forspjallsvísindi einn vetur í Reykjavík, fór til Kaupmannahafnar og vann á skrifstofu d’Angleterre gistihúss- ins, gekk í hjónaband sem ekki færði henni hamingju, skildi, ferðaðist nokkuð um Norður- lönd, til Ameríku og loks til So- vétríkjanna, þar sem hún mun Föstudagur 20. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.