Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 14
Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir apríl-mánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. Fjármálaráðuneytið, 20. maí 1988. fluglýsið í Þjóðviljanum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Neskaupstaður Félagsfundur Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ræðir um störf Alþingis og stöðu þjóðmála á fundi Alþýðubandalagsins í Neskaupstað miðvikudaginn 25. mai kl. 20.30 að Egilsbraut 11. Félagar fjölmennið. - Stjórn ABN. Breiðdalur . 4 Opinn fundur pLzJg Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ræðir um þjóðmálin við þinglok á oþnum fundi í Staðar- borg, Breiðdal, þriðjudaginn 24. maí kl. 20.30. ^4 _ m Allir velkomnir. - Alþýðubandalagiö. Hjörleifur Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Aiþýðubandaiagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júií. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 23. mai (annan í hvítasunnu) kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Fundargerðir bæjarstjórnar fyrir fund bæjarstjórnar þriðjudaginn 24. mai. 2) Önnur mál. Nefndarmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnln Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn að Kirkju- vegi 7 Selfossi, fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaástandið og stöðu Alþýðubandalagsins. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin. Margrét Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júní Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júni Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: I Stjórnkerfið og þjónusta II Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SÍS og kaupfélögin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið Auglýsið í Þjóðviljanum hafa stundað nám í marxistískum fræðum um nokkurt skeið. Hún var komin aftur heim til íslands árið 1930. Útlitið var svart. Heimskreppan var skollin á, við verkafólki blöstu lækkandi laun, og Dýlla frænka fór að hjálpa til við að byggja upp nýtt stjórnmálaafl, Kommúnista- flokkinn. Hún var ein af fáum konum sem tóku virkan þátt í undirbúningi hans og var kjörin í stjórn þegar hann var stofnaður 1930. Nú tóku við ár mikilla átaka, þar sem hart var barist fyrir málstaðnum. Og blíða góða Dýlla sýndi, að þegar um kjör ör- eiganna var að tefla var hún ekki smeyk við að taka harða línu. Hún var langt til vinstri við sjálf- an Einar Olgeirsson. Hennar hugsjón var að styðja alþýðuna til að hjálpa sér sjálf til að bæta kjörin. Hún tranaði sér lítið fram en vann þeim mun meira baksviðs, var með f að skrifa og dreifa vinnustaðablöð- um, skipuleggja fundi og hjálpa til við stofnun verkalýðsfélaga. Hún átti áletraðan pappírshníf úr silfri sem tvær konur úr Starfs- stúlknafélaginu Sókn höfðu fært henni í þakklætisskyni, eftir að það félag var stofnað 1934. Á þessum tímum voru verkföll bæði hörð og tíð. Þegar vörubílstjórar fóru í tíu daga verkfalll 1935 stóð MINNING hún meðeiginkonum þeirra og hjálpaði þeim að setja upp eins konar kaffihús alþýðunnar, þar sem alltaf var heitt á könnunni fyrir verkfallsverði, sem stóðu vaktir langar kaldar vetrarnætur. Hún starfaði einnig í Kvenrétt- indafélagi fslands, enda dáði hún mjög þær mæðgur Bríeti Bjarn- héðinsdóttur og Laufeyju Vald- imarsdóttur. Þegar við systurnar munum fyrst eftir Dýllu frænku er nýr kafli hafinn í lífi hennar. Hin pól- itíska barátta hefur færst bak- sviðs. Hún og eftirlifandi maður hennar, Ásgeir Pétursson, hafa gerst frumbyggjar í Kópavogi. í Bröttuhlíð við Digranesveg reistu þau sér fallegt heimili, og breyttu þar gráu holti í grænan lund. Þangað var gott og skemmtilegt að koma. En þau hjón áttu sér einnig annað óðal, umflotið einni mestu á íslands og þangað var ekki minna ævintýri að koma fyrir ungar stúlkur. Þetta er jörðin Traustholtshólmi. Þar breytti Dýlla sandflákum í lúpínuakra og melgresishóla og gæðum náttúrunnar kúmeni, hrútaberjum og vínrabbabara í lystilegustu rétti. Úti í Hólma fengu allar lyndis- einkunnir Dýllu að njóta sín við nýjar aðstæður, í samskiptum hennar við hina margslungnu náttúru. Hún kættist yfir forvitn- um sel og vildi bjarga honum ef hann flæktist í neti. Hún hélt verndarhendi yfir fjölskrúðugu fuglalífi, tókst að koma upp um- talsverðu æðarvarpi, og toppönd- in átti sér þar mörg hús. Hún heilsaði þeim hjónum alltaf sér- staklega þegar þau stigu á land í' Hólmann. Ef blikaði á fisk í neti fylltist Dýlla á hinn bóginn af veiðigleði, sem var smitandi og spennandi. Fyrir 17 árum veiktist Dýlla og gat þá ekki lengur hlúð að æður og aflað fiskjar, en hún var samt alltaf glöð enda átti hún einhvern þann besta og umhyggjusamasta eiginman sem hugsast getur, hann Ásgeir. Þau færðu hvort öðru ást, sem ekkert var farin að kulna eftir meira en fimmtíu ára samband. í ræðu sem hún hélt í Kvenrétt- indafélagi íslands árið 1939, í skugga yfirvofandi heimsstyrj- aldar lýsti hún sorg sinni yfir á- standinu í heimsmálum, hvernig traðkað var á réttlæti, hugsjón- um, menningu, en bætti við: „Það fer svo fyrir mér á slíkum augnablikum, að mér finnst öll þessi verðmœti lífsins, allar þessar gersemar, margfaldast að gildi, mér finnst allir þeir menn, konur sem karlar, sem lagt hafa lífsitt og starf fram til þess, að kenna mannkyninu að meta þessi hnoss, komast upp í æðra veldi...." Við viljum kveðja frænku okk- ar með þessum hennar eigin orð- Bjarkarhlíðarsystur Ossurína Bjamadóttir Fœdd 17. 11. 1906 - Dáin 8. 5. 1988 Össurína Bjarnadóttir móður- systir mín er dáin. Það verða margir til að sakna hennar og minnast sem gömlu góðu ínu frænku. En eitt sinn skal hver deyja og ína var orðin 81 árs. Það var í Bolungarvík sem fna ólst upp. Foreldrar hennar voru Kristín Ingimundardóttir og Bjarni Bárðarson frá Hóli í Bol- ungarvík. Hún var fjórða elst 12 systkina. Af þessum stóra systkinahóp eru aðeins þrjú eftir- lifandi: Ásta ekkja eftir Georg Sigurjónsson, Steingrímur fisk- sali kvæntur Kristínu Kristjáns- dóttur og móðir mín Jóna Bjarn- adóttir gift Jóni Hjaltalín Gunnlaugssyni Iækni. Um tvítugt fékk ína berkla en naut þeirrar gæfu umfram tvær af sínum systrum að lifa berklasýk- inguna af. Sjálfsagt grunaði þá fáa að hún ætti eftir að lifa flest sinna systkina og verða þeim öll- um mikill stuðningur. En sjúk- dómurinn tók sinn toll. Fáar um- gangspestir létu hana óáreitta og alltaf átti hún erfitt með gang vegna mæði. Eg var sjö ára þegar við flutt- umst frá Siglufirði hingað suður. Steingrímur móðurbróðir minn bjó þá á Sogaveginum ásamt Kristínu konu sinni og átta börn- um sem áttu eftir að verða fleiri. Hjá Steingrími bjuggu amma, afi og ína frænka, eftir að þau fluttu að vestan. Viö vorum fjögur systkinin er þessir flutningar stóðu yfir og eitt á leiðinni. Steingrímur gerði sér lítið fyrir og bætti einni hæð ofan á húsið á Sogaveginum til að geta hýst þessa fjölskyldu sem ætlaði að freista gæfunnar fyrir sunnan. Þau fjögur ár sem við nutum gestrisni Steingríms og Kristínar konu hans voru það Kristín amma og ína frænka sem voru miðpunkturinn hjá þessum tveim fjölskyldum. Ég minnist enn kolaeldavélar- innar. Mesta friðarstund dagsins var ef það náðist að vakna nógu snemma. Þá var Iæðst niður í eld- hús og sestíhlýjunaviðeldinn. Á eldavélinni kraumaði kaffið, bætt með exporti. Á þeirri stundu var auðvelt að trúa því að aldurinn væri hærri en árin sögðu til um. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Því alltaf var smáfólkinu sem vaknaði snemma skenkt kaffitár í morgunsárið ásamt mjólkurkexi til að dýfa í kaffilitinn. Þótt ína hafi verið barnlaus sjálf eru sjálfsagt fáir sem hafa haft hönd í bagga með uppeldi jafnmargra barna og hún. Öll eigum við frændsystkinin ljúfar minningar. tengdar henni. Það sést best á því hvað hópurinn hélt mikilli tryggð við hana eftir að hún fluttist sf Sogaveginum í Álftamýrina. Það kom ósjaldan fyrir að ína væri kölluð til ef erfiðleikar steðj- uðu að eða ef einhver þurfti á aðstoð að halda eins og oft gerist á barnmörgum heimilum. Þá var gaman að sitja hjá henni og hlusta. Hún gat það sem flest börn kunnu að meta, segja sögur. í mínum huga var lna alltaf sameiningartákn ættarinnar. Hún hafði yfirsýnina. Vissi hvar hver fjölskyldumeðlimur var staddur í heiminum hverju sinni og hvað hver og einn hafði fyrir stafni Þetta gilti ekki aðeins um systkinabörnin heldur einnig systkinabarnabörnin sem nú eru að nálgast sjötta tuginn. Hún þekkti þau öll með nafni, fór nærri um skaplyndi þeirra og vissi hvað þau tóku sér fyrir hendur. Fyrir mánuði síðan hélt Steingrímur upp á sjötugsafmæl- ið sitt af mikilli rausn. Þar voru samankomnir flestir ættingjar ínu. Okkur er sjálfsagt flestum ofarlega í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera öll saman með henni svo skömmu áður en hún lést. Nú er ína frænka mín héðan horfin og eftir er tóm sem aldrei verður fyllt. Ættbogi þeirra Kristínar og Bjarna verður aldrei hinn sami. Kristín Jónsdóttir DJÓÐVILJINN blaðið sem vitnað eri //>V /46? / <£>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.