Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 8
LÆKNASTOFA Hef opnaö stofu í Læknastöðinni hf. Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga milli kl. 9 og 17. Kristján Guðmundsson sérgrein: háls-, nef- og eyrnalækningar. / KENNARAR Sláist í hópinn. Framhaldsskólinn á Húsavík er enn í mótun. Spennandi verkefni bíða þín ef þú kennir stærðfræði, tölvufræði, íslensku, þýsku, ensku, frönsku, dönsku eða viðskiptagreinar. Kannið hvað er í boði. Sími 96-41344. Skólameistari. W% GARÐABÆR Kjörskrá Kjörskrá fyrir Garðabæ vegna kjörs forseta ís- lands, sem fram á að fara 25. júní 1988 liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, á opnunartíma skrifstofunnar sem er kl. 8.00-15.30 mán.-fös. Kjörskráin mun liggja frammi frá og með 25. maí til 14. júní 1988. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út 10. júní 1988. Bæjarstjórinn í Garðabæ. R«| RE/KJNSIÍKURBORG RKl 'I* Stödun Skólaskrifstofa Reykjavíkur Staða umsjónarmanns við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er laus til umsóknar. Upplýsingar í síma 75600. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild Fósturheimili óskast fyrir þroskaheft börn. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir fé- lagsráðgjafi í síma 685911 e.h. alla virka daga. ll Félagsmálastofnun I Reykjavíkurborgar FÉLAGSSTARFALDR- AÐRA í Reykjavík Orlofsdvöl Eins og undanfarin sumur efnir félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar í samstarfi við ísl. Þjóð- kirkjuna til orlofsdvalar að Löngumýri í Skaga- firði. í sumar hafa eftirfarandi tímabil verið ákveðin. 1. hópur30. maítil 10. júní 2. hópur 4. júlítil 15. júlí 3. hópur 18. júlí til 29. júlí 4. hópur15. ágústtil 26. ágúst 5. hópur 5. sept. til 16. sept. Innritun og allar upplýsingar eru veittar á skrif- stofu félagsstarfs aldraðra í Hvassaleiti 56-58 símar: 689670 og 689671 frá kl. 9.00 - 12.00. FélagsmálastofnunReykjavíkurborgar f i- Sfr jjj l|u Vegið að friðhelgi fjölskyldunnar Mörgum finnst þetta ástand töluvert áhyggjuefni og er ég í þeirra hópi. Mér sýnist að við verðum að horfast í augu við að þessi nýja tækni hafi í raun vegið í sama knérunn og hið miðstýrða sjónvarp, þótt atlagan komi úr svolítið annarri átt. í báðum til- vikum er fjölskyldan og friðhelgi hennar fórnarlambið. Efni sjón- varpsins er ákveðið langt yfir höfðum okkar þannig að litlu ein- ræðisherrarnir fyrrnefndu verða hálfhlægilegir þegar allt kemur til alls, og notkun myndbandanna er ákveðin af börnum okkar án íhlutunar okkar og raunar er með öllu óvíst hvort við fáum einu sinni vitneskju um hana. Ég hef nú vikið að þremur nokkuð ólíkum hliðum á uppeld- ishlutverki fjölmiðla (raunar hef ég nær eingöngu rætt um sjón- varp): í fyrsta lagi vakti ég athygli á miðstýringu sjónvarps- og hugs- anlegum áhrifum hennar á heimilisbrag. I öðru lagi ræddi ég um efnis- innihald sjónvarps og meint áhrif þess á ungviði. I þriðja lagi vék ég að heims- mynd fjölmiðlanna og lykilhlut- verki þeirra á okkar tímum borið saman við fyrri tíma. Loks hef ég leitast við að skýra sérstöðu myndbandanna borið saman við sjónvarpið. Við munum sjálfsagt seint ráða niðurlögum miðstýringar á sjón- varpi og reyndar má geta þess að henni fylgja ýmsir kostir þótt ég hafi ekki elt ólar við þá hér. Hins vegar getum við með lýðræðis- legum leiðum haft áhrif á þær stofnanir sem heyra undir al- mannavaldið (RÚV) í þá átt að dægursveifla sjónvarpsins falli betur að æskilegum lífsháttum heimilanna. Hérhefégt.d. íhuga að megindagskrá sjónvarpsins hefjist fyrr á kvöldin, eða að fréttatímar verði fluttir aftur til kl. 21 svo dæmi sé tekið um það sem auðvelt er að breyta ef vilji er fyrir hendi. Fjármagn til barna- efnis séísamrœmi við hlutfall barna af notendahópnum EfnisinnihaJd sjónvarps er háð fjármagni. Við getum krafist þess að fjármagn til barnaefnis sé í samræmi við hlutfallslegan fjölda barna meðal notenda. Síðast þeg- ar ég athugaði þetta atriði vant- aði mikið á þetta. Við getum með rannsóknum afhjúpað tengslin milli auglýsenda og efnis í fjöl- miðlum og við getum barist fyrir sérstökum reglum um auglýsing- ar í barnaefni. Við getum líka efnt til umræðu við fréttamenn og aðra um vandann sem fylgir því að flytja myndrænar fréttir af ógnarviðburðum. Heimsmynd fjölmiðlanna er auðvitað hálfgerður spéspegill veruleikans og auðvitað verður hún aldrei þannig að öllum líki. En endurbætur á henni tei ég að muni fyrst og fremst nást fram með aukinni menntun fjölmiðl- astarfsmanna og auknum metn- aði þeirra. Myndbönd eru í margra augum alvarlegasta ógnunin viðbörn á vettvangi fjölmiðlanna og þau dæmi sem ég hef sýnt hér eru ekki fallin til að eyða ótta okkar. Ég er eigi að síður bjartsýnn á að flest börn muni ekki endast til að horfa endalaust á óþverraefni þegar nóg framboð er orðið á fjölbreyttu efni. Eigi að síður er það auðvitað áhyggjuefni að ung böm geta, annað hvort viljandi eða fyrir slysni, lent í því að horfa á efni sem ekkert gott getur leitt af sér. Auðvitað er það fyrst og síðast hlutverk foreldranna að gæta að þessu, en fóstrur og kennarar bera einnig mikla ábyrgð. Málvernd Ég vil lokum víkja að nýju að spurningunni um málvernd. ís- lenskt mál er á hörðu undanhaldi í sjónvarpi og maður er hættur að kippa sér upp við ambögur, mál- villur og málleysur, hortitti og flatneskju þótt þetta vaði uppi í hljóðvarpi. Hvað er til ráða þegar ljóst virðist að uppvaxandi kyn- slóð fái miklu færri tækifæri til að þroska íslenska máltilfinningu og safna sér íslenskum orðaforða en fyrri kynslóðir? Þessi spurning er ekki sprottin af íhaldssemi og sér- visku. Vanræktur málþroski heillar kynslóðar táknar í raun vanrækslu á sjálfum menningar- arfinum og ekki þarf að orðlengja um hættuna fyrir sjálfstæði þjóð- ar ef sjálfstæð menning hennar veikist eða glatast. Hér er verk að vinna í samstarfi uppeldisstétta, forsjármanna fjölmiðlanna og þeirra sem taka að sér menntun fjölmiðlastarfsmanna. Heimlldlr Elías Héðinsson og Þorbjörn Brodda- son: Æska og tómstundir. Lodziak, Conrad (1986) The Power of Television: A Critical Appraisal. Franxes Pinter(Publishers), London. Larson, James F. (1984) T elevision’s Window on the World: Intemational Affairs Coverage on the U.S. Net- works. Ablex Publishing Corporation, Norwood. Nordenstreng, Kaarle (1977) Kom- munikationsteori. Almqvist og Wik- sell, Stokkhólmi. „Áhorfsmál“: Samkvæmt íslenskri könnun frá 1979 horfa unglingar sáralítið á sjónvarp, en uppúr tvítugu tekur notkunin kipp. rískra blaða á gefnu tímabili sem gáfu þessar niðurstöður. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.