Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 10
 Hluti þeirra muna sem fórnað var guðunum eftir orustuna við lllerup. Þeir hafa legið í 1800 ár í vatni og síðan mýri. Mýrin er basísk og því hafa trémunir geymst þar ótrúlega vel. Þarna gefur að líta tréskjöld, skjaldarból- ur, spjót, sverðsskeiðar, söðulskraut, beltissylgjur o.fl. sjá hvaðan eigendurnir komu, voru ekki sjálf vopnin heldur hárkambar sem hermennirnir notuðu til að greiða sér. Nú er verið að rannsaka kambana og efnið í þeim og öll gerð þeirra útilokar að þeir séu frá Dan- mörku eða Suður-Svíþjóð. Ljóst er því að hér hefur innrásarlið verið á ferðinni og það hefur komið frá suðaustur- hluta Noregs og vesturhluta Sví- þjóðar, þ.e.a.s frá Víkinni (Osl- óarfirði) og Ranríki (Bohusléni). Fornleifafundirnir í Illerup- dalverpinu veita því mestar upp- lýsingar um þau landsvæði því að Jótarnir hafa ekkert skilið eftir frá sjálfum sér í mýrinni og um þá er lítið vitað. t>ó er ljóst að þeir hafa búið við sæmilegan efnahag og sterka stjórn úr því að þeir gátu ráðið niðurlögum hers sem e.t.v. taldi 1000 manns. Rómversk sverð Flestir gripa’nna, sem náðst hafa upp úr mýrinni, segja ekkert til um hvaðan eigendurnir hafa verið. Sverðin skipta hundruðum og eru smíðuð í Rómarríki. Á u.þ.b. helmingi þeirra eru stim- pilmerki rómverskra járnsmiða, hinn hlutinn er nákvæmlega sömu gerðar og hlýtur því einnig að vera útflutningsvarningur frá Rómarríki. Sverðin hafa ýmist verið seld fullfrágengin eða sem hálfunnin vara. Nokkur þeirra eru búin germönskum hjöltum og eru í germönskum skeiðum. Fundist hafa nær 1000 spjót og er talið að þau hafi verið smíðuð á Norðurlöndum. En gerð þeirra var hin sama um öll Norðurlönd og þau veita því ekki nánari vitn- eskju um smíðastaðinn. Sverð og spjót hafa verið helstu vopnin en menn hafa í minna mæli notað boga og axir í bardaga og kannski hníf. Steindir skildir Til varnar sér höfðu hermenn- irnir tréskildi sem voru um 1 metri að þvermáli. Skildir höfð- ingja og fyrirmanna voru skreyttir ýmist með rauðum og gulum lit eða með gulli og silfri en óbreyttir hermenn báru járn- slegna skildi. f pung við belti sér geymdu þeir ýmsa persónulega muni, svo sem rómverska pen- inga, perlur, gullstykki, eldfæri, kamba, oddhvassa sýla, hnífa og skartgripi. Meðal fórnargjafanna voru einnig ýmiss konar verkfæri og reiðver. Þarna má finna rúna- áletranir sem eru með þeim elstu áNorðurlöndum. Það er rúnirnar sem veita upplýsingar um nafnið Wagnijo en auðvitað er það ágiskun að það hafi verið nafn foringja sænsk-norska árásarliðs- ins. Nú rennur á eftir breiðum Illerup-dalverpinu sem liggur milli lágra hæða og ása. En þegar orustan var háð fyrir 1800 árum voru stór vötn í dalnum og það er eitt þeirra sem geymt hefur einn merkilegasta fornleifafund Dan- merkur. Gripunum hefur ekki verið hent í einu lagi í vatnið. Fyrst hafa menn flokkað þá. Þeim, sem voru léttir og meðfæri- legir, hefur verið kastað frá vatnsbakkanum og þess vegna lágu þeir dreift í mýrinni þegar farið var að grafa. Öðrum hlutum hefur verið safnað í hrúgur sem farið hefur verið með á báti út á vatnið þar sem þeim var dengt fyrir borð. Allmargar slíkar hrúg- ur eru í mýrinni. Enn er mikið ógrafið Vatnið hefur verið um 100 þús- und fermetrar en ekki hafa enn verið grafnir upp nema 40 þúsund fermetrar. Tilraunaholur og seg- ulmælingar hafa leitt í ljós að bú- ast.má við að mikið af gripum finnist þegar meira verður grafið en það er ekki áætlað að sinni. Svæðið hefur verið friðað og bíð- ur rannsókna komandi kynslóða. Það var 1950 að fyrst varð vart við fornleifar í Illerup-dalverpinu þegar ræsa átti fram mýrina. Þá strax var hafist handa við upp- gröftinn og haldið áfram allt til 1956. Aftur var hafist handa 1975 og unnið við uppgröft fram til 1985. Vinnu við munina, sem fundust, er enn ekki lokið. Stéttskipt samfélag Þessi mikli fornleifafundur gef- ur dágóða vísbendingu um þjóð- félagsgerðina. Að vísu eru upp- lýsingarnar um samfélag Austur- Jótanna takmarkaðar en þó er ljóst að það hefur verið allþróað í efnahagslegu og stjórnarfarslegu tilliti úr því að unnt var að safna nægílega miklu liði til að sigra þetta fjölmennan árásarher í or- ustu. Það er og ljóst að við Víkina á heimaslóðum innrásarliðsins hefur verið komið á háþróað skipulag sem gerði kleift að safna saman allt að 1000 manna herliði og útvega nógu mörg skip til að flytja liðið. (Rætur víkingaferða virðast djúpar á Norðurlöndum og hið sama á við um leiðangurs- útboð til landvarna. Innsk. Þjv.) Samfélagið hefur verið ríkt úr því að unnt var að kaupa mikið af rómverskum sverðum og fram- leiða auk þess mikið af vopnum. Talið er að gull- og silfurmun- irnir og glæsilegustu vopnin hafi tilheyrt fyrirmönnum. Kannski Gullinn maður eða goð. Nokkrir rauðmálaðir skildir, sem væntan- lega hafa tilheyrt höfðingjum í innrásarliðinu, voru skreyttir með tilslegnum gullþynnum. Þær mynduðu krans meðfram skjald- arröndinni. (Lauslega þýtt og endursagt úr lllustreret videnskab) ÓP Af hárkömbum mátti marka hvaðan innrásarherinn var kominn. í pung við belti sér höfðu hermennirnir kamba og fleiri persónulega muni: eldfæri, skartgripi, rómverska peninga, mola af rafi og taflmenn. því svæði samanlögðu er áður til- heyrði rómverska ríkinu. Verslun við Róm Norðurlandamæri Rómarríkis fylgdu nokkurnveginn stórfljót- unum Dóná og Rín þar sem Rómverjar komu sér upp röð af virkisbúðum og borgum. Auk eiginlegra landvarna var hlutverk rómverska hersins að sjá um að verslun gengi eðlilega fyrir sig við germani en til þeirra heyrðu íbú- ar Norðurlanda að mati Róm- verja. Gífurlegt magn af róm- verskum gler- og bronsgripum, sem fundist hafa vítt og breitt um Norður-Evrópu, sýnir að hér hef- ur verið um að ræða umfangsmik- il viðskipti. Það var ýmislegt fleira en vopn sem Rómverjar fluttu út. Vilji menn gera sér í hugarlund hvernig þeir menn litu út, er börðust á Austur-Jótlandi fyrir 1800 árum, verður að leita suður til Rómar. Þar má finna lágmynd- ir af germönskum hermönnum sem höggnar hafa verið út um svipað leyti og Illerup-orustan var háð. Sverðin, sem germanir bera á þessum myndum, eru al- veg eins og þau sem Rómverjar seldu til Norður-Evrópu og hafa nú verið grafin upp úr mýrinni í Illerup-dal verpinu. Við uppgröftinn í Illerup- dalverpinu hafa fundist margir ómetanlegir dýrgripir. Og þeir eru ekki bara merkilegir fyrir það hversu margir þeir eru. Nýjar aldursgreiningaraðferðir hafa verið þróaðar. Fólkorustan fyrir 1800 árum hefur átt sinn þátt í að móta aðferðir fornleifafræðinga við að greina og túlka fomleifar sem fundist hafa og kunna enn að finnast í öðrum mýrum. Hún hef- ur einnig gefið vísbendingar um þjóðfélagsgerðina á Norður- löndum fyrstu aldirnar eftir Krists burð og getur því orðið af- gerandi þáttur í endurmati sögu allrar Evrópu frá þessum tímum. Fyrst um sinn er þó nóg að gera fyrir fræðimennina við að skoða og skrásetja gripina. Þeirri vinnu verður ekki lokið fyrr en 1990. Þá loks verður settur lokapunktur aftan við þrotlausa vinnu forn- leifafræðinga sem staðið hefur í 15 ár. hefur það verið þeirra sérkunn- átta að geta ráðið rúnimar sem aðallega hafa verið ristar á skjaldarhandföng og spjótsköft. Samfélagið hefur verið stéttskipt og höfðingjarnir hafa kvatt undirsáta sína til herferða. Per- sónulegir munir eru og mjög mis- munandi vel gerðir. Sumir í innrásarliðinu hafa verið langtum ríkari en aðrir. Fjöldi sverðanna bendir til verulegrar millilandaverslunar. Þau eru nær öll smíðuð í Rómar- ríkinu. í Illerup-dalverpinu hafa reyndar fundist fleiri rómversk sverð frá þessum tímum en á öllu Jörgen llkjær mag. art. er einn þeirra sem stjórnað hafa upp- grefti í lllerup-dalverpinu. Hann heldur hér á spora sem hermað- ur frá Ranríki hefur notað fyrir 1800 árum til að hvetja hest sinn. SPAÐUISK0DANN G0TTAÐ KEYR'ANN AUÐVELT AÐ BORG’ANN Cóö greiöslukjör. Handhöfum VISA bjóöum viö 25% útborgun og afganginn á 12 mánuöum. verö frá kr. 176.600.- JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL JOFUR HF IMYBYLAVEGI 2 • SIMI 42600 Maður er manns gaman Veistu hvað, ég keypti nýja melónu á markaðnum í morgun. Þegar ég kom heim hitti ég Lísu úr næstu íbúð og hún sagði: Eng- in smámelóna þetta! Ég lagði hana á borðið við gluggann og þegar Villi kom heim sagði hann: Mikið asskoti er þetta falleg mel- óna, elskan. Og svo kyssti hann mig heilmiklum kossi. Svo kom- um við okkur fyrir í stofunni fyrir kvöldmat til að fá okkur í glas og horfa pinkulítið á sjónvarpið. Þá kemur allt í einu þessi auglýsing þar sem húsmóðir er að kaupa melónu. Hún hittir vinkonu sína og hún segir: Drottin minn, en sú melóna! Svo kemur eiginmaður- inn heim, kyssir hana heilmiklum kossi og segir: Klassamelóna, elskan mín! Þá var mér nóg boðið - ég hljóp fram í eldhús og fór að gráta... Vaxtasneið Afmæll sreikningsins er heil kaka út af fyrir sig Afmælisreikningur er sterkur reikningur sem upphaflega var stofnaður í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans 1986 og var aðeins opinn út afmælisárið. Reikningurinn öðlaðist skjótt miklar vinsældir og hefur nú verið opnaður á ný. Afmælisreikningur er að fullu verðtryggður og gefur að auki fasta 7,25% ársvexti allan binditímann sem er aðeins 15 mánuðir. Hann hentar því mjög vel til almennra tímabundinna nota og er f Landsbanki Qiib- b’iörm Qf'mapliccTiöf' P.&wsf A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.