Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 17
BORGARAFUNDUR Polgar-systur í Valaskjálf! Hinar þekktu Polgar-systur frá Ungverjalandi veröa meö- al þátttakenda á Opna Austurlandsmótinu í skák, en þaö hefst íjúníbyrjun. Þá veröa íslensku stórmeistar- arnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson meöal þátttakenda, og eins Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari. Pær Zsofia, Zsuzsa og Judit tefldu á síðasta Reykjavíkurmóti sællar minningar og stóðu sig með miklum ágætum þrátt fyrir ungan aldur, en þær eru aðeins 11, 13 og 18 ára. Sú elsta er al- þjóðlegur meistari en yngri syst- urnar titillausar. Skortur á slíkum formlegutn þingum varð þeim samt enginn fjötur um fót er þær tefldu í Reykjavík, og mátti margur frægur, vegtyllum lilað- inn kappinn sjá af óskiptum vinn- ingi í viðureigninni við þær. Skák er eitt af síðustu karlavígjunum eins og kunnugt er, og það leyndi sér heldur ekki að körlunum var meinilla við að tapa fyrir þessum stelpum sem varla stóðu út úr hnefa. Það fórenda nokkurn veg- inn saman að staðan á skákborð- inu var orðin ein rjúkandi rúst og sá sem mönnunum stýrði rauður eins og karfi yfir niðurlæging- unni. Flóðhestar allra landa sameinist Mótið stendur frá 5. til 15. júní og því ekki seinna vænna fyrir lysthafendur að fara að athuga sinn gang. En rétt er að vekja athygli á því að mótið er opið - öllum opið - og því getur hvaða flóðhestur sem vera skal skráð sig til þátttöku og freistað gæfunnar. Egilsstaðabær, Hótel Vala- skjálf, Ferðamiðstöð Austur- lands og Taflfélag Egilsstaða standa að mótinu. Verðlaun verða 700 þúsund, en sá, eða sú, sem hreppir efsta sætið fær jafn- framt 200 þúsund krónur í sinn hlut. Þetta er í annað sinn sem Opna Austurlandsmótið er haldið, en í fyrra voru þátttakendurnir 55 frá 7 þjóðum. Fjöldi þátttakenda nú ræður því hvað teflt verður í mörgum flokkum, en að sögn Ottós Jónssonar á Egilsstöðum, skipuleggjara og mótsstjóra, væri mótshöldurum þökk í því að væntanlegir keppendur skráðu sig með fyrra fallinu til að auðvelda undirbúning. Polgar-systur eru svo væntan- legar til landsins 2. júní, þremur dögum fyrir upphaf mótsins. Þær koma til Reykjavíkur, og að sögn Ottós er meiningin að þær tefli fjöltefli hér fyrir sunnan áður en alvara Iífsins tekur við fyrir austan. Flóðhestar af fjölskáka- kalíber gera því rétt í að fylgjast með tilkynningum um ungversk fjöltefli upp úr mánaðamótun- um. HS Kór Öldutúnsskóla ásamt stjórnandanum, Agli Friöleifssyni, viö hluta af hinni tröllauknu fresku Baltasars í Víðistaðakirkju. Frumflylur verk eflir Hjálmar Vortónleikar Kórs Öldutúnsskóla í Víðistaðakirkju um helgina. Tónleikaferð til Asíu og Ástralíu í sumar KórÖldutúnsskóla heldur vortónleika sína í Víöistaöa- kirkju í dag, laugardaginn 21. maí, og hefjast þeir klukkan fjögur eftir hádegi. Vonandi ruglast enginn í ríminu þótt um þetta sé getið hér í sunnu- dagsblaöinu; laugardags- og sunnudagsblaðið koma nú einu sinni út í sameiningu á laugardegi. Efnisskráin er fjölbreytt. Elsta lagið er frá 16. öld en það er eftir snilling pólífóníunnar, Palest- rina. Allmörg íslensk þjóðlög verða flutt og að auki tvö sam- tímaverk íslensk: Dúfa á brún eftir Þorkel Sigurbjörnsson, og nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson við kvæði Vilborgar Dag- bjartsdóttur, Barnagælu. Þetta er frumflutningur verks- ins, og að sögn stjórnanda kórs- ins, Egils Friðleifssonar, er það mjög nýstárlegt og gerir miklar kröfur til flytjenda. „Við höfum varla lent í öðru eins torfi, og erum við þó ýmsu vön,“ sagði hann. f júlíbyrjun fer kórinn í mikla tónleikaför. Ferðinni er heitið til Asíu og Astralíu, og þar með hef- ur kórinn afrekað að ferðast til allra heimsálfanna fimm. Áfang- astaðirnir eru Hong Kong, Mac- ao, Canberra höfuðborg Ástral- íu, Sydney og Thailand, og tekur kórinn þátt í stórum, alþjóð- legum mótum á að minnsta kosti þremur þessara staða. HS íbúar í Hvassaleiti, Háaleiti, Fossvogi, Bústaðahverfi og Blesugróf! Miðvikudaginn 25. maí 1988 kl. 20.30, mun Borgarskipulag Reykjavíkur efna til borg- arafundar í samkomusal Réttarholtsskóla. Á fundinum verða kynnt drög að hverfa- skipulagi fyrir borgarhluta 5, þ.e. Hvassa- leiti, Háaleiti, Bústaðahverfi, Fossvogs- hverfi og Blesugróf. Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. í þvi er fjallað sérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð, þjónustu og íbúaþróun og áhersla lögð á hvar breytinga er þörf og hvar þeirra er að vænta. Á fundinum verður óskað eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka íbúa er ein af forsendum fyrir góðu skipu- lagi. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, sími 26102 105 Reykjavík Félag járniðnaðarmanna Skemmtiferð 1988 fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farin laugardag og sunnudag 18. og 19. júní nk. Ferð- ast verður að Kirkjubæjarklaustri og ekið um ná- grennið. Gisting á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri. Lagt verður af stað frá Suðurlandsbraut 30 kl. 8.00 f.h. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til skrifstof- unnar, sími 83011. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Auglýsing Staða næturvarðar í Arnarhvoli er laus til um- sóknar. Umsóknum sé skilað í fjármálaráðuneytið fvrir 26. maí. Fjármálaráðuneytið 18. maí 1988 Auglýsing Staða símavarðar í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum skal skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí nk. Fjármálaráðuneytið 18. maí 1988 ' > r Utboð Klæðingar á Vesturlandi 1988 ''/VM f Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Nýlagnir og yfirlagnir á sjö köfium samtals 30 km Verki skal lokið 1. september 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með 24. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14-00 þann 6. júní 1988. Vegamálastjóri Sunnudagur 22. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.