Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 18
KROSSGATAN Nr. 618 BRIDGE ?h 2 7— 5 b 2? 7- )o )/ 3 /2 & í 3 2? W~ 9 15 KV) ié> 3 6 19 3 9 )$ 1/ 20 2? )0 3 )5 2) 2? )=h h/ /3 22 )9 2? n 23 2? n 56" )5 b (p 2? )b /3 2s (o ) )b l(p 13 22 )3 <? )3 y 2. \y )9 M /5 q? n; 2? (p )3 0? 9 U 20 )3 )b 22 n 9 25 3 )3 28 13 V 25 ‘SÁ (yk V 3 Zo 3 2$ )9 i? V 3 2*i 22 *F }L n V2. 7T~ )(> W~ )? k n 9 25 JÍ 22 & )3 i? (fi V )3 )b w ll )(o ilo V /4 9 25 )3 S2 &> )S 3o 3 CJJ 9 )+ 22 10 )S 9 20 13 3 9 2? u )9 (o (o R? i? 28 19 2Lh 9 13 22 )l Cj 3 22 13 25 ;9 )(p )(o Sr 9 8 25 Setjiö rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 618“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 5 J¥ 9 2S J? b 28 19 )b Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárótt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Verðlaun fyrir krossgátu 618 verð- ur Leiðsögn um Söguslóðir Njálu á þremur hljóðsnældum og Njálssaga, prentuð í litlu broti. Útgefandi: Svartá hvítu. Ovœnt úrslit Margrét Jensdóttir og Gunnar Þórðarson urðu íslandsmeistarar í parakeppni 1988. 36 pör tóku þátt í mótinu, sem spilað var um síðustu helgi. Spiluð voru 105 spil eftir barometer-fyrirkomulagi, allir v/alla. Margrét var hér á árum áður vel þekkt spilakona, sem hefur lítið spil- að opinberlega síðari ár. Hefur greinilega engu gleymt. Gunnar (frændi Margrétar) hefur hin síðari ár getið sér gott orð á Selfossi, m.a. á móti félaga sínum þar, Sigfúsi Þórð- arsyni. Þau Margrét og Gunnar háðu mikla keppni við þau Esther Jako- bsdóttur og Aðalstein Jörgensen, sem leiddu mótið fyrri daginn. I þriðja sæti urðu svo systkinin Erla Sigurjónsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson úr Kópavogi. móti stigum frá félögum/svæðum til skráningar í vorskrá eftir þessa helgi. Mikil vöntun er á skilum frá félögum. Bitnar það eingöngu á viðkomandi félögum. Er hérmeð skorað á þau fé- lög sem enn „skulda“ stig, að gera hreint fyrir sínum dyrum. Einnig má minna á stðari gjalddaga árgjalda til BÍS, sem er 15. júlí. Gjaldið er kr. 20 pr. spilara á kvöldinu. Sumarbridge 1988 sem spilaður er á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi í Sigtúni 9 (húsið opnar kl. 17.30) hef- ur farið rólega af stað, enda óvenju snemma sem spilamennskan hófst að þessu sinni. Um 30 pör hafa að með- altali mætt á kvöldunum, og spilað hefur verið í tveimur riðlum. Búast Skráning sveita í SANITAS- Bikarkeppni Bridgesambandsins hef- ur gengið afar illa. Um miðja viku voru aðeins 25 sveitir skráðar til leiks, og hafa ekki verið færri um árabil. Grunur minn er sá, að keppendur á landsbyggðinni kjósa frekar að spila í eigin bikarkeppni á svæðinu og hrein- lega nenna ekki að standa lengur í þessu yfir sólmánuðina. Ef þetta er ástæðan, er Ijóst að gera verður átak til að höfða betur til fjöldans, með breyttu fyrirkomulagi, til að mynda láta stigefstu sveitirnar sitja yfir í 1. umferð eða spila úrtökumót á hverju svæði, þannig að í lokin standi aðeins eftir sigursveitir. Skráð verður út mánuðinn, á skrifstofu BSÍ. ÓLAFUR LÁRUSSON Skráning í Opna Sparisjóðsmótið í Kópavogi, sveitakeppni 32 sveita stendur enn yfir og geta örfáar sveitir bæst við. Mjög vel hefur gengið að skrá sveitir til þátttöku og um miðja vikuna voru 26 sveitir skráðar til leiks. Athyglisvert að engin sveit utan Kópavogs og Reykjavíkur var skráð til leiks. Landsbyggðarspilarar verða að fara að gera sér grein fyrir því, að á stundum eru haldin mót sunnanlands sem eru tilvalin tækifæri fyrir þá að taka þátt í. Opin mót víða um land hafa verið afar vel sótt af sunnan- mönnum og má þar nefna Akureyri og Egilsstaði, Hveragerði og Sand- gerði o.fl. Væri ekki nema sanngjarnt að félögin hér sunnanlands (á Reykjavíkursvæðinu) fengju sæmi- lega þátttöku í sín Opnu mót, þegar þau á annað borð bjóðast. má við að þátttakan aukist verulega næstu kvöldin. Þátttakan í Sumar- bridge í Reykjavík hefur vakið mikla athygli í nágrannalöndum okkar. t hinum höfuðborgunum má heita að allt bridgelíf leggist niður með hækk- andi sólu þar. Þar þykir gott að ná saman liði í einn riðil (10-20 pör). Undirbúningur fyrir Norðurlanda- mótið, sem spilað verður á Loft- leiðum hér heima dagana 26. júní til 2. júlí n.k. hefur gengið vel. Sig- mundur Stefánsson hefur séð að mestu leyti um undirbúningsvinnu fyrir hönd Bridgesambandsins. Ljóst er að mótið verður afar sterkt spila- lega séð og verðugt verkefni fyrir landslið okkar í Opnum- og kvenna- flokki. Liðin hafa æft grimmt síðustu dagana. Hjalti Elíasson sér um liðið í Opnum flokki en Jakob R. Möller og Aðalsteinn Jörgensen um kvennalið- ið. Landsliðið í yngri -flokki hefur einnig æft stíft, en það fer til Búlgaríu í byrjun ágúst, til þátttöku í Evróp- umótinu. Jón Páll Sigurjónsson og Ásgeir P. Ásbjörnsson hafa annast undirbúning liðsins. Minnt er á Vestfjarðamótið, sem spilað verður á Núpi í endaðan maí. Skráning er hjá Ævari Jónassyni á Tálknafirði. Einnig er hafin skráning í Bikarkeppni Vestfjarða Skráning áunninna meistarastiga er hafin hjá BSl. Ekki verður tekið á Nýir formenn félaga innan BSÍ, sem þættinum er kunnugt um, eftir aðalfundi þeirra í vor eru: Akureyri: Cecil Haraldsson. Þorlákshöfn: Er- lingur Arnarson. Hvammstangi: Ein- ar Jónsson. Sauðárkrókur: óvís. Félögin eru minnt á að tilkynna stjórnarskipti til BSÍ sem fyrst. FJOLMIÐLAPISTILL Tœknihliðinni fer hnignandi Á mánudaginn var sýndi Sjónvarpið þátt sem nefndist Skáld götunnar. Þarvarreynt að sýna hvað ungskáld nútím- ans eru að sýsla við auk þess sem rætt var um það sem nefna má utangarðsskáld síðari ára, þe. þau skáld sem hafa neyðst til að fjármagna sjálf útgáfu Ijóða sinna. Þetta var um margt ágætur þáttur og vænst þótti mér um að sjá Sigurjón í Letri á skjánum. Hann hefur um langt árabil unnið óeigingjarnt starf í þágu prent- frelsisins með því að fjölrita efni skálda fyrir Iítið og oft ekkert, auk þess sem hann hefur tekið að sér útgáfu fjölda bóka sem án hans tilverknaðar hefði dagað uppi í skúffum höfunda. Það er löngu kominn tími til þess að ís- lenska bókmenntastofnunin sýni Sigurjóni þann heiður sem hann á skilið. En áfram um þáttinn. Það var því miður ekki allt gott um hann að segja. Greinilegt var - td. á stífum uppstillingum í upphafi einstakra atriða - að hinn ungi umsjónarmaður var ekki ýkja reyndur á sviði sjónvarpsvinnu. Það á í sjálfu sér að vera allt í lagi ef hann fær einhverja tilsögn, amk. um einföldustu atriði. En það virtist hafa gleymst. í það minnsta var eins og umsjónar- maður hefði ekki hugmynd um tilvist þeirrar stéttar manna sem nefnist klipparar. Einkum var fjarvera þeirra átakanleg í við- tölunum við ungu skáldin. Þar erum við raunar komin að öðrum vanda sem stundum setur mark sitt á íslenska sjónvarps- þætti. Það er algengt og ekkert út á það að setja að sjónvarpið fái til liðs við sig lausamenn, áhuga- menn um viðfangsefnið hverju sinni. En gallinn við þetta er smæð íslensks samfélags. Séu menn áhugamenn um tiltekið svið menningarlífs þýðir það oft- ar en ekki að þeir þekkja per- sónulega flesta þá sem virkir eru í þeim geira. Það getur bæði verið kostur og galli. ÞRÖSTUR HARALDSSON f umræddum þætti var þessi ná- lægð, þessi kunningsskapur, heldur til ama. Það þarf fagmann til að halda nauðsynlegri fjarlægð milli viðmælenda. Sé sú fag- mennska ekki til staðar getur út- koman orðið æði pínleg. Og það varð hún stundum á mánudags- kvöld. En ég vil ítreka það að þáttur- inn var að mörgu leyti góður og fróðlegur og hefði að ósekju mátt vera lengri. Ég held að gallana sem ég nefndi megi að mörgu leyti skrifa á reikning Sjónvarps- ins en þar er nú orðið þunnskipað í röðum tæknimanna. Svo mjög að það er eiginlega orðið til skammar. Það hafa orðið nokkrar um- ræður um það hvort Sjónvarpið eigi að halda uppi öflugri tækni- deild eða reiða sig að mestu leyti á aðkeypta vinnu. Ég er ekki fróðasti maður undir sólinni um hina tæknilegu hlið sjónvarps - þekki fyrirbærið eiginlega ein- göngu úr sófanum. En ég get samt ekki stillt mig um að ítreka það sem oft hefur verið nefnt að auðvitað á Sjónvarpið að kaupa vinnu frá lausamönnum og öðr- um fyrirtækjum. En það er jafn- sjálfsagt að stofnunin hafi yfir að ráða tæknilegri getu til að fram- leiða gott sjónvarpsefni. Mér sýnist að samdrátturinn sé að nálgast hættumörkin í þeim efn- um. Þá er búið að ráða nýjan frétta- stjóra á Sjónvarpinu og varð fyrir valinu gamalreyndur fréttamað- ur sem reyndar hafði skotist út fyrir stofnunina um stundarsakir. Hér í blaðinu hefur verið bent á þá staðreynd að hann er kandídat íhaldsins í þessa áhrifamiklu stöðu. Um það ætla ég ekki að fást en það er mín skoðun á Boga Ág- ústssyni að hann sé prýðilegur fagmaður. Þótt ég hefði sett mitt atkvæði á annan Kaupmanna- hafnarbúa þá held ég að frétta- stofan sé í góðum höndum þar sem nýi fréttastjórinn er, svo fremi fagleg sjónarmið ráði þar ferðinni. Vil bara nota tækifærið og óska honum til hamingju með djobbið. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.