Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 19
SO-Horseshoe in The Glove: Misheppnaö sambland af De- acon Blue og Simple Minds eins og þeir voru 1985. Átakalaust uppapopp, sérhönnuö iðnað- armaskína sem skilur ekkert eftir milli eyrna neytandans. (3) Ail About Eve-AII About Eve: Einfalt og létt popp, ekki sér- lega merkilegt en þó mun meira í það spunnið en gengur og gerist með tónlist sem aðallega er ætl- uð til vinsælda. Melódískt gítar- popp með ágætis söngkonu í far- arbroddi, sæmileg afþreying en varla nokkuö meira. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að breska hljóm- sveitin The Woodentops kom hingað til lands um daginn og hélt eina tónleika á Hótel íslandi síð- asta fimmtudagskvöld. Það er skemmst frá því að segja að hljómsveitin kom, sá og sigraði þetta umrædda kvöld því aldrei hef ég barið augum (hér á landi) hljómsveit sem náð hefur jafn góðu sambandi við áhorfendur á tónleikum og Woodentops (ég veit að Sykurmolarnir voru góðir á Duus fyrir 3 vikum síðan en,...). Rétt fyrir miðnætti steig sveitin á sviðið og hóf leik sinn á tveimur Woodentops ó Hótel Islandi rólegum lögum en vatt sér svo á fullum krafti út í fjörugri og hraðari lög, sem áheyrendur kunnu vel að meta. Takturinn í lögum Woodentops er all sér- stakur af popphljómsveit að vera, einna helst væri að líkja honum við hrossa-brokk, ein- hverskonar „gobbedí-gobb.“ Greinilegt var að meðlimir hljómsveitarinnar lögðu mikið upp úr góðu sambandi við áhorf- endur því áður en sveitin hóf leik sinn var búið að girða sviðið af svo ábyggilegt væri að fólk kæm- ist ekki í snertingu við hljóm- sveitarmeðlimi. En þegar bandið birtist, byrj- Jæja, þá er nýja platan með blómabossanum Prince komin á markað hér á landi og kominn tími til að kveða upp dómsúr- skurð yfir verkinu. Það má kannski segja að há- punktur ferils kappans hafi verið undanfarnar tvær breiðskífur. „Parade" og „Sign of the Tirnes", og þarf því engan að undra að miklar vonir voru bundnar við nýju plötuna „Lovesexy". Ég verð nú þrátt fyrir allt að játa að eftir því sem ég hef gefið plötunni meiri tíma, verður mér ljósari sú staðreynd að hér er ekki um neitt meistaraverk að ræða, því þó platan innihaldi nokkrar ágætis lagasmíðar þá kemst prinsinn hvergi með tærnar þar sem hann hefur að undanförnu haft hæl- ana. Fyrsta lag plötunnar er lagið „I know“, sprellfjörugt lag sem vel væri hægt að dilla sér eftir ef áhuginn væri fyrir hendi en því miður finnst mér allt of lítið í lagasmíðina spunnið. Annað uðu Woodentops á því að smala fólki upp á sviðið svo á endanum var þétt skipað alveg að hljóm- sveitinni. Sveitin tók flest sín frægari lög eins og „Love affair vvith everyday living“, „Get it on“, „Good thing,“, „Give it time“ og flest lögin af nýju plötu- nni t.d. „Maybe it won’t last“, „You make me feel“, „Stop this car“ og „Wheels turning". The Woodentops njóta sín u.þ.b. 1000 sinnum betur á kons- ert en á plötu enda var greinilegt að hljómsveitarmeðlimir höfðu sjálfir hina mestu skemmtun af. Rolo söngvari fékk áhorfendur óspart til liðs við sig við sönginn lagið, „Alphabet Street", er þó strax betra enda er það smáskífu- lagið sem soul-prinsinn kaus að láta vera undanfara breiðskíf- unnar. Eftir því sem líður á fyrri hliðina verða lagasmíðarnar sterkari og melódískari, og held ég bara að hápunktur plötunnar sé síðasta lag fyrri hliðar, „Anna Stesia", fremur rómó lag með texta í grófari kantinum. Grófir ástartextar er reyndar vörumerki Prince á þessari plötu sem öðrum og ætla ég að leyfa mér að vitna í nokkra texta máli mínu til stuðn- ings. „I’m going down to Alphabet street, I’m gonna crown the first girl I meet, I’m gonna talk so sexy she’ll want me from my head to my feet.“ (Alphabet Street) „Have you ever wanted to play with someone so much you take a anyone, boy or girl?“ (Anna Stes- ia) „I want to hold you every night. I’m so horny and you’re the stuff.“ (Glam Slam) og bauð upp á rauðvín og tóbak milli þess sem hann söng inni í miðjum áhorfendaskaranum. Aðeins eitt smáatriði skyggði á konsertinn en það var að sjálf- sögðu dyraverðirnir. Þeir notuðu hvert tækifæri til að ögra æstum áhorfendum en eftir að Rolo gaf einum þeirra vænan skammt af fróðleiksmolum (reyndar á út- lensku svo óvíst er um lærdóminn sem dyravörðurinn innbyrti) voru þeir ekki til meiri ama. Öll framkvæmdin í kringum tón- leikana var með besta móti og hljómburðurinn var ekki til vand- ræða eins og oft vill verða. Já, nú getur Boy George sko farið og lagt sig. „I’ll say excuse me baby, I don t mean to be rude, but to night I guess I’m just not in the mood, so if you don’t mind I would like to watch... can I?“ (Alphabet St.) Eins og ég benti á hér áðan finnst mér lagasmíðarnar á „Lo- vesexy“ ekki vera nógu sterkar, allt of mikið er lagt í taktinn á kostnað melódíunnar, og sé tekið mið af fyrri verkum kappans er útkoman ekki nógu góð. Nú gætu einhverjir haldið að hér væri al- veg vonlaus plata á ferðinni en svo er nú ekki, enda varla við slíku að búast af „gæjunum". Mikið er lagt í allar tæknilegu hliðar plötunnar t.d. hljóðblönd- unina, og hljóðfæraleikur er einnig allur með besta móti, enda engir viðvaningar látnir sjá um þá hlið mála. En semsagt, það eina sem skyggir á „Lovesexy” eru mörg af fyrri verkum kappans, því í sam- anburði við þau er platan aðeins miðlungsskífa frá prins að vera. (6) The Smithereens-Green Thoughts: Já, einu sinni voru þeir ágætir en það ber þessi plata ekki með sér. Hefðbundin rokk og ról í metnaðarlausari kantinum og hvergi er brugðið út af vananum. Lagasmíðunum hefur hrakað til muna frá fyrrí plötu, svo platan verður fremur leiðinleg. (4) Fisher-Z-Reveal: Lengi getur vont versnað en... Nei, þetta er sko engin venju- leg plata, þetta er mjög óvenju- lega leiðinleg plata sem saman- stendur af flatneskjulegum og veikburða lagasmíðum og alveg ferlega tómum og tilgangs- lausum hljóðfæraleik. Ef þú færð þessa plötu gefins, hent’enni - ef þú kaupir hana, flýttu þér að skipta henni (yfir í Timbuk 3) - ef þú færð hana lánaða, flýttu þér að skila henni aftur. Popp eins og það gerist verst. (1 °g 1) The Jesus And Marty Chain- Barbed Wire Kisses: JAMC er ein þeirra sveita sem hafa gert sér það til frægðar að gefa út ógrynnin öll af illfáan- legum lögum á 10“, tvöföldum smáskífum, kassettum o.fl. o.fl., með það fyrir augum að fanatísk- ir aðdáendur sveitarinnar kaupi allar þessar útgáfur til þess að eiga allt efni sveitarinnar. Það er því óneitanlega óforskammað af sveitinni að gefa út nær allt þetta illfáanlega efni á einni plötu til þess eins að græða meira. En hvað um það. Fyrir þá sem hafa hingað til keypt allt efni sveitar- innar er „Barber Wire Kisses” ómissandi því að sjálfsögðu er 2 óútgefin lög að finna á skífunni, en fyrir þá sem ekki hafa verið að eltast við allar útgáfur hljóm- sveitarinnar er þessi plata einnig nauðsynleg því flest eru lögin 16 í fyrsta gæðaflokki. Sunnudagur 22. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 pRiftse

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.