Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 2
GARÐAR OG GRÓÐUR Skógrœktarfélag Reykjavíkur Rækta um 600.000 plöntur á ári í Fossvoginum Lóða- standsetningar Trjáklippingar Garðúðun T Látið hirðuleysið ekki skemma garð- inn. Látið fagmanninn um verkið. Hjörtur Hauksson skrúðgarðyrkjumeistari Símar: 621404 og 12203. Vilhjálmur sagði að almennt gilti að best væri að klippa tré að vetri þegar frost er í jörðu. Hins vegar væri í lagi að klippa eitthvað á öðrum tíma. Ekki á að klippa birki og reyni meðan þau eru að laufgast en eftir að trén eru orðin græn sakar það ekki. Teg- undir eins og sitkagreni og furu má aftur á móti klippa hvenær sem er. Afbrigði sem henta mismunandi aðstœðum Vilhjálmur sagði að nú færi meiri tími hjá þeim í að reyna að finna rétt ræktunarafbrigði fyrir mismunandi aðstæður. Hann benti blaðamanni á nokkur af- brigði af ösp og mátti þar bæði sjá stór og mikil tré sem henta vel í skógrækt og litla og netta einstak- linga, sem betur eiga heima í litl- um görðum. Hann sagði að á næstunni ættu þeir von á nýrri rósaætt, sem hönnuð hefði verið til að standa sig vel í borgum. Þessar rósir eiga að þola vel ryk og mengun frá bflum og breiða vel úr sér. Vil- hjálmur sagðist vona að hægt yrði að nota þær til að gefa almenn- ingssvæðum lit hér og hver veit nema í stað grasflata eigum við eftir að sjá rósabreiður við um- ferðargötur. Ellefu afbrigði eru af rósinni, sem upprunnin er í Frakklandi, og hafa sum þeirra verið ræktuð með góðum árangri á hinum Norðurlöndunum. Áhuginn vex Ásgeir Svanbergsson lóðsaði okkur um gróðurhúsin, sem voru sneisafull af plöntum sem verið er að koma til þroska. Eitt var fullt af stafafuru sem sáð var í byrjun apríl og eftir 2 ár verða þær vænt- anlega tilbúnar til sölu, eins og plantan sem mynd er af hér á síð- unni. Ásgeir sagði að stafafuran hentaði furðu víða og gerði ekki niiklar kröfur um jarðveg. Sitka- grenið sem einnig er á myndinni vex hér á landi best í Skaftafells- sýslu, þar sem úrkomulægðir sjá henni fyrir nægum raka. Á þurr- um svæðum þrífst hún hins vegar yfirleitt illa. Að sögn Ásgeirs nær sitkagrenið 40 m hæð í heimkynn- um sínum á vesturströnd N- Ameríku. í fæstum tilfellum er vitað hvað einstakar trjátegundir geta orðið stórar hér, þar sem ekki eru liðnir margir áratugir síðan margar þeirra voru fyrst fluttar inn. Er talið barst að plöntusölunni sagði Ásgreir að einna mest seld- ist af víðiplöntum og blómstrandi runnum. Einnig væri mikið um að fólk væri að gera tilraunir með ræktun við sumarbústaði. Þá keypti það kannski 70 ungplöntur og holaði þeim niður í nágrenni hans. Ef von á að vera til að ung- plönturnar komist á legg þarf að setja þær niður í friðað land og fara þarf vel með þær á leiðinni á áfangastað, t.d. passa að þær of- þorni ekki eða að sól skíni á óvarðar rætur. Ásgeir taldi að skógræktaráhugi landsmanna yxi hægt og bítandi og nefndi sem dæmi að nú væri nokkuð vinsælt hjá foreldrafélögum að fara með bekkjunum í gróðursetningar- ferðir. í plöntusölunni voru Álfheiður og Guðrún Katrín að aðstoða þær Sveinbjörgu og Sólveigu við val á loðvíði sem skreyta átti steinhæö við hús Styrktarfélags vangefinna. Mynd Sig. Það voru góð umskipti að koma úr umferðarösinni á götum borgarinnar í gróður- reitinn í Fossvogi, þarsem Skógræktarfélag Reykjavíkur er með trjáræktarstöð og plöntusölu. Þarerumfangs- mikil ungplöntuframleiðsla og eru nú rúmlega 600.000 plönturí ræktun. Meirihlutinn er ætlaður til skógræktar og landgræðslu en um þriðjung- ur framleiðslunnar eru tré og runnartil ræktunarígörðum. Úr mörgu er að velja því fjöldi tegunda er á annað hundrað og stöðugt bætast við nýjar tegundirog kvæmi, sem verið er að athuga hvort spjari sig við íslenskar aðstæður. Flutningur stœrri trjúa Auk þess að skoða starfsemina í gróðrarstöðinni í var leitað ráð- legginga hjá Vilhjálmi Sigtryggs- syni skógræktarfræðingi, um flutning stærri trjáa og klippingu. Hann sagði að í gróðrarstöðinni væri hægt að fá keyptar allt upp í 10 ára plöntur. Allt í lagi væri að flytja stór tré ef búið væri að búa þau undir flutninginn með því að rótarstinga þau. Best er að byrja á því tveimur árum áður en flutningurinn fer fram, til að góð- ur rótarhnaus nái að myndast. Mannhæðarhá tré eru rótar- stungin í 30-40 sm fjarlægð frá stofni og sagði Vilhjálmur að yfir- leitt drægi það ekki úr vexti þeirra. Þó þyrfti að athuga að vökva í hnausinn innan við skurð- inn ef þurrt væri í veðri. Hægt er að rótarstinga að vori eða í júlí, ágúst áður en seinni rótarvöxtur hefst. Snemma vors áður en tréð fer að laufgast er gott að flytja það á nýja staðinn, en verra er að gera það að hausti því þá er rótarvöxt- ur orðinn hægur og tréð lengi að festast. Helst er að flytja greni á þeim tíma, þar sem rætur þess vaxa lengur fram á haust. Ágæt regla er að veita nýfluttum trjám stuðning meðan þau eru að ná rótfestu, svo að vindurinn geri þeim ekki erfitt um vik. Ef flytja á tréð í óhreyfða jörð, t.d. við sumarbústað, er gott að grafa þar holu að hausti og setja dálítið af húsdýraáburði í hana. Gott er að láta hann rotna í ár og koma gerlagróðri af stað í jarð- veginum. Einnig sparar það vinnu þegar nóg annað liggur fyrir í vorverkunum. Auðvelt er að planta ungplöntum eins og þessum sem eru 2 ára sitkagreni og stafafura. Nota má kústskaft til að gera mátulega holu og svo er bara að setja plöntuna niður og óska henni velfarnaðar í uppvexti. Mynd Sig. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.