Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 3
GARÐAR OG GRÓÐUR Ef vel á að gera við grasið þarf að bera tilbúinn áburð á árlega og helst 2-3 yfir sumarið. Mynd Sig. Grasflatir Látið ekki mosa og ill- gresi ná yfirhöndinni Stór hluti af flestum görðum er grasflötin og þarf hún ekki síður umhirðu en blóm og tré, til að verða falleg og ræktar- leg. Efflötinervanræktgetur mosi og illgresi orðið áberandi innan um grasið og gerir bar- áttan við þessa illa séðu gesti mörgum garðeigandanum gramt í geði. Hér verður litið á nokkra þætti sem hafa þarf í huga þegar rækta á fallega grasflöt og hvaða ráð eru til að losna við mosa og illgresi. Grasfræ eða túnþökur? Þegar fólk er að standsetja nýj- ar lóðir getur það valið milli þess að kaupa túnþökur eða sá gras- fræi. í báðum tilfellum þarf að undirbúa landið jafn vel. Stinga þarf upp 10-20 sm lag og hreinsa grjót og rætur. Síðan á að blanda bæði lífrænum og ólífrænum áburði í jarðveginn. Það er dýrara að kaupa tún- þökurnar, en kostur þeirra er að hægt er að fara að nota grasflöt- ina fyrr, því ráðlegt er að ganga varlega um nýsáninguna fyrsta sumarið. Verð á túnþökum var athugað á einum stað og kostuðu þær 60 kr. fermetrinn. Þær komu bæði af notuðum túnum og sér- ræktuðu landi. Ókostur þess að nota þökur af túnum er að gras- tegundir sem sóst er eftir til að afla mikilla heyja eru ekki þær sömu og þykja heppilegastar í grasflatir. Auk þess getur ýmiss konar illgresi fylgt í kaupbæti. Páll Marteinsson hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna, sagði að það grasfræ sem notað væri í grasflatir væri yfirleitt blanda af 3-4 tegundum. Þær væru lágvaxn- ar og þéttar og er túnvingull aðal- uppistaðan í blöndunni. Hann er harðgert gras og þolir betur átr- oðning en flestar aðrar grasteg- undir. Ef fólk hefúr þolinmæði til að bíða í eitt sumar eftir að geta notað grasflötina að ráði, má reikna með fallegra og endingar- betra grasi ef sáð er í flötina, heldur en þegar lagðar eru tún- þökur. Páll sagði að best væri að sá grasfræinu í júní. Fyrir þann tíma væri alltaf hætta á næturfrosti niður við jörð, sem ylli því að hægar gengi að koma grasvextin- um af stað. Hann taldi ekki ráð- legt að sá að haustinu, því þá væri rótarkerfið svo lítið þegar byrjaði að frysta og hætta á holklaka. Ef ræturnar springa þegar safinn í rótum þeirra frýs þá er plantan dauð. Tilbúinn úburð úrlega Ef halda á góðri rækt í grasinu borgar sig að bera tilbúinn áburð á flötina hvert sumar. Best er tal- ið að nota blandaðan garðáburð og bera hann ekki aðeins á einu sinni að vori, heldur dreifa einnig smá skömmtum í júní og júlí. Ráðlegt er að nota alls 6-10 ícg á 100 fermetra og dreifa um helm- ingnum af magninu í fyrstu um- ferð í maí. Þó að ráðlegt sé að nota húsdýraáburð þegar verið er að vinna jarðveg undir væntan- legar grasflatir eru skiptar skoð- anir um gagnsemi þess að bera hann mikið á gróið gras. Alla vega ætti að nægja að gera það 3ja-4a hvert ár. Með góðri áburðargjöf má bú- ast við örari sprettu, sem síðan kallar á að oftar þurfi að taka sig til og slá. Stilla á sláttuvélarnar þannig að þær skeri um 2,5 sm frá grassverðinum og varast að slá svo snöggt að flötin verði gul yfir að líta. Margar leiðir reyndar gegn mosanum Mosi í grasflötum er mörgum til ama og getur kostað nokkra vinnu að uppræta hann, ef hann nær að koma sér vel fyrir. Ýms ráð eru gefin til að losna við mos- ann, en best er auðvitað að reyna að búa svo um að ekki skapist í garðinum ákjósanleg vaxtarskil- yrði fyrir hann. Mosinn þrífst vel í skugga og raka og er algengur í eldri görðum þar sem skuggi er af stórum trjám. Ekki bætir úr að garðurinn sé lítið notaður, því rnosinn er viðkvæmur fyrir átr- oðningi. Þar sem jarðvegur er súr líður honum vel, en með því að bera á kalk má gera jarðveginn basískari. Veðurfarið hefur sitt að segja og eftir hlýja vetur birtist mosinn sprækur að vori. Nú í vor setti Aburðarverk- siniðjan á markað mosaeyði í duftformi, sem blanda á vatni og vökva yfir mosann. Eftir 1-2 daga verður mosinn svartur og drepst og er rakaður í burtu. Þorsteinn Þórðarson sölustjóri sagði að hér væri um að ræða blöndu af járnsúlfati, sem dræpi mosann og áburði sem lífgaði við grasið. Hann sagði að tilraunir síðasta sumar hefðu sýnt að þessi blanda gæfist vel í baráttu við mosann. Efnið er í eiturefnaflokki C, sem er vægasti flokkurinn og er hættu- laust fólki eftir að búið er að vökva því yfir garðinn. Hjá Sölufélagi garðyrkju- manna hafði Steinunn Stefáns- dóttir nóg að gera við að ráð- leggja garðeigendum um efni, sem granda eiga óæskilegum plöntum og kvikindum. Hún mælti með því í baráttunni við mosann, að taka sig bara til og raka hann upp. Bera síðan á kalk sem fá má í duftformi eða úr skeljasandi, til að draga úr sýru- stigi jarðvegsins. Duftið væri auðleysanlegra en skeljasandur- Miðvikudagur 25. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 inn virkaði lengur. Til að græða upp sárin eftir mosann þyrfti að sá grasfræi í skellurnar og bera alhliða áburð á grasflötina. Einn- ig væri hægt að bera á kalksalt- pétur, sem er mjög köfnunar- efnisríkur áburður og drífa grasið upp fyrir mosann. Um daginn var gefið í útvarpinu enn eitt ráð til að losna við mosann. Þar var bent á að nota þrífosfat og sagði Steinunn að það væri sýra sem brenndi mosann ef blandan væri sterk, svipað og gerist þegar járnsúlfat er notað. Ef það ætti að virka þyrfti að vera þurrt í 2 daga á eftir. Þegar kemur að því að eyða jurtum sem þykja óæskilegar í grasflötum eins og fíflum, sól- eyjum og arfa eru til efni sem virka vel. Það eru hormónalyf sem hafa þá náttúru að drepa all- ar tvíkímblaða jurtir, en grasið stendur óskaddað eftir. Efnið verður að nota á þeim tíma þegar plönturnar eru í vexti. Því er blandað í vatn og sagði Steinunn að best væri úða því yfir grasflöt- ina, til að það settist á blöðin. Þar er það tekið inn með blaðgræn- unni og fer niður í ræturnar og eyðileggur þær. Að lokum er vert að minna fólk á að fá góðar leiðbeiningar um notkun eiturefna og fylgja þeim. Ef óvarlega er farið er hægt að valda miklum skaða á gróðri sem kannski er búið að leggja mikla vinnu í að rækta upp. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.