Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 9
GARÐAR OG GROÐUR Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum af safnhaug viö gróörarstöö Náttúrulækningafélags íslands. Safnhaugar Úrgangi úr garðinum breytt í únralsmold í göröum fellur til mikið af líf- rænum efnum, s.s. grasi og trjálaufi, sem oft er troðið í poka og hent á haugana í stað þess að skila þeim afturtil jarðvegsins. Með því að safna þessum úrgartgi saman og láta hann rotna í nokkurn tíma má fá frjósama mold og leggja sitt af mörkum til að viðhalda eðlilegri hringrás náttúrunnar. Það sem hér verður sagt um gerð safnhauga er að mestu byggt á grein Ölafs B. Guð- mundssonar, sem birtist í Garðyrkjuritinu fyrir nokkrum árum. Niðurbrot lífrænna gróðurleifa gengur fremur hægt í okkar svala loftslagi og má því reikna með að moldarmyndunin geti tekið allt upp í 3 ár. Til að eiga ailtaf safn- haugamold að grípa til borgar sig því að útbúa 3 stíur í einhverju horni garðsins. Stíurnar má út- búa á ýmsan hátt og einnig hefur verið hægt að kaupa þær tilbúnar úr plasti. Úr vel fúavörðu timbri er hægt að smíða rimlakassa og getur verið þægilegt að hafa lausa rimla að framan, sem bætt er í eftir því sem hækkar í stíunni. Einnig er hægt að reka niður 4 staura og strekkja á þá sterkt vír- net. Allt lífrænt efni sem fellur til í garðinum er hægt að setja í hauginn. Þar má telja grasið sem slegið er á flötinni, illgresið úr beðunum, trjálaufið, kál úr mat- jurtargarðinum ogfleira. Öskuna af trékenndu efni og spýtnarusli má setja í safnhauginn og einnig sag og spæni. Ef stutt er niður í fjöru getur verið gott að drýgja hauginn með gömlu þangi og í eldhúsið má t.d. sækja grænmetis- og ávaxtaúrgang, eggjaskurn og fleira sem ekki dregur að flugur eða önnur kvik- indi. Hér eru tvær hugmyndir að stíum fyrir safnhaug, trérimlakassar og vírnet strekkt á staura. Nýjung á Islandi CLASSICA gróðurhús — glerskáli formfagurt — sterkbyggt — dönsk hönnun Allar upplýsingar veitir: Heildversl. SMIÐSHÚS, E. Sigurjónsdóttir, 225 Bessastaðahreppur, sími 51800. Versl. Akurvík, Baldur og Óskar sf., Akureyri. Fellabæ, Egilsstöðum. Sýningarhús viðSkógrækt Reykjavíkur íFossvogi. Kalki og köfnunarefnis- áburði bœtt í Gott er að örva bakteríugróð- urinn og flýta fyrir moldarmynd- uninni með því að setja aðeins af húsdýraáburði milli laga. Einnig þarf að blanda kalki og köfnunar- efnisáburði í hauginn af og til, því rotnunarbakteríurnar eru frekar á köfnunarefnið. Haugurinn á að vera rakur, en má ekki vera blautur og þarf því að tryggja gott afrennsli. Gott er að umstinga hauginn vor og haust og jafnvel eitthvað yfir sumartím- ann. Þegar leifarnar hafa um- breyst í dökka og lífræna mold er hún sigtuð til að losna við hugsan- legt rusl sem slæðst hefur með. Síðan er hægt að blanda henni við annars konar mold eða sand, eftir því hvernig blöndu er sóst eftir í það og það skiptið. Ólafur áætlar að fá megi 1/2 -1 rúmmetra af safnhaugamold ár- lega úr meðalstórri lóð og er það góð búbót. Með þessu er heldur ekki verið að sóa neinu heldur náttúrunni skilað því sem hún gaf af sér. Ef fólk hefur ekki áhuga á að búa sér til safnhauga en finnst synd að henda lífrænum efnum úr görðum sínum, má leggja sitt af mörkum til landgræðslu. Heyrst hefur af fólki sem flytur það sem til fellur á gróðursnauð svæði og hefur með því tekist að örva gróður og sporna við uppblæstri. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Viltu prýða garðinn þinn? Garðeigendur Vel upplýstur garður er fagur. Nýkomin sending af Ijósum, dælum, tjörnum og styttum. Úrval af Ijósum í beð ogtjarnir. .... x ii Ath. lokað þriðjudaga. VOrUfell Svaraðísímaeftirkl. 14. Sími 5870 Heiðvangi 4, Hellu. Kvöldsímar 99-5870 - 99-5867 Einkagarðar og fjölbýlishúsalóðir — endurskipulag á eldri görðum — garðstofur — leiksvæði — umhverfi atvinnuhúsnæðis — sumarbústaðabyggð — ráðgjöf STANISLAS BOHIC SÍMI12056 Gróðrastöðin BORG Hveragerði, inngangur austan EDEN, sími 99-4438 Fallegar garðplöntur og verðið kemur þægilega á óvart. Tré og runnar um 100 tegundir, t.d. birkikvistur, úlfareynir, gullregn, glansmispill, koparreynir, loðvíðir, lerki og fura. Einnig sumarblóm og um 200 tegundir af fjölærum blómum. Opið alla daga kl. 9.00—22.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.