Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 11
GARÐAR OG GRÓÐUR Rótarhnyðjur gefa þessum fallega garði við Suðurgötuna skemmtilegan svip. Mynd Sig. islenskt hraun tekur á sig margar myndir og má raða þannig saman að úr verði lítil listaverk. Mynd Sig. Fleim en qrödur getur skreýtt garoa Oftmágefagörðum skemmtilegan svip með því að koma þarfyrir hlutum eins og styttum, gosbrunnum og útiljósum. Náttúrangefurlíka af sér ýmsan efnivið sem koma má haganlega fyrir og skapa úr listaverk í garðinum. Margir verða sér úti um hraun- hellur og gjall sem raðað er upp á skemmtilegan hátt og sjóbarðir hnullungar eru líka ágætur efni- viður. Sumir hafa verið svo heppnir að komast yfir hvalbein sem rísa eins og hvítir skúlptúrar upp úr grasflötinni. Auðveldara er að verða sér úti um stórar rót- arhnyðjur og sjást þær víða í görðum. Það er bara að hafa augun opin fyrir hlutum sem geta orðið til prýði heima í garði og grípa þá er þá rekur á fjörur Blómlaukar Safna forðanæringu eftir blómgun Blómlaukarog hnúðjurtir blómstra einna fyrst á vorin, þar sem sumarið áður hefur byrjað að myndast vísir að blómum og blöðum sem fara strax að spretta er tekur að hlýna. í lok vaxtartímans hvert sumarsafnajurtirnarforða- næringu og ræðst stærð blómannaog þroskijurtarinn- ar af því hversu vel sú söfnun tekst. Gegnum blöðin vinna jurtirnar næringu úr loftinu og því er mikil- vægt að skera grænu blöðin ekki af að lokinni blómstrun. Þegar blöðin fara að gulna og visna er það merki um að söfnun forða- næringar sé lokið og þá fyrst er í lagi að fjarlægja þau. Ágætt getur verið að skipuleggja blómabeðin þannig að fyrir framan laukana séu ræktaðar seinþroskaðri jurt- ir. Þá ná þær að lífga upp á beðið seinni hluta sumars þegar blómg- un laukanna er lokið. Gæði jarðvegsins skipta miklu máli um hve vel tekst til um rækt- un laukjurta. Áður en laukarnir eru lagðir í mold er gott að blanda í hana lífrænum áburði. Það getur verið vel rotnaður húsdýraáburð- ur eða safnhaugamold ef hún er við hendina. Fosfór og kalí má ekki vanta í jarðveginn og er best að blanda þeim áburði einnig í moldina. Fosfórinn hefur örv- andi áhrif á rótarvöxt og flýtir fyrir blómgun, en kalíáburður eykur þol jurtanna og viðnám gegn sjúkdómur. Þó að köfnun- arefni megi ekki skorta verður að varast ofnotkun þess, því of mikið köfnunarefni getur minnkað frostþol og dregið úr viðnámi gegn sjúkdómum. SKÓGRÆKT —RÍKISINS— Garðeigendur, sumarbústaðaeigendur Skógrœkt ríkisins selur plöntur á eftirtöldum stöðum: Hvammi í Skorradal Sími 93-7061 opiö virka daga og um helgar eftir samkomulagi Laugabrekku við Varmahlíð, Skagafirði Sími 95-6165 opiö virka daga og um helgar eftir samkomulagi Vöglum í Fnjóskadal Sími 96-25175 Svarað í síma kl. 10-12 virka daga laugardaga og sunnudaga kl. 11-12 opiö virka daga og um helgar frá kl. 14-16. Hallormsstað á Fljótsdalshéraði Sími 97-1774 opið virka daga og um helgar eftir samkomulagi Tumastöðum í Fljótshlíð Sími 99-8341 opið mánudaga-laugardaga kl. 8-18.30 Mógilsó í Kollafirði Sími 666071 og 666014 opið kl. 10-20 alla daga Mismunandi er hvaða plöntur eru til á hverjum stað. Hafið samband við gróðrarstöðvarnar, þær veita upplýsingar um það og benda yður á hvað er til annars staðar, ef þær hafa ekki til þær plöntur sem yður henta. VERÐIÐ HVERGI L/EGRA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.