Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 26. maí 1988 117. tölublað 53. órgangur Verkalýðshreyfingin Búist til baráttu Einhugur í verkalýðshreyfingunni um að tryggja samningsrétt og mannréttindi. Ólög ríkisstjórnarinnar verða ekkiþoluð. Björn Grétar Sveinsson: Fólk mun ekki sitjaþegjandi néaðgerðarlaust undirþessum lögum - Það er mikil reiði í verkafólki og það mun ekki sitja þegjandi né aðgerðarlaust undir þessum lögum ríkisstjórnarinnar. Hún hefur forsmáð verkafólk með af- námi samningsréttarins. Það er einhugur meðal verkafólks og í allri verkalýðshreyfingunni að standa nú saman og berjast fyrir mannréttindum okkar allra, samningsréttinum, segir Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins samþykkti á fundi sínum í gær að beita samtakamætti sínum til að verja nýgerða kjarasamninga gerðist þess þörf. Jafnframt tók Verka- mannasambandið undir sam- þykktir Alþýðusambandsins um fordæmingu á ákvæðum bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar um afnám samningsréttar. Þar sé um ósvífna atlögu að ræða gegn sam- tökum launafólks. Landssamband iðnverkafólks hefur hvatt verkafólk til að búa sig undir baráttu til verndar samningsréttinum. Guðmundur P. Jónsson formaður sambands- ins segir að mikil reiði sé á vinnu- stöðum og fólk lýst sig meira en fúst til baráttu. - Það ríkir núna mikil sam- staða innan verkalýðshreyfingar- innar um að hrinda þessum ólögumaf verkafólki. Hreyfingin hefur lýst því yfir að hún er tilbú- in að grípa til aðgerða sjái stjórnvöld ekki að sér, segir Björn Grétar. Á fundi stjórnar Þörungar EÍtrun vegna mengunar Gífurlegt áfallfyrirNorð- menn. Mengun afmann- avöldum aðalorsök eitrunarinnar Neyðarástand hefur skapast við vesturströnd Noregs síðustu daga vegna mikillar offjölgunar eitraðra þörunga sem ógna eldis- fiski í sjókvíum við ströndina. Vísindamenn segja að ástæður þörungafaraldursins megi fyrst og fremst rekja til mengunar af mannavöldum. Skolpmengunar, mengunar frá fiskeldis- og fóður- stöðvum. Trúlegt er að þessi uppákoma í Noregi muni tryggja sölu á laxa- seiðum héðan til Noregs en fisk- eldismenn eru líka farnir að ótt- ast að faraldurinn berist með straumum að ströndum íslands. Sjá bls. 2 Þegar hægri stjórnin afnam samningsréttinn árið 1983 lét verkalýðshreyfingin þögul mótmæli við þinghúsið duga. Nú ætla menn að berjast fyrir réttindum og virðingu hreyfingarinnar. Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins í gær var m.a. gerð ályktun þar sem verkafólk er hvatt til einhuga samstöðu til bar- áttu gegn ólögum ríkisstjórnar- innar. Sjá bls. 3 S-Afríka Apartheid og bömin Börn deyjaúr hungrií landi semflytur út mat- vörur til þróunarlanda Ungbarnadauði í S-Afríku meðal blökkumanna er mun meiri en meðal hvítra. Allt að 200 börn af hverjum 1000 ná ekki 2ja ára aldri miðað við 21 barn hvítra. Þetta kemur m.a. fram í fróðlegri grein í Þjóðviljanum í dag eftir Gylfa Pál Hersi. Börn deyja af völdum næring- arskorts og fátækrasjúkdóma á borð við berkla og mislinga. Blökkumenn búa við húsnæðis- skort, fæstir hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og hreinlæt- isaðstöðu. Börn deyja úr hungri í landi sem flytur út matvörur til þróunarlanda. Sjá bls. 5 The íuuit* keiíM95 ío !te eftfltfraöj mm(*»««),|0 ttmgtare-,$&?. tonun*ndismult Afmœli Brynjólfur níræður Níræður er í dag Brynjólfur Bjarnason, fyrrum menntamála- ráðherra, um langan aldur einn fremsti foringi sósíalískrar hreyf- ingar á íslandi og höfundur mer- kra bóka um heimspekileg efni. Brynjólfur dvelst nú á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Hróarskeldu í Danmörku og ber- ast honum þangað einlægar ham- inguóskir Þjóðviljans með þakk- læti fyrir allt það sem hann hefur til þessa blaðs lagt fyrr og síðar. Sá bls 8-9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.