Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Gylfi Páll Hersir skrifar Raunverulegt eðli samfélags endurspeglast á skýran hátt í framkomu þess gagnvart börn- um. Apartheid stjórnkerfið í Suður-Afríku sér til þess að barn- æska blökkumanna einkcnnist af ótta, ótrúlegri fátækt og arðráni. Þessar aðstæður fylgja þeim frá vöggu til grafar. Einhvern veginn finnst manni að misþyrmingar og dráp á börn- um sé með því hræðilegasta sem nokkurt samfélag getur tekið sér fyrir hendur. Samfélag sem gríp- ur til slíkra ráða og skipuleggur slík ógnarverk hlýtur að vera illa á vegi statt. Þannig samfélag á engan tilverurétt. Gegn því hljóta allir með minnsta snefil af mannkærleika, að berjast. Nú hefur verið ákveðið að stofna samtök gegn apartheid, samtök sem beita sér fyrir afnámi stjórnkerfis sem byggir á kyn- þáttafordómum. Samtökin vilja frjálsa Suður-Afríku fyrir alla sem þar búa. Þau vilja taka þátt í að afmá ljótan blett af mannkyninu. Stofnfundur Suður-Afríkusamtakanna - gegn apartheid verður haldinn í Gerð- ubergi laugardaginn 28. maí klukkan 14. Það stefnir allt í að hér verði um merkilegan atburð að ræða og upphaf mikilvægs starfs. Börn í Suður-Afríku Ungbarnadauði í Suður- Afríku meðal blökkumanna er mun hærri en meðal hvítra. Allt að 200 börn af hverjum 1.000 ná ekki 2 ára aldri miðað við 21 barn hvítra. Samkvæmt nýlegri rann- sókn er 14-15 sinnum líklegra að börn blökkumanna fremur en hvítra nái ekki 5 ára aldri. Yfir 200.000 börn blökkumanna undir 5 ára aldri eru vannærð. Börn fæðast við heilsuspillandi aðstæð- ur án aðstoðar ljósmæðra. Við fæðingu verða þau oft fyrir sýk- ingu, t.d. stífkrampa sem stund- um hefur dauðsfall í för með sér en er auðvelt að komast hjá. Börn deyja af völdum næring- arskorts og fátækrasjúkdóma á borð við berkla og mislinga. Blökkumenn búa við húsnæðis- skort, fæstir hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og hreinlæt- isaðstöðu. Börn deyja úr hungri í landi sem flytur út matvörur til þróunarlandanna. Apartheid lögin skilja börnin frá foreldrum sínum þar sem ann- að foreldrið vinnur oft sem far- andverkamaður í iðnborgum hinna hvítu. Skólaganga er gloppótt og samkvæmt opinber- um tölum frá 1986 er ólæsi meðal blökkumanna 40-50%. Oft hefur komið fram að þrældómur barna blökkumanna á búgörðum hvítra er gróft brot á alþjóðalögum. Fangelsanir og pyntingar Með setningu neyðarlaganna í júní 1986 fékk Öryggislögreglan nánast frjálsar hendur við eftirlit með fjölmiðlum, almennum fundum og jarðarförum. Börn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt lögum um öryggi í Suður-Afríku. Lögin um innra öryggi frá 1982 og reglugerðin um neyðarlögin tryggja börnum eng- in réttindi. Dómstólar með- höndla börn eins og fullorðna, án þess að taka tillit til aldurs þeirra. Foreldrar eru ekki upplýstir um handtöku eða varðhald og er beiðnum þess efnis stöðugt neit- að. Eftir setningu neyðarlaganna hafa rúmlega 28.000 manns verið hneppt í varðhald, þar af 10.000 undir 16 ára aldri. Talið er að frá júlí 1985 til mars 1986 hafi 2.106 börn milli 8 og 16 ára aldurs verið handtekin. Almennt er talið að 20% þeirra sem eru handteknir samkvæmt lögunum um innra ör- yggi og reglugerð neyðarlaganna, séu börn. Opinberar tölur frá ríkisstjórn- inni staðfesta hryðjuverk ríkis- ins, en þar kemur fram að árið 1985 drap lögreglan (varnarliðið ekki meðaltalið) a.m.k. 201 barn, þar af nokkur undir 10 ára aldri. Öll börnin voru börn blökkumanna. Upplýsingar eru til um 77 þessara barna: 44 voru skotin til bana, 17 brunnu til bana, lögreglubílar keyrðu yfir 3 þeirra, 4 drukknuðu á flótta undan lögreglunni, 1 var stungið með hníf og 6 létu lífið af óþek- ktum ástæðum. Af þessum börn- um voru 19 undir 10 ára aldri. Eitt fórnarlambið var 4 ára, Mitah Ngobeni sem var skotin til bana 10. september 1985 með gúmmíkúlu þegar hún var að leika sér í garðinum heima hjá sér í Atteridgeville. Börn hafa sætt misþyrmingum á borð við raflost og hnefahögg. Þau hafa verið beitt kynferðis- legu ofbeldi. Lýsingar barnanna á fangelsisdvölinni eru í einu orði sagt hroðalegar. Fangelsanir, varðhald og yfir- heyrslur hafa slæm áhrif á sér- hvern einstakling. Áhrifin eru þó mun alvarlegri fyrir börn. Heil kynslóð barna elst upp við stríðsástand. Þau alast upp í samfélagi sem ber enga virðingu fyrir mannslífum og þau þekkja hvorki frið né öryggi. Þessu á- standi verður að breyta! Það þolir enga bið. Tambo á alþjóð- legri ráðstefnu í september 1987 var haldin ráðstefna í Harare í Zimbabwe um börn og þá meðferð sem þau mega þola í Suður-Afríku. Það kom margt ófagurt fram og hefur sumt af því verið tínt til í þessari grein. Oliver Tambo, forseti Af- ríska þjóðarráðsins (ANC) sagði þar m.a. og eru það lokaorð greinarinnar: „Við getum ekki verið sannir baráttumenn fyrir frelsi nema það tryggi öllum börnum réttinn til að lifa, til að halda heilsu, til hamingju og þroska, að það virði einstaklinginn, löngun og hæfi- leika sérhvers barns. Frelsi okkar væri falskt ef svo væri ekki. Fyrst er að snúa sér að velferð þeirra miljóna barna sem hafa átt erfitt uppdráttar og lifað lífi sem breyttist í hræðilega óhamingju vegna ofbeldis apartheid kerfis- ins. Það er ekki hægt að fresta um- hyggjunni fyrir börnunum, erf- ingjum framtíðar okkar, þangað til við öðlumst frelsi. Þess vegna er ráðstefnan haldin. Hún ætti að leiða til eins sterkrar alþjóðlegrar hreyfingar um aðstæður barna í Suður-Afríku, og hugsast getur. Það verður að upplýsa heiminn um hvað er verið að gera við þessa ungu einstaklinga. Segjum sannleikann í öllum sínum hræði- legu smáatriðum. Sýnum mannkyninu hið sanna andlit ap- artheid, sem endurspeglast í gljá- andi og mænandi augum þeirra barna sem eru að dauða komin vegna hungurs og í ósýnilegum augum barna sem hafa verið myrt. Við verðum að axla þá ábyrgð að bregðast til varnar börnunum innan landamæranna. Einnig þar verðum við að rjúfa þögnina sem ríkisstjórnin í Pretoríu umlykur hræðilegar misgjörðir sínar. Ger- völl hreyfing lýðræðissinna verð- ur að sameinast í baráttu svo að kynþáttastjórnin neyðist til að taka blóði drifnar hendurnar af þjóð okkar! ANC, alþýða Suður-Afríku og allur heimurinn ætti að sameinast í því að einn apartheid-dagur til viðbótar sé einum degi of mikið. Við ættum ekki að vera spör á viðleitni okkar til að verja börnin og stigmagna árásir okkar á ríkis- stjórn Suður-Afríku. Baráttuna fyrir lögbindingu almenns við- skiptabanns verður að efla. Hversu mörg börn á að myrða áður en allir í heiminum taka ábyrg skref í þá átt að eyðileggja apartheid og kollvarpa ríkis- stjórn Suður-Afríku?“ Gylfi er i undirbúningshópi um stofnun Suður-Afríkusamtakanna - gegn apartheid. Hann er meðhö- fundur bæklingsins: Suður-Afríka. Greinasafn um apartheid. „Stofnfundur Suður- Afríkusamtakanna- gegn apartheid verður haldinn í Gerðubergi laugardag- inn 28. maí kl. 14. Það stefnir allt í að hér verði um merkilegan atburð að ræða og upphafmikilvœgs starfs. “ Fimmtudagur 26. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.