Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 7
MENNING Það er nefnilega það fyrir fótunum Kristínar, - en manni virðist túlkun sjónvarps- höfundarins töluvert á skjön við tilætlun leikskáldsins, - sá tíma- lausi mýtusvipur sem Kristín reynir að ljá sögunni fellur illa að tilhlaupum frumsögunnar að um- ræðuvakningu í stfl gamla Brand- esar. Ætli það sé ekki tvennt í einu sem veldur því að Glerbrot hrífa ekki, - nema sem samröðun á óvæntum senum úr ýmsu um- hverfi líktog í tónlistarmynd- bandi eða (fyrirgefið) gosauglýs- ingu. Annarsvegar þá að per- sónur í verkinu eru ekki af holdi og blóði. Maður þekkir ekki for- sögu þeirra, kynnist ekki þeim kostum sem þær kunna að hafa úr að velja í lífinu, verður þeim ekki náinn, hvorki með þeim, á móti þeim né hvorttveggja í senn eins- og þegar best gerist. Þetta fólk er ekki lifandi á skjánum, þrátt fyrir að frá upphafi til endis veltist leikritið áfram með öskrum og óhljóðum, - eða kannski í og með þess vegna. Hinsvegar vantar kannski eitthvað sem gæti heitið mýtískt innihald í söguna til að hún geti hafist í annað veldi en það að vera einstaklingsbundin frásögn frá ákveðnum tíma við ákveðnar að- stæður. Þarna eru vissulega á ferðinni minni og vísanir, vonda stjúpan, „rebel without a cause“, Hans og Gréta, Lísa í Undra- landi, en getur þetta eitt og sér og kjötlaust einhverntíma verið annað en klisjur? Að svo mæltu verður að þakka fyrir ýmis tilþrif, stundum í leikstjóm/töku (til dæmis þegar stúlkan sleppur út um margræðan glugga), stundum í leik (þótt enn verði að teljast óreynt hvort Björk Sykurmoli á erindi á tjald- ið), stundum í umhverfi, yfirleitt í tónlist Galdra-Hilmars, hefði hún haft meira að magna. Víða er beitt þeirri hugkvæmni og smekk Haukur Dór: Þetta eru meira og minna tilbrigði við portrait. Haukur Dór sýnir í Nýhöfn Á laugardaginn opnaði Haukur Dór málverkasýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. - Þetta eru teikningar og málverk unnin með akrýl á striga og pappír,-segirhann. - Flestarfrá undanförnum tveimurárum. Mestur hluti þeirra er að koma frá Bandaríkjunum núna, ég var með sýningu í alþjóðasalnum í Washington. - Þetta eru meira og minna tilbrigði við portrait. Svona hausar, meira og minna. Ætli þetta séu ekki bara þverhausar... Haukur Dór stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1958- 62, við The Edinborough College of Art 1962-64, og við Kunstaka- demiet í Kaupmannahöfn 1965-67. Hann er trúlega þekktastur fyrir leirverk sín, en segist nú hafa sagt skilið við leirinn og snúið sér eingöngu að málun og teikningu. Hann er nú búsettur í Danmörku. Sýningin stendur til 1. júní og er opin virka daga kl. 10:00-18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar og um hvítasunnuna. LG Fimmtudagur 26. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Glerbrot, sjónvarpsleikrit byggt á „Fjaðrafoki“ eftir Matthías Johannesen Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Leikarar: Björk Guðmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guð- mundsdóttir, Helgi Skúlason, Pétur Einarsson, Margrét Akadóttir, Björn Baldvinsson Það-er-nefnilega-það, og satt að segja undarlegt hvað nýtt ís- lenskt sjónvarpsleikrit á hvíta- sunnudagskvöldið skildi mann eftir undarlega tóman í kollinum og lítið forvitinn, eiginlega nokk- urnveginn sama um það sem rann gegnum skjáinn og sjáandi ekki á því neitt sem neinum kæmi við nema nánustu aðstandendum sosum einsog hvertannað einka- mál. Það er heldur dapurlegt að MÖRÐUR ÁRNASON segja svona nokkuð um verk sem höfundar virðast hafa lagt tölu- vert í, - og ef til vill dauflegast að þetta skuli vera hugleiðingar um nýtt verk Kristínar Jóhannesdótt- ur, sem hefur verið einn af at- hyglisverðustu myndahöfundum íslenskum. En því miður: þessi saga um unga stúlku sem foreldrar fela nornum, henni tókst ekki að snerta, tókst ekki að ná öðru en yfirborðsáhorfi. Vera kann að markmið Kri- stínar hafi frá upphafi verið von- laust. Ég hef ekki séð það sviðs- verk Matthíasar Johannessens sem liggur að baki, og veit ekki að hve miklu leyti sá texti þvælist Glerbrot í lokin: Björk og Björn verða að englum í snjónum. sem von er á samkvæmt lista yfir þá sem við sögu koma, - en því miður... Það má auðvitað gefa sér - einsog ýmsir umfjallendur í blöð- um virðast hingaðtil hafa gert óbeinlínis - að Didda sé einfald- lega of djúp til að maður fatti fiff- in. Og lægi þá beinast við að út- búa fyrir almenning handhægan tákn- og pælingabækling með næsta pródúkti. Undirritaður hefur hinsvegar á tilfinningunni að hér hafi Kristínu - og Sjónvarpinu - ein- faldlega mistekist um val á efni- við, eða túlkunarleið, nema hvorttveggja sé. _,n Hjördís sýnir í Gallerí List Á laugardag opnar Hjördís Frímann málverkasýningu í Gall- erí List, Skipholti 50b. Hún sýnir þar 13 olíumálverk, öll unnin á striga á nýliðnum vetri. Hjördís stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur veturna ’78-’81, en síðan í School of the Museum of Fine Arts í Boston, þaðan sem hún útskrifaðist vorið ’86. Þetta er önnur einkasýning Hjördísar, en hún tók einnig þátt í afmælissýningu IBM á íslandi sumarið ’86 sem haldin var að Kjarvalsstöðum - en hún nefnd- ist Myndlistamenn framtíðarinn- ar. Sýning Hjördísar stendur til 1. júní og er opin alla virka daga kl. 10.00-18.00, og 14.00-18.00 um helgar. Hjördis Frímann sýnir 13 olíu- málverkíGalleríList

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.