Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR SovétríkinlAfganistan Loksins veita sovéskir ráðamenn upplýsingar um mannfall í Afganistan --ÖRFRÉTTIR-p ísraelskir hermenn og líbönsk handbendi þeirra sögöust í gær hafa fellt um 40 félaga Hizbollah samtakanna í þorpi í sunnanverðu Líbanon. 500 ísraelskir hermenn réöust yfir svonefnt „öryggisbelti" eld- snemma í gærmorgun. Stórskot- alið og flugvélar létu sprengjum rigna yfir Louwaizeh áöur en dát- ar héldu inní þorpið. Að sögn Hiz- bollah mættu ísraelsmennirnirog bandamenn þeirra harðri mót- spyrnu en ekki var getið um mannfall í þeirra röðum. Ríkisstjórnir Mósambíks og Suður-Afríku á- kváðu í gær að endurnýja fjög- urra ára gamlan öryggissamning sem kveður á um að hvorugur styðji uppreisnarmenn í landi hins. Samningurinn hefur að nafninu til verið í gildi allar götur frá 1984 en viröist ekki hafa verið virtur því látlaus klögumál hafa gengið á víxl milli Mapútó og Pretóríu frá því hann var undirrit- aður. Saka ráðamenn í Mó- sambík kollega sína um að styðja hryðjuverkasamtökin MNR með ráðum og dáð. Hvíta minnihlut- astjórnin kveður blakka fjendur sína eiga traust athvarf í Mó- sambík og gera þaðan út herl- eiðangra í suður. Franski sósíalista- flokkurinn mun hreppa 44,5 af hundraði at- kvæða í þingkjörinu sem fram fer dagana 5. og 12. júní næstkomandi að boði Mitterr- ands forseta. Þetta þýðir að flokkurinn mun fá „þægilegan meirihluta" þingsæta, svo notað sé tungutak Reuters, eða 383 af 577. Þessar upplýsingar eru hluti niðurstöðu könnunar sem franska tímaritið „Paris Match“ lét gera. Bandalag hægri- og miðflokka mun eingöngu fá 39,5 af hundraði atkvæða. Þjóðfylking fasistans Le Pens og Kommún- istaflokkurinn fá aðeins 8 af hundraði atkvæða hvor. 58 af hundraði segja að það yrði „bara ágætt“ ef Þjóðfylkingin fengi eng- an mann kjörinn. 58 af hundraði eru andvígir því að sósíalistar fari einir með völd en 59 af hundraði óska eftir „miðsósíalískri" ríkis- stjórn. 10 þúsund blindir ítalir gengu fylktu liði um götur Rómarborgar í gær í fylgd leiðsögumannaog létu ekki stað- ar numið fyrr en þeir komu að forsætisráðuneytinu. ítalska blindrafélagið stóð fyrir aðgerð- unum en göngumenn kröfðust þess að ríkisvaldið stæði við gef- in heit um að hækka mánaðar- laun leiðsögumanna þeirra uppí 78 þúsund lírur á mánuði. Verði ráðamenn við þessu munu (talir sem fæðast blindir eða missa sjón af slysförum fá sömu upp- hæð til greiðslu fylgismanna og landar þeirra sem urðu blindir í styrjaldarátökum. Belgísk ungmenni eru ekki orðnir nema svipur hjá sjón séu þau borin saman við jafnaldra sína fyrir tiu árum. Þetta kemur fram í svari varnarmála- ráðuneytis landsins við fyrirspurn fráeinhverjum þingmanni. ftarleg rannsókn á holdafari og geðslagi 40 þúsund nýliða í belgíska hern- um leiddi sitthvað í Ijós. Meðal- nýliðinn nú er 3 kílógrömmum þyngri en meðalnýliðinn fyrir 10 árum. Ennfremur eru flestir vöðv- ar nútímaungmenna slakari en vöðvar forveranna, einkum þótti handleggja- og magakjöt vinna illa. Frammistaða á þrekæfingum er fyrir neðan allar móhellur og þar að auki vill nútímaungmennið „lítið á sig leggja, leggur skjótt árar í bát ef á móti blæs og fer í fýlu af minnsta tilefni." 13.310 sovéskir hermenn hafa borið bein sín á afganskri grund. 35.478 eru örkumlamenn eftir að hafa gegnt herþjónustu í þessu grýtta háfjallalandi en 311 manna er saknað. Þetta er uppskera sovéskra ráðamanna eftir átta ára hernaðarævintýri í Afganist- an. í gær boðaði Alexei Lizisjov hershöfðingi erlenda blaðamenn í Moskvu á sinn fund. Lizisjov þessi er yfirmaður stjórnmáladeildar Rauða hers- ins. Þegar þeir höfðu komið sér fyrir las hann upp þær tölur sem hér er farið með. Það þarf vart að taka það fram að þetta er í fyrsta skipti að Sovétmenn láta nokkuð uppi um fjölda fallinna hermanna í Afganistan. Lizisjov mælti: „Öll stríð taka sinn blóðtoll. Nú halda hermenn okkar heimleiðis, ósigraðir og óbugaðir, í sælli fullvissu þess að hafa rækt skyldu sína við af- ganska alþýðu, skyldu sem al- þjóðahyggjan lagði þeim á herð- ar.“ Hershöfðinginn lagði ríka áherslu á að þessar upplýsingar væru „algerlega sannleikanum samkvæmar," þetta margir So- vétmenn hefðu dáið í Afganistan, hvorki fleiri né færri. Lizisjov sagði að Sovétmenn stæðu í einu og öllu við skuld- bindingarnar sem þeir gengust undir við gerð sáttmálans í Genf. í gær hefðu alls um 9.500 dátar Ungir piltar í sovéskum herskóla. veríð komnir heim með um þús- und þungavopn í eftirdragi. Blað- amenn spurðu hann fjórum sinn- um um heildarfjölda sovéskra hermanna í Afganistan og fjórum sinnum virti hann spurningu þeirra að vettugi.,, Við munum halda áfram heimflutningi her- manna okkar og hverjir þeir sem I Afganistan féllu 13.310 landar þeirra. hyggjast gera okkur skráveifu !■ munu komast að því fullkeyptu." Þessum orðum beindi hershöfð- inginn augljóslega að forystu- mönnum afganskra uppreisnar- manna sem bitið hafa í skjaldar- rendur og hótað að gera sovésk- um heimferðalöngum grikk. Reuter/-ks. Nató „Beininga- menn“ andæfa 12 af 14 aðildarríkjum Nató vísa á bug staðhœf- ingum ýmissa þing- manna í Washington um að Bandaríkjamenn reki hernaðarbandalagið fyrir bandarískt fé Vesturevrópskum félögum Nató gremst fátt meira en að hlýða á ýmsa vesturheimska þing- menn gera því skóna að þeir séu beiningamenn sem finnist sjálf- sagt að bandarískir ráðamenn reki hernaðarbandalagið fyrir bandarískt almannafé. Þing- mennirnir bandarísku hafa bent á að 6 af hundraði vergrar þjóðar- framleiðslu Bandaríkjamanna fari rakleiðis í vígbúnaðinn á móti aðeins 3 af hundraði í Evrópu- ríkjum. „Bónbjargamenn" hafa nú svarað fyrir sig. í gær kom út bæklingur sem 12 af 14 evrópsk- um aðildarríkjum Nató hafa veg og vanda af í sameiningu. Titill pésans er „Varnir Vesturlanda; hlutverk Evrópuríkja í Nató.“ Þar stendur að Evrópuríkin hafi varið 138 miljörðum bandaríkja- dala til hemaðarmála á fyrra ári en það væri aukning um 34 af hundraði frá því árið 1970. Evrópumenn viðurkenna að Bandaríkjamenn hafi eytt meir en helmingi hærri upphæð £ víg- búnaðarmál í fyrra, 288 miljörð- um dala, en það segi ekki nema hálfan sannleikann því aðeins hluti þess fjár renni til Nató. Enn- fremur leggi Evrópuríkin ýmis- legt af mörkum sem ekki sé síður mikils virði en beinharðir pening- ar, þau ljái til að mynda land undir heræfingar og bækistöðvar erlendra hermanna. Enn er tekið fram að bandarískir hermenn vinni fyrir kaupi en þorri kollega þeirra í Vestur-Evrópu séu kvaddir til herþjónustu nauðugir viljugir. Reuter/-ks. Suður-Afríka Hvítar löggur sakfelldar 'völdu og myrtu ungati blökkumann. 8 kollegar þeirra báru vitni gegn þeim Tveir hvítir löprephihiónar móðir hans hefði hafnað honum, að hann er óvemju dökkur á hömnd af „hvíturrí* manni að Tveir hvítir lögregluþjónar voru í gær fundnir sekir um að hafa misþyrmt ungum blökku- manni hrottalega og myrt hann. Það var hvítur dómari í bænum Grahamstown sem kvað upp þennan úrskurð. Á meðal þeirra sem báru vitni í málinu voru átta óeirðalögreglumenn sem störf- uðu undir stjórn annars hinna sakfelldu, Lcons de Williers. Sjónarvottar skýrðu frá því fyrir réttinum að lögreglusveit de Williers hefði ráðist inní Lingeli- hlehverfi þeldökkra þar sem fjöldi manna fylgdi látnum ANC félaga til grafar. Tilviljun ein hefði ráðið því hverjir teknir voru höndum en á meðal þeirra var 18 ára gamall piltur, Wheanut Stu- urman að nafni. Stuurman var fluttur til höfuð stöðva sveitar de Williers þar sem honum var misþyrmt hrottalega, svo hrottalega að foringinn óttað- ist eftirmál yrði hann látinn laus. Þvf kom hann að máli við einn manna sinna, David Goosen að nafni, 26 ára gamlan ógæfumann, og sagði við hann að best færi á því að Stuurman yrði „leiddur út“. Að sögn vitnanna virtist Go- osen ekki óvanur því að fá fyrir- mæli á svona rósamáli. Hann fór með piltinn niður að árbakka, skaut hann í hálsinn og fleygði líkinu í ána. De Williers og Goosen kváðust báðir saklausir en allt kom fyrir ekki. Þeir eiga dauðadóm yfir höfði sér nema verjanda þeirra takist að finna þeim eitthvað til málsbóta. Hið eina sem lögmað- ur Goosens hefur bent á skjól- stæðingi sínum til „réttlætingar“ er litaraft húðar hans. Hann hefði átt erfiða æsku, móðir hans hefði hafnað honum, leikfélagar strítt honum og koll- egarnir tortyggt hann. Allar hafi þessar hremmingar stafað af því vera. Reuter/-ks. Víetnam Feta í fótspor Rússa Víetnamskir valdhafar hyggjast kveðja 50 þúsund hermenn heimfrá Kampútseufyrir árslok Embættismenn í Hanoi skýrðu scndiráðsmönnum að vestan frá því í gær að 50 þúsund víet- namskir hermenn yrðu kvaddir heim frá Kampútseu fyrir lok þessa árs. Þeir hermenn sem eftir yrðu í grannríkinu myndu þaðan- ífrá lúta yfírstjórn heimamanna. Fyrstu hermennirnir yrðu komn- ir heim í næsta mánuði. Víetnamskir hermenn. Það er kunnara en frá þurfi að segja að víetnamskur her hélt inní Kampútseu fyrir réttum tíu árum og kollvarpaði hinni al- ræmdu stjórn Pols Pots og Rauðra Khmera í Phnom Penh. Ríkisstjórnin sem þá tók við er einkar vinveitt Víetnömum en á í höggi við þrjár fylkingar skæru- liða, þar á meðal leifar hers Rauðu Khmeranna. Hitann og þungann af glímunni við upp- reisnarmenn hafa víetnamskir hermenn þurft að bera. Það er náttúrlega engin tilvilj- un að ákvörðun um heimkvaðn- ingu hermannanna skuli tekin nú. Fjórði fundur Reagans og Gorbatsjovs stendur fyrir dyrum og þykir víst að málefni Kam- pútseu verði rædd í þaula. Utanríkisráðherra Víetnams, Nguyen Co Thach, hefur að und- anförnu dvalið í Moskvu og rætt við vini sína þar um ýmsar leiðir til þess að binda enda á ófriðinn í nágrannaríkinu. Sovétmenn hafa sem kunnugt er ákveðið að hætta afskiptum af innanríkismálum Afganistans og þeir eru áfram um að Víetnamar fylgi fordæmi sínu í Kampútseu. Reuter/-ks. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.