Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 16
p-SPURNINGIN-1 Hvernig fannst þér leikritiö Glerbrot sem sjónvarpið sýndi um síð- ustu helgi? Unnur Halldórsdóttir, ellilífeyrisþegi: Ég kunni ekki aö meta leikritið, fékk engan botn í það. Sigurjón Jóhannsson, leikmyndateiknari: Skínandi gott. Vönduð listræn vinnubrögð, fjallar um nærtækt efni á stórbrotinn hátt utan við allan hversdagsraunveruleika. Það er alveg út í hött að tengja verkið við ákveðna raunverulega atburði - það er langt yfir slíkt hafið. Guömundsson, sendibílstjóri: Ég er ánægður með leikritið, það fjallar um vandamál sem við vit- um að eru til. Þó fannst mér sú mynd sem dregin var upp af fors- töðukonum hælisins einum of neikvæð. Bára Jóhannsdóttir, húsmóðir: Það vekur mann til umhugsunar, fjallar um atburði sem vel gætu gerst í raunveruleikanum. Þó voru forstöðukonurnar heldur grimmar. Ágúst Einarsson, nemi: Mér fannst það frekar ruglings- legt, skildi ekki mikið í því. En kvikmyndatakan og tæknivinna öll var mjög góð. þjómnuiNN Flmmtudagur 26. maí 1988 117. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á téKKareiKninea launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Ingibjörg Haraldsdóttir formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga segir að það sé brýnt hagsmunamál sjómanna að losna við vígbúnaðinn úr höfunum. Mynd E.OI. Samtök herstöðvaandstœðinga Gegn vígbúnaði í höfunum Útifundur á Lœkjartorgi kl. 17.30 í dag. Barátta gegn vígbúnaði í höfunum er gífurlegt hagsmunamál verkafólks og sjómanna í sjávarplássum um land allt Það er í dag kl. 17.30 sem Samtök herstöðvaandstæðinga efna til útifundar á Lækjartorgi til að mótmæia vígbúnaði á norðurhöfum. Aðgerðirnar eru liður í sameiginlegum mótmæl- aaðgerðum Friðarsambands norðurhafa. Á útifundinum í dag munu flytja ávörp þcir Ingi Hans Jónsson verkamaður í Grundar- firði og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Að sögn Ingibjargar Haralds- dóttir t'ormanns Samtaka her- stöðvaandstæðinga, þá var Friða- rsamband norðurhafa stofnað 1983 í Glasgow. Milli 20-30 frið- arhreyfingar eiga aðild að því. Sambandið heldur árlega ráð- stefnur og var ein slík haldin hér á landi 1984. Skipulagslega er Friðarsamband norðurhafa los- aralegt og er bæði félags- og ein- staklingsaðild að því. Friðarsamband norðurhafa hefur og tengsl við hliðstæð samtök við Kyrrahaf, en á Nýja Sjálandi og Ástralíu eru öflugar friðarhreyfingar sem berjast gegn kjarnorkuvopnum í höfunum og herskipaheimsóknum. Ingibjörg sagði að Samtök her- stöðvaandstæðinga leggðu áherslu á það í sínu starfi, að bar- áttan gegn vígbúnaði í höfunum væri brýnt hagsmunamál verka- manna og sjómanna í sjávarpláss- um um allt land og þó sér í lagi sjómanna. Hún taldi að íslenskir sjómenn væru talsvert farnir að íhuga þessi mál og samhengi þeirra, enda mikilvæg hagsmuna- mál þeirra. Að sögn Ingibjargar hafa írskir og skoskir sjómenn hvað eftir annað lent í því að kafbátar hafa dregið þá niður í djúpin, ef þeir hafa ekki verið svo lánsamir að geta klippt veiðarfæri sín laus. í bandarísku herstöðinni Holy Nýr Dagfari komin út Dagfari, tímarit Samtaka her- stöðvaándstæðinga er nýlega komið út. Meðal efnis má nefna: Herstöðvamálið í íslenskum kvikmyndum eftir Árna Hjartar- son, um glataða æru Stefáns Jó- hanns Stefánssonar eftir Árna Hjartarson og Jón Torfason, við- tal við Ingibjörgu Haraldsdóttur formann samtakanna um nokkur lykilatriði herstöðvamálsins undir heitinu, Rússarnir koma. Þá skrifar Ragnar Karlsson um herstöðvamálið í kastljósi fjöl- miðlana, og fleira efni er í ritinu. loch, nærri Glasgow hefur hvað eftir annað sannast, að komið hefur verið með laskaða kafbáta eftir slík slys. Ingibjörtg kvað mjög virkt samstarf milli sjó- mannasamtakanna og friðar- hreyfinga þarna í Skotlandi enda líf og limir sjómanna í húfi. Að lokum vildi Ingibjörg undirstrika að baráttan gegn hernum og Nato væri aldrei þýð- ingarmeiri en einmitt nú. Vax- andi hernaðaruppbygging hér á landi muni leiða til vaxandi víg- búnaðar á höfunum. Þannig haldist allir þættir málsins í hend- ur, baráttan gegn hernum og Nato er barátta gegn auknum víg- búnaði á höfunum. Klerkur heldur norður írskur klerkur og mótorhjól- aunnandi hyggst leggjast í ferða- lög til þess að afla fjár til bygging- ar félagsheimilis í sókn sinni. Séra Michael Murphy er 35 ára gamall og hefur ferðast víða. Hann vonast til þess að safna um 1.600 þúsund krónum með því að aka 8.000 kílómetra leið frá' Kilmacanogue á suðaustur ír- landi að nyrstu annesjum Nor- egs. Hann kveðst ætíð ferðast á mótorhjóli og hafa komið til allra heimsálfa utan Rómönsku Am- eríku. Hann mun halda af stað þann 26.júní næstkomandi og hyggst skyggnast um norðurslóð- ir í birtu miðnætursólar tveim vikum síðar. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.