Þjóðviljinn - 28.05.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Síða 1
Laugardagur 28. maí 119. tölublað 53. tölublað FriðrikPálsson hjá SH: Gengishagnaðurfiskvinnslunnar nœr uppurinn og staðan mjög erfið. Útlitfyrir að vísitalafari 3 prósentframmyfirrauttstrikínóvember. Mótmœlahrinafrá stéttarfélögunum Árangur af aðgerðum ríkis- stjórnarinnar virðist ætla að verða klénni en vonir ráðherra stóðu til, og gengisfellingin, sprautan í æðar útflutningsat- vinnuveganna, virðist ekki hafa haft nema skömm deyfiáhrif. Friðrik Pálsson hjá Sölumið- stöðinni segir nær upp urinn hagnað í fiskvinnslunni af gengis- fellingu, sem einkum átti að rétta af stöðu útflutningsatvinnuveg- anna, og veldur þar verðlækkun á erlendum mörkuðum. Margir telja, meðal annars Þórir Guðbergsson hjá Fylki í Grimsby, að sú lækkun verði meiri, enda kemur hún eftir met- tíma í fiskverði. Friðrik Pálsson segir að í upp- siglingu sé „óleysanlegt vanda- mál" ef ekki tekst að stöðva kostnaðarhækkanir innanlands, - það er að segja verðhækkanir vöru og þjónustu, því að kaup- liðir eru lögfestir næstu ellefu mánuði. Hvert stéttarfélagið eftir ann- að fylgir í kjölfar ÁSÍ og BSRB og mótmælir bráðabirgðalögun- um um bann við kjarabaráttu, en í stjórnarráðinu sitja menn sveittir við að semja bráðabirgða- lög til breytinga á báðabirgða- lögum útaf verðtryggingar- klandrinu. Sjá síður 2-3 og 5 Forsetakosningar Þjóðin þekkir mig Vigdís forseti ætlar ekki að beita sér í kosningunum sem hefj- ast eftir helgi með utankjörstaða- atkvæðagreiðslu. Stuðnings- menn hennar opna hinsvegar „bækistöð" í Reykjavík nú um helgina. „Þjóðin þekkir mig,“ segir forsetinn í spjalli við Pjóð- viljann í dag. Mótframbjóðandi Vigdísar, Sigrún Þorsteinsdóttir, er þegar byrjuð kosningabaráttu sína. Sjá síðu 3 Leiðtogafundur Öldungar samþykkja flaugasamninginn Á elleftu stundu! Loks gengu bandarískir öldungadeildarþing- menn til atkvæða um samning Reagans og Gorbatsjovs um eyðileggingu allra meðaldrægra kjarnflauga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Og staðfestu hann. Það er alkunna að samningur sá var undirritaður á þriðja fundi leiðtoganna en á morgun hefst sá fjórði þannig að ekki var seinna vænna fyrir öldungana að firra forseta sinn vandræðum. Sjá síður 4 og 13 s Isal Ragnar rekinn! Á aðalfundi ísal í Zurich í vik- unni var ákveðið að Ragnar Hall- dórsson hætti störfum sem for- stjóri álverksmiðjunnar við Straumsvík. í ársskýrslu félagsins er sér- stakiega minnt á samskipta- örðugleika við starfsmenn í verksmiðjunni, og segir þar að kjarasamningar gangi hægt og illa. Ragnar verður nú stjórnarfor- maður fsal í stað Halldórs H. Jónssonar, og bjargar þarmeð andlitinu, en telja má víst að ný- afstaðin kjaradeila í ísal hafi riðið baggamuninn. Sjá síðu 3 Megas: Höfuðlausnir meira spennandi en Loftmyndin. Mynd - E.ÓI. ALLT ÖDRUVÍSI Ef ég væri ekki bundinn af markaðnum gæti ég nánast gefið út plötu svona á mánaðar fresti, segir Megas í viðtali við Þjóðvilj- ann í dag. Nýjasta plata meistarans, Höfuðlausnir, er nýkomin út, rúmum sex mánuðum eftir að sú síðasta, Loftmynd, sá dagsins ljós. Megas er helst á því að Höfuðlausnir sé meira spennandi plata en Loftmyndin, þar geri hann alla hluti allt öðruvísi en áður. Sjá síðu 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.