Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 2
__________________FRETTIR____________________ Fiskvinnslan Gengisgróði að klárast Friðrik Pálsson SH: Frystingin á ímiklum erfiðleikum. Von- um að kostnaðarhœkkanir innanlands stöðvist Iframhaldi af 8-11% verðlækk- un á þorskblokk í Bandaríkjun- um og áframhaldandi verðfalli á sjávarafurðum á Evrópumörk- uðum er gengishagnaður sá sem ætlað var að kæmi fiskvinnslunni til góða með síðustu gengisfell- ingu nú nær uppurinn. Fisk- vinnslan í heild er nú í kringum núllpúnktinn hvað rekstur varð- ar en frystingin er enn nokkuð undir þeim mörkum. Friðrik Pálsson forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna segir að verðlækkun á sjávaraf- urðum okkar á erlendum mörk- uðum að undanförnu hafi dregið verulega úr þeim árangri sem að var stefnt með gengisfellingunni en hann vill ekki taka svo sterkt til orða að sá árangur sé horfinn með öllu. „Það er Ijóst að staða frysting- arinnar er áfram afar erfið en við erum að vona að það takist að stöðva kostnaðarhækkanir hér innanlands. Ef það tekst ekki erum við með nær óleysanlegt vandamál í höndunum," segir Friðrik Pálsson. f máli hans kemur fram að nú sé að vísu nokkuð erfitt að spá í stöðuna vegna hins mikla umróts sem verið hefur á mörkuðum okkar en það er ljóst að verð- lækkanir nú eru nokkuð umfram árstíðabundna sveiflu. Kemur hér tvennt til, annarsvegar sam- dráttur í neyslu m.a. vegna þess að fiskverð hefur hækkað mun örar en önnur matvæli og hins- vegar þokkalega gott framboð á fiski á mörkuðum okkar. Miðað við verðlagsforsendur og þróun næstu mánuðina mun framfærsluvísitalan sprengja rauða strikið I. nóvem- ber og fara um 3% fram úr því, verða 281,5 stig í stað 274 stiga. Vísitalan mun hinsvegar halda sig innan marka rauða striksins 1. júlí, samkvæmt reikningum Ara Skúlasonar hagfræðings ASI. í bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar eru ákvæðin urn rauðu strikin óljós, og á nefnd að skila áliti fyrir júní. Ari sagði hinsvegar, að sér sýndist að bæði Porsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson túlki lögin þannig að rauðu strikin gildi ekki lengur. Eins og fram hefur komið í fréttum bendir allt til þess að kaupmáttarrýrnun á öllu samningstímabilinu nú verði í kringum 4%, en ef árið í ár er tekið verður kaupmáttarrýrnun- „Það er enn ofsnemmt að draga ályktanir um framtíðina. Nýgerðar efnahagsaðgerðir hafa enn ekki að fullu komið fram en Fáheyrð hroðvirkni, segja þingmenn Alþýðubandalagsins í ályktun þarsem bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar er fordæmd sem klúður um leið og tekið er undir mótmæli samtaka launa- fólks og þess krafist að alþingi verði kallað saman hið bráðasta. Vinnubrögð við lagasetning- una „eru stórfelldur álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina og vanvirðing við þingræði í landinu“ segja þingmennirnir, - og vísa til við bindum vonir við að þær muni draga úr verðbólgunni sem er höfuðmálið." þeirrar hroðvirkni að breyta þurfi lögunum aftur „vegna þess að þau eru vitlaus og óframkvæman- leg“. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins krefst þess að þingið verði kvatt saman þegar í stað: „Það er óhæfa að sundurþykk ríkisstjórn, sem ekki kemur sér saman um neitt nema bráðabirgðaaðgerðir til að halda hlutunum gangandi fáeinar vikur í senn, taki sér ítr- ekað löggjafarvald í hendur með þessum hætti.“ Skák HelgTfyrir miðju Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, fékk 6 vinninga af 13 mögu- legum á feiknasterku skákmóti sem haldið var í Jerevan, höfuð- borg Armeníu. Helgi vann eina skák, tapaði tveimur og gerði hvorki meira né minna en 10 jafntefli. Mótið hófst 7. þessa mánaðar og lauk í fyrradag en Helgi hafði óskað eftir því að fjölmiðlar fylgdust sem minnst með sér meðan á mótinu stæði því eins og hann sagði sjálfur þá var þetta mót fyrir honum fyrst og fremst harður og góður skóli. Óvíst var í gær hvort Helgi kæmi strax heim eða tæki þátt í hraðskákmóti sem kennt er við svokallaðar Activ-skákir sem eru 30 mínútna langar, en það mót er haldið á Spáni. _tt Bráðabirgðalögin Lúalegt I ályktun frá fimmtudegi mót- mælir stjórn Bandalags kennara- félaga nýsettum bráðabirgða- lögum sem „lúalegri aðför að frjálsum samningarétti“. Stjórnin segir ríkisstjórnina hafa tekið sér til fyrirmyndar að- ferðir valdníðinga annarra ríkja, með árásum á lýðréttindi sem ís- lendingar hafa fordæmt hvar sem til þeirra hefur verið gripið. „Stjórn BK tekur undir hörð mótmæli annarra launþegasam- taka og hvetur jafnframt allt launafólk til að stand vörð um rétt sinn og hrinda af sér oki vald- níðslunnar." -FRI Framfœrsluvísitalan Sprengir nóvemberstrikið Vísitalan um3% frammúr rauða strikinu ínóvember. Ijárn- um í júlí in aðeins 1% enda tekur tíma ar voru í bráðabirgðalögunum að fyrir aðgerðir þær sem samþykkt- ná fram að ganga. Bráðabirgðalögin Fáheyrð hroðvirkni / Sll \ TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriðjudaginn 31. maí 1988 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora aö Borgartúni 7, Reykjavík og víöar. Tegundir: Arg.: 2 stk. Volvo 244 GL. fólksbifr. 1982-84 1 stk. Saab 99 GL fólksbifr. 1984 1 stk. Mazda 626 fólksbifr. 1983 1 stk. Mazda 323 fólksbifr. 1983 1 stk. Volkswagen Golf sendif.bifr. 1983 2 stk. Subaru station 4x4 1981-82 1 stk. Lada station 1984 1 stk. Chevrolet pickup m/húsi diesei 4x4 1982 1 stk. Chevrolet Suburban bensín 4x4 1977 1 stk. Dodge Rancharger 4x4 1979 1 stk. Toyota HiLux m/húsi bensín 4x4 1981 4 stk. Lada Sport bensín 4x4 1982-85 1 stk. Mitsubishi L-300 pickup 1981 1 stk. Ford Econoline sendif.bifr. 1979 1 stk. Volkswagen sendif.bifr. 1971 1 stk. Mercedes Bens vörubifr. 4x4 1970 1 stk. Volvo N84 fólksfl.- og vörubifr. 1971 Til sýnis hjá RARIK Egilsstöðum: 1 stk. Toyota HiLux pickup m/húsi 4x4 1982 Til sýnis hjá Áburðarverksmiðju ríkisins Gufunesi: 1 stk. Mercedes Bens 309 fólksfl.bifr. 1980 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Grafarvogi: 1 stk. Mercedes Bens AK 2632 dráttarbifr. 6x6 1979 1 stk. Kassbohr malarflutn.vagn 1970 1 stk. Volvo FB 88 vörubifr. 1973 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Borgarnesi: 1 stk. Bröyt x-2 B. (vél Perkins) 1972 1 stk. Bröyt x-2 (vél Volvo D50) 1967 1 stk. Caterpillar F-12 veghefill 1972 1 stk. Caterpillar F-12 veghefill 1966 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfirði: 1 stk. A. Barford S-600 veghefill 1974 Tilboðin verða opnuö sama dag kl. 16.30 aö viöstödd- um bióðendum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboðum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Baráttumenn bera saman bækur á þingi Sjálfsbjargar. Sjálfsbjargarþing Afskrifaöur árið 1955! Theodór Jónsson hœttirformennsku hjá Sjálfsbjörg. Ný stefnuskrá og barátta gegn söluskatti á dagskrá Ný stefnuskrá fyrir fatlaða með Íangtímamarkmið í öllum helstu málaflokkum er megin málið á landsþingi Sjálfsbjargar, landsambands fatlaðra, að sögn formannsins, Theodórs A. Jóns- sonar. Á þinginu sem sett var í gær hættir Theodór formennsku eftir nær 28 ár. í stuttu samtali við Þjóðviljann taldi Theodór merk- ustu ávinninga í málefnum fatl- aðra felast fyrst og fremst í ger- breyttum viðhorfum almennings til fötlunar, en fatlaðir voru áður álitnir gagnslausir þjóðfélags- þegnar „Árið 1955 átti að afskrifa mig fyrir fullt og fast og koma mér á elliheimili, þannig að ég tala af nokkurri reynslu í þessum efn- um,“ sagði Thedór. „Þó að gerð langtímastefnu- skrár verði megin mál þessa þings eru tryggingamálin eilífðarmálið, því engin lifir af tryggingabótun- um einum og sér. Þá leggjum við mikla áherslu á að byggingar séu hannaðar með þarfir fatlaðra í huga og síðasta baráttumálið og líklega það brýnasta er að fá sölu- skatt niðurfelldan af hjálpartækj- um fatlaðra," sagði baráttujax- linn Theodór að lokum. gjh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.