Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Alverið Ragnar látinn hætla Forstjóraskipti á nœstunni. Ragnar stjórnarformaður ISAL. Aaðalfundi ÍSAL sem haldinn var í Zurich kom í Ijós að hagnaður félagsins á síðasta ári var um 22 miljónir króna á móti 714 miljóna halla árið áður. Á fundinum var Ragnar S. Hall- dórsson kjörinn stjórnarformað- ur félagsins í stað Halldórs H. Jónssonar. Ragnar mun um sinn gcgn starfi forstjóra þar til annar verður ráðinn. í ársskýrslu félagsins kemur fram viðurkenning félagsins á því að rekstrarörðugleikar í kerskál- unum á seinni hluta síðasta árs hafi leitt til erfiðleika í sanr- skiptum við starfsmenn og einnig segir í skýrslunni: „Áætlanagerð verður sífellt erfiðari, þar sem óeðlilega langur tími fer í kjaraviðræður við full- trúa verkalýðsfélaganna." Telja má víst að forstjóra- skiptin séu í samhengi við nýaf- staðna kjaradeilu í álverinu. en likur hafa bent til að yfirmenn Alusuiss ytra hafi verið á önd- verðum meiði við Ragnar og VSl-menn um afstöðu fyrirtækis- ins í þeirri deilu. Starfsmenn álversins í Straumsvík vinna nú við erfið skilyrði í kerskálanum því meðan verið er að keyra framleiðsluna upp eykst mengun í skálanum til mikilla ntuna. Vegna þess hve starfsmenn líta það óhýru auga að vinna yfirvinnu er allt útlit fyrir að ekki takist að halda uppi framleiðni í öllum kerjum í skál- anum. Þjóðviljinn náði tali af einum starfsmanni í álverinu og var ekki annað á honum að lieyra en að almenn óánægja væri að grípa um sig meðal starfsmannanna vegna óstjórnar í fyrirtækinu. Almenn samskipti milli yfirmanna og starfsmanna í kerskálanum væru, svo aðeins eitt dæmi væri tekið, í algjöru lágmarki. Allt of margir stjórnendur væru yfir mönnun- um, hver með of litla ábyrgð. -tt/-m Hafskip Hluthafar sleppa Skiptaréttur úrskurðaði í gær að þrotabú Hafskips ætti enga kröfu á þá sem tóku þátt í hluta- fjárútboði síðari hluta árs 1985, en þá söfnuðust samtals 77 milj- önir, frá fyrirtækjum og einstak- lingum. Rétturinn taldi að útboðið hefði ekki klárast, en heildarupp- hæð átti að verða 80 miljónir. Ragnar Kjartansson fyrrverandi framkvæmdastjóri Hafskips segir hinsvegar að fyrirtækið hafi ætlað að leggja fram það sem uppá vantaði. Úrskurðinum hefur verið áf- rýjað. Stúdentaráð Samstjómin óvinsæl? Lögfrœðinemar með Vöku, - almœttið vinstrisinnað? Eftir harðar fæðingarhríðir og erfiða fæðingu samstjórnar Vöku og Röskvu í Stúdentaráði er nú að koma í Ijós að stúdentar vildu heldur Röskvustjórn yfir sig en allt annað. Ef þátttaka í kosn- ingunum hefði verið meiri væru allar líkur á að nú sæti einmitt sú stjórn sem stúdentar vildu, - Röskvustjórn. Þetta kemur fram í könnun Skáís fyrir nýútkomið Stúdenta- blað. Niðurstöðum ber að taka með varúð vegna lítils úrtaks, en þegar spurt var hvernig stjórn viðkomandi vildi helst hafa í SHÍ vildu tæp 37% Vökustjórn en Röskvustjórn vildu 43,5%. Að- eins 19,7% voru hlynntir sam- stjórn Vöku og Röskvu. Það vekur sérstaka athygli í könnuninni að munurinn milli deilda er töluverður og að allir guðfræðinemar og flestir félags- vísindanemar vildu Röskvu en lögfræði og viðskiptafræði eru höfuðvígi Vöku. Þegar athuguð er afstaða þeirra sem ekki höfðu kosið síðast sést að fleiri voru hallir undir Röskvu, eða 64%, og leiðir Stúdentablaðið getum að því að ef þátttaka hefði verið meiri í kosningunum sæti nú ó- sundruð stjórn Röskvu í Stúdent- aráði. -tt Hvalveiðiráðið Átakafundur framundan Sjávarútvegsráðherra við níunda mann umhverfis hnöttinn. Hótar Halldór úrsögn eins og í fyrra? A mánudaginn hefst ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í Auck- land á Nýja Sjálandi, og sækir fundinn níu manna hópur héðan með Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra I broddi fylking- íslendingarnir ætla að leggja fram á fundinum sömu gögnin og þeir lögðu fram á fundi vísinda- nefndar ráðsins sem haldinn var í San Diego nýverið. Þar gat ís- lenska sendinefndin komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu um veiðiá- ætlunina og fékk hrós fyrir hval- atalningar sínar, en hinsvegar bókuðu ýmsir fulltrúar andstöðu sína, og telja heimildarmenn Þjóðviljans að allt eins gætu orð- ið töluverð átök á fundinum í Auckland um áætlun fslands sem annarra vísindaveiðiríkja. Þyk- ir afstaða Bandaríkjamanna til mála mjög óráðin og stuðningur utanríkisráðuneytisins banda- ríska við veiðarnar minni en áður. Jafnvel er gert ráð fyrir svip- aðri uppákomu og í fyrra þegar sjávarútvegsráðherra hótaði úr- sögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. -sg Vorhátíð í Kópavogi í gær gerðu börnin á dagheimilum í Kópavogi sér glaðan dag og fóru í skrúðgöngu niður í Hliðargarð þar sem boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Þessi ungi áhorfandi fylgdist með af miklum áhuga. (mynd E.ÓI) Freðfiskverð Botninum ekki enn náð Pórir Guðbergsson: Verð frystra sjávarafurða á enn eftir að lœkka. Samkvæmt heimildum Þjóð- 8-16% toll af karfanum sam- smarkaðinn í Bremerhaven viljans leikur grunur á að þessi kvæmt sérstökum kvótareglum borga hins vegar 2% toll. viðskipti frænda okkar séu ma. þar að lútandi. íslensk skip sem -grh gerð til þess að losna við að borga selja karfa í gegnum uppboð- Forsetakosningar Pjóðin þekkir mig Vigdís ekki íeiginlega kosningabaráttu. Stuðningsmenn opna bækistöð Það er af og frá að verð frystra sjávarafurða hafi náð botnin- um enn sem komið er og ég held því miður að það eigi eftir að lækka enn frckar á Bretlands- markaði, sagði Þórir Guðbergs- son umboðsmaður í Grimsby og starfsmaður hjá Fylki Ltd.' þar í borg við Þjóðviljann. Þórir sem flutti sig um set sl. haust frá Þýskalandi og yfir til Englands gerþekkir markaðina í þessum tveimur löndum og hann er ekki bjartsýnn á að einhverjar verðhækkanir verði á næstunni á frystum sjávarafurðum héðan á Bretlandsmarkaði. Ein af ástæð- unum fyrir því er að áliti Þóris að heilsubylgjan sem hvatti fólk til að borða fremur fisk en kjöt sé fjöruð út. Þá sé ennfremur mikið framboð af fitulausu kjöti og þá einkum af kjúklingum sem sé miklum mun ódýrari en fiskur- inn. Útgerðarmenn skipa og togara sem selt hafa í Þýskalandi hafa kvartað yfir því hversu miklar verðsveiflur séu á verði karfa þar í landi. Þær hafa leitt til þess að kílóið af karfanum hefur annað hvort verið í skýjunum eða afar lágt án þess að vitað sé um það fyrirfram. Ástæðan fyrir þessum verðsveiflum á verði karfa er ma. talin vera sú, að frændur okkar Norðmenn selja allan sinn karfa framhjá uppboðsmarkaðnum og beint til kaupenda og þess vegna sé erfitt að vita hversu mikið af honum sé í umferð. Vigdís Finubogadóttir hyggst ekki heyja eiginlega kosninga- baráttu fyrir forsetakosningarn- ar 25. júní. „Þjóðin þekkir mig og minn málflutning eftir átta ár í þessu starfi, og ég hefði litlu við að bæta á opinberum fundum," sagði hún við Þjóðviljann í gær. Um kosningarnar, þær fyrstu sem sitjandi forseti tekur þátt í, sagði Vigdís að við lifðum nýja tíma, -,,í rauninni hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar. Við búum við það lýðræði hér að hver og einn getur boðið sig fram til for- seta, og nú hefur það einfaldlega gerst að kominn er fram annar frambjóðandi en sitjandi for- seti. “ Þótt Vigdís ætli ekki að beita sér hafa stuðningsmenn hennar þegar brett upp ermar, og sagði einn þeirra, Anna Sigríður Gunnarsdóttir, í gær að um helg- ina yrði opnuð „bækistöð" í Garðastræti 17, þarsem gefnar yrðu upplýsingar og komið sam- an til skrafs og ráðagerða. „Ég hef haft spurnir af því að stuðningsmenn mínir hafa verið að spjalla saman,“ sagði Vigdís. „Ég sagðist einhverntíma líta á mig sem oddvita þeirra sem treystu mér fyrir þessu embætti, og ég fagna því að þeir ætla sér nú að verða talsmenn mínir." Hinn frambjóðandinn, Sigrún Þorsteinsdóttir, er þegar komin í kosningabaráttu með fundum á landsbyggðinni og vinnustaða- fundum.. Atkvæðagreiðsla utankjör- staðar hefst á mánudag. -m Laugardagur 28. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Hringekjan Einar til Flugleiða Einar Sigurðsson tekur við af Boga Ágústssyni sem fréttafull- trúi Flugleiða samkvæmt tilkynn- ingu frá fyrirtækinu í gær. Einar var útvarpsstjóri á Bylgj- unni þartil fyrir skömmu og þar- áður á Sjónvarpinu. Forveri hans var einnig á Sjónvarpinu og á leið þangað aftur sem fréttastjóri, - og virðist staðan hjá Flugleiðum á góðri leið með að verða hressingar- og hvíldarhæli fyrir helstu ljósvakahetjur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.