Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 4
LEIPARI Leiðtogafundur- inn í Moskvu Menn eru stundum að kvarta yfir því að fjölmiðlar heimsins starfi eftir lögmáli sem orða mætti á þennan hátt hér: fréttir eru vondar fréttir. Og víst er um það, að slys, hörmungar og stríð af ýmsu tagi eru hið sanna eldsneyti sem knýr áfram fjölmiðla í þeirra samkeppni um athygli þegnanna. En nú bregður svo við áseinni misserum, að fréttirsem kalla má „góðar fréttir" gerast óvenju fyrirferðarmiklar og það sem enn sjaldgæfara er: þær tengjast æðstu mönnum risaveldanna tveggja og svo vonum heimsbyggðarinnar um framfarir á sviði jafn brýns vanda og afvopnun er. Að sönnu sýnist það álit flestra fréttaskýrenda þessa dagana að sá fundur Gorbatsjovs og Reagans sem nú er að hefjast í Moskvu muni ekki sæta miklum tíðindum í þeim skilningi, að þar verði stigin óvænt skref eða ritað undir nýja samninga um vopnakerfi, staðbundin stríð eða annað það sem stendur heiminum fyrir þrifum. En menn halda samt að þetta verði góður fundur vegna þess að hann er staðfesting á vissri þróun. Sú þróun hefur þegar leitt margt af sér. Hún varð til þess að samkomulag náðist um skammdrægar og meðaldrægar eld- flaugar í fyrra. Hún varð til þess að menn komu sér niður á það hvernig haga eigi eftirliti með ýmsum greinum vígbúnaðar hver hjá öðrum. Hún hefur enn ekki leitt til þess að samið hafi verið um helmings niðurskurð á langdrægum kjarnorkuvopnum. En það er samt haft fyrir satt að búið sé að semja um sextíu til níutíu prósent af þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir slíku samkomulagi - og þar með væri í fyrsta sinn í fjörtíu ár veitt umtalsvert högg því lögmáli sem stýrt hefur vígbúnaðarkapp- hlaupi og orða mætti á þessa leið hér: því meir þeim mun betra. Þar með er ekki allt það upp talið sem bætt sambúð risaveld- anna hefur haft í för með sér. Hún hefur ekki leyst staðbundnar deilur svonefndar, en hún hefur vissulega stuðlað að því að sovéski herinn er sendur heim frá Afganistan og að einskonar vopnahlé hefur komist á milli stjórnar Nicaragua og kontra- skæruliða þeirra sem Bandaríkin hafa gert út gegn henni. Menn ættu reyndar ekki að mikla fyrir sér möguleika risaveld- anna, þótt voldug séu, til að setja niður deilur og stríð - en það er þó huggun að sá harði fjandskapur sem þau sýndu hvort öðru fyrir skemmstu hefur hjaðnað og virkar þá ekki sem olía á þann eld sem víða logar. Vitanlega er samt ekki kominn til þess tími að allir kyssi alla fyrir allt. Vitanlega er rangt að kasta allri ábyrgð á friðsamlegri þróun á bak við tvo valdamenn og þeirra ráðgjafa. Vitanlega þurfa menn að halda við sínum gagnrýna áhuga - til dæmis með andófi gegn þeim freistingum, að þegar eldflaugar á landi eru af lagðar, þá sé öðrum komið fyrir úti í hafi í staðinn. En hvort sem við höfum fleiri eða færri fyrirvara á fregnum frá Moskvu þessa dagana, þá fer það ekki á milli mála að sú þróun sem orðið hefur í samskiptum öflugustu ríkja heims að undan- förnu er mannkyninu hagstæð. Þessi þróun vinnur gegn því lamandi vonleysi, að þeir hnútar sem hertir eru að framtíðar- möguleikum mannkynsins séu taldir óleysanlegir með öllu. Hún vekur líka vonir um að hægt sé í vaxandi mæli að frelsa fé og orku og mannvit út úr vítahring hernaðarbruðlsins og nota til þarfari verka og brýnni. Samtök gegn apartheid í dag verða stofnuð á fundi í Gerðubergi Suður- Afríkusamtökin-gegn apartheid, kynþáttakúgunarstefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Hvatamenn að stofnun samtak- anna hafa látið vel af undirtektum við boðsbréf sín og vonandi munu menn sjá sóma sinn í að fylgja þeim viðbrögðum sínum eftir. Samstöðusamtök af því tagi sem nú er verið að stofna eru mikilvæg. Bæði vegna þess að málstaðurinn er brýnn: það fellur aldrei úr gildi að andæfa ranglæti hvar sem er í heiminum. í annan stað þurfa menn á samtökum gegn apartheid og öðrum þeim skyldum að halda til að vinna gegn þeim doða, því skoðanaleysi um stórmál heimsins, sem hefur í vaxandi mæli sett svip sinn á okkar neysluglaða þjóðlíf. -áb. Suður-Afríka Mikil viðskipti þiátt fyrir bannið Enn er mikið afvörumfrá S-Afríku í verslunum. Neytendur á verði Á síðustu árum hefur innflutningur frá Suður-Afríku og útflutningur til hennar aukist stigmagnandi að undanskildu árinu 1986 en árið áður hafði umheimurinn gefið frelsisbar- áttu kúgaðra í Suður-Afríku talsverðan gaum og því meiri árvekni hjá neytendum en endra- nær. Árið 1984 var flutt inn fyrir andvirði tæpra 30 miljóna króna frá Suður-Afríku, ári síðar fyrir andvirði rúntlega 36 miljóna, ‘86 fyrir andvirði rúmlega 20 miljóna og virtist það vera vísir þess að viðskiptin væru í raun að dragast saman en í fyrra jókst innflutningurinn aftur. Flutt var inn fyrir tæplega 33 miljónir króna og til Suður-Afríku var flutt út fyrir andvirði 4,5 miljóna. Vörur í íslenskum verslunum frá Suður- Afríku hafa ekki horfið með tilkomu laga um viðskiptabann. Ýmsir lesendur Þjóðviljans hafa hringt til blaösins og lát>ð vita um ýmsar vörur sem eru í hillum verslana á höfuðborgar- svæðinu jafnt sem úti á landsbyggðinni. Mégnið af því sem hingað kemur frá Suður- Afríku eru ávextir, ferskir og niðursoðnir, eða um 90% af heildarinnflutningi frá Suður- Afríku. Það eru vínber, appelsínur, epli, grap- ealdin, mandarínur og Óeira ferskt. Niður- soðnir ávextir eru perur, ferskjur, blandaðir ávextir, ananas og fleira. Þetta eru vörur frá Cape, Outspan, Goldland, Gold Reef, Del Monte, Libby‘s, Holiday, Western Pride, Sil- ver Lcaf og Berg River svo einhver vörumerki séu nefnd. Aukreitis við ávextina er flutt inn korn og unnar kornvörur, ýmsar vélar, gull og aðrir málmar, ferðabúnaður svo sem handtöskur og fleira, utanyfirflíkur á konur, telpur og smá- börn, nærfatnaður, skófatnaður og margt fleira. _tt Avextir Þetta er vörulistinn! Vegna óska lesenda blaðsins og öðrum lesendum til áminningar birtum við hér samantekt yfir þær ávaxtavörur frá Suður-Afríku sem er að finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu og í verslunum úti á landsbyggðinni. Fólk er nú hvatt til að sniðganga þessar vörur og einnig til að halda opnum haukfránum augum sínum ef um fieiri vörutegundir er að ræða. Vínber Ferskir ávextir: Grapealdin Outespan Appelsínur Mandarínur Goldland Outspan og fleira Gold Reef Epli Cape Niðursoðnir ávextir: Perur Ananas Holiday Ferskjur og fleira Westem Pride Blandaðir Gold Reef Silver Leaf ávextir Del Monte Berg River Libby's Libby(s þJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðnftundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: HannaÓlafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasöiu: 60 kr. Heigarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.