Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra Ráðstefna um byggðamál Vorfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verð- ur haldinn á Hótel Blönduósi nk. sunnudag 29. maí kl. 13-19. Að lokinni fundarsetningu verður rætt um flokksstarfið, en að því loknu kl. 14 hefjast alm. umræður um byggðamál og er sá hluti fundarins öllum opinn. Framsögn hafa: Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður Alþýðubanda- lagsins, Svavar Gestsson, alþm., Þorleifur ingvarsson, bóndi á Sól- heimum og Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Á eftir munu framsögumenn sitja fyrir svörum í panelumræðum sem Ragn- ar Arnalds alþ.m. stjórnar. Kaffihlé 16- 16.30. Síðan munu umræðuhópar starfa. Gert er ráð fyrir fundarslitum um kl. 19. Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðu- bandalagsins í Skálanum, Strandgötu 41, laugar- daginn 28. maí kl. 10.00. Sólveig Gréta Brynjarsdóttir formaður Umferðar- nefndar ræðir stöðu umferðarmála, kynnir helstu framkvæmdir í sumar og svarar fyrirspurnum. Félagareru hvattirtil að mæta. Stjórnin Sólveig Brynja Garðabær Félagsfundur á laugardaginn 28. maí kl. 14.00 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Ólafur Ragnar Grímsson spjallar um stjórnmálin og baráttuhorfur framundan. Ólafur Höfn - Djúpivogur Opnir fundir Hjörleifur Margrét Alþingismennirnir Hjörleifur Guttormsson og Margrét Frímannsdóttir ræða þjóðmálin og störf Alþingis: á Höfn, Hornafirðí þriðjudaginn 31. maí í Miðgarði kl. 20.30. Á Djúpavogi miðvikudaginn 1. júní í Félagsmiðstöðinni kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Skúli Gunnlaugur Ólöf Akranes - Búðardalur Þingmálaspjall Skúli, Gunnlaugur og Ólöf verða til viðtals um þjóðmálin í Rein á mánu- dagskvöld frá kl. 20.30 og í Dalabúð á þriðjudagskvöld á sama tíma. Alþýðubandalagið IRARIK Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftir- farandi: RARIK-88008: Háspennuskápar, 11 kV, fyrir að- veitustöö Fáskrúðsfirði. Opnunardagur: þriðjudagur 28. júní 1988, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudegi 30. maí 1988 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 26. maí 1988 Rafmagnsveitur ríkisins BHMR Harkaleg mótmæli Stjórn BHMR hefur andmælt bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar og sent frá sér ályktun þar sem segir m.a.: Árásir ríkisvaldsins á samninga og samningsrétt á undanförnum árum sýna að þessi réttur á í vök að verjast. Með lögum og tækni- brellum er séð til þess að vinnu- veitendur þurfi ekki að standa við sinn hluta af kjarasamningum nema að litlu leyti. Petta er sérstaklega alvarlegt gagnvart ríkisstarfsmönnum þar sem það er sami aðili sem gerir við þá samning og nemur hann síðan úr gildi með lögum. Á síðasta ári gerðu flest félög opinberra starfsmanna samning til nærri tveggja ára, eða til næstu áramóta. Samkvæmt þessum samningi var gert ráð fyrir óveru- legum kauphækkunum árið 1988, en á móti komu ákvæði um end- urskoðun og lágmarkskaupmátt. Þessar ófullkomnu tryggingar eru nú að engu gerðar og langir samningar framlengdir enn frek- ar. Stjórn BHMR hvetur bæði ríkisstarfsmenn og annað launa- fólk til að koma stjórnvöldum í skilning um að það réttarbrot sem framið hefur verið með þess- ari árás á samningsréttinn verði ekki liðið. SFR Endurtieimtum réttinn Stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana hefur mótmælt harðlega aðför ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar að sjálfsögðum lýðrétt- indum launþega, með afnámi samningsréttar þeirra. Stjórn félagsins væntir þess að stjórn BSRB í samstarfi við önnur samtök launþega, beiti sér fyrir aðgerðum til að endur- heimta samningsréttinn, með undirskriftum, útifundum eða öðrum aðgerðum og láta með því stjórnvöld finna hvar Davíð keypti ölið. Iðja Gróf aðför Fundur í stjórn Iðju í Reykja- vík samþykkti í vikunni ályktun þarsem tekið er undir mótmæli ASÍ og stjórnar Landssambands iðnverkafólks gegn bráðabirgða- lögunum „þar sem verkafólk er svipt samningsréttinum og ný- gerðir kjarasamningar gerðir ó- gildir að hluta til og þar með veg- ið harkalega að kjörum þess. Þessi lagasetning er gróf aðför að starfsemi verkalýðshreyfing- arinnar og afnám lýðréttinda. Eftir endurteknar árásir á samn- ingsréttinn verður verkalýðs- hreyfingin að snúast til varnar og beita afli sínu gegn slíkri aðför.“ eins oa þú vilt að aorir aki! iJU^FEROAR c§° Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Sími 696900 Útboö Þórshafnarhreppur Sveitarstjórn Þórshafnarhrepps óskar eftir tilboð- um í byggingu fjögurra íbúða í tveimur steinsteyptum parhúsum. Verk nr. U.20.06 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvors húss 194 m2 Brúttórúmmál hvors húss 695 m3 Húsin verða byggð við götuna Miðholt 1 -3 og 5-7, Þórshöfn, og skal skila fullfrágengnum, sbr. út- boðsgögn. Afhending útboðsgagna fer fram á sveitar- stjórnarskrifstofu Þórshafnarhrepps, Langanes- vegi 3b, 680 Þórshöfn, og hjá tæknideild Hús- næðisstofnunar ríkisins, Laugavegi 77, Reykja- vík, frá þriðjudeginum 31. maí 1988 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 14. júní 1988 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Sveitarstjórnar Þórshafnarhrepps Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins Til sölu Technics/Sansui hljómflutningstæki 120wött, nýr rúskinnsjakki, Sturlunga, DBS reiðhjól, hús- gögn, svart-hvítt sjónvarp o.fl. Á sama stað ósk- ast ódýr bíll, helst skoðaður ’88. Upplýsingar í síma 21387.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.