Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 15
Og þetta lika... IÞROTTIR 2. deild Hafnfirðingar sterkir Leiðrétting í föstudagsblaðinu var sagt að Guð- mundur M. Skúlason millivega- hlaupari hefði gengið úr Ármanni í FH. Hafnfirðingar urðu að vonum glaðir en því miður var þetta villa hjá blaðamanni því Guðmundur gekk ekki í FH heldur í ÍR og leiðréttist það hér með. Hlauparar Brassinn Joaquim Cruz sigraði Steve Ovett léttilega á móti í Brasilíu nýlega. Cruz varð langt á undan og hljóp síð- asta spölinn veifandi og sendandi fingurkossa til áhorfenda. Tíminn var aftur á móti slakur en hvorugur kepp- enda hafði nokkrar áhyggjur af því. Platini smalaði nokkrum stórstjörnum sam- an í lið um dagana til að leika fjáröfl- unarleik gegn frönsku úrvali sem Platini valdi sjálfur. 40.000 áhorfend- ur sáu Maradonna, Hugo Sanchez, Zbigniew (rétt stafað) Boniek og fleiri sýna listir sínar í skemmilegum leik sem endaði mjög diplómatískt, 2-2. Brögð í tafli Forráðamönnum AZ Alkmaar var synjað um rannsókn á hvort eitthvað hafi verið gruggugt í leik Pec Zwolle og Volendam en leikur þeirra fór 0-0 sem dugði til að senda Alkmaar í 2.deild og halda Pec og Volendam uppi í 1. Alkmaar-menn segja að leikurinn hafi verið grunsamlegur og lélegur en í hollenskum knattspyrnu- lögum segir að leika verði leik aftur ef sannast að leikmenn hafi ekki lagt sig alla fram. Mafían er grunuð um að hafa skipulagt mútur í leik Napoli og Roma EF marka má almannaróm á (talíu. Yfirvöld rann- saka málið en ekkert hefur komið í Ijós ennþá sem staðfestir slúðrið. Napolileikmennirnir eru sakaðir um lélega frammistöðu og að hafa þegið peninga af veðbönkum sem mafían er talin ráða yfir. FH-KS 3-1 FH-ingar byrja aðra deildina vel. í gærkveldi urðu Siglfirð- ingar þeim að bráð í „Krikanum" en í síðustu viku unnu þeir Blik- ana sem kunnugt er. Það blés þó ekki byrlega fyrir þá í byrjun leiksins þegar Porleifur Elíasson kom gestunum yfir í fyrri hálf- leik. Eftir markið hresstust FH- ingar talsvert og uppskáru mark fyrir leikhlé sem Hörður Magnússon skoraði. í síðari hálfleik héldu heima- menn svo uppteknum hætti og var það Pálmi Jónsson sem af- greiddi norðanmenn með tveimur mörkum. Sigur FH-inga var ekki í hættu og virðist sem þeir verði erfiðir heim að sækja í sumar. Selfoss-Þróttur 2-2 Selfyssingar fengu Þróttara úr Reykjavík í heimsókn og var ekk- ert gefið eftir í þeirri viðureign. Leikmenn beggja liða börðust af miklum krafti og bitnaði það á gæðum knattspyrnunnar. Þrótt- arar byrjuðu sannfærandi en Björn Axelsson náði þó að skora fyrir heimaliðið í fyrri hálfleik. í siðari hálfleik skiptust liðin á að skora og lauk leiknum með jafn- efli, 2-2. Guðmundur Magnússon gerði annað mark Selfyssinga en Sigurður Halldórsson og Steinar Helgason skoruðu fyrir Þróttara. -þóm Rall Sekúndubarátta Öflugustu bílarnir raða sér í efstu sætin Steingrímur Ingason og Widek uðu í síðastu rallkeppni, Bogdanski hafa tekið forystu í sprengdu tvö dekk, en eru þó í rallkeppni Eikagrills og Bylgj- fimmta sæti eftir fyrri dag rallsins unnar sem hófst í gær. Þeir hafa sem heldur áfram í fyrramálið. þó engan vegin örugga forystu Annars var staða fimm efstu því feðgarnir Jón og Rúnar fylgja bflanna þannig er þeir komu í þeim sem skugginn og munar að- mark í gærkvöldi: eins 12 sekúndum á bflunum. Þá eru Guðmundur Jónsson og 1.Steingrímur/Bogdanski 25,13mín. Bjartmar Arnarson um hálfri 2.Jón/Rúnar.25,25 mín. mínútu á eftir Steingrími þannig 3. Guðmundur/Bjartmar 25,42 mín. að allt getur gerst. í ......27,18 mín. Jón S. Halldórsson og Guð- 5-JónS./Guðbergur.fsf1 bergur Guðbergsson, sem sigr- -þom Landsleikur Þrjár breytingar Rúnar, Ormarr og Viðar ekki með gegn ítölum á sunnudaginn Sigi Held hefur valið hópinn sem leikur við ítali á sunnudag- inn í forkeppni Ólympíuleikanna í fótbolta. Breytingarnar verða þær að Frammararnir Viðar Þorkelsson og Ormarr Örlygsson gefa ekki kost á sér vegna prófa í Háskólanum og Rúnar Kristins- son KR er í leikbanni fyrir gul spjöld gegn Austur-Þjóðverjum og Portúgölum. í þeirra stað koma Heimir Guðmundsson ÍA, Gunnar Oddsson KR og Kristinn R. Jónsson Fram. Evrópukeppnin Viðbúnaður í Þýskalandi Lögreglan í Þýskalandi er við öllu búin þegar Evrópukeppnin hefst í þar í landi í næsta mánuði. Sérstaklega eru þeir hræddir við Bretana sem eiga fyrsta leikinn við írland 12. júní. Þeir sem hafa einhver árásar- tæki eða tól fá ekki aðgang og þeir sem klæðast stutterma bol- um merktum ögrandi slagorðum komast heldur ekki inn. í Eng- landi hafa verið til sölu slíkir bolir merktir “Innrás Englands í Þýskaland 1988“ en það er ekki vel séð hjá Þjóðverjunum. Einn- ig verða notaðir alkóhólmælar og mikið ölvuðum ekki hleypt inn. -ste ísland Markveróir Friðrik Friðriksson B1919....11 Guðmundur Hreiðarsson Víking..0 Aftrir Ágúst Már Jónsson KR.........17 Ólafur Þórðarson ÍA..........19 HeimirGuðmundsson ÍA..........4 ValurValsson Val..............3 Pétur Arnþórsson Fram........14 IngvarGuðmundssonVal..........7 HalldórÁskelsson Þór.........18 ÞorvaldurÖrlygsson KA.........5 Guðmundur Steinsson Fram.....18 GuðmundurTortason Winterslag 12 Jón Grétar Jónsson Val........1 Kristinn R. Jónsson Fram......0 Þorsteinn Guðjónsson KR.......0 GunnarOddsson KR..............o Ítalía Carlo Angelotti, Milan Roberto Baggio, Fiorentina Það var hörkuspennandi leikur þegar Boston fengu Detroit í heimsókn og eftir venjulegan leiktíma var staðan 102-102. Fram- lengja varð því leikinn og þegar ein og hálf mínúta voru til loka seinni framlengingarinnar var Sergio Brio, Juventus Pasqualino Bruno, Juventus Andrea Carnevale, Napoli Angelo Colombo, Milan Roberto Cravero, Torino Luigi De Agostini, Juventus Alberto Di Chiara, Fiorentina Stefano Desideri, Roma Guiliano Guiliani, Verona Settimio Lucci, Empoli Moreno Mannini, Sampdoria Massimo Mauro, Juventus Marco Pacione, Verona Francesco Romano, Napoli Fausto Salsano, Sampdoria Stefano Tacconi, Juventus Mauro Tassotti, Milan Antonio Virdis, Milan Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 20.00. Forsala aðgöngumiða verður frá klukkan 11.00 á vellin- um. -ste staðan 115-113 Detroit í vil. Þá tók Dennis Johnson sig til og gerði næstu 6 stig Boston úr lang- skotum. Liðin hafa þá unnið sitthvorn leikinn þurfa að vinna minnsta kosti 4 leiki til að komast í úrslit. NBA-karfa Tvíframlengt Boston vann Detroit 119-115 í undanúrslitum NBA Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 30. maí 1988 kl. 8.00 e.h. í Domus Medica v/Egilsgötu. Dagskrá: Kjarasamningar Mætið vel og stundvíslega Stjórn Félags járniðnaðarmanna Lausar stöður Við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar eftirtaldar lektors- stöður: 1. Lektorsstaða í iðnrekstrarfræðum. Kennslugreinar: Fram- leiðslustjórnun, framleiðslu- og birgðastýring og vinnurannsókn- ir. 2. Lektorsstaða í tölvufræði. 3. Lektorsstaða í rekstrarhagfræði. Kennslugreinar: Markaðs- fræði, afurðaþróun og reikningshald. 4. Lektorsstaða í hjúkrunarfræði. 5. Lektorsstaða í lífeðlisfræði. 6. Lektorsstaða, hálft starf, í sálarfræði. Kennslugreinar: Sálar- fræði, vöxtur og þroski. 7. Lektorsstaða, hálft starf, í félagsfræði. Kennslugreinar: Almenn félagsfræði og heilbrigðisfélagsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik, fyrir 22. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 25. maí 1988. Aðalfundur Miðgarðs hf verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl. 18, að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin FÉU\GSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild Fósturheimili óskast fyrir ellefu ára dreng til a.m.k. tveggja ára. Æskilegt er að heimilið sé í Reykjavík eða ná- grenni. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir fé- lagsráðgjafi í síma 685911 alla virka daga. FÆREYJAR 3xíviku FLUGLEIÐIR JmF -fy/irþig- * Laugardagur 28. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.