Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 4
MAÐURINN MEÐ HATTINNH||H undirglerþakinu Joseph Beuys áriö 1972. skrautlegur einsog kyrkislanga gegnum Berlín miðja og næstum strýkst við Martin-Gropius-Bau, þá er því ekki að neita að hug- mynd Beuys um að hækka hann um fimm sentimetra til að fá í hann betri hlutföll vakti takmark- aða hrifningu. Þetta var árið 1964. Múrinn nýreistur og Beuys orðinn prófessor í Dusseldorf. Það barst fyrirspurn frá innan- ríkisráðherranum hvað þessi hót- fyndni prófessorsins ætti að fyrir- stilla. Beuys svaraði með bréfi þar sem hann sagði að tillaga sín væri hugsuð sem einskonar mynd og furðaði sig á því að herra innanríkisráðherrann skildi ekki slíka mynd án þess að fá útskýr- ingu upp í hendurnar. Með því að skoða múrinn út frá hlutföllunum einum saman væri hann gerður hlægilegur og hláturinn beindi at- hyglinni að hinum andlega múr. Það væri sá múrveggur sem þyrfti að brjóta niður. „Mergurinn málsins er sá,“ skrifaði hann, „múrinn sem slíkur er aukaatriði. Þér ættuð ekki sínkt og heilagt að vera að tala um þennan múr. Ef mannfólkið fengi tækifæri til að þroska sig og efla siðferðisstyrk sinn myndu allir múrar hverfa. Það eru svo margir múrar milli mín og yðar. Einn múrveggur er útaf fyrir sig mjög fallegur, svo lengi sem hlutföllin stemma." Beuys hafði einstakt lag á að vekja athygli á sjálfum sér og kenningum sínum með þverstæð- ukenndum yfirlýsingum og furð- ulegum uppákomum. En þegar hann var svo krafinn skýringa kom iðulega í Ijós að hvert orð, hvert atriði hafði verið þrauthugsað að hver hlutur sem hann notaði í verkum sínum var vandlega valinn. - Við skulum koma og kíkja á sýninguna. Hringrás, ummyndun Undir glerþakinu er verk af því tagi sem kallast rýmisverk (Rauminstallation). Það heitir „Arena - Hvert væri ég kominn hefði ég verið gáfaður“. Arena getur þýtt vígvöllur en einnig leiksvið sem í þessu tilviki virðist eiga betur við. Tvöhundruðfjöru- tíuogsex Ijósmyndir í hundrað grámáluðum álrömmum sýna samhengið í lífi og starfi Beuys á árunum 1970 til 72. Á flestar myndanna hefur verið borið vax, fita, sýra, silfur eða brennistein sem gefur þeim einkennilega áferð og útgeislun. Myndirnar í fyrsta rammanum eru kóbaltb- láar en brennisteinsgular í þeim síðasta. Táknar kulda norðursins og hita suðursins stakk einhver uppá. í hringnum miðjum eru tveir staflar úr vax-, fitu- og kop- arplötum. Við hlið þeirra stendur lítil olíukanna. Svo göngum við einn hring um hliðarsalina. Til að byrja með verða fyrir okkur allra handa krossar: Eikarkrossar, hnotuvið- skrossar, sólarkross úr bronsi, tveir róðukrossar með stoppúr- um, blóðrauðir grfskir krossar málaðir á pappírssnifsi, hálfur fíltkross með innrömmuðu ryki og tveimur tánöglum og loks skúlptúrinn Krossfesting sem er búinn til úr trékubbum, meðal- aglösum, járnnöglum, rafmagn- skapli, saumnál og tvinna og rauðkrossuðum pappírssneplum. Á öðrum stað í húsinu liggur selló Hjálmar Sveinsson skrifar frá Vestur-Berlín - Fyrri hluti Hann sagði að blóðmörskepp- urinn væri fullkomnasti skúlptúr í heimi og hann lagði það til að berlínarmúrinn yrði hækkaður um fimm sentimetra. Hlutföllin í honum væru ekki nógu góð. Ein- hverju sinni skar hann sig í fingur með vasahnífnum sínum og batt síðan um hnífinn með sárabindi. Hann gekk ævinlega með hatt og hét Joseph Beuys. f febrúar síðastliðnum var opn- uð yfirlitssýning á verkum hans í Martin-Gropius-Bau í vestur- Berlín. Sú hin stærsta sem nokkru sinni hefur verið haldin. Skömmu áður höfðu Austur- þjóðverjar fengið Johannes Rau, forsætisráðherra í Nordrhein- Westfalen, til að skreppa yfir til sín og opna sýningu á teikningum eftir Beuys. En Jóhannes þessi er sá sami Rau og lét víkja Beuys úr prófessorsembætti við listaaka- demíuna í Dússeldorf árið 1972. Joseph Beuys, sem áður þótti ekki húsum hæfur, er sem sé orð- inn ljúflingur þýsku þjóðarinnar. Og það er hreint ekki erfitt að geta sér til um af hverju. Dauður listamaður er góður listamaður. Beuys dó í janúar 1986. Hann er lukkulega dauður; hann er tryggilega dauður. Lyktnæmt fólk hefur reyndar haldið því fram að það leggi ekki aðeins nálykt af sýningunni í Martin-Gropius-Bau heldur sé líka af henni peningaþefur. Það segir að þeir sem settu sýninguna upp séu áreiðanlega braskarar. Braskarar sem vilji nota tækifær- ið til að spenna verðið á beuy- sverkum eins hátt upp og mögu- legt er. Þetta má vera satt og rétt. En sá sem hér skrifar þekkti Beu- ys aðeins af bókum og frá kaffi- húsasnakki og er því harla ánægður með þetta einstæða tæk- ifæri til að skoða flest mikilvæg- ustu verkin hans eigin augum. Jósef er óumdeilanlega einhver áhrifamesti listamaður Evrópu frá stríðslokum. „Allir eru listamenn“ Martin-Gropius-Bau er allra glæsilegasta hús; reist rétt fyrir aldamótin í nýklassískum stíl með marmaragólfum og himin- háu hvolfþaki úr gleri. Þarna var haldin sú fræga ZeitGeist-sýning 1982 þegar nýja málverkið var ennþá nýtt. Húsið stendur á sögufrægum stað þétt upp við múrinn. Til hliðar við það á Prinz-AIbrechtstraBe 8 var áður „Myndlista- og handíðaskólinn“ (Kunstgewerbschule). Nasistar lögðu hann undir sig 1933 og gerðu að aðalstöðvum Gestapó. I kjallaranum innréttuðu þeir fangelsi til að geyma fólk grunað um pólitíska undirróðursstarf- semi. Haft var á orði að sá sem einu sinni lenti þar inni ætti aldrei afturkvæmt. Þessi kjallari var grafinn upp fyrir tveimur árum og þar hefur nú verið sett upp ljósm- yndasýning um ógnarstjórn nas- ista. Upplagt umhverfi fyrir Beuys. Múrinn, tákn hins þrönga sjónd- eildarhrings og kulda eftirstríðsá- ranna á aðra höndina og ómennska nasismans á hina. Til eru ögrandi verk eftir hann sem heitir „Auschwitz": glerkassi með sviðnum kjötleifum, skor- pnuðum bjúgum, dauðri rottu og fitukekkjum. Ögrandi vegna þess að það virðist sýna helförina sem náttúrulega hringrás lífs og dauða. Hann sagði ein- hverntíma: „Auschwitz er hlut- skipti mannsins." List hans og heimspeki var einmitt ætlað að rísa upp gegn þessu hlutskipti. Til að sú uppreisn mætti takast var afturámóti nauðsynlegt að færa kvíar listarinnar út (erweiterter Kunstbegriff). Listin á að hvetja til umhugsunar og umsköpunar og henni ber að láta efnahagslega og pólitíska mótun þjóðfélagsins til sín taka. (Þjóðfélagsleg mynd- mótun (soziale Plastik) er annað lykilhugtak í kenningum Beuys). Hann barðist af kappi gegn aka- demískri listspeki því hann áleit að hlutleysi hennar og einangrun- arárátta væru tímaskekkja á öld tæknivæddrar villimennsku, á öld gasklefanna. Frægasta slagorð hans var „Allir eru listamenn“. Þá fullyrðingu ber reyndar ekki að skilja svo að allir geti búið til góða skúlptúra að allir geti náð árangri sem tónskáld. Beuys á við að í hverju mannsbarni býr möguleikinn til að verða að hugs- andi, virkum og skápandi þjóð- félagsþegni. Sentimetrarnir Hvað múrnum viðvíkur, þess- um fræga múr sem hlykkjast Fótalaus flygill og nótnastatif með súrkáli. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 29. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.