Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 5
á gólfinu pakkað inn í grátt fílt- efni með rauðum krossi. Kannski rekst maður líka á sínkbaðkar sem hangir upp á vegg og heitir Jason II. Eða að maður stendur allt í einu frammi fyrir brenndri hurð, feiknastórri og járnsleginni, og á hana hafa verið hengd afskorin héraeyru og fuglshauskúpa. Þarna er líka heimsfrægur stóll með fituklessu og Hljóðlaus grammafónn gerður úr pappaöskju, trékubb, beini og málaðri hljómplötu. Og svo fjöl- di verka þar sem stillt er upp raf- magnstöflum, straumþéttum, rafgeymum, símatækjum og innvolsinu úr hita- og kælitækj- um. Margbreytileg jarteikn Síðan jarteikn frá Flúxussam- komum og hinum og þessum ak- sjónum. Til að mynda: Fótalaus konsertflygill frá árinu 1969 með hatt og grænmálaðan fiðluháls, Nótnastatíf standandi til hliðar með skorpnuðu súrkáli í stað nótnablaða. Eða stórt innrammað pappasjald hangandi uppá vegg útbíað súkkulaði og á því stendur skrifað með klossuð- um stöfum: „Þögn Marcel Duch er ofmetin". Þá gefur og að líta hið fræga verk Eurasía, 32. hluti síberísku sýnfóníunnar sem varð til á samnefndum performansi 1966. Á sýningunni eru einnig geysima|Tgir glerskápar. Sumir þeirra nafa að geyma alls kyns • verkfæri svo sem: skóflur, spaða, tangir og haka en aðrir hafa til sýnis: híálm, fíltstranga, fituklum- pa, vaxfígúrur, blikköskjur með tólg, sukkulaði, hunang, mygl- aða o$ta, margarín, sápur, em- aleraciar þvottaskálar, neglur, hár, bein, hitamæla, röntgen- myndir og tilraunaglös. Og einn skápurinn sýnir afraksturinn frá því þegar Beuys tók sig til eina dagstund árið 1972 og sópaði gangstéttina við Karl-Marx- Strasse í vestur-Berlín (já vestur- Berlín). í nokkrum salanna hafa verið setj upp RÝMISVERK: Til dæmis Efnahagsgildi (Wirt- schaftswerte) þar sem járnhill- um, hlöðnum matvörum úr hin- urn ríkisreknu H.O.-búðum í aiistur-Þýskalandi hefur verið stillt upp út á miðju gólfi og olí- umálverk frá 19. öld hangandi á veggjunum bak við þær. Endalok 20. aldarinnar eru þarna í mynd ílangra basalthnullunga sem liggja á víð og dreif á einu gólf- inu. Ur hverjum þeirra hefur ver- ið sagað keilulaga stykki, það klætt með fílti, svolitlum jarðleir potað í holurnar og stykkjunum síðan tyllt á sinn stað aftur. Og svo „tvennt af hverju verkið“ Sýndu sár þín: tvær líkbörur á hjólum og undir hvorri þeirra sín- kkassi með tólg, fuglshauskúpu, hitamæli og tilraunaglasi. Á veg- gnum fyrir ofan þær eru tvær skólatöflur, upp við annan hlið- arvegginn standa tvær heykvíslar og yfir þeim hanga tvær hvítar tréöskjur. Ekki nóg með þetta. Á annarri hæðinni í Martin-Gropius-Bau eru ósköpin öll af teikningum eftir Beuyes. Teikningum sem spanna allan feril hans. Hann hélt þeim sjálfur til haga og kallaði: The secret Block for a secret Per- son in Ireland. Sjálfsagt óþarft að taka fram að hann teiknaði gjarnan með blóði með kjötseyði og ávaxtasafa, grænmetissafa, kaffi, te, ryðvatni og joði á krum- paðan umbúðapappír, maskín- upappír og þéttskrifuð blöð. Efni, ekki tákn Því er ekki að neita að eftir að hafa skoðað sýninguna hefur maður enga lyst á þybbinni ostak- ökusneið á afarfínni kaffiteríu staðarins. Það er þó vafasamt að þetta lystarleysi skeri úr um hvort mark sé takandi á frægri staðhæ- fingu Beuys um að hann vinni með efni en ekki tákn. Auðvitað Martin-Grobius-Bau. Lágreista hvíta húsið íforgrunni myndarinnarvarbyggtyfirgamlagestapókjallarann. Þar er nú Ijósmyndasýning um ógnarstjórn nasista. Ljósmynd: Hans Joachim Pfeiffer. ber að taka slíkum yfirlýsingum listamanna með varúð. En hitt er víst að afstaðan til efnisins skiptir afar miklu máli í listsköpun hans. Það er eitt einkenni á verkum eftir hann að þau eru gjarnan gerð úr efnum sem halda engu formi: fílti, fitu, olíu hunangi osfrv. Klaus Heinrich heimspek- ingur og trúarfræðiprófessor í Berlín hefur bent á að skúlptúrar búnir til úr slíku materíali stríði gegn klassískri list þar sem form- ið ríkir yfir efninu. Að þeir jafn- gildi uppreisn hins liðna og for- gengilega gegn strangleika klassí- skrar listar og daðri hennar við eilífðina. Duchamp og DADA-kallarnir hefðu sjálfsagt átt bágt með að samþykkja þessa skoðun prófess- orsins. Þeir voru jú fyrstir til að slá klassíska list út af laginu með reddý-meid-verkum sínum og til að gefa eilífðinni á kjaftinn með því að nota úrgangshluti einsog sígarettustubba og dagblaðsrifr- ildiíverk sín. Þaðerþvínauðsyn- legt að fara dálítið nánar út í það í hverju sérstaða Beuys er fólgin. Ef maður gengur út frá því að hann vinni fyrst og síðast með efni þá má segja að í verkum hans komi fram ákveðið andóf gagnvart þeirri list sem vill vera vitnisburður um drottnun mannsandans yfir efninu. Að list hans felist í afturhvarfi til efnisins eða réttara sagt í sáttargjörð milli manns og efnis. Hin ýmsu efni búa yfir mismunandi eiginleikum sem má nýta til að hita, mýkja, gefa orku, leiða rafstraum osfrv. Beuys var umhugað að láta slíka eiginleika efnisins bera verk sín uppi. Og það gerði hann með því að notfæra sér þá spennu sem myndast þegar andstæðum eigin- leikum er teflt saman: hörður og mjúku, heitu og köldu, fljótandi og föstu, lífrænu og ólífrænu; þegar hringrás lífs og dauða er sýnd sem stöðug ummyndun efn- isins. Verk hans eru sem sé efnis- leg fremur en táknleg í þeim skilningi að það sem þau vísa til er á einhvern hátt þegar til staðar í þeim eiginleikum sem búa í efni- við þeirra. í það minnsta sýndust mér flest verkin sem gaf að líta í Martin-Gropius-Bau byggja á þessu prínsíppi. Hrapa og lœra Það er reyndar þannig með Be- uys að það auðveldar manni nokkuð að fá botn í list hans og speki að vita sitthvað um ævi hans. Hann fæddist 12. maí 1921 og ólst upp í smábænum Kleve sem liggur skammt undan landamær- um Hollands og Þýskalands. Hlaut strangt kaþólskt uppeldi og gekk í hitersæskuna „til að geta um frjálst höfuð strokið" (einsog hann sagði sjálfur mörgum árum síðar). Sem strákur hafði hann dellu fyrir náttúrufræði; safnaði plöntum og hélt heilan dýragarð í kjallaranum heima hjá sér. Áhugi hans á náttúruvísindum átti eftir að haldast alla ævi og hafa ómæld áhrif á list hans. Hann las Novalis og Knut Hams- un á menntaskólaárunum og var einnig að grufla í vísindaritum Leonardos og Goethes. Hug- myndin um listamanninn sem nokkurskonar alfræðing varð honum síðar mjög hugleikin. Hann fékkst svolítið við að teikna og mátti heimsækja mynd- höggvarann Achilles Moorgat reglulega á vinnustofu hans. Svo er það dag nokkurn árið 1938 að nasistar efna til myndalegrar „Infiltration-Slomogen fur cello" 1969. Hluti af rýmisverkinu „Sýndu sár þín“ 1974-5. Sunnudagur 29. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.