Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 6
Strákunum mikju hœttara i umfevoinni MargrétSœmundsdóttir, forskólafulltrúi Umferðarráðs.- Börn eru ekki litlir fullorðnir þótt kröfurnarsem til þeirra eru gerðar gœtu benttil þess - Það er næstum helm- ingsmunur á slysum hjá strák- um og stelpum og þá gildir einu hver slysaflokkurinn er; umferðarslys, hvað er látið ofan í sig og slys á íþrótta- völlum svo dæmi séu tekin, sagði Margrét Sæmunds- dóttir, forskólafulltrúi Um- ferðarráðs, er blaðamaður ræddi við hana í vikunni. 25 strákar slösuðust í umferðinni í Reykjavík í fyrra, en 14 stelp- ur. Þá segir fjöldi barnanna ekki alla söguna; meðalaldur strák- anna sem lentu í slysum í umferð- inni er miklu lægri en meðalaldur stelpnanna, 7,6 ár á móti 10,6. Sjö strákar þriggja og fjögurra ára slösuðust, þar af tveir alvar- lega. Stattu þig drengur Strákunum er beint út til að leika sér í ríkara mæli en stelpun- um, segir Margrét, enda er því oft haldið fram að þeir séu miklu há- vaðasamari í sínum leikjum. Það má eflaust til sanns vegar færa, en á sér þá nærtæku skýringu að stelpunum er gjarnan kennt að leika sér á hljóðlátari hátt. Þá hvetja foreldrarnir strákana miklu frekar til karlmennsku- leikja; til dæmis eru hjálpardekk- in rifin undan hjólunum þeirra miklu fyrr en hjá stelpunum, og fyrir bragðið ekkert undarlegt að þessi grey meiði sig meira. Það er minna bil milli kynjanna að þessu leyti þegar krakkarnir eldast, en þó er engum blöðum um það að fletta að stelpurnar eru áfram verndaðri, segir Mar- grét. Ókrœsilegt Norðurlandamet Hvernig komum við út ísaman- burðinum við nœstu lönd? Um það bil tvöfalt fleiri börn undir tíu ára aldri slasast í um- ferðinni hér en annars staðar á Norðurlöndunum, og síst ástæða til að fyllast stolti yfir svo afger- andi Norðurlandameti. Metin jafnast að vísu nokkuð með hærri aldri, en þó eru það til muna fleiri ungmenni sem slasast hér en þar. Eg er ekki í vafa um að megin- ástæða þessa er að við pössum börnin ekki nærri nógu vel. Því er oft haldið fram að börn geti lært að þekkja umhverfi sitt nægjan- lega vel til að slys þurfi ekki að koma fyrir, en þetta tel ég mjög hæpið sjónarmið sem byggir á þeirri ranghugmynd að börn séu í rauninni litlir fullorðnir. Barn þarf ekki annað en að sjá svartan kött tilsýndar sem það langar að ná í, og þar með er allt gleymt sem kann að vera búið að tyggja í það um götuna fram undan með sinni bílaumferð og hættum. Úrelt sýn d umferðarmálin Hér við bætist að við lifum um of í fortíðinni þegar umferðarmál eru annars vegar. Bflaeign og notkun hefur aukist gífurlega, án þess að vitundin um hættuna sem af því stafar fyrir börnin hafi fylgt í kjölfarið. Það er of oft við- kvæðið í fámennari byggðum að það sé að vísu gott og blessað að halda uppi áróðri fyrir bættri um- ferðarmenningu, en sé mesti óþarfi þegar höfuðborgarsvæð- inu sleppir. Sannleikurinn er sá að umferðarslys eru tiltölulega bókabrennu við menntaskólann í Kleve. Beuys er viðstaddur og kemur skyndilega auga á sýning- arkatalóg sem hann bjargar úr bálinu. Þar eru prentaðar myndir af verkum myndhöggvarans Wil- helm Lehmbrucks sem nasistar höfðu úthrópað sem „úrkynjað- an listamann“. Löngu, löngu seinna sagði Beuys í minningarr- æðu um Lehmbruck að þetta atvik hefði haft afgerandi áhrif á listþroska sinn. Lehmbruck hafi kennt sér að skúlptúr getur orkað á öll skilningarvitin; að hann er ekki bara eitthvað til að horfa á. Maður á að geta hlustað á hann. fundið hitann sem býr í honum og skynjað hann sem hlut sem hefur sinn tíma. Reyndar var hinn ungi Beuys ekkert að hugsa um myndlistan- ám að stúdentsprófi loknu. Hann hefði líkast til orðið barnalæknir hefði Hitler ekki verið svo ótuktarlegur að kalla hann í her- inn. Stríðið virðist lengi vel haft furðulega lítil áhrif á Beuys. Hann gerðist flugmaður á steypi- árásarflugvél og blakaði stundum ljóðvængum í frístundum sfnum: „Norræna vor/ ó vor/ þegar ég geng í skóginn/ streyma um mig þúsundfaldir/ kraftar þínir/ ... Maðurinn fær því áorkað sem hann vill/ í snilld sinni og ofstopavilja/ norræna guðasæld." En einn hrákaldan vetrardag árið 1943 var honum kippt niður á jörðina. í bókstaflegum skiln- ingi. Flugvél hans var skotin nið- ur yfir Krímskaga og hann liggur meðvitundarlaus í flakinu með höfuðkúpuna brotna, brotinn fót og handlegg, hárið sviðið af og sprengjubrot dreifð um líka- mann. Félagi hans dauður við hlið hans. Það vildi honum til lífs að tatarar fundu hann og báru heim í tjaldbúðir sínar, smurðu sár hans með dýrafitu, vöfðu hann inn í fíltstranga og nærðu á flóaðri mjólk, ostum og skyri. Átta dögum síðar hafði þýsk leitarsveit upp á honum og tók hann með sér. Hann náði heilsunni á ótrúlega skömmum tíma, særðist alls fjórum sinnum eftir þetta og fékk járnkrossinn að launum fyrir hetjumóð sinn og gullkrossinn fyrir sár sín. Að stríðinu loknu var honum haldið níu mánuði í fangabúðum á Eng- landi. Að stríðinu loknu Beuys var aldrei margorður um þetta stríð en hitt er víst að þegar því lauk var hann breyttur maður. Það var einkanlega at- burðurinn á Krím sem hafði gagnger áhrif á lífsskoðun hans. Töfrumlík náttúrulækningakúnst tataranna sannfærði hann um að vestrænum raunvísindum væri í einhverju áfátt. Þegar hann kom heim úr fangabúðunum var hann staðráðinri í að gerast listamaður. Síðar meir leit hann á list sína sem gagnmynd (Gegenbild) við tækni- hyggju vesturlanda; sem nokkurs konar töfralækningu (sjaman- isma) fyrir það þjóðfélag eftir- stríðsáranna sem leitar tækni- legra lausna á öllum vandamálum og hylur sár sín efnahagsundrum. Fitan og ffltið í verkum hans er hvort tveggja í senn ábending um lækningamátt náttúrunnar og stöðug áminning um þau sár sem faísisminn risti í samvisku mannkyns. Hann innritaðist í listaakadem- íuna í Dusseldorf. Kennari hans, myndhöggvarinn Edwald Mat- aré, lagði ríka áherslu á tilfinn- ingu nemenda sinna fyrir efnum og hvatti þá til að nota allskyns nytjahluti í verk sín. Á meðan náminu stóð tók Beuys aðkynna sér rit Rudolf Steiner. Steiner (fæddur 1861) var doktor í heims- skoðun Goethes og vildi brúa þá djúpu gjá sem hann taldi að hefði myndast á 19. öldinni milli vís- inda og iista. Hann kenndi að í 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. maí 1988 hverjum einstaklingi byggju sköpunarmáttur og þekkingarþrá en að þessir eiginleikar fengju ekki notið s£n nema þeir væru ör- vaðir í uppeldi og menntun. Hann stofnaði svonefnda Wald- orfskóla og kallaði fræði sín Anthrosophie (mannspeki). Hann hélt því einnig fram að þjóðfélagið væri einskonar líf- kerfi (sozialer Organismus) sem dafnaði best ef ríkisvaldi, efna- hagslífi og menntunar- og menn- ingarmálum væri haldið sem mest aðgreindum. Kenningar Steiners mótuðu listspeki Beuys allnokuð og sérstaklega þó þær hugmyndir um menntun og lýðræði sem hann boðaði á árunum kringum 1970. Sálarháskinn og skírslan Beuys útskrifaðist úr akademí- unni 1952. Árin sem fylgdu á eftir voru honum ákaflega erfið. Þetta var löngu áður en hann varð kúltfígúra með hatt; þetta undar- lega sambland af trúði, gangster og gúrú sem sýndi akademískun reglugerðum glæpsamlegt virð- ingarleysi, sem þurfti alltaf að vera með einhver fíflalæti en gat þó með sannfæringarkrafti sínum og persónutöfrum fengið þús- undir til að fylgja sér. Á tímabi- linu milli fimmtíu og sextíu skorti Beuys alla tiltrú á sjálfan sig. Hann vissi ekki hvað hann vildi með list sinni, átti í mesta basli með að hafa í sig og á auk þess sem minningar frá stríðinu þjör- muðu æ meir að sálinni í honum. Það er kannski táknrænt að flestir krossanna sem eru á sýningunni í Martin-Gropius-Bau urðu til á þessum árum. Það fór líka svo að hann orkaði ekki meir. Eitt sinn komu vinir hans að honum þar sem hann hafði lokað sig inni í myrku herbergi vikum síman og sagðist vera að bíða eftir að hann Ieystist upp. Næstu tvö árin þurfti hann hvað eftir annað að leggjast inn á geðdeildir. Seinna sagði hann að þessi sálarkreppa hefði virkað eins og hreinsun á sig. Hún hefði heimtað af sér hug- rekki til að horfast í augu við þá atburði í fortíð sinni sem voru brennimerktir stríðinu og alræði fasismans og hún hefði krafist af sér meiri einurðar í listsköpun sinni. Þremur árum eftir að hann hresstist var Beuys ráðinn við sem prófessor við akademíuna í Dusseldorf. Þetta var árið 1961 og ýmislegt að komast á hrey- fingu. Það voru að renna upp flúxus-tímar. Hjálmar Sveinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.