Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 7
Margrét Sæmundsdóttir: Viö pössum börnin ekki nærri nógu vel í umferðinni. Mynd: E.ÓI. færri í höfuðborginni en úti á landi. Hvar eiga slys á börnum sér helst stað? Þeim er hættast úti á götum, inni í bflum og í næsta nágrenni heimilanna. Því yngri sem börnin eru þeim mun nær heimilum sín- um eru þau að leik. Hættulegustu aðstæðurnar í Reykjavík eru þar sem skólarnir eru aðskildir frá íbúðahverfunum með miklum umferðargötum. Yfir þessar götur verða krakk- arnir að fara á hverjum einasta degi meðan skólinn stendur, en í sumarfríinu eru þau að leika sér í námunda við heimilið og eiga þar af leiðandi ekkert erindi yfir þess- ar þungu umferðargötur sem liggja að skólanum, enda hefur það sýnt sig að þar sem svona háttar til leggjast þessar ferðir þeirra af yfir sumarið sem betur fer. „Nú getur þú“ Það eru allt of skörp skil milli krakka sem eru byrjuð í skóla og hinna sem enn eru á forskó- laaldri. Fólk er hrætt um fimm og sex ára börn, en þau sem eldri eru eiga að pluma sig. í þessu sam- bandi segir það sína sögu að það var mikið um slys á átta ára krökkum í fyrra. Verðurðu mikið vör við aðfor- eldrar setjist hreinlega að í ákveðnum hverfum til að sjá við umferðinni? Eg held að það sé oft þungt á metunum, enda heyrum við iðu- lega að fólki hrýs hugur við að setjast að með ung börn þar sem götur með miklum umferðar- þunga liggja milli íbúðarhverfis- ins og skólans. Árbærinn er stundum nefndur sem dæmi um heppilegt hverfi að þessu leyti. Breiðholtið líka, enda má segja að þar verði tiltölulega fá slys miðað við allan barnafjöldann sem þar er. En því miður fær það ekki alltaf að standa sem er ákveðið af hönnuðum, og ýmsar breytingar til verri vegar má tína til, miðað við það sem upphaf- lega átti að vera. Dæmi um þetta er Hamrahlíðin; það stóð aldrei til að hún yrði þessi ógurlega um- ferðargata sem hún er. Við hana stendur fjölmennur grunnskóli, auk Menntaskólans. Slys inni í bílunum sjálfum Hvað með þessi slys sem eiga sérstað inni í bílunum sjálfum; þú segir að mikið sé um þau... Já, slys á börnum inni í bflum eru næstum jafnmörg og á gang- andi, en það eru þessi fyrrnefndu slys sem við getum helst komið í veg fyrir. Við erum nýbúin að gera könn- un á innflutningi búnaðar í þessu sambandi, og til dæmis að taka hefur innflutningur á barnabfl- stólum aukist um 80%, og því ber að fagna. Það hefur líka sitt að segja að búnaðurinn er orðinn betri: úrvalið er meira en áður var og eins er orðið auðveldara að setja stólana í bflinn. Núorðið eru bflbelti í aftursætunum á nýj- um bflum, og það er nóg að kaupa barnabílstól og smella honum í fyrirhafnarlaust. Þetta virkar hvetjandi á fólk að nota svona búnað, en áður var meira fyrir þessu haft, og það vildi vaxa fólki í augum. Því er þó ekki að leyna að enn er alltof mikið um að krakkar dingli laus í bílum, enda þótt fleira og fleira fullorðið fólk sé farið að átta sig á því að það er betra að hafa börnin í fullorðins- belti en að þau séu laus. Áverk- inn sem þú færð af belti sem pass- ar kannski ekki fyllilega er svo lítill ef slys á sér stað að afleiðing- unum er ekki saman að jafna. Þetta getur verið spurningin um að merjast illa eða stórslasast, og varla neitt efamál hvor kosturinn er skárri. Mannlegi þátturinn og ökunámið Hvað um aksturslagið; erum við vondir ökumenn upp til hópa? Hvað um öll slysin sem fylgja þeim sem eru nýkomin með bílp- róf? Eg held að það vanti þennan mannlega þátt í ökunámið. Það er ekki nóg að vita allt um vélina, það þarf líka að kenna tilvonandi bflstjórum hvernig börn eru og við hverju megi búast af þeim, og þá hvernig eigi að bregðast við ef þau verða á vegi manns. Og það er raunar óþarfi að ein- skorða slíka fræðslu við börn. Al- mennt talað þá er það margt sem ökumenn verða að vita um fólk og viðbrögð þess. Hér má vel nefna aldrað fólk, en að ýmsu leyti gildir það sama um það í umferðinni og börnin. Báða hóp- ana skortir viðbragðsflýti, meta hraða og fjarlægðir gjarnan rangt, og hæfileikinn til að nota sjón og heyrn er ekki sá sami og hjá fullorðnum: Við sjáum oft krakka híma á gangstétt vegna þess að þau vita ekki hvenær rétta augnablikið er til að fara yfir götu. Svo megum við ekki heldur gleyma því að gangandi vegfar- endur leyfa sér oft á tíðum verri hegðun í umferðinni en öku- menn. Til dæmis er allt of algengt að fólk gangi yfir á rauðu ljósi eins og við vitum, en slíkt er ein af dauðasyndunum hjá öku- mönnum. Börn eru miklu löghlýðnari vegfarendur en fullorðið fólk. Þau taka reglurnar alvarlega og eru alveg einlæg í því að vilja fara eftir þeim, eins og allir þeir lög- regluþjónar sem fara í grunn- skólana og ræða við krakkana geta staðfest. Það er ekki fyrr en þau fara að horfa í kringum sig og sjá hvernig við fullorðna fólkið högum okkur í umferðinni að það fer að síga á ógæfuhliðina. HS Sunnudagur 29. maí 1988! ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Gangbrautarblús Þaö er ekki efnilegt að þurfa að sæta færis og bíða eftir að bílastrollan fari hjá og verða þá að hlaupa við fót til að komast yfir. Takið eftir því að maðurinn á myndunum er ekki að skjótast yfir götuna einhversstaðar og einhversstaðar; gangbrautarþríhyrningurinn í hægra horninu er til marks um það. Myndir: E.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.