Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 10
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli Einstakt útivistarsvœði í faðmi jökla Gesfum boðið að frœðasf um nóttúrufar og sögu í gönguferðum með landvörðum (september á síðasta ári voru liðin 20 árfrá stofnun þjóð- garðs í Skaftafelli. Umsjón hans hefur verið í höndum Náttúruverndarráðs, sem þurft hefur að standa vörð um friðun náttúrunnar og á sama tíma vinna að því að gera svæðið aðgengilegt til útivist- ar. Eftirað þjóðgarðurinn komst í alfaraleið hefur hann verið meðal fjölsóttustu ferða- mannastaða landsins og dregið að jafnt innlenda og er- lenda ferðalanga. Af langri sögu byggðar í Skaftafelli má margt læra um lífshætti fyrri tíma og sambýli manna við stórvirk náttúruöfl. Þeim sem leggja leið sína í þjóðgarðinn gefst tækifæri til að fræðast um sögu íslands og náttú- rufar, auk þess að njóta úti- vistar í einstöku umhverfi. Friðað áður en ein- angrun var rofin Sá sem beitti sér mest fyrir stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli var Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur. í rökstuðningi hans fyrir friðun Skaftafellslands segir m.a.: „Vart leikur það á tveim tungum, að náttúrufegurð í Skaftafelli í Öræfum er stórfeng- legri en á nokkru byggðu bóli á íslandi. Þarna er að finna flest það sem prýðir íslenska náttúru mest. Stórleikur landsskaparins er óvíða, ef nokkur staðar meiri, og útsýni óviðjafnanlegt til hæsta fjalls landsins, yfir mesta skrið- jökul þess og víðáttumesta sand.“ Þjóðgarðsstofnunin varð síðan að veruleika, vegna velvilja ábú- BREYTT KÍLÓMETRAGJALD ÍSTAÐGREBSLU FRÁ 1. MAÍ1988 Frá og með 1. maí 1988 breytist áður auglýst skattmat á kflómetragjaldi, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl. Mattil tekna á endurgjaldslausum afnotum launamanns af bifreið sem launagreiðandi hans lœtur honum í té hœkkar þannig: Fyrir fyrsiu 10.000 km afnot úr 15,50 pr. km f kr. 16,55 pr. km. Fyrirnœstu 10.000 kmafnotúrl 3,90 pr.kmikr. 14,85pr.km. Yfir20.000 km afnot úr 12,25 pr. km íkr. 13,10 pr. km. Mat á endurgreiddum kostnaði til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, hœkkar þannig: Fyrirfyrstu 10.000 km afnot úr 15,50 pr. km f kr. 16,55 pr.km. Fyrirnœstu 10.000 km afnotúr 13,90 pr. kmíkr. 14,85 pr. km. Yfir20.000 km afnotúr 12,25pr. km íkr. 13,10 pr. km. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem miðast við „sérstakt gjald" eða „torfœrugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður má hœkka kílómetragjaldið sem hér segir: Fyrir 1 -10.000 km akstur-sérstakt gjald hœkkun um 2,55 kr. pr. km. torfœrugjald haekkun um 6,90 kr. pr. km. Fyrir 10.001-20.000 km akstur-sérstaktgjaldhœkkun um 2,25 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 6,10 kr. pr. km. Úmfrarn 20.000 km akstur-sérstaktgjaldhœkkun um 2,00 kr. pr. km. torfœrugjaid hækkun um 5,40 kr. pr. km. Önnur atriði í áðurnefndri auglýsingu nr. 3 frá 4. janúar sl. breytast ekki. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI enda jarðarinnar og aðstoðar er- lendra náttúruverndarsamtaka. Er ljóst þótti að nægjanlegt fé fengist ekki hjá íslenska ríkinu, lagði World Wildlife Fund fram meirihlutann af kaupverði jarð- arinnar. Tímasetning þjóðgarðsstofn- unarinnar ber vott um fyrir- hyggju sem meira mætti sjást af núna. í dag er ofurkapp lagt á að fá sífellt fleiri ferðamenn til landsins, en minni áhersla er á að undirbúa landið undir móttöku þeirra. Stofnárið, 1967, var ein- angrun Öræfasveitar rofin að hluta með opnun brúar yfir Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Eftir opnun brúnna yfir Skeiðarársand í júlí 1974, skall holskefla hring- vegsfara yfir Skaftafell. Fyrir þann tíma hafði tekist að byggja þjónustumiðstöð og undirbúa svæðið að einhverju leyti fyrir sitt nýja hlutverk. Gróðurreiturískjóli jökla Margt hjálpast að við að gera þjóðgarðinn í Skaftafelli að úti- vistarsvæði sem á fáa jafnoka. Hinar miklu andstæður hljóta að hrífa flesta. Umvafinn jöklum og sandauðn liggur gróðurreitur, þar sem fjölbreytt plöntu- og dýralíf þrífst. Gróskuna í Skafta- felli má þakka mikilli veðursæld. Við suðurströndina er hæstur meðalárshiti hérlendis. Árin 1931-1961 mældist hann 5 gráður á Fagurhólsmýri, sem er næsta veðurathugunarstöð. Ekki skortir heldur vætuna, því reikna má með að einhver úrkoma mæ- list í um 200 daga á ári. Öræfa- jökull leggur sitt af mörkum með því að veita skjól fyrir austanátt- inni, sem er tíður gestur á þessum slóðum. Innan marka þjóðgarðsins má sjá sýnishorn af helstu gróður- lendum landsins, s.s. móa, mýrar og mela. Þar hafa fundist um 210 tegundir háplantna. Meðal þeirra eru 3 fallegar blómategundir sem teljast einkennisplöntur Austur- lands og eru það bláklukka, klettafrú og gullsteinbrjótur. Ár- aurar og jökulöldur eru mikið að gróa upp eftir að jöklar tóku að hopa og ágangur jökulvatna var heftur. í Skaftafellsbrekkunum tekur við birkiskógur með fjöl- breyttum svarðgróðri og víðikj- arr er víða í sókn. Inn í Morsárdal er Bæjarstaðarskógur sem státar * ; Leið flestra sem koma í Skaftafell liggur upp að Svartafossi. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.