Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 11
. Eftir friöun hefur birki og víðir dreift sér um Skaftafellsheiðina. I baksýn gnæfir Hvannadalshnúkur. af ljósum og beinvöxnum birkit- rjám. Sumir telja að tré þaðan myndu hreppa fyrsta sætið ef efnt væri til fegurðarsamkeppi milli ís- lensks birkis. Ekki má gleyma giljunum í Skaftafelli sem mörg eru mjög falleg og gróðursæl. Fjöldi fossa er í þeim og flestir í Vestragili, sem geymir einn af gimsteinum þjóðgarðsins. Það er Svartifoss með sinni sérstæðu stuðlabergs- umgerð. Neðst í Vestragili er lítill lundur er nefnist Lambhagi. Þar var um 1950 plantað greni og al- askaösp og stinga þau tré nokkuð í stúf við annan gróður í Skafta- felli. Hér geta menn hugleitt hvort ræktun erlendra trjáa sé alltaf til bóta, eða hvort betur fari að láta náttúruna hafa sinn gang á sumum stöðum. Skyggnsttilfjalla og vatna Tilkomumikil jöklaumgerð og fagurmótuð fjöll blasa við á þrjá vegu. í austri gnæfir Öræfajökull með hæsta tindi íslands, Hvanna- dalshnúk (2119 m). í forgrunn er Hafrafell með óárennilegum klettum sem nefnast Illuklettar. Upp úr fjallinu skaga sérkenni- legar móbergsstrýtur og má þar á meðal finna Efri- og Fremri- Menn. Upp af Skaftafellsheiði rísa Kristínartindar og að baki þeim Skarðatindur. Á Kristínar- tinda er frekar auðvelt að ganga þó á brattann sé að sækja upp á efsta tindinn, sem er í 1126 m hæð. Laun erfiðisins eru frábært útsýni til allra átta. í vestri girða Skaftafellsfjöll Morsárdalinn. Þar er víða litskrúðugt líparít og inn í Kjós á samspil lita og berg- forma sér varla hliðstæður. Langstærstur hluti þjóðgarðs- ins er hulinn jökli. Þrír skriðjökl- ar eru innan hans, Skeiðarár-, Skaftafells- og Morsárjökull. Ár- ið 1984 var þjóðgarðurinn stækk- aður úr 500 ferkflómetrum í 1600 og var það gert til að sá hluti Vatnajökuls sem telst ákomu- svæði þessara skriðjökla félli undir friðunarákvæði þjóðgarðs- ins. Undan sporðum skriðjöklanna falla samnefndar jökulár og framan við Morsárjökul hefur myndast lítið jökullón. Af ánum er Skeiðará vatnsmest og fellur hún að hluta meðfram Vestur- brekkunum í Skaftafellsheiði. Hún er þekkt fyrir gífurleg hlaup sem komu í hana fyrr á tímum og þakti vatnsflaumurinn stundum mestallan Skeiðarársand. Ganga má að upptökum hennar þar sem hún sprettur undan austursporði Skeiðarárjökuls. Til að komast þangað þarf fyrst að vaða Morsá, sem hefur verið óbrúuð frá 1984 er göngubrú sem þar var gaf sig í vatnavöxtum. Búið er að tryggja fé af vegalögum til að smíða nýja brú og hefjast framkvæmdir lík- lega í haust. Skeiðarárhlaup og afleiðingar þeirra Til að fá smá innsýn í hversu mikilvirk jöklar og jökulvötn eru við mótun lands, má skoða hvaða breytingar hafa orðið í Skaftafelli síðustu aldir. Veðurfar hefur bein áhrif á þykkt jökla, sem síðan ræður út- breiðslu skriðjökla og vatns- magni ánna er frá þeim renna. Frá 1550-1920 var köld veðrátta hér á landi, en með hlýnandi veðri á þessari öld hafa skriðjökl- ar hopað mikið. Fram yfir 1940 náðu Skaftafells- og Svínafells- jökull saman framan við Hafra- fell og höfðu líklega gert frá því um 1700. Nú er breitt bil á milli þeirra og gróður óðum að festa rætur þar sem áður lá ís. Hlaupin í Skeiðará hafa líka tekið breytingum. Þau eiga rætur að rekja til jarðhitasvæðisins í Grímsvötnum, lengst inn á Vatnajökli. Vatn safnast þar í ös- kju sem tæmist með vissu millibili og streymir þá vatn undir Skeiðarárjökul og fram á sand- ana. Á kuldatímabilinu komu hlaup á um 10 ára fresti og voru þau mun stærri en verið hefur eftir 1938. Síðan þá hafa liðið 4-6 ár á milli hlaupa og skaði af þeim hefur verið fremur lítill, enda hafa þau haldið sig í farvegi ár- innar. í tengslum við brúarsmíð- ina voru byggðir stórir varnar- Sunnudagur 29. garðar og ættu þeir að halda með- an ekki verða breytingar á stærð hlaupanna. Á 18. og 19. öld eyðilagði vatnaágangur mikið af landi Skaftafellsbænda. Þar sem nú er sandur framan við brekkurnar var áður gróið undirlendi og slægjulönd. Áætlað er að frá 1870-1970 hafi sandurinn hækkað um allt að 10 metra neðan við Skaftafellsbrekkur. Hér veldur mestu gífurlegur framburður í Skeiðarárhlaupum og er ekki tal- ið ólíklegt að stórt hlaup eins og var 1938, beri með sér um 100 miljónir tonna af aur. Margar minjar hafa grafist í sandinn, m.a. gamla bæjarstæðið í Skaftafelli. Bærinn stóð skammt austan við Eystragil og ef vel er gáð má enn sjá rústir af hlöðu- gafli neðan við Gömlutún. Laust fyrir 1850 þótti ekki lengur vært á þessum stað og var bærinn fluttur 100 m ofar, í Bölta. í Skaftafelli var þá orðið þríbýli, því bæirnir Sel og Hæðir höfðu verið reistir upp í brekkunni tæpum 20 árum áður. Bærinn sem nú stendur í Seli var byggður 1912 og er hann í umsjá Þjóðminjasafnsins. Unnið hefur verið að endurbótum á honum og gefst gestum vonandi tækifæri á að skoða hann er því verki lýkur. Margt hefur dunið yfirgóða bújörð Saga búskapar í Skaftafelli nær aftur á landnámsöld. Þar var þingstaður til forna og sóttu þing- ið bændur er bjuggu milli Lóns- heiðar og Sólheimasands. Á 17. öld komst jörðin í konungseign og helst svo til 1836, er ábúendur keyptu hana. Frá náttúrunnar hendi var Skaftafell góð bújörð, en á ýmsu hefur gengið vegna návígis við óblíð náttúruöfl. Örlagaríkast var gosið í Öræfajökli 1362, sem lagði sveitina í eyði í um 40 ár. Fyrir þetta gos var blómleg byggð í Héraði milli sanda, eins og byggðin hét þá. Öskufall og vatnsflóð grönduðu 30-40 jörð- um og var Skaftafell meðal þeirra fáu sem flutt var á aftur. Öræfa- maí 1988 ÞJÓÐVILJINN. - SÍÐA 11 SÝNDU FYRIRHYGGJU SKÓLABÓK STYRKIR DIG í NÁMI Með sparnaði á Skólabók ávaxtar þú sumarlaunin og ávinnur þér um leið lánsréttindi. Hringdu eða líttu inn og kynntu þér möguleikana sem hún gefur þér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.