Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 1
Myrki miðvikudagurinn Þriðjudagur 31. maí 1988 121. tbl. 53. árgangur / Viðskiptabankarnir grœddu vel á gengisáhlaupinu. Ráðherra vill endurskoða, seðlabankastjórar segja allt eðlilegt Einsog marga grunaði voru það fyrst og fremst bankarnir sjálfir sem högnuðust á gengisá- hlaupinu í vikunni sem kennd er við myrka miðvikudaginn, - nema auðvitað Seðlabankinn sem tapaði stórfé á öllu saman. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur sent frá sér úrdrátt úr skýrslu Seðlabankans um gjald- eyrisútstreymið dagana 9.-11. maí þegar fjórðungur gjaldeyris- forða okkar var tekinn út úr Seðlabankanum. Viðskiptabank- ar og sparisjóðir tóku til sín rúm- lega miljarð króna umfram endu- rsölu og nemur gengishagnaður þeirra því 100 miljónum króna. Ráðherra segir að full ástæða sé nú til að breyta reglum um gjaldeyrissölu Seðlabankans til banka og sparisjóða þannig að dregið verði úr gengisáhættu hans. Bankastjórar Seðlabankans segja hinsvegar í athugasemdum nreð skýrslunni að miðað við þær óvissuaðstæður sem skapast höfðu hafi ekki verið um óeðlileg gjaldeyriskaup aö ræða. Sjá síðu 3 Nokkuð virðist þokast áleiðis í meginmálum leiðtogafundarins í Moskvu, afvopnunarviðræðun- um, en þarsem fréttamönnum gengur illa að brjótast gegnum leyndarmúr um aðalmál beinist athyglin að öðru, hnútukasti um mannréttindamál og ýmsum upp- ákomum laustengdum fundi risa- veldaleiðtoganna. Það vakti mikla athygli í gær að Boris Jeltsín hélt því fram á blaðamannafundi að næstvalda- mesti maður Sovétríkjanna, Lígatsjov yrði að víkja ef um- skiptastefna Gorbatsjovs ætti að eiga möguleika. Jeltsín var ný- lega vikið úr hárri stöðu fyrir of- urkapp í umbótamálum. Sjá síðu 13 Moskva Burt með Lígatsjov! Jeltsín krœfur við blaðamenn. Hnútur um mannréttindi, en árangur nokkur áleiðtogafundinum Guðmundur Torfason fæst við ítölsku vörnina. ítalskur gæðabolti Heimavarnarliðið varð undir suðrœnni mulningsvél íslenska Ólympíulandsliðið lenti í ítalskri mulningsvél á sunnudagskvöldið. ftalir komu með sitt besta lið og áttu ekki í miklum vandræðum með „heimavarnarlið" íslendinga. Þegar yfir lauk höfðu ítalir gert þrjú mörk en landinn ekkert. Leikurinn var sá síðasti í B- riðli undankeppni Ólympíu- leikanna. Með sigrinum hafa ltai- ir tryggt sér farseðilinn til Seúl en íslendingar hvíla á botni riðils- ins. ASÍ Vilja lögin ogild F'ormannafundur ASÍ talar um aÖ undirbúa aðgerðirgegn afnámi samningsréttarins Formannafundur ASÍ í gær mótmælti bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar um afnám samningsréttar og ákvað að halda áfram að reka málið á alþjóð- legum vettvangi. Formönnunum leist ekki á að reyna að hnekkja lögunum með aðgerðum strax, en hvatti félög og sambönd til að undirbúa aðgerðir til þess. í samtali í gær sagði Karvel Pálmason varaformaður VMSÍ og þingmaður Alþýðuflokksins að hann hefði ekki átt neinn þátt að samþykkt laganna íþingflokki krata. Jón Karlsson á Sauðár- króki sagði að það væri þessa daga „nokkuð flókið“ að vera í senn Alþýðuflokksmaður og verkalýðsleiðtogi. Sjá síðu 2 Sjá síðu 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.