Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Bráðabirgðalögin ASI krefet ógildingar Undirbúnar aðgerðir síðar til að endurheimta samningsréttinn Formannafundur aðildarfélaga ASÍ krefst þess að ríkisstjórn- in afturkalli þau ákvæði bráða- birgðalaga sem binda alla samn- inga til 10. aprfl á næsta ári svo fólk endurheimti frjálsa samn- ingagerð. Þá samþykkti fundur- inn að undirbúnar verði aðgerðir til að endurheimta samningsrétt- inn bregðist ríkisstjórnin ekki já- kvætt við kröfu formannanna. Miðstjórn ASÍ kom saman strax aö loknum fundi formann- anna og var forseta ASÍ falið að ganga frá erindi til Alþjóða vinnumálastofnunarinnar þar Bráðabirgðalögin Átb' engan þátt Karvel Pálmason: Forystumönnum flokksins Ijós mín afstaða l\ hafa átt neinn þátt í ákvörðun þingflokks Alþýðuflokksins þeg- ar bráðabirgðalög rikisstjórnar- innar voru þar til umfjöllunar. „Forystumönnum flokksins var afstaða mín hinsvegar vel Ijós," sagði Karvel við Þjóðviljann í gær. Karvel sagði jafnframt að þótt ekki væru öll atriði þessara bráðabirgðalaga jafn hábölvuð, þá væru vinnubrögðin slík að ómögulegt væri að standa að slíkri lagasetningu. „Þetta er allt með slíkum fljótheitum að með endemum er. Málið hefði þurft að skoða mun ítarlegar og sér- staklega þá þætti sem snúa að launamálunum og verkalýðs- hreyfingunni. Aðal bölvaldur- inn, þenslan og grái fjármagns- markaðurinn fá að leika lausum hala þrátt fyrir bráðabirgða- lögin," sagði Karvel. Aðspurður um viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar sagði Karvel, að menn yrðu nú að bera saman bækur sínar. „Enn hefur stjórnin möguleika til að sjá að sér, en slíkt hefur nú skeð áður," sagði Karvel Pálmasson að lok- um. gjh sem lögmæti aðgerða ríkisstjórn- arinnar verði kannað. Ásmundur Stefánsson sagðist nú þegar hefja viðræður við lögfræðinga ASÍ og gengið yrði frá erindinu á næstu dögum. f ályktun formannafundarins segir að síendurtekin lagaboð um kjaraskerðingar og afnám samn- ingsréttar grafi undan trausti fé- lagsmanna á samningagerð og um leið trausti þeirra á verkalýðs- félögunum. Slíkar aðgerðir séu því atlaga að félagafrelsinu. Þá samþykkti formannafund- urinn tillögu frá miðstjórn Al- þýðusambands Norðurlands um að kosinn yrði 12 manna hópur til að fylgjast náið með efnahags- þróun næstu vikurnar og móti síðan heilsteypta efnahagsstefnu verkalýðssamtakanna. Þessi hóp- ur á síðan að undirbúa aðgerðir til að endurheimta ávinning gerðra kjarasamninga og þeim sem áttu eftir að semja þegar bráðabirgðalögin voru sett, verði gert kleift að gera það á eðli- legum grundvell'. Enda var ríkis- stjórnin sammála því í viðræðum sínum við verkalýðshreyfinguna áður en lögin voru sett að gerðir kjarasamningar væru ekki orsök efnahagsvandans. Ásmundur var spurður að því til hvaða aðgerða yrði gripið. „Ég vil ekki útloka eitt eða neitt í þeim efnum, við verðum að meta hvað er skynsamlegt að gera og hvenær en við hljótum að ýta á eftir með öllum ráðum." Ás- mundur sagði fyrsta skrefið vera að koma því skýrt á framfæri við almenna félaga í verkalýðshreyf- ingunni hvað aðgerðir ríkis- stjórnarinnar fælu í sér. Leiðrétta þyrfti þau ósannindi ríkisstjórn- arinnar að aðgerðir hennar vernduðu lægstu laun. -hmp Karvel Pálmason með öðrum formönnum ASI á fundinum á Loftleiðum ígærkvöldi: Atti engan þátt í jákvæði þingflokksins. Mynd: E.OI. Pörungaplágan Ástandið versnar enn Skaði í norskufiskeldi kominn yfir 200 miljónir. Hefur ekki orðið verðfall á eldislaxi Ekkert ræðst enn við útbreiðslu eitruðu svipuþörunganna, sem sækja sífellt lengra norður með vesturstönd Noregs. Þar sem þörungabreiðan fer um skilur hún eftir slóð af dauðum fiski og síðustu daga hafa Norðmenn dregið kvíar frá um 100 eldis- stöðvum inn á fírði til að reyna að bjarga þeim miklu verðmætum sem Hggja í eldisfiskinum. Talið er að nú þegar hafi eldis- fiskur að verðmæti um 200 milj- ónir íslenskra króna drepist vegna þörunganna, sem er um 1% af áætlaðri verðmætasköpun í norsku fiskeldi á árinu. Menn hafa einnig áhyggjur af norska laxastofninum, sem þessa dagana er að ganga í árnar og getur hæg- lega lent í þörungabreiðunni. Að sögn Friðriks Sigurðssonar Flugleiðir Uppstokkun og tilfæringar Starfsmennfluttirtil. Endurmat á aðferðum Ijúní nk. færast rúmlega tutt- ¦ ugu starfsmenn hjá Flug- leiðum til í starfi og nýir menn bætast við. Þetta er sagt vera lið- ur í þeirri uppstokkun sem boðuð hafði verið í síðasta mánuði. Tilfæringarnar eru sagðar vera „til að aðlaga fyrirtækið breyttum áherslum í rekstri, breytingar á innra skipulagi og áherslum í markaðsstarfsemi, efling Evr- ópuflugsins." Breyttar áherslur í rekstri eru sagðar vera aukin stundvísi Flug- leiðavélanna, efling og frekari umsjón með stöðvarrekstri í millilandaflugi og fleira. Breyt- ingar á innra skipulagi og mark- aðsstarfsemi séu til þess fallnar að skilja betur milli rekstrar- eininga innan fyrirtækisins og efling Evrópuflugsins sé meðal annars á þann veg að markaðs- sókn í Þýskalandi verði sett á oddinn með aukningu Frankfurt- arflugsins ásamt tilfæringum í starfsmannahaldi þar. Sigurður Helgason forstjóri segir breytingarnar til þess fallnar að „koma í veg fyrir stöðnun og til að tryggja stöðugan straum nýrra hugmynda og endurmat á aðferðum." Einar Örn Sigurðsson verður blaðafulltrúi Flugleiða frá og með 15. júní í stað Boga Ágústs- sonar. -tt hjá Sambandi fiskeldis- og haf- beitarstöðva hefur ekki orðið verðfall á eldislaxi, þó Norðmenn hafi gripið til neyðarslátrunar vegna ástandsins. Hann sagði að tekið hefði verið fyrir alla slátrun í Norður-Noregi, til að koma í veg fyrir offramboð á markaðn- um og smálax færi í dýrafóður eða aðra vinnslu fyrir innanlands- markað. Það þætti því ekki ástæða fyrir fiskeldismenn hér að fresta slátrun á sínum fiski. Frið- rik taldi of snemmt að segja til um hvort leið opnaðist fyrir seiðasölu héðan til Noregs. Líkurnar væru litlar í sumar, þar sem varla yrði mögulegt að sleppa seiðum í sjó- inn á þessum slóðum fyrr en í haust. Norðmenn eru að vonum slegnir óhug yfir þessum mikla vágesti sem ógnar lífínu í hafinu við strendur landsins og gæti kippt fótunum undan byggð víða með vesturströndinni. Sosialist- isk Venstreparti hefur lagt fram tillögu um að lýst verði yfir neyðarástandi vegna umhverf- ismengunar og lagðar fram stórar fjárhæðir til að reyna að afstýra enn meiri skaða en orðinn er. mj Bráðabirgðalögin Nokkuð flókin staða Jón Karlsson Sauðárkróki: Á móti afnáminu, eneinhverlög nauðsynleg. Nokkuð flókið að vera verkalýðsforingi og krati r Eg hef staðið að þeim sam- þykktum sem gerðar hafa ver- ið á vettvangi VMSÍ, þar sem bráðabirgðalögunum hefur verið mótmælt og hef raunar litlu við það að bæta," sagði Jón Karlsson verkalýðsleiðtogi og alþýðu- flokksmaður frá Sauðárkróki í gær. Jón taldi að einhverskonar bráðabirgðalög hefðu verið nauðsynleg, „við áttum það yfir höfði okkar, að hálaunahópar brytust út og sprengdu launa- rammann." Jón sagðist geta viðurkennt að sín staða sem verkalýðsforingja og alþýðuflokksmanns væri nokkuð flókin, „þó að einhver lagasetning hafi verið nauðsyn- leg, þá held ég að heppilegasti kosturinn hafi ekki verið valinn". Jón kvaðst vilja leggja áherslu á, að í aðgerðum tengdum þess- um bráðabirgðalögum yrði að leggja megin áherslu á stöðu þeirra lægst launuðu. Jón kvað alvarlegustu þætti þessara bráða- birgðalaga felast í útkomu hinna lægst launuðu og hvernig sam- ráðinu við verkalýðshreyfinguna var klúðrað af ríkistjórninni. SJh Rithöfundasambandið „Sparicað ii« ið" Einar Kárason formaður RSÍ. Einhugur meðal rithöfunda „Þetta er bara mjög eðlileg framþróun, mér hefur verið sparkað uppávið. Ég var jú varaformaður í síðustu stjórn," sagði Einar Kárason nýkjörinn formaður Rithöfundasambands íslands. En rithöfundar héldu að- alfund á laugardaginn. Sigurður Pálsson sem verið hefur formað- ur samtakanna undanfarin ár gaf ekki kost á sér. „Það ríkir alger einhugur í röðum rithöfunda núna. Það má segja að nú sé bara á dagskrá hagsmunabarátta. Samtök rithöfunda eru hætt að skipta sér af utanríkis- og húsfriðunarmál- um," sagði Einar Kárason. Hann sagði að ekkert sérstakt væri framundan hjá Rithöfundasam- bandinu. „Það verður náttúrulega eilífðarmálið - samningarnir sem verða mest á dagskrá nýkjörinnar stjórnar. Brýnast er að gera nýja samninga um greiðslur fyrir útlán bóka á bókasöfnum," sagði Ein- ar. Hann sagði að 34 nýir félagar hefðu gengið í samtökin og að nú væru um þrjú hundruð rithöfund- ar í þeim. Aðrir í stjórn samtak- anna eru Steinunn Sigurðardóttir varaformaður, Þórarinn Eldjárn, Vilborg Dagbjartsdóttir og And- rés Indriðason og til vara Vigdís Grímsdóttir og Sjón. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 31. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.