Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Gjaldeyrisfárið ______________* Seðlabankinn tapaði 100 miljónum Seðlabanki íslands tapaði 100 miljónum vegna sölu á gjald- eyri til viðskiptabankanna síð- ustu dagana fyrir gengisfellingu. Viðskiptabankarnir keyptu gjaldeyri fyrir 1010 miljónir um- fram það sem þeir seldu einstak- lingum og fyrirtækjum. Meiri- hluti þess gjaldeyris sem viðskipt- abankarnir höfðu pantað hjá Seðlabankanum lá óafgreiddur hjá Seðlabankanum þegar geng- isskráning var lögð niður þann 15. maí sl. En bankarnir fengu hann samt afgreiddan á gamla verðinu og högnuðust á öllu sam- an. Viðskiptabankarnir keyptu á síðustu þremur dögunum áður en gengisskráning var lögð niður tæplega helming þeirra 2400 milj- óna sem fuku út á þeim tíma. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir þetta gefa fulla ástæðu til að breyta reglum um gjaldeyrissölu Seðlabankans til banka og spari- sjóða. Óhófleg gjaldeyriskaup Gjaldeyrisútstreymið Miljarður í inn- flutning 10% þjóðarinnarfengu ferðamannagjaldeyri á þremur dögum. Skipafélöginfengu 112 miljónir Það voru innflutningsfyrir- tækin sem högnuðust mest á gjaldeyrisútstreyminu dagana þrjá fyrir uppstigningardag, það er að frátöldum bönkunum sjálf- um, en alls var afgreiddur tæpur miljarður króna eða 953 miljónir til innflutningsaðila þessa daga. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu um þetta mál er ekki að finna sundurgreiningu á þessum innflutningsaðilum en senniiega eru bifreiðaumboðin stærstu að- ilarnir. Þegar skoðuð er flokkun á gjaldeyrisútstreyminu kemur í ljós að á þessum dögum nam gjaldeyrir til ferðamanna alls um 184 miljónum króna. Ef reiknað er með að venjulegur ferðamannagjaldeyrir liggi á bil- inu 70-100 þúsund krónur á mann lætur nærri að 10% þjóðarinnar hafi tekið út slíkan gjaldeyri á fyrrgreindu tímabili. Þetta kemur heim og saman við þá frétt Þjóð- viljans skömmu eftir að gjald- eyrisútstreymið var stöðvað um að forráðamenn ferðaskrifstofa hérlendis hafi þegar byrjað að vara sína viðskiptamenn um gengisfellingu í vikunni á undan uppstigningardegi. Þriðji hæsti liðurinn í flokkun- inni er síðan 112 miljónir króna sem skipafélögin fengu í sinn hlut en hinsvegar virðist sem flugfé- lögin hafi „verið tekin í bólinu" eins og ríkisstjórnin því þeirra gjaldeyrisyfirfærsla nemur aðeins 9 miljónum króna. Hér er að vísu um að ræða gjaldeyrissölu aðra en afborganir og vexti af er- iendum endurlánum. -FRI Viðskiptabankarnir keyptu gjaldeyrifyrir rúman miljarð umfram sölu. Viðskiptaráðherra: Breytingaþörfá reglum um gjaldeyrissölu bankanna brjóta engin lög eins og löggjafinn býr um hnútana í dag en gengisáhættan er öll hjá Seðlabankanum í þessum við- skiptum. Frá því að gjaldeyrispantanir eru staðfestar hjá Seðlabanka geta liðið nokkrir dagar þar til þær eru afgreiddar. Þegar gengis- skráningu var hætt þann 16. maí áttu bankarnir meirihluta sinna pantana eftir óafgreiddar. Tíu prósent gengisfelling gaf þeim því um 100 miljónir í hagnað vegna gengismunar. í aprílmánuði seld- ist gjaldeyrir að meðaltali fyrir 330 miljónir á dag. Hina þrjá svörtu daga seldist hins vegar gjaldeyrir að meðaltali fyrir 800 miljónir króna á dag og fór hæst upp í 1230 miljónir þann 11. maí. Bankarnir sjálfir hafa því keypt að meðaltali gjaldeyri fyrir 35 miljónir á dag þessa þrjá daga. Viðskiptaráðherra telur æski- legt að upplýsingar um gjaldeyr- isviðskipti gætu legið fyrr fyrir en nú er. Hefur ráðherra farið fram á það við Seðlabankann að hann kanni leiðir til úrbóta í þessum efnum. -hmp Sjálfsbjargarþingið Viðamikil stefnuskrá Jóhann Pétur Sveinsson kosinn formaður Viðamikil stefnuskrá í ölluiii helstu málaflokkum sem snerta hagsmuni fatlaðra, kröfur um öfluga heimahjúkrun um land allt og andóf gegn söluskatti á bif- reiðatryggingargjöldum fatl- aðra. Þetta voru meðal megin mála á þingi Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, sem lauk nú um helgina Jóhann Pétur Sveinsson ný- kjörinn formaður Sjálfsbjargar sagði Þjóðviljanum að stefnu- skráin hafi verið meginmál þings- ins. „í henni tökum við á öllum málaflokkum sem snerta hagsmunamál okkar, og með þessari stefnuskrá höfum við á- kveðnari línur til að vinna eftir um leið og við höfum skerpt vopnin." Stefnuskráin fjallar um sjö málaflokka, atvinnumál, hús- næðismál, menntunarmál, ferli og farartækjamál, heilbrigðism- ál, tryggingamál og síðast en ekki síst félagsmál, „en við leggjum mikla áherslu á að ná til fatlaðs fólks og gera það virkt í hagsmunabaráttu sinni", sagði Jóhann Pétur. Auk stefnuskrár voru fjöl- margar ályktanir samþykktar á þinginu og vildi nýkjörinn for- maður sérstaklega leggja áherslu á kröfu um niðurfellingu sölu- skatts á bifreiðatryggingum fatl- aðra, en rekstur þeirra væri stórt fjárhagslegt mál fyrir fatlaða. Éinnig lagði Jóhann mikla áherslu á samþykkt þingsins um heimahjúkrun, sem væri brýnt úrlausnarefni. „Þessi starfsemi er óvirk nema á Reykjavíkursvæð- inu, en við leggjum áherslu á að þessi starfsemi færist um land allt, enda þjóðhagslega hag- kvæmara að hjúkra fötluðu fólki heima heldur en á rándýrum stofnunum. Jóhann Pétur, sem er lögfræð- ingur með sérþekkingu á Tögum sem varða fatlaða, tekur við af Theodór A. Jónssyni sem nú lætur af formennsku eftir 28 ár. -gjh Jóhann PéturSveinsson nýkjörinn formaður Sjálfsbjargar. mynd: E.Ól. S-Afríku samtökin Off lugur stof nf undur Á annað hundrað manns hjá S-Afríku samtökunum. Skrifstofa opnuð á Klapparstíg Kraftmikil stemmning, segja forsvarsmenn Suður-Afríku sam- takanna gegn apartheid um stofnfund samtakanna á laugar- daginn í Gerðubergi. Þrátt fyrir blíðskaparveður kom á annað hundrað manns á fundinn, mikið af ungu fólki og fulltrúar nokk- urra af stærstu fjöldasamtökum í landinu sem eru meðal stofnaðila ásamtt einstaklingum. Meðal félagasamtaka í hópi stofnaðila eru ASÍ, Verka- mannasambandið, Dagsbrún, Samband ungra jafnaðarmanna, Alþýðubandalagið, SÍNE og Iðn- nemasamband Islands. Yfir 200 einstaklingar hafa þegar gerst stofnfélagar og er raunar hægt að gerast stofnfélagi í mánuð eftir stofnfundinn. Fundinum bárust ýmsar kveðj- ur, meðal annars frá Afríska þjóðarráðinu í Kaupmannahöfn og æðstu stjórn þjóðarráðsins í Lúsaka í Zambíu. Einnig barst merkilegt skeyti á fundinn frá Al- bertínu Sísulu, sem er ein af þremur forsetum sameinuðu lýðræðisfylkingarinnar UDF en það eru stærstu samtökin sem berjast gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í S-Afríku. Innan UDF eru 650 samtök, sem innihalda yfir tvær miljónir manna. Maður Albertínu Sísulu er Valter Sísulu, en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi 1962 ásamt Nelson Mandela. Næsta skref S-Afríku samtak- anna hér á landi er að sögn tals- manna þeirra að berjast gegn kynþáttakúgunarstefnu hvíta minnihlutans, fyrst í stað með út- gáfustarfsemi og baráttu fyrir því að fólk hætti að kaupa ávexti frá S-Afríku. í því skyni munu sam- tökin opna húsnæðisaðstöðu á Klapparstíg26 l.hæð, nk. laugar- dag og eru allir baráttuglaðir liðs- menn hjartanlega velkomnir.-gjh Fiskverð Fundað án árangurs Fundur yfirnefndar Verðlagsráðs í gær leiddi ekki af sér ákvörðun um fiskverð. Annar fundur var boðaður í dag. Fiskverð skal ákveðið fyrir 1. júní og því eru það síðustu forvöð fyrir yfirnefndina að ákveða verðið í dag. ______________________ -tt VR - KRON Þriðjudagur 31. maí 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Samið á lands- byggðarnótunum VR hefur undirritað nýjan kjara - samning við KRON, og er hann sambærilegur við samninga verslun- armannafélaganna á landsbyggðinni, og því heldur hagstæðari verslunar- mönnum en samningur VR við VSÍ. Um fjögur hundruð starfsmenn KRON taka laun samkvæmt hinum nýja samningi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.