Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Era stéttastjómmál úrelt? Pað er eðli okkar tíma að allar stofnanir úreldast, en það er líka eðli stofnana að halda í líf sitt svo lengi sem þess er kostur. Jafn- framt er eyðingarmáttur samfé- lagsþróunarinnar oft meiri en sköpunarmátturinn, þannig að í stað þess úrelta kemur ekkert jafn haldfast. Pá halda menn í það gamla, en það hefur um leið breytt merkingu sinni. Stofnan- irnar hafa misst tök sín á fólkinu, en lifa innantómri tilveru vegna þess að ekkert hefur komið í þeirra stað. í þessu ljósi má skoða nánast hvaða samfélagssvið sem er trú, menningu, menntun, hvunndags- siði o.s.frv. Út frá því má líka sjá margt skýrara í stjórnmálum. íslensk stjórnmál breyttust á afgerandi hátt á árunum upp úr 1916, og Ólafur Ragnar Gríms- son var ennþá Framsóknarmaður þegar hann orðaði þetta sem svo, að stéttastjórnmál hefðu leyst sjálfstæðisstjórnmál af hólmi. Pessi breyting gekk hratt fyrir sig; á einum áratug leystust stjórnmálaflokkar sjálfstæðisbar- áttunnar upp og hurfu inn í stétt- aflokkana. Sú spurning sem menn verða nú að skoða í alvöru, er hvort ekki séu að verða svipuð hvörf í íslenskum stjórnmálum; því tímabili, sem hófst 1916 sé að ljúka og nýir tímar að renna upp. A undanförnum árum hafa marg- ir velt þessari spurningu fyrir sér. Til dæmis boðaði Vilmundur Gylfason straumhvörf í stjórnmálum; í þokukenndum kenningaheimi hans stóðu nú- tímaleg, siðræn og menningarleg vinnubrögð í stjórnun andspænis þeim spillingarbastarði sem átök stéttanna höfðu getið af sér. í hugmyndafræði Kvennalistans liafa andstæður karlveldis og hinna mjúku kvenlegu gilda leyst stéttaátökin af hólmi. Ég ætla ekki að fara hér í saumana á þessum kenningum, en nefna að innan félagsvísind- anna hafa komið fram almennar kenningar sem ganga í sömu átt. Til dæmis halda hinir þekktu fræðimenn Júrgen Habermas og André Gorz því fram að stéttir séu ekki lengur öxull samfélagsá- taka. Peir vísa báðir til hreyfinga umhverfissinna, íbúasamtaka, kvennahreyfingar og annarra nýrra félagsiegra hreyfinga. Pær heyi ekki baráttu um skiptingu auðsins heldur fyrir manneskju- legu umhverfi á móti vélrænum lögmálum tækni og efnahags- mála. Þessi nýi öxull skipti þjóð- sem það hafði til skamms tíma, ef það hefði ekki tekið upp á sína arma hagmunagæslu fyrir lands- byggðina. þar sem meira máli skipti að halda gildisaukanum heima í héraði en að jafna lífsgæðunum þar. Allir Á sama tíma hefur verkalýðs- stéttin líka greinst töluvert í sund- ur, bæði efnahagslega og menn- ingarlega. Stéttaandstæðurr.ar hafa því ekki orðið skýrari, eins og Marx spáði ranglega fyrir um, en þær eru engu að síður fyrir Gestur Guðmundsson skrifar: „Sú spurning sem menn verða nú að skoða afalvöru, er hvort ekki séu að verða svipuð hvörfí íslenskum stjórnmálum og urðu við stofnun fullveldis, þegar stéttastjórnmál leystu sjálfstœðisstjórnmál afhólmi. “ félagsþegnunum upp á allt annan hátt en stéttabaráttan gerði. Ha- bermas orðar það svo að kerfið standi gegn lífheiminum. Gorz segir að auðvaldið, viðskipta- geirinn og iðnaðarmenn/ verkamenn í föstum stöðum standi saman um áframhaldandi útþenslu þess sem er, en menntaðar millistéttir, atvinnu- leysingjar og meginþorri kvenna geti náð saman um að leggja áherslu á önnur verðmæti. Ef þessi kenning væri rétt, gætu forsvarsmenn stéttaflokk- anna byrjað að pakka saman eða farið að huga að pólitísku fram- haldslífi í stjórnmálahreyfingum af nýrri gerð. rétt eins og gerðist með kempur sjálfstæðisbarátt- unnar á fyrstu árum fullveldis. Ég held hins vegar að það sé bráðræði að gefa út dánarvottorð á stéttastjórnmálin. Menn verða kannski fyrst að gera sér grein fyrir því að stéttastjórnmál síð- ustu sjötíu ára hafa aldrei verið hrein og tær átök verkalýðs og auðvalds. Þessar grundvallarand- stæður kapítalismans hafa aldrei litað stjórnmálin til fulls, heldur hafa millistéttir í dreifbýli og þéttbýli alltaf farið með einhvers konar úrslitavöld, og andstæður dreifbýlis og þéttbýlis leikið stórt hlutverk. Pannig hefði Alþýðu- bandalagið aldrei náð þeim styrk stjórnmálaflokkar á íslandi hafa tekið að sér hagsmunagæslu fyrir flókin bandalög hópa úr mismun- andi stéttum. Hið nýja er að þessi bandalög hafa riðlast og nýir hópar hafa myndast og sótt fram á vígvöll stjórnmálanna. Allir stjórnmála- flokkar reyna að biðla til nýrra hópa og þeirra sem hreyfing er á, einkum hinna ört vaxandi milli- stétta, sem reyndar eru af ýmsum toga. Alls kyns fólk reynir að öðl- ast efnahagslegt sjálfstæði. Verð- bólgan og neikvæðir raunvextir var lengi þeirra skjól, en á allra síðustu árum hafa skapast ný vatnaskil; hluti þessa hóps fleytir rjómann ofan af háum raunvöxt- um, en aðrir borga þá og riða á barmi gjaldþrots. í þessu grugg- uga vatni fiska bæði „ábyrgir stjórnmálamenn" núverandi stjórnarflokka og Borgaraflokk- urinn. Á hinn bóginn hefur sér- menntuð millistétt líka greinst í sundur; sumir eru nálægt kjöt- kötlum viðskiptanna og selja sér- menntun sína í braski dýrt, aðrir vinna eins konar björgunarstörf í lífsgæðakapphlaupinu, reyna að efla menningarleg verðmæti á tímum fallandi verðgildis þeirra eða tjasla upp á það fólk sem fell- ur útbyrðis í lífróðri frjálsar sam- keppni. hendi og því er það ekki rétt að tímabili stéttastjórnmála sé lok- iö. Verði sú skoðun ofan á er það þungur sigur fyrir þá yfirstétt sem vill ekki heyra minnst á stétta- skiptingu. Meginandstæður samfélagsins eru hvorki á milli karls og konu séu spillingar og siðgæðis, heldur hinna siðspilltu gróðalögmála og þeirra mann- legu eiginleika, sem gróðaöflin nærast á en eyðileggja um leið. Pað er oftúlkun og rangtúlkun á þeim breytingum sem orðið hafa að kalla þær upplausn stéttaand- stæðnanna, heldur þurfa þeir sem vilja berjast fyrir auknu félags- legu réttlæti að átta sig á eðli þeirra breytinga og vinna að niyndun bandalags með þeim stéttum og stéttahópum sem vænlegastir eru til að vilja aukið réttlæti. í slíku starfi eru engir flokkar heilagar kýr, heldur þarf að breyta þeim, sameina þá eða jafnvel leggja þá niður ef nauð- syn krefur. Pað stéttabandalag sem eink- urn getur orðið boðberi nýrra tíma, er bandalag þeirra milli- stétta sem vinna að framleiðslu eða varðveislu mannlegra verð- mæta og þess hluta verkalýðs- stéttarinnar sem ekki tekur við molunum frá veisluborðum auðvaldsins, heldur vinnur undir- stöðustörfin. Að nokkru leyti hefur tekist að mynda þetta bandalag innan Kvennalistans: vinnubrögð þeirra og málflutn- ingur höfðar til beggja hópa. Mér finnst ekki heldur nein ástæða til þess að harma það að sumar for- stjórafrúr kjósa Kvennalistann - ég veit ekki heldur til þess að Al- þýðubandalagið hafi nokkurn tíma fúlsað við atkvæðum for- stjóra fremur en annarra. En á meðan Kvennalistinn tekur ekki af skarið um að hann getur ekki þjónað verkakonunni og for- stjórafrúnni jafnt, á meðan hann skirrist við að viðurkenna sósíal- ismann sem leiðarljós umbóta- starfsemi sinnar, þá er þörf á sósí- alískum flokki eins og Alþýðu- bandalaginu. Pað er eitt helsta ólán Alþýðu- bandalagsins að innan þess hefur orðið vaxandi tortryggni meðal talsmanna verkalýðs og milli- stéttarhópa. Meginforsenda þess að slíkri tortryggni verði eytt, er að innan flokksins skapist lýð- ræðislegur vettvangur grasrótar- starfs; þegar fólk sest saman, finnur það hvort hjörtun slá í takt, hvað sem líður tortryggnis- tali sjálfskipaðra stéttarleiðtoga. Vitneskjan um þessa nauðsyn skóp fyrir fáum misserum hug- takið „lýðræðiskynslóð"; hún hefur að vísu komið sínum kandí- dat í formannsstól, en því miður bólar ekki enn á þeirri lýðræðis- vakningu sem þarf. Enn vantar töluvert á að menn skilji almennt að frelsisbarátta alþýðunnar þarf að fá á sig form sem svarar til inntaks hennar: baráttu fyrir lýð- ræði. Enn eru stærstu verkefnin óunnin til aö gera raunverulega lýðræðisbyltingu innan Alþýöu- bandalagsins. Pað er líka verk- efni róttækra allaballa að efla samstarf við félagshyggjuöfl í Kvennalista, Alþýðuflokki og jafnvel Framsóknarflokki. Hér er ég að tala um samstarf grasrót- arinnar, sem getur knúið leiðtog- ana til að vinna saman af heil- indum að þeim samfélagsumbót- um sem þessi öfl hafa skuldbund- ið sig til. Gestur Guðmundsson er félagsfræð- ingur og vinnur við ritstörf. Hann er um þessar mundir fastur þriðjudags- penni á Þjóðviljanum. Opið svarbréf til stjómar SSA Hjörleifur Guttormsson skrifar Ég þakka ykkur fyrir bréf sem þið senduð „til þingmanna Austurlandskjördæmis og ann- arra landsbyggðarþingmanna", dagsett 27. apríl 1988. Það barst mér meðan Álþingi var í önnum áður en ríkisstjórnin gaf þinginu frí og tók löggjafarvaldið í sínar hendur. Þingmenn Austurlands hafa ekki enn sest niður til að ræða erindi ykkar í sameiningu, en ég vona að til slíks fundar verði boðað innan tíðar. Mér er ljóst að mikil alvara býr að baki erindi ykkar. Það er óvenjulegt að hópur manna, sem stutt hefur ólíka stjórnmála- flokka sameinist um ávarp sem þetta, þar sem harður dómur er kveðinn upp yfir ríkjandi stefnu í löggjafarstarfi og landsmálum að þvíerlandsbyggðinasnertir. Bréf ykkar er mjög tímabær viðvörun til allra þeirra sem tekið hafa að sér trúnaðarstörf fyrir lands- byggðarfólk og haft geta áhrif á þróun mála. Ég tek eindregið undir áhyggj- ur ykkar. Landsbyggðin sem heild er í hættu. Atvinnulíf byggðarlaganna hefur verið að veikjast vegna efnahagsstefnunn- ar sem fylgt hefur verið. Útflutn- ingsatvinnuvegirnir sem eru burðarásinn í atvinnulífi lands- byggðarinnar hafa búið við versnandi afkomu og útgjöld þeirra hafa vaxið óðfluga, ekki síst fjármagnskostnaður. Geta þessara greina til þróunar og til að greiða starfsfólki sómasamleg laun hefur minnkað að sama skapi. Fjármagnið hefur verið flutt burt frá landsbyggðinni og birtist m.a. í stórfelldum fjárfest- ingum og þenslu á höfuðborgar- svæðinu. Vegna samdráttar og langvar- andi skipulagsleysis í landbúnaði er þröngt fyrir dyrum hjá mörgu sveitafólki. Par á sér stað stór- felld eignaupptaka og margir bændur munu að óbreyttu standa slyppir upp frá jörðum sínum. Þessi öfugþróun í sveitum hefur þegar haft mjög neikvæð áhrif á þéttbýli og þjónustukjarna víða um land. Stefnan gagnvart sveitarfé- lögunum og mismunun í gjald- töku fyrir opinbera þjónustu hef- ur aukið stórlega á það misrétti sem íbúar landsbyggðarinnar búa við og veikt verulega getuna til viðnáms. Stöðnun í íbúðabyg- gingum og fækkun íbúa víðast hvar utan höfuðborgarsvæðisins eru hættumerki sem enginn getur litið fram hjá. Svo langt er nú gengið að í skýrslu Byggðastofn- unar fyrir árið 1987 er talað um nauðsyn á samdrætti varðandi opinberar framkvæmdir og upp- byggingu þjónustu á landsbyggð- inni „meðan ekki er sjáanlegt neitt lát á hinni neikvæðu byggð- aþróun.“ Á öllum þessum sviðum þarf að verða stefnubreyting strax. Því lengur sem hún dregst þeim mun meira átak þarf til að vinna upp það sem tapast hefur og framtíð byggðanna verður óviss- ari. í bréfi ykkar hvetjið þið þing- menn úr landsbyggðarkjördæm- um til að endurskoða vinnubrögð sín og snúa bökum saman um hagsmuni landsbyggðarinnar. Sannarlega væri æskilegt að það gerðist. Ég vek athygli á að þeir sem standa að ríkisstjórn á hverj- um tíma ráða mestu um ferðina. Svo virðist sem landsbyggðar- þingmenn í stjórnarflokkunum „nái ekki vopnum sínum" eða þekki ekki sinn vitjunartíma. Af hálfu ýmissa þingmanna er þó áreiðanlega til staðar viss vilji til samstöðu um málefni lands- byggðarinnar þvert á flokksviðj- ar. Ég staðhæfi a.m.k. að meðal stuðningsmanna og forystu- manna Alþýðubandalagsins jafnt í þéttbýli sem dreifbýli er ríkur skilningur á stöðu landsbyggðar- innar. í þessu sambandi vísa ég til stefnu Alþýðubandalagsins og verka flokksins í ríkisstjórnum á liðinni tíð svo og til fjölda mála á undanförnum þingum sem miða að því að leiðrétta stöðu lands- byggðarinnar. Frá síðasta þingi má í því sambandi nefna frum- varp um afnám skerðingar á Jöfnunarsjóði og tillögur um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. Af málum sem undirritaður hafði frumkvæði að á síðasta þingi má nefna tillögu um stuðn- ing við tækniþróun í fiskiðnaði, tillögu sem samþykkt var sem á- lyktun Alþingis um athugun á flugfargjöldum „með sérstöku tilliti til hárra fargjalda í innan- landsflugi", tillögu um jarðgangnaáætlun, og tillögu um sama gjald fyrir símaþjónustu. Á fyrri þingum hef ég flutt tillögur um nýja byggðastefnu og vald- dreifingu til héraða og sveitarfé- laga. Flest ef ekki öll þessi mál hafa fengið jákvæða umsögn á vettvangi stjórnar SSA og eru ykkur því vel kunnug. Ég bið ykkur að skilja ekki orð mín svo, aö ég telji að nóg sé að vísa til liðinnar tíðar. Það eru at- hafnir í nútíð og framtíð sem um er spurt og eiga að vera mæli- kvarðinn á pólitískan vilja manna. úm leið og ég fagna þeim bar- áttuhug sem fram kemur í erindi ykkar lýsi ég mig áfram reiðubú- inn til að vinna að því jafnt innan Alþingis og utan að leiðrétting fá- ist á stöðu landsbyggðinnar og lífsaðstöðu fólks óháð búsetu og efnahag. Neskaupstað, á hvítasunnudag 1988 Hjörleifur Guttormsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.