Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 7
Fótbolti Þrír úr A-landsliði í „U-21" Youri Sedov velur landsliðið undir 21 árs íslenska landsliðið skipað leik- mönnum undir 21 árs leikur vin- áttulandsleik gegn Svíum í Vestmannaeyjum í kvöld og hefst leikurinn kl.20.00. í íslenska liðinu eru þrír leik- menn sem eru einnig í A- landsliðinu. Það eru þeir Arnljót- ur Davíðsson, Rúnar Kristinsson og Þorsteinn Guðjónsson en tveir þeir síðarnefndu eru báðir úr KR. Markveroir ÓlafurGottskálksson....................ÍA PállÓlafsson...............................KR Aðrír leikmenn Bjarki Jóhannesson......................ÍA AlexanderHögnason....................ÍA Haraldur Ingóífsson......................ÍA Haraldur Hinriksson......................ÍA Þorsteinn Halldórsson..................KR Þorsteinn Guðjónsson.................KR RúnarKristinsson........................KR EinarPállTómasson...................Val Steinar Adolfsson.......................Val Þó^llurVíkinglson....................FH GuðmundurTorfason átti ágætan leikgegn ítölsku harðjöxlunum. Hérmunarminnstu að hann nái að skalla boltann eftir hornspyrnu. BaldurBjarnason......................Fylki Pétur Óskarsson.......................Fylki ArnljóturDavíðsson.................Fram Helgi Bjarnason.......................Fram HlynurBirgisson.........................Þór Dómari verður Óli P. Ólsen og honum til aðstoðar verða Eyjólf- ur Ólafsson og Ólafur Sveinsson. -ste Fótbolti Islendingar engin hindrun Loks siqraöi Steingiímur Hörkuspennandi keppni. Jón og Steingrímur jafnir í Islandsmeistarakeppninni Italirfara til Seúl eftir öruggan sigur á Islendingum. Agœtir kaflar íleik Islendinga sem áttu við ofjarla sína að etja Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski sigruðu í annarri ralikeppni sumarsins sem haidin var um helgina. Keppnin var æsi- spennandi og lágu úrslit ekki fyrir fyrr en á síðustu sérleið. íslands- meistararnir Jón R. Ragnarsson og Rúnar Jónsson misstu af sig- riiiiiiii með því að sprengja dekk í lok rallsins. I þriðja sæti urðu Guðmundur Jónsson og Bjartmar Árnason en Guðmund- ur hefur hingað til keppt með tví- burabróður sínum, Sæmundi, sem nú er erlendis. Steingrímur og Witek höfðu forystu eftir fyrri daginn og héldu henni fram eftir laugardeginum. Þá fór Jón að keyra eins og vitlaus maður og ætlaði svo sannarlega ekki að gefa fyrsta sætið baráttu- laust. Þegar tvær leiðir voru eftir voru kapparnir jafnir upp á sek- úndu! A næstsíðustu leiðinni fengu Steingrímur og Witek sek- úndu betri tíma en feðgarnir og átti þá aðeins eftir að keyra fs- ólfsskálaveg sem er 19 kílómetr- ar. Það var því ljóst að báðir myndu gefa allt til að vinna rallið á síðustu leiðinni. Undirritaður fylgdist með hamförunum úr lofti, en þannig er mjög auðvelt að taka eftir stöðu bílanna. Er þeir komu yfir fyrsta hálsinn hafði Jón þegar unnið upp einnar sekúndu for- skotið og spennan í hámarki. Þá tókum við eftir að skyndilega komst Escortinn ekkert áfram og því greinilega eitthvað að. f ljós kom að stór steinn varð á vegi þeirra með þeim afleiðingum að dekk sprakk og draumurinn því úr sögunni. Þeir keyrðu leiðina á sprungnu og töpuðu um hálfri þriðju mínútu á því. En leiðin gekk ekki áfallalaust hjá Steingrími heldur. Gírkass- inn í bílnum bilaði og aðeins 5. gír nothæfur. Þetta hafði hins vegar ekki nema góðar afleiðingar í för með sér því þeir náðu betri tíma á leiðinni en nokkru sinni fyrr! Steingrímur hefur þá loks sigr- að rallkeppni enda nú með „topp kóara" og bílinn kláran. Hann er nú jafn Jóni að stigum til fslands- meistaratitils en báðir hafa hlotið 30 stig. f keppni aðstoðaröku- manna er Rúnar Jónsson lang ef- stur með 30 stig. -þóm „Við iékum ágætlega á köflum en það er bara ekki nóg gegn liði sem ílölum. Leikmenn báru á stundum virðingu fyrir mótherj- anum en þegar hann er svona sterkur þá eru engin mistök leyfð og því fór sem fór. ítalir eru mcð eitthvert alsterkasta Ólympíulið heims og eru verðugir sigurvegar- ar í riðlinum. Ég á því von á að þeir komist á verðlaunapall í Seúl og eigi jafnvel möguleika á sigri þar," sagði Sigfried Held lands- liðsþjálfari eftir 0-3 tap íslands Handbolti Fimm manna framkvæmdastjórn Ársþing HSÍ var haldið um helgina. Nú var kosin fimm manna framkvæmdastjórn og var Jón Hjaltalín Magnússon að sjálfsögðu kosinn formaður hennar. í henni sitja einnig Steinar J. Lúðvíksson varafor- maður, Gunnar Kjartansson gjaldkeri, Ólafur Jónsson ritari og Kjartan Steinbach meðstjórn- andi. Aðrir í sambandsstjórn HSÍ verða: Sigurður Ananíasson, Pálmi Pálmason, Valdimar Björgvinsson, Friðrik M. Sig- urðsson, Sigurður Hjaltason, Helga Magnúsdóttir, Ingvar Viktorsson, Björn Jóhannesson, Davíð Sigurðsson, Gunnar Þór Jónsson, Guðmundur Björns- son, Sigtryggur Sigtryggsson, Snorri Kjartansson, Hermann Þórðarson, Gunnar K. Gunnars- son og Hilmar Björnsson. gegn ítölum í síðasta ieik undan- keppni Ólympíuleikanna. Vissulega er það rétt að ítalir eru með mjög sterkt „áhuga- mannalið". Leikmenn liðsins leika allir með bestu liðum ítalíu og því er stigsmunur á þessum tveimur landsliðum. íslenska lið- ið lék alls ekki illa en andstæðin- gurinn var einfaldlega of góður. Leikurinn fór frekar rólega af stað og lítið um færi fyrstu mínút- urnar. Okkar menn voru talsvert með boltann en komust þó lítið áleiðis á hinum vallarhelmingn- um. Þeir reyndu yfirleitt að spila boltanum frá aftasta manni en upp úr slíku spili kom einmitt fyrsta markið. Agúst Már sendi á Olaf Þórðarson á hægri vængnum sem missti boltann frá sér beint í fæturna á ítala. Þeir geystust upp með það sama, Ancelotti gaf á Virdis sem var kominn inn fyrir vörnina, hann sendi þá á Carne- vale í dauðafæri og honum urðu á engin mistök. 0-1 eftir 25 mín- útna leik. Aðeins níu mínútum síðar fengu íslendingar á sig annað mark. Þá svaf vörnin illa á verðin- um er Cravero gaf á Romano sem skyndilega var aleinn inn í víta- teig. Friðrik kom út úr markinu og litlu munaði að honum tækist að verja skot hans sem hafnaði í tómu markinu. Eftir mörkin náðu íslendingar aðeins að komast inn í leikinn. Á 38. mínútu átti Guðmundur Torfason ágæta sendingu frá vinstri kanti inn í vítateig á kol- linn á Ólafi, en Tacconi átti ekki í vandræðum með að verja. Skömmu síðar fengu íslendingar aukaspyrnu rétt utan vítateigs ft- ala. Fast skot GuðmundarTorfa- sonar strauk einn ítalann og það- an framhjá markinu. f síðari hálfleik höfðu gestirnir enn undirtökin. 20 mínútur liðu þar til þeir bættu þriðja markinu við sem kom eftir hornspyrnu. Colombo sendi háan bolta fyrir markið og Virdis skallaði undir Friðrik og framhjá Val Valssyni sem stóð á marklínunni. Sérlega klaufalegt mark. Það sem eftir lifði leiks voru ítalirnir yfirleitt skrefinu á undan. fslendingar reyndu þó oft að spila boltanum og fengu jafnvel tíma til þess. En þegar komið var að vítateig ítala dekk- uðu þeir mjög vel upp og íslend- ingar áttu þá ekki annan kost en að leika til baka og þá stundum alla leið til Friðriks. Sigur ftala var því sanngjarn og við verðum einfaldlega að sætta okkur við slíka hluti. -þóm Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefánsson Þriöjudagur 31. maí 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7 Ikvöld Fótbolti Mjólkurbikarinn hefst á fullu í kvöld og verður fyrri hlutinn í kvöld. Allir leikirnir hefjast klukk- an 20.00. Afturelding-ÍBV Grindavík-UBK Hveragerði-Grótta Selfoss-Haukar Reynir S.-ÍK Víðir-Ármann Hvöt-Magni Einherji-Huginn Sindri-Austri E.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.