Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 8
ÍÞROTTIR Magic Johnson í leik gegn Dallas. Hvort liðið fer alla leið í lokaúrslit? NBA-karfa Dallas gefur ekkert eftir Ráðast úrslitin Í4. leik Boston og Detroit? Nú þegar úrslitakeppnin er vel á veg komin sést best hversu mikilvægur heimavöllurinn er hverju liði. í mörgum tilfellum hefur þurft oddaleik til að fá fram úrslit og hefur þá heimaliðið ávallt staðið uppi sem sigurveg- ari. Gott dæmi um þetta er viður- eign Lakers og Dallas. Eins og við greindum frá fyrir helgi þá sigraði Lakers tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum én nú um helg- ina sneru leikmenn Dallas dæm- inu við, enda á heimavelli. Leiknir voru tveir leikir í Dallas og sigraði heimaliðið mjög sannfærandi í þeim báðum, 106- 94 og 118-104. í fyrri leiknum hafði Lakers eins stigs forystu (76-75) að loknum 3. leikhluta. Dallas komst síðan yfír 85-83 og eftir það var ekki aftur snúið. Roy Tarpley skoraði 21 stig fyrir Dallas og tók 19 fráköst. Stiga- hæstur hjá Lakers var James Worthy með 19 stig. 5. leikur þessara liða fer fram í nótt og eins og málin hafa þróast er ekki ólíklegt að sjöunda leikinn (oddaleikur) þurfi til að fá fram úrslit. Ef til þess kemur fer sá leikur fram í Los Angeles. Detroit sigraði Boston í Det- roit á laugardagskvöldið. Loka- tölur leiksins urðu 98-94 og er staðan nú 2-1 Detroit í vil. Sigurinn var öruggari en töl- urnar gefa til kynna því Detroit hafði 15 stiga forystu um tíma í 4. leikhluta. Leikurinn var mjög harður og mikið um líkamleg átök. Kevin Michael var stiga- hæstur hjá Boston með 32 stig en Larry Bird var óvenju dapur. Hann hitti úr 6 skotum af 17 og gerði 18 stig. Hjá Detroit voru Joe Dumar og Isiah Thomas með samtals 52 stig. Fjórði leikur þessara liða fór fram í nótt en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Þetta er sennilega mikilvægasti leikur- inn milli þessara liða og ekki ólík- legt að hann komí til með að ráða úrslitum. Ef Boston sigrar verður staðan 2-2 og tveir af þrem hugs- anlegum leikjum sem eftir eru verða í Boston Garden. Detroit getur hinsvegar breytt stöðunni í 3-1 sér í vil og eiga þá alla mögu- leika á að klára þetta dæmi áður en til oddaleiks kemur. Þess má geta að Boston hefur tapað síð- ustu 9 leikjum í Silverdome höll- inni í Detroit. -Hans Henttinen H IRARIK Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftir- farandi: RARIK-88008: Háspennuskápar, 11 kV, fyrir aö- veitustöð Fáskrúðsfiröi. Opnunardagur: þriðjudagur 28. júní 1988, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudegi 30. maí 1988 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 26. maí 1988 Rafmagnsveitur ríkisins -2. deild- Fyrstudeildarliðin frá fyira ári neðarlega IR-UBK.........................0-3 Jón Þórir var maðurinn á bak við sigur Blikanna á Breiðholts- búunum. Hann átti mikinn hlut í fyrsta markinu þegar markvörð- ur Blikanna náði ekki að halda boltanum eftir fast skot og Ing- valdur Gústafsson renndi boltan- um inn. Skömmu síðar Iék Jón Þórir í gegnum vörn Kópavogs- búa og setti annað mark ÍR. IR tók sig á í síðari hálfleik en hafði ekki erindi sem erfiði því Arnar Grétarsson gerði þriðja mark Blika. Tindastóll-Víðir............0-4 Sauðkrækingar höfðu lítið í Suðurnesjamenn að gera. Víkingurinn fyrrverandi, Heimir Karlsson, gerði tvö mörk í fyrri hálfleik en Hlynur Jóhannsson og Björgvin Björgvinsson gerðu sitthvort í þeim síðari. Tindastól gekk lítið að komast í gegnum Víðisvörnina. Fylkir-ÍBV.....................2-1 Reynslan hefur líklega komið Fylki að góðu gagni þegar þeir fengu unga Vestmannaeyinga í heimsókn um helgina. Fylkis- menn voru mun meira í sókn í fyrri hálfleik og uppskáru fyrsta markið sem Anton Jakobsson gerði. Vestmannaeyingar voru ekki af baki dottnir og ógnuðu Fylkismarkinu nokkrum sinnum en tókst ekki að skora. í síðari hálfleik voru sóknarmenn lið- anna í meira stuði og Guðjón Reynisson bætti við öðru marki fyrir heimamenn en gestirnir náðu ekki að nýta færin fyrr en '3.deild~ Reynismenn örlálir Magni-Einherji.......frestað Grasvöllurinn á Grenivík er ekki búinn undir átök 4. deildar- innar ennþá. Dalvík-Huginn..............2-2 Heimamenn höfðu ekki heppnina með sér. Valdimar Jú- líusson gerði fyrsta mark leiksins fyrir Hugin og Garðar Jónsson jafnaði skömmu síðar. Enn á ný komst Huginn yfir með marki Þóris Ólafssonar en svo jafnaði Garðar Jónsson. Hvöt-Þróttur................0-1 Reykvíkingarnir náðu að koma boltanum einu sinni í netið og var Guðbjartur Magnússon þar að verki. Sindri-ReynírÁ.............1-3 Reynir sá um öll mörkin í leiknum. Fyrst gerðu þeir sjálfs- mark og jöfnuðu síðan 1-1 með þrumumarki Grétars Karlssonar. Reynismenn gerðu einnig tvö mörk í síðari hálfleik en í þetta sinn í sama markið. Þar voru að verki Bjarni Konráðsson og Garðar Níelsson. Grótta-Víkverji.............1 -0 Lánið lék ekki við Víkverjana því þeir voru í sókn mestallan leiktímann en völlurinn var hins- vegar með afbrigðum þurr og harður. Gróttumaðurinn Valur Sveinbjörnsson gerði síðan mark leiksins rétt fyrir leikslok. Njarðvík-Reynir...........0-1 Mörkin urðu ekki fleiri þó að nóg væri um tækifæri. fvar Guð- mundsson gerði markið í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að þvæla tuðrunni í markið í síðari hálfleik. Stjarnan-ÍK..................2-0 Hrein skipting var á milli lið- anna í leiknum. Kópavogsbúarn- ir sáu um að sækja en Garðbæing- ar að skora mörkin. Það var Sveinbjörn Hákonarson sem gerði bæði mörkin. Heimir Karlsson skoraði tvö af fjórum mörkum Víðis. rétt fyrir leikslok Hlyns Elíssonar. með marki Leikið var á malarvellinum í Árbænum því grasvöllurinn verð- ur ekki tilbúinn fyrr en á alþjóð- akvennadaginn 19. júní þegar Fylkismenn fá Tindastól í heim- sókn. Staöan FH..........................2 2 0 0 6-26 Víðir........................2 110 5-14 Fylkir.......................2 110 3-24 KS..........................2 10 15-43 UBK........................2 10 14-43 ÍBV.........................2 10 14-43 ÍR............................2 10 13-43 Þróttur.....................2 0 114-51 Selfoss...................2 0 113-51 Tindastóll................2 0 0 2 2-80 ¦4.deild- Að meöaltali fjögur og hálft mark í leik Árvakur-Ernir...............3-0 Jálkarnir í Árvakri áttu ekki í vandræðum með busana frá Sel- fossi. Guðmundur Jóhannsson gerði tvö mörk og gamla kempan Björn Pétursson 1. Haukar-Ægir..............10-1 Haukar jörðuðu Belgalausa nýliða frá Þorlákshöfn og ná- grenni. Sigurður Aðalsteinsson gerði 4 mörk, Valgeir Sveinbjörnsson 3, Helgi Eiríks- son 2 og síðast en ekki síst Guð- jón Sveinsson eitt. Skotfélagið-Augnablik 4-3 „Augnablik leit af okkur nokk- ur augnablik undir lokin sem við notuðum óspart," sögðu Skotfé- lagsmenn eftir sigurinn gegn Augnablik. Það voru orð að sönnu. Augnablik komst yfir rétt fyrir leikhlé í 2-1 og strax í síðari hálfleik bættu þeir einu við 3-1. En þegar 20 mínútur voru til leiksloka svaf Augnablik á verð- Meðalaldur HSÞ 30 ár inum og Skotfélagið setti þrjú mörk. Vignir Sigurðsson, Jens Ormslev og Árni Harðarson gerðu mörk Skotfélagsins en Sig- urður Halldórsson gerði tvö fyrir Augnablik og Heiðar Breiðfjörð eitt auk þess sem þeir gerðu eitt sjálfsmark. Hveragerði-Ármann.....1-1 Fyrirtak-Léttir..............0>1 Léttismenn voru ekki eins auðveldir og unglingarnir í Fyrir- tak héldu. Ingólfur Proppé gerði eina mark leiksins og Fyrirtaks- drengirnir áttu nokkur góð færi sem þeim tókst ekki að nýta. Víkingur Ó-Haf nir.........1-1 Hvatberar-Skallag.......2-4 Borgnesingunum tókst að sigra á rykklæddu glerinu á nesinu um helgina. Hvatberar hefðu átt að sigra því heimavöllur þeirra er einstaklega harður og rykugur sem önnur lið eiga í basli með. Jóni Þóri Þórissyni tókst þó að skora þrennu fyrir Skallagrím en Skúli Gunnsteinsson og Þór Ómar Jónsson gerðu mörk Hvat- bera. HSÞb-Kormákur..........3-2 Þeir eru seigir í HSÞ. Meðal- aldur liðsins er 30 ár og er Krist- ján Ingvason að spila í íslands- mótinu í 25. skipti. Hann er bróðir glímukappanna Péturs og Ingva svo að hann ætti að kunna eitthvað fyrir sér en sér til aðstoð- ar í liðinu hefur hann son sinn Ingva. Annars gerði Ari Hall- grímsson 2 mörk og Róbert Agn- arsson eitt fyrir Þingeyinga en Al- bert Jónsson og Grétar Eggerts- son sitthvort mark Kormáks. Æskan-Vaskur.......frestað UMSEb-NeistiH...........2-0 Norðanmenn tóku Hornfirð- ingana í karphúsið og gerðu Orri Óttarsson og Þröstur Guðmunds- son mörkin. J 8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 31. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.