Þjóðviljinn - 31.05.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Qupperneq 8
IÞROTTIR Dallas gefur ekkert eftir Ráðast úrslitin í 4. leik Boston og Detroit? -2. deild- Fyrstudei Idarl iðin frá fyrra ári neðarlega Magic Johnson í leik gegn Dallas. Hvort liðið fer alla leið í lokaúrslit? NBA-karfa Nú þegar úrslitakeppnin er vel á veg komin sést best hversu mikilvægur heimavöllurinn er hverju liði. í mörgum tilfellum hcfur þurft oddaleik til að fá fram úrslit og hefur þá heimaliðið ávallt staðið uppi sem sigurveg- ari. Gott dæmi um þetta er viður- eign Lakers og Dallas. Eins og við greindum frá fyrir helgi þá sigraði Lakers tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum én nú um helg- ina sneru leikmenn Dallas dæm- inu við, enda á heimavelli. Leiknir voru tveir leikir í Dallas og sigraði heimaliðið mjög sannfærandi í þeim báðum, 106- 94 og 118-104. f fyrri leiknum hafði Lakers eins stigs forystu (76-75) að loknum 3. leikhluta. Dallas komst síðan yfir 85-83 og eftir það var ekki aftur snúið. Roy Tarpley skoraði 21 stig fyrir Dallas og tók 19 fráköst. Stiga- hæstur hjá Lakers var James Worthy með 19 stig. 5. leikur þessara liða fer fram í nótt og eins og málin hafa þróast er ekki ólíklegt að sjöunda leikinn (oddaleikur) þurfi til að fá fram úrslit. Ef til þess kemur fer sá leikur fram í Los Angeles. Detroit sigraði Boston í Det- roit á laugardagskvöldið. Loka- tölur leiksins urðu 98-94 og er staðan nú 2-1 Detroit í vil. Sigurinn var öruggari en töl- urnar gefa til kynna því Detroit hafði 15 stiga forystu um tíma í 4. leikhluta. Leikurinn var mjög harður og mikið um líkamleg átök. Kevin Michael var stiga- hæstur hjá Boston með 32 stig en Larry Bird var óvenju dapur. Hann hitti úr 6 skotum af 17 og gerði 18 stig. Hjá Detroit voru Joe Dumar og Isiah Thomas með samtals 52 stig. Fjórði leikur þessara liða fór fram í nótt en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Þetta er sennilega mikilvægasti leikur- inn milli þessara liða og ekki ólík- legt að hann komi til með að ráða úrslitum. Ef Boston sigrar verður staðan 2-2 og tveir af þrem hugs- anlegum leikjum sem eftir eru verða í Boston Garden. Detroit getur hinsvegar breytt stöðunni í 3-1 sér í vil og eiga þá alla mögu- leika á að klára þetta dæmi áður en til oddaleiks kemur. Þess má geta að Boston hefur tapað síð- ustu 9 leikjum í Silverdome höll- inni í Detroit. -Hans Henttinen IR-UBK..................0-3 Jón Þórir var maðurinn á bak við sigur Blikanna á Breiðholts- búunum. Hann átti mikinn hlut í fyrsta markinu þegar markvörð- ur Blikanna náði ekki að halda boltanum eftir fast skot og Ing- valdur Gústafsson renndi boltan- um inn. Skömmu síðar lék Jón Þórir í gegnum vörn Kópavogs- búa og setti annað mark ÍR. IR tók sig á í síðari hálfleik en hafði ekki erindi sem erfiði því Arnar Grétarsson gerði þriðja mark Blika. Árvakur-Ernir............3-0 Jálkarriir í Árvakri áttu ekki í vandræðum með busana frá Sel- fossi. Guðmundur Jóhannsson gerði tvö mörk og gamla kempan Björn Pétursson 1. Haukar-Ægir............10-1 Haukar jörðuðu Belgalausa nýliða frá Þorlákshöfn og ná- grenni. Sigurður Aðalsteinsson gerði 4 mörk, Valgeir Sveinbjörnsson 3, Helgi Eiríks- son 2 og síðast en ekki síst Guð- jón Sveinsson eitt. Skotfélagiö-Augnablik 4-3 „Augnablik leit af okkur nokk- ur augnablik undir lokin sem við notuðum óspart,“ sögðu Skotfé- lagsmenn eftir sigurinn gegn Augnablik. Það voru orð að sönnu. Augnablik komst yfir rétt fyrir leikhlé í 2-1 og strax í síðari hálfleik bættu þeir einu við 3-1. En þegar 20 mínútur voru til leiksloka svaf Augnablik á verð- Tindastóll-Víöir........0-4 Sauðkrækingar höfðu lítið í Suðurnesjamenn að gera. Víkingurinn fyrrverandi, Heimir Karlsson, gerði tvö mörk í fyrri hálfleik en Hlynur Jóhannsson og Björgvin Björgvinsson gerðu sitthvort í þeim síðari. Tindastól gekk lítið að komast í gegnum Víðisvörnina. Fylkir-ÍBV...............2-1 Reynslan hefur líklega komið Fylki að góðu gagni þegar þeir fengu unga Vestmannaeyinga í heimsókn um helgina. Fylkis- Meðalaldur HSP 30 ár inum og Skotfélagið setti þrjú mörk. Vignir Sigurðsson, Jens Ormslev og Árni Harðarson gerðu mörk Skotfélagsins en Sig- urður Halldórsson gerði tvö fyrir Augnablik og Heiðar Breiðfjörð eitt auk þess sem þeir gerðu eitt ^jálfsmark. Hverageröi-Ármann......1-1 Fyrirtak-Léttir........0-1 Léttismenn voru ekki eins auðveldir og unglingarnir í Fyrir- tak héldu. Ingólfur Proppé gerði eina mark leiksins og Fyrirtaks- drengirnir áttu nokkur góð færi sem þeim tókst ekki að nýta. VíkingurÓ-Hafnir.....1-1 Hvatberar-Skallag....2-4 Borgnesingunum tókst að sigra á rykklæddu glerinu á nesinu um helgina. Hvatberar hefðu átt að sigra því heimavöllur þeirra er einstaklega harður og rykugur sem önnur lið eiga í basli með. menn voru mun meira í sókn í fyrri hálfleik og uppskáru fyrsta markið sem Anton Jakobsson gerði. Vestmannaeyingar voru ekki af baki dottnir og ógnuðu Fylkismarkinu nokkrum sinnum en tókst ekki að skora. í síðari hálfleik voru sóknarmenn lið- anna í meira stuði og Guðjón Reynisson bætti við öðru marki fyrir heimamenn en gestirnir náðu ekki að nýta færin fyrr en Heimir Karlsson skoraði tvö af fjórum mörkum Víðis. rétt fyrir leikslok með marki Hlyns Elíssonar. Leikið var á malarvellinum í Árbænum því grasvöllurinn verð- ur ekki tilþúinn fyrr en á alþjóð- akvennadaginn 19. júní þegar Fylkismenn fá Tindastól í heim- sókn. Staöan FH.................2 2 0 0 6-2 6 Víðir..............2 110 5-14 Fylkir.............2 110 3-24 KS.................2 1 0 1 5-4 3 UBK................2 10 14-43 ÍBV................2 10 14-43 ÍR.................2 10 13-43 Þróttur............2 0 114-51 Selfoss............2 0 113-51 Tindastóll.........2 0 0 2 2-8 0 Jóni Þóri Þórissyni tókst þó að skora þrennu fyrir Skallagrím en Skúli Gunnsteinsson og Þór Ómar Jónsson gerðu mörk Hvat- bera. HSÞb-Kormákur........3-2 Þeir eru seigir í HSÞ. Meðal- aldur liðsins er 30 ár og er Krist- ján Ingvason að spila í íslands- mótinu í 25. skipti. Hann er bróðir glímukappanna Péturs og Ingva svo að hann ætti að kunna eitthvað fyrir sér en sér til aðstoð- ar í liðinu hefur hann son sinn Ingva. Annars gerði Ari Hall- grímsson 2 mörk og Róbert Agn- arsson eitt fyrir Þingeyinga en Al- bert Jónsson og Grétar Eggerts- son sitthvort mark Kormáks. Æskan-Vaskur......frestaö UMSE b-Neisti H......2-0 Norðanmenn tóku Hornfirð- ingana í karphúsið og gerðu Orri Óttarsson og Þröstur Guðmunds- son mörkin. RARIK Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-88008: Háspennuskápar, 11 kV, fyrir að- veitustöð Fáskrúðsfirði. Opnunardagur: þriðjudagur 28. júní 1988, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudegi 30. maí 1988 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 26. maí 1988 Rafmagnsveitur ríkisins 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 31. maí 1988 '3.deild' Reynismenn örlátir Magni-Einherji......frestaö Grasvöllurinn á Grenivík er ekki búinn undir átök 4. deildar- innar ennþá. Dalvík-Huginn...........2-2 Heimamenn höfðu ekki heppnina með sér. Valdimar Jú- líusson gerði fyrsta mark leiksins fyrir Hugin og Garðar Jónsson jafnaði skömmu síðar. Enn á ný komst Huginn yfir með marki Þóris Ólafssonar en svo jafnaði Garðar Jónsson. Hvöt-Þróttur ..........0-1 Reykvíkingarnir náðu að koma boltanum einu sinni í netið og var Guðbjartur Magnússon þar að verki. Sindrí-ReynírÁ..........1-3 Reynir sá um öll mörkin í leiknum. Fyrst gerðu þeir sjálfs- mark og jöfnuðu síðan 1-1 með þrumumarki Grétars Karlssonar. Reynismenn gerðu einnig tvö mörk í síðari hálfleik en í þetta sinn í sama markið. Þar voru að verki Bjarni Konráðsson og Garðar Níelsson. Grótta-Víkverji.........1-0 Lánið lék ekki við Víkverjana því þeir voru í sókn mestallan Íeiktímann en völlurinn var hins- vegar með afbrigðum þurr og harður. Gróttumaðurinn Valur Sveinbjörnsson gerði síðan mark leiksins rétt fyrir leikslok. Njarövík-Reynir.........0-1 Mörkin urðu ekki fleiri þó að nóg væri um tækifæri. ívar Guð- mundsson gerði markið í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að þvæla tuðrunni í markið í síðari hálfleik. Stjarnan-ÍK............. 2-0 Hrein skipting var á milli lið- anna í leiknum. Kópavogsbúarn- ir sáu um að sækja en Garðbæing- ar að skora mörkin. Það var Sveinbjörn Hákonarson sem gerði bæði mörkin. -4.deild- Að meðaltali fjögur og hálft mark í leik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.