Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 10
Kafbát útí hólma! Áður en gengið var að því að hrinda tillögu parsins sem innan skamms allir elska að sjálfsögðu og rissuðu upp teikningar af grísku baðhúsi á bakka Tjarnar- innar var víst heila-vindkviðu- fundur meðal ástsælla íhalds- manna í einhverri ónefndri stjórn og er það haft fyrir satt að einhver Davíð, ástsæll leiðtogi ónefnds stuttbuxnagengis, hafi lagt til að hafa eitthvert ráðhús úti í hólma. Útímiðri tjörn! Þetta hljóta náttúrlega að vera fullkomlegaósannarsögur. Eða hvað? Sagði þessi Davíð kannski allt þetta og meira til? „Krakkar! Mér lángar að smíða hús údí tjöddn," hefur hann kannski sagt. „Mér lángar að það sé eins og kafbádur og fari oní kaf á daginn, en á kvöldin þegar jakkafödin eru búin að svitna oní öllu ógeðinu þá kemur ða uppúrogfödin fara íbádum, eða kannsk'ettir færiböndum uppá bakka. Það lángar mér!“ Áuðvitað hafa hinar stuttbux- urnar hrópað upp yfir sig af ein- skærri gleði og í einlægri aðdáun ásínum ástsælasta leiðtoga. Hrópað og kallað fagnaðarorð um þann sem öllu ræður og allt getur. „Svo lángar mér að á nóttinni sé það, kafbádurinn sko, uppí Hallgrímskirkju. Það á að vera inní kirkjunni ánóttinni og sofa, sona eins og ég sef heima í rúmi með bangsa og allt og hugsa um gvuð. Svo þegar það vaknar á mornana þá fer það og flýgur yfir borgina mína og sækir jakkafödin til að fara með þau oní leðjuna á daginn. Það lángarmér!“ „Það á ekkert að vera að tru- bbla jakkafödin mín á daginn svo mér finnst það eiga að vera göng og alt oní jörðina til að það sé hægt að fara inní kafbádinn minn, heyriðið það, kafbádinn minn!, á kverjum degi með blöð og eitthvað soleiðis til að j akkaf- ödin geti sgrivað á. Þau eiga að sgriva og sgriva bara fyrir mig, migeinan!“ „So þegar ég fer að veiða þá lángar mér að fara á kafbádnum mínum údí sjóinn og sjá alla fisk- ana og laxana og fuglana og skipin og fjöllin og karmeluddnar og fílana og og og.... “ En hvort nokkuð er til í að ná- kvæmlega þetta hafi gerst getum við auðvitað aldrei vitað... -tt ídag er 31. maí, þriðjudagur í sjöttu viku sumars, ellefti dagur skerplu, 152. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.24 og sest kl. 23.29. Fullttungl. Viöburöir Alþjóða barnadagurinn. Þjóöviljinn fyrir 50 árum Skeiðarárhlaupið verður kortlagt eftir Ijósmyndum er Pálmi og Steinþórtóku. Óvíst hvort dr. Ni- els Nielsen kemur- Jóh. Áskels- son kominn austur á Vatnajökul. - Flokksskrifstofan erá Lauga- veg 10, opin alla virka daga frá 5-7 e.h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvís- lega. - Gamla bíó: Orustan um Port Arthur. Stórkostleg og afár- spennandi kvikmynd um orust- urnar um Port Arthur-vígiö í ó- friðnum milli Rússaog Japana árin 1904-05. Aðalhlutverkin leika: Adolf Wohlbruck og Karin Hardt. Börn fá ekki aðgang. UM ÚTVARP & SJONVARP l Dramaten í Glugganum Rás 1. kl. 19.35 Þegar fréttum er lokið á Rás eitt klukkan hálf átta hefst þáttur Þorgeirs Ólafssonar Glugginn. í þættinum ætlar Þorgeir að ræða við Steinunni Jóhannesdóttur um þjóðleikhúsa Svía Dramaten. En það er eitt fára þjóðleikhús sem getur státað af næri 100% sæta- nýtingu undanfarin ár. Steinunn Jóhannesdóttir er leikkona og rit- höfundur en hún hefur verið bú- sett í Stokkhólmi um nokkra ára skeið. Einnig ætlar Þorgeir að fjalla um norrænu leiklistarhátíðina sem haldin var í síðustu viku í Helsinki. Þorgeir Ólafsson dagskrárgerðar- maður á Rás 1 brá sér til Finnlands og var viðstaddur Norrænu leiklistar- hátíðina sem haldinn var í síðustu viku. Við munum heyra um hana hjá Þorgeiri. Steinunn Jóhannesdóttir leikkona seqir frá sænska þjóðleikhúsinu Dra- maten. Þrjár konur á fæðingardeild Rás 1 kl. 22.20 í kvöld verður flutt á rás 1 leikritið Þrjár konur eftir bresku skáldkonuna Sylvíu Plath. Þýð- inguna gerði Hallberg Hall- mundsson en leikstjóri er Árni Blandon. Áður en leikritið hefst flytur Árni Blandon formálsorð þar sem rakin er ævi skáldkonunnar og lesin verða nokkur ljóð eftir hana í þýðingu Hallbergs Hall- mundssonar. Leikritið segir frá þremur kon- um sem liggja á fæðingardeild og bíða þess sem koma skal. Verkið lýsir á ljóðrænan hátt tilfinning- um þeirra gagnvart umhverfinu og því sem er að gerast í lífi þeirra. Konurnar þrjár leika þær Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Tæknimaður er Friðrik Stefánsson. Leikritið var áður á dagskrá rásar 1 24. október síðastliðinn. Rif úr manns- ins síðu Sjónvarpið kl.21.30 Sænskur þáttur sem fjallar um tvíkynja eðli mannsins. Leitast er við að sjá hvernig þetta endur- speglast í listsköpun manna fyrr og síðar. Rætt verður við heimspeking og grafiklistamann og flutt verður brot úr leikriti frá 18. öld þar sem aðalpersónan hefur tvíkynja tilhneigingu. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 31. mai 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.