Þjóðviljinn - 31.05.1988, Síða 13

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Síða 13
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Mannréttindi efet á baugi Andrei Sakharov varekki boðið áfund Reagans með sovéskum andófsmönnum! All nokkuðþokar áleiðis íafvopnunarviðrœðum leiðtoganna Palestína Verkfall á herteknu svæðunum Fæstir I’alestínumanna á her- teknu svæðunum við ísrael, Gaza og landinu vestan Jórdanar, héldu til vinnu sinnar í gærmorg- un. Verkfalli þeirra cr ætlað að vekja athygli fundarfélaganna Reagans og Gorbatsjovs á ó- fremdarástandinu á þesssum svæðum og ógnarstjórn ísraels- hers. „Margt ber á góma á fundi leiðtoganna. Bandaríkjamenn ætla til dæmis að hreyfa réttinda- málurn sovéskra gyðinga. En hví lætur hann réttindamál okkar Palestínumanna liggja á milli hluta?“ Þannig mælti Moustafa Abdel Fatah Mohammed við heimildamann Reuters á heimili sínu í Dheisneh flóttamannabúð- unum. Þær liggja vestan Jórdan- ar. Meðan hann flutti mál sitt mátti heyra háreisti fyrir utan glugga, óp og sköll, hatur, reiði, sársauki. Hvellir; ísraelskir her- menn skutu gúmmíkúlum að ungu fólki. Atökin virtust allhörð en ekki fór jafn illa og oft áður. Engar fréttir bárust um dauða eða alvar- leg meiðsl manna í búðunum. í Jabalja búðunum á Gaza særðist tæplega þrítug palestínsk kona í gær. Hún var stödd á svæði þar sem sló í brýnu milli her- manna og ungmenna og fékk ísraelska riffilkúlu í vinstri hand- legg. 10 Palestínumenn aðrir voru barðir til óbóta í Jabalja, þar á meðal 9 ára gömul stúlka. í fyrradag skutu fsraelsmenn hálfþrítuga konu til bana á sömu slóðum. Palestínumenn sem tíðinda- menn Reuters tóku tali á her- teknu svæðunum í gær sögðust vera áfram um að fundur þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Moskvu heppnaðist hið besta. Næðu þeir santningum um frið og eyðileggingu vopna hlyti það að stuðla að samskonar þróun í Austurlöndum nær. Reuter/-ks. Ronald Reagan er mikill áhuga- maður um mannréttindi í Sovétríkjunum, sem kunnugt er, og í gær, á öðrum degi heimsókn- ar sinnar í Moskvu, átti hann fund með fjölda andófsmanna í bandaríska sendiráðinu. Veittist hann þar að Gorbatsjov og fé- lögum fyrir að hafa ekki enn kom- ið réttindamálum þegna sinna í nægilega gott horf. Auk fundar þessa var tvennt á dagskrá Bandaríkjaforseta í gær. Hann heimsótti sögufrægt klaustur, og hvatti þar ráðamenn til þess að virða trú þegnanna, og snæddi að lokum kvöldverð í Kreml. Á fundi sínu með sovéskum andófsmönnum mælti Reagan: „Við megum aldrei slá slöku við í baráttunni fyrir réttindum manna, virðingu og helgi einstak- linga. Við megum ekki unna okk- ur hvíldar heidur verðum við að halda áfram því ávallt er og verð- ur verk að vinna.“ Orðum þess- um var einkar vel tekið af andófs- mönnum sem risu úr sætum og klöppuðu ræðumanni lof í lófa. Prír úr þeirra hópi kváðu sér hljóðs og bar þeim öllurn saman um að hefði Ronald Reagan ekki lagt lóð sitt á vogarskálarnar væru Sovétríkin óbreytt frá því á mektardögum Brésnevs. Pað þarf náttúrlega ekki að taka það fram að sovéskum valdsherrum geðjast lítt að öllu þessu mannréttindatali Reagans. Höfðu nokkrir þeirra á orði í gær, áður en Bandaríkjaforseti fund- aði með andófsmönnum, að ræða hans yrði án efa ósmekkleg, jafnvel gróflega ögrandi. Að fundi loknum sagði Gennady Gerasimov, blaðafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins, um gesti Re- agans að það hefði ekki beint ver- ið hægt að kalla þá „rjóma sam- félagsins, eiginlega þvert á móti. “ Sovétríkin í ræðu sem Gorbatsjov gest- gjafi flutti gesti sínum til heiðurs í gærkveldi vék hann óbeint að áhuga hans á mannréttindum sovétþegna. Kvað hann réttast og best að ríkin tvö héldu sam- skiptum sínum góðum „án þess að vera sýknt og heilagt að pré- dika yfir hausamótum hvors ann- ars eða troða eigin viðhorfum og gildismati uppá hitt.“ Best væri að forðast að gera vandamál í Sovéskir þegnar á Rauða torginu en Bandaríkjafors- eti gerði réttleysi þeirra að umtalsefni ígær. Á innfelldu myndinni ræða þeirsaman, Reagan og Gorbatsjov. einkalífi og fjölskyldu að tilefni illdeilna þegar vel mætti komast hjá slíku með örlítilli háttvísi. Hinn kunni andófsmaður og nóbelsverðlaunahafi, Andrei Sakharov, kvaddi sér hljóðs í gær og greindi frá því að utanríkis- ráðuneytið hefði boðið sér að ávarpa fréttamannafund sem haldinn verður þann 3.júní, dag- inn eftir að Reagan heldur af landi brott. Sakharov hefur lýst því yfir að hann sé „gagnrýninn fylgismaður" umbótastefnu Gor- batsjovs. Það er kannski ástæðan fyrir því að hann var ekki á nreðal gesta Bandaríkjaforseta í gær? Andrei Sakharov kvað sér ekki hafa verið boðið á fund Reagans með sovéskum andófsmönnuni! Öll þessi mannréttindaumræða skyggði gersamlega á þá gleði- legu staðreynd að leiðtogunum og hjálparkokkum þeirra hefur orðið all nokkuð ágengt í afvopn- unarviðræðum. Þeir Gerasimov og Charles Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, funduðu í sameiningu með fréttamönnum í gær. Þeir höfðu frá ýmsu að segja. Góðar líkur væru á því að leiðtog- arnir semdu unt að láta hvor ann- an vita af því með fyrirvara ef þeir hygðust sprengja í tilraunaskyni. Nokkuð hefði miðað áleiðis í við- ræðum um helmingsfækkun langdrægra kjarnvopna. Fleira var nefnt og þótti sæta tíðindum. Reagan og Gorbatsjov halda viðræðum sínum áfram í dag og á rnorgun en þá munu þeir enn- fremur afhenda hvor öðrum ein- tök af samningi sínum um eyðingu meðaldrægu kjarn- flauganna. Þeir undirrituðu hann sem kunnugt er á Washington- fundinum í desember síðastliðn- um en nú er hann fullgildur þar eð hann hefur verið staðfestur af þjóðþingum beggja. Reuter/-ks. fíoris Jeltsín létgamminn geisa í viðtali við fréttamenn BBC ígær Boris Jeltsín fullyrti í gær að Jegor Lígatsjov, næst valda- mesti maður kommúnistaflokks- ins og aðal „hugmyndafræðing- ur“ hans, væri til óþurftar og færi best á því að hann léti af cmbætti. Jeltsín sagði ennfremur að hann hefði orðið mjög vonsvikinn þeg- ar hann varð þess áskynja í fyrra að Gorbatsjov aðalritari myndi ekki standa með sér í glímunni við ihaldssama miðstjórnarfélaga. Fremur hljótt hefur verið um Jeltsín í Sovétríkjunum frá því hann var rekinn úr embætti for- manns Moskvudeildar komntún- istaflokksins í nóvember og gerð- ur að fyrsta vararáðherra bygg- ingamála. Fréttamönnum BBC sem staddir eru í Moskvu vegna leiðtogafundarins tókst þó að grafa hann upp á dögunum og féllst hann á að svara nokkrum spurningum þeirra. Þeir inntu hann fyrst álits á því hvort Lígatsjov væri ekki þránd- ur í götu nýsköpunarstefnu Gor- batsjovs, hvort hún stæði ekki og félli með því að hann hyrfi af svið- inu. „Þetta veltur náttúrlega á við- horfi miðstjórnarinnar. En það myndi vitaskuld hraða umbóta- starfinu og gera það markvissara Boris Jeltsín, til vinstri, og fjandi hans, Jegor Lígatsjov. ef annar maður væri skipaður í stöðu hans.“ Fréttamennirnir voru ekki ánægðir með þetta svar en þegar þeir báðu Jeltsín um skýr svör, hvort reka ætti Lígat- sjov, svaraði hann stutt og lag- gott: „Já“. Jeltsín kvað villu sína hafa ver- ið fólgna í því að skapa úlfúð í flokknum á óheppilegum tíma, skömmu fyrir hátíðahöldin miklu í tilefni sjötugrar byltingar. „Höfuð mistök mín voru þau að gagnrýna forystu flokksins á þessum tíma.“ Hann kvað flugu- fregnir um að hann hafi skammað eiginkonu aðalritarans, Raísu, í ræðunni frægu vera úr lausu lofti gripnar. Fréttaskýrendur segja ólíklegt að Jeltsín komi að máli við er- lenda fréttamenn og veitist að öðrum valdamesta manni SoVét- ríkjanna nema að hafa einhvers- konar baktryggingu frá Gorbat- sjov og félögum hans í forystu- sveitinni. Máski hefði hann heim- ildir fyrir því að embættisdagar Lígatsjovs væru taldir. Reutcr/-ks. Burt með Lígatsjov! Þriðjudagur 31. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 1S

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.