Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 14
Frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla Ármúla 12, 108 Reykjavík. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum 1. og 2. júní nk. frá kl. 9.00 til 18.00 og á skrifstofu skólans 1. og 2. júní frá kl. 8.00 til 15.00. Skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Heilsugæslubraut, þjálfunarbraut, íþróttabraut, nýmálabraut, félagsfræðibraut með sálfræði-, félagsfræði- eða fjölmiðlavali, náttúrufræðibraut, uppeldisbraut, viðskiptabraut og hagfræðibraut. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 84022. Umsóknir utan af landi þarf að póstleggja eigi síðar en föstudaginn 3. júní. Afrit af prófskírteinum þurfa að fylgja umsóknum. Skólameistari PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN SÍMASKRÁIN 1988 Afhending símaskrárinnar 1988 til símnotenda er hafin. í Reykjavík er símaskráin afgreidd á eftir- töldum afgreiðslustöðum Póst- og síma: Arnar- bakka 2, Armúla 25, Eiðistorgi 15, Hraunbæ 102, Kleppsvegi 152, Kringlunni, Laugavegi 120, Lóu- hólum 2-6 og Pósthússtræti 5. Afgreiðslutími virka daga (mánud.-föstud.) kl. 8.30-16.30, nema fimmtudaga kl. 8.30-18.00. í Kringlunni er opið alla virka daga frá kl. 8.30-18.00. Á Seltjamarnesi er skráin afhent á póst- og sím- stöðinni Eiðistorgi 15. í Garðabæ á póst- og símstöðinni við Garðatorg. í Hafnarfirði á póst- og símstöðinni, Strandgötu 24. í Kópavogi á póst- og símstöðinni, Digranesi 9. í Mosfellsbæ á póst- og símstöðinni að Varmá. Utan höfuðborgarsvæðisins er símaskráin af- hent á viðkomandi póst- og símstöð. Símaskráin verður afhent gegn af hendingarseðl- um, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. ATHYGLI SÍMNOTENDA ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ ÞÆR SÍMANÚMERABREYTINGAR, Á SVÆÐ- UM 98 OG 99, SEM FYRIRHUGAÐAR ERU í TENGSLUM VIÐ ÚTGÁFU SÍMASKRÁRINNAR VERÐA SEM HÉR SEGIR: í VESTMANNAEYJUM VERÐA BREYTINGAR ÚR 4 STAFA í 5 STAFA NÚMER GERÐAR 4. JÚNÍ. Á 99-SVÆÐI VERÐA BREYTINGAR ÚR 4 STAFA í 5 STAFA NÚMER OG BREYTINGAR Á SVÆÐISNÚMERI í 98 GERÐAR 10.-20. JÚNÍ. ÞESSAR BREYTINGAR VERÐA AUGLÝSTAR NÁNAR ÞEGAR AÐ ÞEIM KEMUR. ÞAR TIL ÞÆR HAFA FARIÐ FRAM GILDA GÖMLU SÍM- ANÚMERIN. AÐ ÖÐRU LEYTI TEKUR SÍMASKRÁIN GILDI SUNNUDAGINN 6. JÚNÍ N.K. Póst- og símamálastofnunin PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN NÝ GÖTU- OG SÍMANÚMERASKRÁ FYRIR HÖFUÐBORGAR- SVÆÐIÐ ER KOMIN ÚT Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavík, Bessa- staðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kjalarnes- hrepp, Kjósarhrepp, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjamarnes er komin út og er til sölu í af- greiðslum Pósts og síma. Verð skrárinnar er kr. 850,- með söluskatti. Póst- og símamálastofnunin Kjörskrá Níu konur umfram karla Þegar gengið verður til forseta- kosninga 25. júní nk. er gert ráð fyrir að á kjörskrá verði um 173.800 menn. Það er 21% fjölg- un frá því síðast þegar kosinn var forseti árið 1980. Hagstofan sendir út til sveitar- félaganna svokallaðan kjörskrár- stofn en eftir honum vinna sveitarfélögin sínar kjörskrár. Samkvæmt stofni Hagstofunnar eru níu fleiri konur með kosn- ingarétt en karlar. Svo virðist sem Reykjavík hafi eitthvert að- dráttarafl á konur. Því þótt konur séu örlítið fleiri, á kjörskrá er Reykjavík eina kjördæmið sem þær eru í meirihluta. Atkvæðis- bærum mönnum í Reykjavík fjölgaði um 21 % frá því síðast var kosið. Mest hefur kjósendum fjölgað í Reykjaneskjördæmi eða um 35%, minnsta fjölgunin er 9% á Vestfjörðum. Mest munar um lækkun kosningaaldurs gert er ráð fyrir að alls fjölgi þeim sem mega kjósa um 4700 vegna lækk- unar kosningaaldurs úr 20 í 18 ár. -sg Fyrir ungt fólk á aldrinum 7-12 ára Óvenjulegt námskeið Fyrstu dagana í júní hefst kennaranámskeið þarsem fjallað verður um stærðfræðinám. Yms- ar nýjar leiðir verða reyndar og boðin skemmtileg verkefni bæði úti og inni. Margvísleg hjálpar- gögn verða notuð svo sem vasa- reiknar og tölvuforrit. Dagana 13.-15. júní er ætlunin að reyna viðfangsefnin með nem- endum á aldrinum 7-12 ára og verður unnið í litlum hópum. Um er að ræða tímann frá 13.00- 16.00 dag hvern. Ekki skiptir máli hvað nemendur hafa lært áður. Unnt er að taka 40 ungmenni á námskeiðið og það er þátttak- endum að kostnaðarlausu. Peir sem hafa áhuga á þessu óvenju- lega námskeiði eru beðnir að hafa samband við Kennarahá- skóla íslands, endurmenntunar- deild, sími: 688700 ekki síðar en fímmtudaginn 2. júní nk. Nánari upplýsingar veitir stjórnandi námskeiðsins, Anna Kristjáns- dóttir, í sama síma. Samfélagsfrœði í grunn- sköla Fyrirlestur um kennslu Miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 17.00 heldur Tony Marks fyrir- lestur og sýnir myndband um kennslu í samfélagsfræði í grunn- skóla. Fyrirlesturinn verður hald- inn í Kennslumiðstöð Náms- gagnastofnunar, Laugavegi 166. Tony Marks er lektor f félags- fræði og kennslufræði félagsfræð- innar við breskan háskóla. Hann er hér staddur á vegum Félags félagsfræðikennara til að halda námskeið í kennslufræði greinar- innar. Áhugamenn um samfélags- fræðikennslu eru hvattir til að mæta. (Fréttalilkynning) Frá Menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastööum við eftir- talda framhaldsskóla framlengist til 10. júní næstkomandi: Vlö Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík eru lausar til umsóknar kennarastöður í ensku, íslensku, listgreinum, rafmagnsgreinum, sögu, sérgreinum háriðna, stærðfræði, tölvufræði, viðskiptagrein- Við Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staöa bókavarðar. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi eru lausar kennara- stöður í eflirtöldum greinum: sálfræði, félagsfræði, rafeindavirkjun, viðskiptagreinum og ein staða í stærðfræði/eðlisfræði og tölvu- fræði. Þá vantar kennara í þýsku % úr stöðu, og tónlist og kórstjóm Vz stöðu. Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar kennarastöður í frönsku, dönsku, líffræði, stærðfræði, tölvufræði, félagsfræði, sál- fræði, viðskiptagreinum og íþróttum. Við Fjölbrautaskólann við Ármúla vantar kennara í efnafræði og viðskiptagreinum. Við Menntaskólann við Hamrahlíð er laus til umsóknar konnara- staða í tölvufræði. Við Verkmenntaskólann á Akureyrl eru lausar til umsóknar kenn- arastöður í: efna- og líffræði, félagsfræði, hagfræði, íslensku, raf- eindavirkjun, sagnfræði, stærðfræði, tölvufræði, vefnaði, vélstjórn og viðskiptagreinum. Auk þess vantar stundakennara í ýmsum greinum. Við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafir&i eru lausar eftirfar- andi stöður: Ein og hálf staða í íslensku og stærðfræði; heilar stöður í þýsku, vélstjórnargreinum, rafvirkjun, rafeindavirkjun, grunnnámi rafiðna og þjálffræði íþrótta og skíðaþjálfun, tveir þriðju stöður í dönsku og skipstjórnarfræðum, hálfar stöður í frönsku og eðlis- fræði. Ennfremur starf húsbónda, húsmóðir og ritara, allt hálfar stöður. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavíkfyrir 10. júní næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytlo Útboð - Loftræstikerfi Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv- hólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði og uppsetningu á loftræsikerfi fyrir skrif- stofuhús að Kirkjusandi í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti: ÁFANGI A: - Blikkstokkar, um 5.000 kg - Loftræsisamstæður, 8 blásarar um 30.000 m3/h. - Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður. ÁFANGI B: - Blokkstokkar, um 8.500 kg - Loftræsisamstæður, 2 blásarar um 45.000 m3/h. - Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður. Vinna við áfanga A skal hefjast strax og skal honum lokið 15. des. 1988. Vinna við áfanga B ákveðst síðar. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðarThoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík, frá og með 1. júní 1988 gegn 10.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 21. júní 1988 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN H.F., ÁRMÚLA 4, REYKJAVÍK, SÍMI 84499. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Gunnar Vilhjálmsson Álfheimum 42 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30. Guðveig Hinriksdóttir Gunnlaugur Gunnarsson Þorbjörg Einarsdóttir Erna Gunnarsdóttir Kristinn Sigurðsson Guðný Gunnarsdóttir Jón Pálsson Vigdís Gunnarsdóttir Agnar Logi Axelsson Ágústa Hallsdóttir og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.