Þjóðviljinn - 31.05.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Page 15
Þingflokkur Alþýðubandalagsins Hvað komst í gegn? Frá hafrannsóknum til ósonlagsins Eitthundrað fimmtíu og níu Talan 159 segir ekki margt en sýnir þó að talsvert hefur verið starfað, því þetta er sá fjöldi mála sem þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur tekið upp á þinginu í vetur. Það er þar sem þingmenn flokksins hafa verið fyrstu flutn- ingsmenn, reyndar oft og iðulega í samvinnu við aðra þingmenn. Þegar þinglausnir fóru fram mið- vikudaginn 11. maí kom fram að 19 þessara mála fengu einhvers konar þinglega afgreiðslu. Er það líklega sjaldgæft að stjórnarand- stöðuflokkur fái jafnmörg þing- mál afgreidd, 18 mál voru af- greidd með jákvæðum hætti, en eitt var fellt. Hér verður rakin afgreiðsla nokkurra þessara mála. Breyting á lögum um al- mannatryggingar Að venju fluttu þingmenn Al- þýðubandalagsins í vetur mörg þingmál sem snerta lífskjör aldr- aðra og öryrkja. Sem dæmi má nefna tvö frumvörp: Fyrst frumvarp sem Guðrún Helgadóttir og fleiri fluttu um hækkun sjúkradagpeninga og af- nám skerðingar sjúkradagpen- inga einstæðra mæðra. Fyrri hluta tillögunnar var vísað til ríkisstjórnarinnar, en síðari hluti tillögunnar var samþykktur. Samkvæmt frumvarpinu sem samþykkt var hefur verið felld niður skerðing sjúkradagpeninga einstæðra mæðra vegna mæðra- launa. Síðan skal nefnt hér frumvarp sem Svavar Gestsson flutti á þinginu í vetur í sjöunda sinn! Hér er um að ræða frumvarp sem gerir ráð fyrir því að draga úr úr- skurðarvaldi tryggingayfirlækn- is. Frumvarpið var ekki sam- þykkt en það fékk nú loksins þinglega afgreiðslu og var vísað til ríkisstjórnarinnar með já- kvæðum hætti þannig að þingið féllst á grundvallaratriðið í þess- ari tillögugerð. Eitt lagafrumvarp þingflokks okkar var samþykkt svo að segja óbreytt. Það varð að Iögum á síð- asta degi þingsins, lög sem ákveða að heimila fjármálaráð- herra að fella niður söluskatt af tryggingaiðgjöldum öryrkjabíla. Flutningsmenn voru Margrét Frímannsdóttir og aðrir þing- menn flokksins í efri deild. Átak í umhverfismálum Þegar litið er yfir samþykktar tillögur þingmanna Alþýðu- bandalagsins frá vetrinum 1987- 1988 sést að umhverfismál hafa fengið afgreiðslu í formi 5 þings- ályktana sem samþykktar voru eða var vísað með jákvæðum hætti til ríkisstjórnarinnar. Samþykkt var tillaga Guðrún- ar Helgadóttur, Skúla Alexand- erssonar og Steingríms J. Sigfús- sonar um blýlaust bensín. Samþykkt var tillaga Hjörleifs Guttormssonar og 5 annarra þingmanna um mótmæli við kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Þá var samþykkt að vísa til ríkisstjórnarinnar tillögu Álf- heiðar Ingadóttur og tveggja annarra þingmanna Alþýðu- bandalagsins um verndun óson- lagsins. Þá ber að nefna að samþykkt var tillaga Ragnars Arnalds og 6 annarra þingmanna - úr öllum flokkunum - um hávaðamengun. Loks ber að geta þess að sam- þykkt var tillaga Hjörleifs Gutt- ormssonar og 5 annarra þing- manna úr öllum flokkum um akstur utan vega. Viðskiptabann á Suður- Afríku — loksins Utanríkismál voru veigamikill þáttur í starfi þingflokksins í vet- ur svo sem endranær. Yfirleitt hafa sjónarmið okkar í utanríkis- málum verið minnihluta sjón- armið á Alþingi. Þó fór svo í vet- ur að tvö mál hlutu afgreiðslu, auk tillögunnar um Dounreay sem áður hefur verið getið í tengslum við umhverfismálin. Þessi mál eru: Steingrímur J. Sigfússon og aðrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins lögðu fram snemma vetrar fyrirspurn um Suður- Afríkumálið. í kjölfar þess fylgdi svo tillaga til þingsályktunar um viðskiptabann á Suður-Afríku. Tillögunni var vísað til utanríkis- málanefndar. Þaðan kom síðan frumvarp til laga um viðskipta- bann á Suður-Afríku sem tekur gildi frá og með næstu áramótum eins og kunnugt er. Þar hefur unnist mikill málefnalegur sigur. Þá fluttu Steingrímur J. Sigfús- son og 5 aðrir þingmenn - úr öllum flokkum - tillögu til þings- ályktunar um samvinnu Islands, Færeyja og Grænlands á sviði markaðsmála. Tillagan var sam- þykkt samhljóða á fundi Samein- aðs alþingis, miðvikudaginn 11. maí. Atvinnu- og byggðamál Að venju fluttu þingmenn flokksins í vetur fjölmörg mál sem snerta atvinnu- og byggða- þróun í landinu. Fá þessara mála hlutu afgreiðslu þar sem flest þeirra ganga í grundvallarat- riðum í berhögg við stjórnar- stefnuna. Þó fengust nokkur mál afgreidd sem hér skipta miklu máli: Samþykkt var tillaga Margret- ar Frímannsdóttur um ráðstafan- ir til þess að lækka raforkukostn- að í gróðurhúsum. Þá var samþykkt tillaga frá Hjörleifi Guttormssyni og þing- mönnum úr öllum flokkum um haf- og fiskirannsóknir. Þá var samþykkt tillaga frá Hjörleifi Guttormssyni um at- hugun á flugfargjöldum. Og vísað var til ríkisstjórnar til- lögu til þingsályktunar um sam- ræmingu áætlana á sviði sam- göngumála og mannvirkjagerð- ar. Öryggi - menntun - lýðræði Þá verður að lokum getið fjög- urra mála sem öll snerta mikil- væga þætti samfélagsins: Samþykkt var tillaga frá Guð- rúnu Helgadóttur og fjórum öðr- um þingmönnum um notkun síma í bifreiðum - mikilvægt ör- yggisatriði. Þá var samþykkt tillaga frá Guðrúnu Helgadóttur um könn- un á stöðu handmenntakennslu í grunnskólanum eftir gildistöku laga um grunnskóla, nr. 63/1974. Og loks lýðræðið og skoðana- myndunina: Samþykkt var tillaga frá Steingrími J. Sigfússyni og fimm öðrum þingmönnum - úr öllum flokkum - urn setningu laga og reglna um skoðanakannanir. Og vísað var til ríkisstjórnar- innarfrumvarpi Ragnars Árnalds um breytingu á kosningalögun- um sem gerir ráð fyrir því að fram geti farið á grundvelli laga sam- eiginlegt forval allra stjórnmála- afla sem velja menn á framboðs- lista fyrir hverjar alþingiskosn- ingar. Hér hafa verið nefnd þau 18 þingmál sem einhverja afgreiðslu hlutu - ónefnt er þá 141 mál. Þar af var eitt að vísu afgreitt en því miður ekki samþykkt - þeldur fellt: Það var tillaga til þings- ályktunar um vantraust á ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar. Reykjavík, 24. maí 1988 Þingflokkur Alþýðubandalagsins Þriðjudagur 31. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Höfn - Djúpivogur Opnir fundir Hjörleifur Margrét Alþingismennirnir Hjörleifur Guttormsson og Margrét Frímannsdóttir ræða þjóðmálin og störf Alþingis: á Höfn, Hornafirði þriðjudaginn 31. maí í Miðgarði kl. 20.30. Á Djúpavogi miðvikudaginn 1. júní í Félagsmiðstöðinni kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Skúli Gunnlaugur ólöf Akranes - Búðardalur Þingmálaspjall Skúli, Gunnlaugur og Ólöf verða til viðtals um þjóðmálin í Dalabúð, Búðar- dal, þriðjudagskvöld frá kl. 20.30. Alþýðubandalagið Sumarferð ABR Merktu við á almanakinu núna strax! - 3. júlí Sunnudaginn 3. júlí verður farin hin árlega sumarferð Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Aðalviðkomustaðir: Borg á Mýrum/Brákarsund (sögusvið Egilssögu), Straumfjörður á Mýrum þar sem Pour-quoi-pas? fórst, Hítardalur. Félagar athugið, ferðin verður ódýr, það verður farið á staði sem þú hefur sjaldan eða aldrei séð og leiðsögumenn verða að sjálfsögðu með þeim betri. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefnd Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánan upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík Byggðamál Opinn umræðufundur um byggðamál verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl.20.30 að Hverfisgötu 105. Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins hefur framsögu og borgarfulltrúar mæta á fundinn. Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs verður haldinn nk. mánudag 6. júní kl. 20,30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1. Yfirlit yfir störf ráðsins frá sl. ári og umræður um stöðu bæjar- mála á miðju kjörtímabili. 2. Kosning stjórnar í bæjarmálaráð. 3. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 7. júní nk. 4. Önriur mál. Allir félagar velkomnir. Þeir félagar sem starfa í nefndum og ráðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Menningarnefnd AB Fundur miðvikudaginn 1. júní kl. 17 að Hverfis- götu 105. Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júnf Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Fariö til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júni Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: I Stjórnkerfið og þjónusta II Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SÍS og kaupfélögin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvikurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir I síma 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.