Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1. júní 1988 122. tölublað 53. árgangur Ný bráðabirgðalög iii nar orðskýringar Ný bráðabirgðalög sett ígœr. Útskýringar á viðurkenna hroðvirknisleg vinnubrögð sín. 10 daga gömlum bráðabirgðalögum. Ríkisstjórnin neyðist til að Hliðarráðstafanir við gengisfellinguna vefjastfyrir ráðherrum Samkvæmt nýjustu bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar skal með orðinu „fjárskuldbind- ingar" í bráðabirgðalögum frá 20. maí s.l. átt við „sparifé og lánsfé". Með þessari lögbundnu orðskýringu hefur ríkisstjórnin reynt að höggva á þann rembi- hnút sem hún reið fyrir 10 dögum með setningu bráðabirgðalaga um efnahagsráðstafanir samhliða gengisfellingu krónunnar. Grjótaþorp Ófært fyrir slökkvilið Snorri Snorrason: Ibúarnir eru mjög óánœgðir „Það er eins gott að hér kvikni ekki í því slökkvilið kemst ekki um þorpið. Þeir voru hér með slökkv„iliðsbíla í síðustu viku og komust hvergi. Það er skrýtið að ekkert skuli vera gert til. að tryggja aðkomu slökkviliðsins þegar það er Ijóst að það kemst ekki að mörgum húsum sem hér standa," sagði Snorri Snorrason einn íbúanna í Grjótaþorpi í Reykjavík þegar Þjóðviljinn spjallaði við hann í gær. En það eru ekki bara bruna- varnir sem íbúarnir eru óánægir með heldur einnig grunnurinn á Fjalarkattarlóðinni sem hefur lengi verið þeim þýrnir í augum vegna slysahættu og almennra óþrifa. í fyrri bráðabirgðalögum var bannað að verðtryggja nýjar fjár- skuldbindingar til skemmri tíma en tveggja ára. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók þá ákvörðun fóru menn að velta því fyrir sér hvort ekki mætti lengur reikna verðbætur á innistæður á banka- reikningum og hvort vísitölubæt- ur á verksamninga yrðu ólögleg- ar. Yfirlýsingum ráðherranna í fjölmiðlum bar ekki saman. Steingrímur Hermannsson sagði að ekki hefði staðið til að banna verðbætur á sparifé „strax" en Þorsteinn Pálsson sagði að auðvitað hefði ráðherrunum ver- ið fullljóst hvað þeir voru að sam- þykkja. Samkvæmt nýjustu bráða- birgðalögunum er enn ítrekað bann við verðtryggingu fjár- hagsskuldbindinga til skemmri tíma en tveggja ára. En tilgreint er að með fjárhagsskuldbinding- um sé átt við „sparifé og lánsfé" og sagt að þrátt fyrir ákvæði um bann geti Seðlabankinn auglýst reglur er leyfi innlánsstofnunum að greiða verðtryggingu á inni- stæður. Telja gárungar þetta vera sönnun þess að endapunktur hringferils hljóti að vera í upp- hafspunkti hans. Hliðarráðstafanir við gengis- fellingu ætla að verða ríkisstjórn- inni tafsamar. Enn eru ráðherrar að tjá sig um ásókn einkaaðila og ríkisbanka í gjaldeyri dagana fyrir uppstigningardag. Þykir sumum þeirra ekkert óeðlilegt að bankastofnanir hafi grætt rúmar 100 miljónir króna á braski með erlendan gjaldeyri. Sjá síðu 3 Sjá SÍðu 2 Snorri Snorrason: Slökkviliðið reyndi í síðustu viku að komast Bröttugötuna á stórum bílum en komst hvergi. -Mynd ARI. Hafnarfjörður 80 ára í dag Hafnarfjarðarbær á 80 ára af- mæli í dag og af því tilefni fylgir sérstakur kálfur Þjóðviljanum. Meðal efnis þar er að finna viðtal við Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarritara, farið er með björg- unarsveitinni Fiskakletti í bjargs- ig í Krýsuvíkurbjarg og greint er frá veggskreytingunni utan á Fiskmarkaðinum. Viðtal er við Kolbeinseyjarleiðangurinn Kafbáturinn Dr. Jakob Kristjánsson: Kemur okkur á óvart. Kafbáturinn ekkinotaður. Skerðirmjöggildileiðangursins. Gerumokkar besta höfunda listaverksins, Rúnu og Gest, sem rekja þessa tilteknu sköpunarsögu. Auk þessa má nefna að greint er frá hátíðahöld- um þeim sem verða í bænum á afmælisdaginn. Sjásíðu9,10,11 og12 Nú er komið í ljós að kafbátur sá sem er um borð í þýska ísbrjót- num Polarstern í leiðangri skips- ins til Kolbeinseyjar er ótryggður í Vestur-Þýskalandi þar sem ekki virðast vera til lög og reglur um kafbáta af þessari stærð. Sökum þessa mun kafbáturinn ekki verða notaður í leiðangrinum og skerðir það gildi hans mjög. Dr. Jakob Kristjánsson einn af leiðangursmönnunum segir að þetta hafi komið þeim mjög á óvart, ekki hvað síst Þjóðverjun- um um borð sem vissu ekki betur en að allt væri í stakasta lagi með tryggingar bátsins. Kafbáturinn er í láni frá Max Planck stofnun- inni sem tryggir bátinn í Bret- landi en þar sem hann er hluti af búnaði ísbrjótsins verður hann að vera tryggður í Þýskalandi svo hann megi nota út frá skipinu. „Þótt við getum ekki notað kafbátinn munum við gera okkar besta í þessum leiðangri til að safna gögnum. Skipið er vel útbú- ið með fjarstýrðri neðansjávar- kvikmyndavél og munum við kanna sjávarbotninn á þessum slóðum með henni og taka sýni úr sjónum og af botninum." segir Dr. Jakob. Er Þjóðviljinn ræddi við Dr. Jakob um borð í Polarstern í gær- dag var skipið statt um 3 mílur út af eynni, bræla var á þessum slóð- um, 7 vindstig en þurrt en skipið er svo stórt og ristir það djúpt, eða 30 metra, að það haggaðist ekki í þessu veðri. -FRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.