Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 2
¦:: . ¦ ,... .. ¦ .. Hitafundur í Eyjum Samband íslenskra hitaveitna heldur aðalfund sinn í Vestmannaeyjum dagana 2. og 3. júní. Á dagskrá fundarins eru marg- vísleg erindi um, meðal annars, nýjungar hjá hitaveitum, eignarhald á jarðhita og jarðhitaréttindum, rafkynntar hitaveitur og súrefnisupp- töku í aðveituæðum úr plasti, svo eitthvað sé nefnt. í tengslum við aðalfundinn verður sýning á nýjungum hjá hitaveit- um á 2. hæð í félagsheimilinu við Heiðarveg en þar verður fundurinn haldinn. Burt með lögin Fiskvinnsludeild Verkamannasambands íslands mótmælir harðlega lagaboði um kjaraskerðingu og afnám samningsréttar og hefur auk þess skorað á n'kisstjórnina að afturkalla lagasetninguna svo verkafólk endurheimti frjálsan samningsrétt. Stjórn deildarinnar hélt fund 30. maí sl. og á honum kom hún sér saman um að skora á fiskvinnslufólk um land allt að búa sig undir að fylgja þessari ákvörðun eftir „af fullri einurð ef þurfa þykir." Island í CEN Um miðjan mánuðinn verður ísland aðili að CEN, Vestur-evrópska staðlasambandinu og eru formaður og varaformaður þess nú hér til að kynna sér stöðlun hér á landi. Staðlaráð íslands heldur af því tilefni fund með þeim dr. H.C.Zurrer, formanni CEN, og E.Vardakas, varaformanni, í húsakynnum Iðntæknistofnunar íslands að Keldna- holti við Vesturlandsveg. Fundurinn hefst klukkan 14.30 3. júní. Skolasjonvarp og bætt myndefni Alfa-deild Félags kvenna í fræðslustörfum, Delta Kappa Gamma, hefur hvatt til þess að koma á skólasjónvarpi og bent á að nýta mætti betur sjónvarpið til fræðslu- og jákvæðra uppeldisáhrifa. Deildin hefur gefið út lítinn bækling með upplýsingum um áhrif myndefnis á börn og í honum má finna hvað rétt getur talist að börn sjái og hvað ekki. Skólagarðarnir opnaðir Skólagarðar Reykjavíkur eru nú að hefja starfsemi sína. Innritun barna verður í dag og á morgun í Skerjafirði, yið Ásenda, í Laugardal, Stekkjarbakka og Jaðarseli í Breiðholti og Ártúnsholti í Árbæ og er innritunargjald 400 krónur. 9-12 ára börn geta skráð sig en í Skóla- görðunum fá krakkar leiðsögn við ræktun á grænmeti og plöntum, fara í leiki og stuttar gönguferðir í nágrenni við garðana til náttúruskoðunar og fræðslu um borgina. Samvinnu og friðsam- legar lausnir Stuðningshópur um friðaruppeldi og Rauði kross íslands leita nú eftir stuðningi samtaka, félaga og stofnana á sem breiðustum grund- velli til að stofna hér á íslandi Iandsnefnd um friðarfræðslu og friða- ruppeldi. Hugmyndin að baki henni er sprottin frá WAO, sem eru samtök er vinna að velferð munaðarlausra og yfirgefinna barna um allan heim. 7. september 1988 skuli helga eyðingu leikfangavopna og í kjölfar hans fylgi friðarleikfangavika. Að henni lokinni friðar- fjölmiðlavika sem ljúki með alþjóðlegum friðardegi barna þann 20. september. Félagasamtök og stofnanir eru hvattar til að láta í ljós vilja sinn til þátttöku í landsnefndinni fyrir ll.júní og skulu senda svar sitt í póst- hólf 279 - 121 Reykjavík. Stórsveitin í samkomu- húsinu í kvöld verða í Samkomuhús- inu á Akureyri hinir árlegu jass- tónleikar Tónlistarskólans með stórsveit skólans. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og eru á efnisskránni verk eftir, til dæmis, Duke Ellington, Neal Hefti, John Lennon og Pauí McCartney, Glen Miller og Mik- ael Ráberg. FRETTIR Leifsstöð Beðið eftir Jóni Steingrímur Hermannsson: Heflátið gera ítarlega úttektá málinu. 120 miljónirnar sem Jón Baldvin neitar að borga eru reikningarfrá fyrra ári. Engar framkvœmdir hafa verið íár °g U fjármálaráðherra um greiðslur á 120 miljón króna skuld við verktakana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er nú í bið. Steingrímur Hermannsson utan- rfkisráðherra segir að hann hafi látið gera ítarlega úttekt á málinu í sínu ráðuney ti og ætlaði hann að birta þær upplýsingar opinber- lega nú í vikunni en fékk þá boð frá Jóni Baldvin Hannibalssyni fjármálaráðherra um að bíða með það þar til Jón hefði átt kost á því að kynna sér upplýsingarn- ar. Jón Baldvin er nú staddur í Kaupmannahöfn en er væntan- legur til landsins annað kvöld. Steingrímur Hermannsson segir í samtali við Þjóðviljann að engar framkvæmdir hafi verið í raun við Leifsstöð í ár og að þær 120 miljónir sem hér um ræðir séu uppgjör á verktakasamning- um frá síðasta ári auk þess sem 34 miljónir hafi verið viðhalds- kostnaður til að halda flugstöð- inni vind- og vatnsheldri. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segir að hann geti ekki, sem gæslumaður ríkis- sjóðs, greitt þessa upphæð þar sem ekki sé gert ráð fyrir henni á fjárlögum fyrir árið 1988. Verktakar þeir sem hlut eiga að máli eru nú að fhuga máls- höfðun, fáist þessir peningar ekki greiddir og raunar hefur Jón Baldvin þegar f alið ríkislögmanni að kanna lagastöðu ríkisins með tilliti til hugsanlegra málshöfð- ana. Einn af viðkomandi verk- tökum orðaði þetta svo í samtali við Þjóðviljann að ef Jón Baldvin héldi sínu sjónarmiði til streitu ættu lögmenn að gera hann að heiðursfélaga í sínum hóp vegna þeirra miklu verkefna sem hann myndi útvega þeim. í skýrslu sem Jón Baldvin bað um frá hagsýslustjóra koma fram aðrar uppíýsingar um fram- kvæmdir við Leifsstöð í ár en hjá utanríkisráðherra. í skýrslunni segir m.a. að ástæðan fyrir bak- reikningunum nú séu auknar framkvæmdir þrátt fyrir að ekki hafi verið ráð fyrir þeim gert á þessu ári. Og í lok skýrslu sinnar segir hagsýslustjóri að taka þurfi afstöðu til þess hvort sigla eigi áfram á nótum byggingarnefndar eða hvort grípa eigi inn í málið og fyrirskipa stöðvun framkvæmda og eiga þá von á eftirkröfum frá verktökum. -FRI/gjh Grjótaþorpið Ofeert fyrir slökkviliö Snorri Snorrason: Hingað kom slökkvilið ísíðustu viku tilað kanna aðstœður en komsthvergi á stóru bílunum. Ekkert hefur verið gert. Grunnur á Fjalakattarlóðinni til mikilla vandrœða „Það er með ólíkindum hvað þetta hefur verið látið líðast lengi. Hingað kom í síðustu viku slökkvilið til að kanna aðstæður. Þeir komu á stórum bílum en komust ekki inní þorpið, hvorki upp Bröttugötuna né inn Mjóst- rætið," sagði Snorri Snorrason tónlistarmaður, en hann býr í Grjótaþorpinu. Ibúar þorpsins eru mjög óánægðir með ástandið þar. íbúarnir hafa ekki aðeins áhyggjur af brunavörnum. Síð- astliðið haust var hafist handa við að grafa grunn fyrir stórhýsi sem Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda og Sölumiðstöð hrað- frystíhúsanna hyggjast reisa á lóð Fjalakattarins. Þær f ramkvæmdir voru síðan stöðvaðar vegna þess að ekki var búið að staðfesta deiliskipulagið fyrir Kvosina. Grunnurinn hefur síðan verið til sífelldra vandræða. Lengi var engin girðing, þannig að fbúarnir höfðu eilífar áhyggjur af börnum í hverfinu. Núverandi girðing er að hruni komin þar sem hún stendur meðfram Bröttugötu, enda er kantur götunnar mjög lé- legur og hrynur stöðugt úr hon- um ofan í grunninn. Ekki er vitað hvenær fram- kvæmdir hefjast við byggingu þessa húss. Heyrst hefur að SH og SIF séu jafnvel að draga í land með þessar framkvæmdir. „Það er alla vega á hreinu að þeir menn sem hafa umsjón með þessum grunni ættu að skammast sín fyrir ástandið. Það er ótrúlegt að svona sóðalegur staður skuli finnast í hjarta höfuðborgar okk- ar," sagði Snorri Snorrason. -sg Girðing umhverfis grunninn (Að- alstræti er að hruni komin. Kantur á götunni gefur sífellt meira eftir. Rafmagnskaplar eru óvarðir. Sóðaskapurinn er ótrúlegur. Mynd: ARI. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 1. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.