Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Tjörnin lifi Ráðhúsmálið í kjörklefana? Guðrún Pétursdóttir: Kjörið tœkifceri gefst við forsetakjörið. Felltí borgarráði Þetta er alveg kjörið tækifæri fyrir borgaryfirvöld til að kanna hug borgarbúa með leyni- legum hætti. Það þarf ekki að hafa svo mikinn kostnað í för með sér, sagði Guðrún Pétursdóttir talsmaður samtakanna Tjörnin lifi. Samtökin hafa sent borgarráði bréf þar sem farið er fram á að borgarbúum verði gefínn kostur á að láta í ljós skoðun sína á því hvort byggja eigi ráðhús í norð- vestur enda Tjarnarinnar, um leið og forsetakosningarnar fara fram 25. júní nk. í gær hafnaði borgarráð erindi samtakanna með þremur atkvæðum Sjálfs- tæðismanna, gegn tveimur at- kvæðum minnihlutans. sg Bráðabirgðalögin Innlán ver ___________*. Seðlabanka falið að setja reglur. Ríkisstjórnin lœtur undan þrýstingi. Skiptikjarareikningar óbreyttir Rflcisstjórnin setti í gær ný bráðabirgðalög þar sem ný- settum bráðabirgðalögum um verðtryggingar var breytt. f nýju lögunum eru „fjárskuldbinding- ar" skilgreindar sem sparifé og lánsfé og bannað að verðtryggja þesslags fjárskuldbindingar séu þær til skemmri tíma en tveggja ára. Hins vegar er Seðlabankan- um heimilað í samráði við við- skiptaráðherra að setja reglur sem heimila verðtryggingu spari- fjár og lánsfjár til skemmri tíma en tveggja ára. Öll önnur verð- tryggingarákvæði haldast óbreytt. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar fela því í sér að allt er verðt- ryegt nema ekkert. Olafur Ragnar Grímsson segir vaxta- og peningakerfið vera sömu ófreskjuna og það hefur verið eftir þessar síðustu aðgerð- ir. Ráðherrarnir séu í raun að vísa málinu til úrlausnar hjá embætt- ismönnum bankakerfisins. „Þetta sýnir að ríkisstjórnin er búin að gefast upp á því að greiða úr flækjufini sem varð til þegar hún var að semja síðustu bráða- birgðalög," sagði Ólafur. Eftir setningu fyrri bráðabirgðalaga um verðtryggingar lýsti Verk- takasambandið yfir áhyggjum sínum í sambandi við gerð verks- amninga. Verksamningar eru að meðaltali til tveggja ára og óttað- ist Verktakasambandið að bráða- birgðalögin gerðu verktökum það erfitt að verðleggja sín verk. Enda ekki ljóst hvaða aðili ætti að meta verðlagsþróun í landinu tvö ár fram í tímann eins og þyrfti að gera væru gerðir fastir verk- samningar. Pálmi Kristinsson framkvæmdastjóri Verktaka- sambandsins segir illframkvæm- anlegt að gera fasta samninga við ríkjandi verðbólgustig. Pálmi segir breytingarnar á bráðabirgðalögunum viðunandi hvað verksamningum viðvíkur en bráðabirgðalögin hindruðu enn- þá hækkun á útseldri vinnu um- fram 10% í umþb. eitt ár. Vegna flókinnar verðmyndunar í verk- takaiðnaði gæti þetta komið sér illa. Friðrik Sophusson starfandi forsætisráðherra segir breyting- arnar tryggja áframhald sk. skiptikjarareikninga og lætur ríkisstjórnin þar undan þrýstingi bankakerfisins. En viðskipta- bankarnir höfðu lýst yfir mikilli óánægju með að þeir féllu niður. Þá verður enn hægt að lána fé til skemmri tíma en tveggja ára með verðtryggingu og getur viðskipta- ráðherra hlutast til um þau mál í gegnum Seðlabankann án þess að til lagasetningar komi. Með því að þrengja skil- greiningu orðsins „fjárskuldbind- ing" fellur ýmislegt undan banni við verðtryggingu. Þaðverðurtd. ekkert því til fyrirstöðu að húsa- leiga verði bundin vísitölu, jafnvel þó húsaleigusamningur sé ekki gerður nema til eins árs. Það verður því ekki séð í fljótu bragði hvaða verðtryggingar til skamms tíma verða bannaðar með bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar -hmp Seðlabankinn Viðvöninarkerfið bilað Breytingaþörfígjaldeyrisviðskiptum. Steingrímur J. Sigfússon: Markaðskerfið gengur ekki upp í kunningjaþjóðfélagi Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir nauðsynlegt að verja Seðlabankann gengistapi af því tagi sem bankinn varð fyrir nokkrum dögum fyrir gengisfell- ingu. Hann segir það hins vegar vera verkefni Seðlabankans og viðskiptabankanna að komast að samkomulagi um það mál. Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður Alþýðubandalagsins segir atburði síðustu daga sýna að markaðskerfið gangi ekki upp í litlu kunningjasamfélagi eins og íslandi, það sé barnaskapur að halda því fram. „Hin hliðin á þessu máli og miklu nöturlegri," sagði Stein- grímur, „er að bankarnír skuli sjálfir hafa fellt gengið og maður spyr sjálfan sig; er ekkert við- vörunarkerfi í Seðlabankanum?" Þá segir Steingrímur það vera nauðsynlegt að setja reglur svo hvorki bankarnir né aðrir geti grætt á því einu að panta gjald- eyri. „Ríkisstjórn landsins hefur ropað um fastgengisstefnu og síð- ustu dagar sýna hversu mikið mark er tekið á henni," sagði Steingrímur. Ríkisstjórnin hafi flaggað fastgengisstefnunni fram á síðustu stundu en greinilegt væri að menn hafí misst alla tiltrú á þessa ríkisstjórn. Sólon Sigurðsson aðstoðar- bankastjóri hjá Búnaðarbankan- um sagðist í samtali við Þjóðvilj- ann ekki geta ímyndað sér að Búnaðarbankinn hafi keypt meiri gjaldeyri dagana fyrir gengisfell- ingu en aðrir bankar, án þess að hann vissi um kaup annarra banka. Gjaldeyrisstaða Búnað- arbankans væri venjulega á ann- að hundrað miljónir en hafi verið um 300 miljónir daginn sem lok- að var fyrir gjaldeyrissöluna. Sólon sagði eftirspurn eftir gjaldeyri hafa farið vaxandi alveg frá fyrstu viku maí og bankinn hafi gert ráðstafanir til að tryggja sig fyrir gengistapi. Að hans mati er málið orðið allt hið furðuleg- asta. „Það er eins og sé verið að leita að einhverjum sökudólgi en ég held að hann sé ekki til," sagði Sólon Jón Sigurðsson segir engar breytingar fyrirhugaðar varðandi viðskipti einstaklinga og fyrir- tækja við viðskiptabankana. „Þau verða eins og þau haf a verið og það getur enginn áfellst einka- aðila fyrir það að gæta sinna hagsmuna ef farið er eftir réttum leikreglum." Jón telur hins vegar fulla þörf á að hægt sé að svara spurningum um gjaldeyrisvið- skiptin hraðar en nú er og hvort eitthvað svo óvenjulegt sé þar að gerast að athugunar sé þörf. -hmp FÍF Magn- afslátt i K < Fiskmjölsframleiðendur vilja afslátt aforkuverði Félag íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda hélt aðalfund á dögun- um og kom þar fram að verk- smiðjueigendur telja mjög mikil- vægt að leitað verði allra mögu- legra leiða til að lækka olíu- og rafmagnskostnað verksmiðj- anna. íslenskar verksmiðjur greiði helmingi hærra raforkuverð en verksmiðjur til dæmis í Noregi og Danmörku og eðlilegt sé að kanna jafnvel möguleika á nýjum orkugjöfum ef verksmiðjunum verði ekki veittur svipaður magn- afsláttur og annarri stóriðju, því vissulega sé fiskimjölsiðnaður stóriðja landsbyggðarinnar. -tt Fiskmarkaðir Spara sporin Samtengingfiskmarkaða í Reykjavík, Hafnarfirði, á Suðurnesjum og íEyjum á döfinni. Kaup og sala á sama stað Haldnir hafa verið tveir sam- eiginlegir fundir með forráða- mönnum fiskmarkaða í Reykja- vík, Hafnarfirði, á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum um fyrir- hugaða samtengingu markað- anna og verður þriðji fundur að- ila fljótlega í næsta mánuði. Verði samtengingin að veruleika þurfa jafnt kaupendur sem seljendur ekki að ferðast á milli markaða heldur geta sinnt öllum sínum viðskiptum frá einum fiskmark- aði. Að sögn Bjarna Thors fram- kvæmdastjóra Faxamarkaðar er samtenging markaðanna búin að vera lengi á döfinni en án þess að nokkuð hafi gerst. Það sem hefur staðið samtengingunni fyrir þrifum hingað til er fyrst og fremst spurningin um hvort hún komi til með að tefja fyrir upp- boðunum þegar allar tölur þurfa að berast á milli svæðanna á með- an uppboðin fara fram. Bjarni sagði þetta vera spurningu um ákveðið tæknivandamál sem þyrfti að leysa áður en að sam- tengingunni yrði. Af starfsemi Faxamarkaðar er það helst að frétta að í dag verður seldur fyrsti alvöru grálúðufarm- urinn og verða það 190 tonn úr Engey RE. Kflóið af henni hefur selst á 22-23 krónur en fór upp í 32 í Hafnarfirði í gær og var það vegna fiskleysis meðal fiskverk- enda. Bjarni sagði að vegna sjó- mannadagsins í vikulok mætti bú- ast við miklu magni fiskjar á markaðina þegar skipin koma inn vegna dagsins en síðan verður allt fisklaust í næstu viku og má þá búast við að fiskverð hækki að mun vegna skorts á fiski. -grh 1 SVR Tuttugu mínútur milli ferða Sumaráætlun tekur gildi í dag Tuttugu mínútur verða á milli ferða Strætisvagna Reykja- víkur frá og með deginum í dag þegar sumaráætlun SVR gengur í gildi. Ekki verður um að ræða neinar breytingar á akstri vagnanna á kvöldin og um helgar. En þá aka vagnarnir á hálftímafresti. Leiðir 13 og 14 eru þó undantekningar, því á kvöldin og um helgar verður klukkutími á milli ferða á þeim leiðum. Einnig verða smá breytingar á brottfarartíma ein- stakra vagna. Leiðabók með öllum nánari upplýsingum er væntanleg fljót- lega. _sg Miðvikudagur 1. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.