Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Norskt Tsjemobyl Viö fyrstu sýn kann að þykja nokkuð æsileg samlíking að bera saman kjarnorkuslysið íTsjernobyl í Úkraínu ogþörunga- pláguna við strendur Noregs sunnan og vestan. Ógæfan í Tsjernobyl olli dauða þúsunda manna og mengaði stórt land- svæði, en þörungarnir hafa enn ekki drepið nema eldislaxa og þaðanaf óæðri sjávardýr. Sjávarútvegsþjóðir á norðurslóðum hljóta þó að seilast langt eftir samlíkingum og lýsingarorðum um þörungapláguna norsku. Fyrst héldu menn að þetta áfall snerti fyrst og fremst laxeld- ið, en nú virðast hinir eitruðu þörungar munu skilja eftir sig dautt haf norður allar Noregsstrendur, og veit enginn enn hve stórt svæði verður undirlagt, hvenær líf kemur aftur í sjó þar eystra, hversu fer um atvinnulíf og þarmeð búsetu í strand- byggðum í Ögðum og Hörðalandi og Rogalandi. Norðurstrend- ur Danmerkur eru einnig í hættu, þar á meðal byggðin í og við Hirsthals á Jótlandi sem íslenskir sjómenn þekkja vel. Meginástæða plágunnar er talin vera ýmis mengun sjávar sem við sérstök skilyrði getur framkallað eiturþörunginn. Þörungaplágan við Noregsstrendur er þessvegna sérstök aðvörun til okkar íslendinga sem eigum allt okkar undir hafinu. í fyrsta lagi hljótum við að gera það að einum meginásnum í utanríkisstefnu okkar að berjast gegn mengun á höfunum, sérstaklega hér á norðurslóðum, bæði gegn „venjulegri“ mengun frá hefðbundnum atvinnugreinum, efnamengun frá verksmiðjum, kjarnorkumengun frá verum einsog Dounreay í Skotlandi. Þessu fylgir eðlileg barátta gegn kjarnorkuvígbúnaði í oa á sjó. I annan stað á þörungaplágan í Noregi að verða okkur áminning um að iíta einnig í eigin barm. Það hefur borið á þeim viðbrögðum hérlendis að fræðimenn og forystumenn í atvinnulífi hafa fullyrt að svonalagað gæti aldrei gerst hér. Þetta komi aldrei fyrir okkur. Það er athyglisvert að þetta eru einmitt sömu viðbrögð og heyrðust frá forsvarsmönnum kjarnorkuiðnaðarins á Vestur- löndum fyrstu dagana eftir Tsjernobyl-slysið í Sovétríkjunum. Slíkt gæti aldrei gerst vestantjalds, -þetta kæmi aldrei fyrir okkur. Aðstæður eru vissulega allt aðrar við íslandsstrendur en á þeim slóðum norskum sem þörungarnir herja á. Hinsvegar vekur það spurningar að aðeins ein fiskeldisstöð íslensk virðist hafa verið sett þannig á stofn að undan færi rækileg rannsókn allra aðstæðna í lífríkinu, og virðist margt óljóst um mengun af þeim og á þær margar. Og vísbendingar um aukna mengun sjávar við íslandsstrendur eru því miður ýmsar síðustu árin. Til þess eru vítin að varast þau. Afmæli í Hafnarfirði Hafnfirðingar minnast þess í dag að 80 ár eru liðin frá því staðurinn fékk kaupstaðarréttindi, og er raunar frekar skammurtími í sögu byggðarinnarviðfjörðinn, sem ásér rætur í verslun og sjósókn miklu lengra aftur. Hafnarfjörður er á margan hátt einstætt bæjarfélag, þar sem íslenskir og erlendir straumar hafa markað mannlíf með sér- stökum haetti, -og á síðari tímum, þegar höfuðborgin hefur ruðst út yfir nærbyggðirnar, hefur Hafnarfjörður reynst nógu öflugur til að halda sérkennum sínum að fullu. Það á við um blómlegt atvinnulíf, og það á við um félagslegar áherslur fyrr og síðar í mótun bæjarfélagsins. Sá meirihluti Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem nú stjórnar í Hafnarfirði hefur reynst farsæll og samhentur og honum hefur tekist að mæta vandamálum nútímans með ferskum hætti án þess að láta af félagslegum grunnviðhorfum sínum, þvert á það sem tíðkast í ýmsum nærsveitum. Þjóðviljinn óskar Hafnfirðingum til hamingju með afmælið í bænum. -m Trúiná læknavísindin í hinum efnaðri þjóðfé- lögum er miklu fé varið til heilsugæslu og heilbrigðis- þjónustu eins og allir vita,og vei þeim áhrifamanni sem sýnir af sér eitthvað sem lík- istnísku íþeim efnum: eins víst að hans pólitískur dauði sé skammt undan. Hitt er svo annað mál, að fleiri hlutir sæta nú gagnrýni í heilbrigðismálum en áður þótti við hæfi. Hin bláeyga trú á heilagleika og mögu- leika læknavísindanna hefur sett nokkuð ofan (og veitti ekki af), sem og sú hagvaxt- artrú að fleiri og dýrari apparöt á sjúkrastofnunum muni skila sér í ótvíræðum framförum í heilbrigði og björgun mannslífa. Og er þá stungið upp á því hér og þar - eins og reyndar var frá sagt hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu, - að nær væri að stunda forvarnir ýmiskonar en trúa á hátækni, sem svar við vanda fólks sem þegar er banvænt eða svo gott sem. Að meta árangurinn Einnervandiþeirrasem . voga sér í gagnrýnisham inn á þetta viðkvæma svið - blátt áfram sá að tölur um árangur á þessu sviði er hægt að túlka á marga vegu - þær virðast standa á þeim brauðfótum að þeim megi hæglega snúa í allar áttir. Dæmi skal nefnt: Krabba- meinsstofnun Bandaríkj- anna sendir frá sér skýrslu sem sýnir, að verulegur ár- angur hafi náðst í baráttu við ýmislegkrabbamein. Endu- rskoðunarnefnd þingsins fer ofan í sömu skýrslu og kemst að þei rri niðurstöðu, að á sl. þrem áratugum hafi litlar eða engar framfarir orðið í Iækningum á flestum hinna algengustu tólf tegunda illkynja æxla. Altént hafi Krabbameinsstofnunin (sem er með skýrslunni að berjast fyrir auknum fjár- veitingum náttúrlega) ýkt stórlega þá lífgjöf sem lækn- ar státa sig af. Hverskonar framför? Og þessu svara svo tals- menn lækna með því, að hin pólitíska nefnd einblíni á það hverj ir „lifi af“ - en taki ekki mið af þeim árangri sem næst í að framlengja líf sjúklinga. Og þá geta enn aðrir risið upp og sagt sem svo: sú hátæknivædda fram- lenging á hálfslokknuðu lífi sem Krabbameinsdeildirnar státa af, er alls ekki ótvíræð framför, oftar er það svo að hún býður upp á framleng- ingu dauðastríðs sem er niðurlægjandi og þungbært bæði fyrir sj úkling og að- standendur. Þetta er þér sjálfum að kenna Til eru og þeir sem gagnrýna þá stefnu í um- ræðu um krabbamein sem beinir athyglinni að ábyrgð sjúklingsinssjálfs: samfé- lagið segir við sjúklinginn- þetta er þér sjálfum að kenna, ef þú hefðir ekki reykt, borðað meira græn- meti, búið úti á landi en ekki í stórborg, hvílt þig betur, ekki unnið svona mikið, þá værir þú ekki með krabba- mein núna. Þessi viðhorf eru m. a. viðruð í nýlegri grein í dan- ska blaðinu Information eftir rithöfundinn Hennings Prins. Hann segir á þessa leið um þær ásakanir sem að ofan voru raktar: „Með þessum hætti hverf- ur umræðan um mengunar- valdandi samfélag út í veður og vind. Það eru ekki geisla- virk efni, ekki eyðilagt óz- onlag, ekki aðskotaefni í matvælum, ekki óhollusta á vinnustað eða mengun alls lífkerfisins sem veldur krabbameini. Nei - það eru fæðuvenjur okkar, okkar „rangi“ hugsunarháttur, skortur okkar á glaðværð, sem veldur krabbameini í okkur. Fleiri í dag en í gær... Þetta er ómennsk aðferð til að ýta krabbameinssjúk- lingum út í ystu myrkur. Það getur ekki verið rétt að samfélagið auki á þjáningar hinna sjúku með því að bæta sektarkennd ofan á þær... Á bak við hugmyndirar um sjálfsábyrgð á krabbameini liggur tvennskonar hund- ingjaháttur. Annarsvegar er reynt að skera á samhengið milli æ fleiri krabbameinstil- fella og mengunar frá t. d. iðnaði og umferð. Hinsveg- ar stendur það til að spara krónurnar...“ Ég sjálfur og Hinir Það er rétt hjá greinarhöf- undi: það skiptir miklu að umræða um ábyrgð hvers og eins á heilsu sinni og mögu- leika manna á að hafa áhrif á hana (sem er nauðsynleg, vitanlega), sé ekki notuð til að að sýkna í leiðinni ýmsa meiriháttar sökudólga í samfélaginu. Eins gott reyndar að hlífa hvorki ein- staklingnum né samfé- laginu. Vitanlega á að brýna það t.d. fyrir uppvaxandi kynslóð, hvílíkur háski I reykingar eru, svo mikill krabbameinsvaldur sé nefndur: sá eitursnákurerí þinni greip ef þú vilt. En sá áróður má ekki skyggja á glæpsamlegan fláttskap tóbakshringanna, sem hafa varið gífurlegu fé í herkostn- að á liðnum árum, sem mið- ar að því að draga með hálf- sannleika, fölsunum og undandrætti úr þeim níkot- ínháska sem kemur æ betur í ljós eftir því sem stundir líða fram. Að því að lauma fölsku öryggi að þeim sem byr j aðir voru að reykj a á fá- viskutímum, fá þá til að hugsa sem svo: æ það gerir ekkert til þótt ég fái mér eina. ÁB þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljó8myndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. ÚtUtstelknarar: GarðarSigvaJdason, MargrétMagnúsdóttir. FramkvæmdastjórLHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjornsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.