Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Blekkingaleikur Vigfús Geirdal skrifar Þann 18. apríl sl. birtist hér í Þjóðviljanum grein eftir Hjörleif Guttormsson, alþingismann og fyrrverandi ráðherra, sem bar yfirskriftina Kjarnavopn og staða Islands. Þar gerir Hjörleifur sam- viskusamlega grein fyrir ályktun Alþingis frá 23. maí 1985 ásamt yfirlýsingum Geirs Hallgríms- sonar frá 16. apríl 1985 og Stein- gríms Hermannssonar frá 20. október og 3. desember 1987 til að sýna fram á að „afstaða AI- þingis og íslenskra stjórnvalda til kjarnavopna er mun ákveðnari en komið hefur fram af hálfu ann- arra Atlantshafsbandalagsríkja. Þar á meðal Dana og Norð- manna. Tilefni þessarar greinar voru skrif Gests Guðmundssonar í Þjóðviljanum 26. apríl sl. um á- lyktun danska þingsins þess efnis að skipherrum herskipa er hygð- ust koma til danskra hafna yrði send tilkynning þar sem vakin væri athygli á því að flutningur kjarnavopna um danskar hafnir er óheimill. Ályktun þessi vakti sem kunnugt er harkaleg við- brögð Nató og Bandaríkjanna og varð til þess að efnt var til þing- kosninga í Danmörku. Gestur leyfði sér jafnframt að spyrja: „Hvenær tekur meirihluti Ál- þingis á sig sömu rögg og Danir og krefst skýlausra ákvæða og yfirlýsinga um að kjarnorkuvopn fari aldrei um íslenskt land?“ Þetta þykir Hjörleifi fávíslega spurt. En Hjörleifur er umburðar- lyndur maður og getur því út af fyrir sig skilið að samþykktir Al- þingis og yfirlýsingar utanríkis- ráðherra um bann við kjarna- vopnum hér á landi hafi farið fram hjá Gesti Guðmundssyni „sem sumpart hefur dvalið er- lendis undanfarin ár“ og hinum partinum lifað og hrærst í 7. og 8. áratugnum. Þaðget ég líkaskilið. Mér er það aftur á móti óskiljanlegt hvernig atvinnupóli- tíkus sem síðustu 10 árin hefur setið á Alþingi fer að því að lesa út úr þessum samþykktum og yf- irlýsingum allt annað og meira en í þeim felst. Þessu verður helst jafnað við það þegar sá ágæti fræðimaður Finnur Magnússon tók upp á því á síðustu öld að lesa dróttkvæðar vísur út úr sænskum jökulrispum. Sýndarmennsku- pólitík Það sem Hjörleifur les út úr ályktun Alþingis og yfirlýsingum utanríkisráðherra er þetta: „Þingið hefur samþykkt ótví- rœða yfirlýsingu um að hér verði ekki leyfð kjarnavopn. Fyrrver- andi utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að bann við kjarnavopn- um taki einnig til herskipa í ís- lenskri lögsögu og komu þeirra til hafna hérlendis. Núverandi utan- ríkisráðherra hefur staðfest þetta viðhorf og lýst þeim skilningi, að ályktun Alþingis varðandi kjarnavopn taki ekki aðeins til friðartíma heldur megi ekki flytja hingað slík vopn á ófriðartím- um. “ Að þeim orðum slepptum, sem fullyrða að ekki megi flytja hing- að kjarnavopn á ófriðartímum, segir hér ekki annað en það sem alla tíð hefur í orði kveðnu verið stefna norrænu Natóríkjanna og fleiri landa sem leyfa ekki kjarna- vopn í lögsögu sinni. Hér er ekki orð um það hvort eða hvernig ís- lendingar ætli sér að framfylgja þessari stefnu. Ályktun Alþingis um stefnu ís- lendinga í afvopnunarmálum frá 23. maí 1985 var ekki sögulegur viðburður, eins og Hjörleifur staðhæfir, heldur sorglegur vitn- isburður um vanþekkingu og fúsk þeirra sem samþykktu hana. Hún er hrærigrautur margra tillagna þar sem hvað rekur sig á annars horn og er því nánast merkingar- laust plagg sem hver getur túlkað eftir eigin höfði. Því miður er það ekkert eins- dæmi að þingmenn Alþýðu- bandalagsins taki þátt í blekking- arleik gagnvart stuðnings- mönnum sínum. Það er hins veg- ar einlæg von mín að þeir hætti að taka þátt í sýndarmennskupólitík af því tagi sem þessi ályktun Al- þingis frá 1985 er skýrastur vottur um. Þeim væri nær að standa af meiri einurð og þekkingu vörð um þann málstað sem þeir eru kosnir til að berjast fyrir. Yfirlýsing Geirs Fyrirspurn sú er leiddi til yfir- lýsingar Geirs Hallgrímssonar á Álþingi 16. apríl 1985 var lögð fram skömmu eftir að Nýsjálend- ingar höfðu afþakkað heimsókn bandaríska tundurspillisins Buc- hanans. Svo kaldhæðnislega sem það er þá get ég fullyrt að yfirlýs- ing Geirs varð næst á eftir skorin- orðri afstöðu Nýja Sjálands helsti hvati þess að hreyfingar kjarn- orkuvopnaandstæðinga í Skand- inavíu tóku í auknum mæli að beita sér gegn heimsóknum her- skipa með kjarnorkuvopn innan- borðs. Árangur þeirrar baráttu er m.a. hin afdrifaríka ályktun danska þingsins. Yfirlýsing Geirs Hallgíms- sonar er að því leyti merkileg að þetta var í fyrsta skipti sem ís- lenskur utanríkisráðherra tók fram að kjarnorkuvopnabann ís- lendinga væri ekki aðeins bann við varanlegri staðsetningu kjarnavopna á íslandi heldur einnig bann við umferð kjarna- vopna í íslenskri lögsögu. Hann tók það vissulega fram að hann ætlaði að framfylgja þessari stefnu en það hefur aldrei komið fram hvernig. Þar skilur á milli stefnu íslendinga og ályktunar danska þingsins. Ég vil síst af öllu gera lítið úr áhrifum yfirlýsingar Geirs því að síðan hún var gefin vorið 1985 hafa engin þau herskip komið hingað í heimsókn sem beitt geta kjarnorkuvopnum. En það er ekki að þakka því að Alþingi eða íslensk stjórnvöld hafi „haldið vöku sinni“ heldur rótgróinni andstöðu íslensks almennings gegn kjarnavopnum og vöku her- stöðvaandstæðinga. Mótmæli við heimsókn Natóherskipa eiga sér miklu lengri sögu hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Nató - frímúrara- klúbbur ríkisstjórna Við skulum heldur ekki gera of mikið úr gildi þessarar yfirlýsing- ar. Harkaleg viðbrögð Banda- ríkjanna og Nató við ályktun danska þingsina afhjúpar nefni- lega þá staðreynd að sitt er hvað sú stefna sem stjórnvöld ein- stakra Natóríkja halda að al- menningi og skuldbindingar sem þau hafa gengist undir gagnvart hernaðarbandalaginu. Nató er nefnilega ekki bandalag þjóða heldur eins konar frímúrara- klúbbur ríkisstjórna þar sem teknar eru alls konar ákvarðanir sem ekki eru einu sinni kynntar þjóðþingum hvað þá almenningi í aðildarríkjum bandalagsins. Ein þeirra skuldbindinga sem ráða- menn Natóríkja hafa gengist undir er að taka á móti her- skipum og flugvélum sem hugs- anlega bera kjarnavopn. Önnur er sú að heimila kjarnavopn á ó- friðartímum. Sefna kjarnorkuveldanna „að játa hvorki né neita tilvist kjarna- vopna“ beinist ekki gegn hugsan- legum óvini heldur er henni stefnt gegn almenningi. Að sögn bandarískra stjórnvalda í þeim löndum sem tekið hafa á móti kjarnavopnum eða þurfa hugsan- lega að gera það. Þetta var upp- haflega gert í því augnamiði að koma í veg fyrir mótmæli en með afstöðu Nýsjálendinga og síðar Dana hefur verið flett ofan af þessari stefnu og hún er því gengin sér til húðar. í reynd sýnir hún í hnotskurn virðingarleysi stórveldis fyrir sjálfsforræði smá- þjóða. Hvað með Keflavíkurflugvöll? Það er ánægjulegt að Steingrímur Hermannsson, nú- verandi utanríkisráðherra, skuli hafa áréttað yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar og jafnframt lýst því yfir að hann líti svo á að kjarn- orkuvopnabann íslendinga nái bæði til friðar- og ófriðartíma. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir takmörkuðu gildi einhliða yfirlýsinga sem þessara. í svari Steingríms við fyrirspurn Hjörleifs þann 3. des- ember á síðasta ári kemur fram að ekki liggur fyrir ótvíræð yfir- lýsing kjarnorkuveldanna um að þau virði þessa stefnu íslendinga enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei farið fram á slíkt. Hjörleifur fjallar í lok greinar sinnar nokkuð um undirbúnings- vinnu þingmanna að stofnun kjarnorkuvoponalauss svæðis á Norðurlöndum og frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar um friðlýsingu íslands fyrir kjarnorku- og efnavopnum. Það væri tæplega þörf á frumvarpi um kjarnorkufriðlýsingu íslands ef bann Alþingis og íslenskra stjórnvalda við staðsetningu kjarnavopna eða flutningi þeirra í íslenskri lögsögu væri jafn ótví- rætt og Hjörleifur Guttormsson vill vera láta. Ef til vill er herstöðin í Keflavík besta dæmið um það hversu því fer fjarri að íslensk stjórnvöld framfylgi þeirri yfirlýstu stefnu að banna umferð kjarnavopna í íslenskri lögsögu því það eru ekki einungis herskip sem hugsanlega flytja kjamavopn hingað til lands heldur einnig flugvélar. Á 6 mán- aða fresti er skipt um sveit ORin kafbátaleitarflugvéla á Keflavík- urflugvelli. Það er staðfest að Bandaríkjaforseti undirritar á hverju ári áætlun um að flytja 48 kjarnasprengjur í þessum flu- gvélum hingað til lands á hættu- tímum. Hvarflar það að Hjörleifi og þingmönnum Alþýðubandalags- ins að skilgreina þessar flugvélar annað en kjarnavopn? Hafa þeir óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að þau geri Banda- ríkjastjórn skýra grein fyrir því að flugvélum með kjarnavopn innanborðs sé óheimilt að lenda á Keflavíkurflugvelli og krefjist staðfestingar á því að Bandaríkin virði þessa stefnu íslendinga? Hvað varð um öll stóru orðin sem sögð voru í kjölfar upplýsinga Williams Arkins um þessi mál? Bandaríkjastjórn hefur aldrei staðfest að hún hafi hætt við áform um að flytja hingað kjarnavopn. Tilkynning um borð í herskip og flugvélar Steingrímur Hermannsson tók það fram í svari við fyrirspurn Hjörleifs að yfirvöldum Atlants- hafsbandalagsins er mjög vel kunnugt um kjarnorkuvopna- bann Islendinga. Ég legg það vinsamlegast til að þingflokkur Alþýðubandalagsins sendi aðal- ritara Atlantshafsbandalagsins og stjórnvöldum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Sovét- ríkjanna og Kína bréf þar sem þessi stefna íslendinga er áréttuð og þessir aðilar krafnir svara um það hvort þeir virða þessa stefnu. Hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði Norðurlanda á enn nokkuð í land með að verða að veruleika og einnig má búast við að nokkur tími líði áður en frumvarp Steingríms J. Sigfús- sonar um friðlýsingu íslands nær fram að ganga. Því legg ég til að þingflokkur Alþýðubandalagsins flytji strax í upphafi næsta þings þingsályktunartillögu þess efnis að yfirmönnum herskipa og her- flugvéla frá kjarnorkuveldunum sem óska eftir að fara um íslenska lögsögu verði send svohljóðandi tilkynning: Það er skýr stefna ríkisstjórnar Islands að kjarnorkuvopn séu ekki geymd á Islandi og tekur hún einnig til herskipa og herflugvéla í íslenskri lögsögu. í samræmi við þessa stefnu sem Iýst hefur verið yfir er fullljóst að sigling herskipa og umferð flug- véla með kjarnorkuvopn um ís- lenska lögsögu er óheimil og þá jafnframt koma þeirra til hafna og flugvalla hérlendis og munu ís- lensk stjórnvöld framfylgja þcss- ari stefnu. Þessi framansögðu orð eru nokkurn veginn orðrétt tekin úr yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar þannig að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Alþingi sam- þykki hana einróma. Það yrði sannarlega sögulegur viðburður. Vigfús Geirdal starfar að útgáfu- málum. Hann hefur skrifað ýmsar greinar um hernaðar- og friðarmál hér í blaðinu. Hversu öruggar eru Nató-þjóðirnar um að ekki sé verið með kjarnorkuvopn innan lögsögu þeirra? Myndin sýnir bandaríska F-15 orustuþotu. „Nató er nefnilega ekki bandalag þjóða heldur eins konar frímúraraklúbbur ríkisstjórna þarsem teknar eru alls konar ákvarðanir sem ekki eru einu sinni kynntar þjóðþingum hvað þá almenningi í aðildar- ríkjum bandalagsins. Ein þeirra skuldbindinga, sem ráðamenn Natóríkja hafa gengist undir er að taka á móti herskipum ogflugvélum sem hugsanlega bera kjarnavopn. “ Miðvikudagur 1. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.