Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 6
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun ferfram í Iðnskólanum í Reykjavík og Miðbæj- arskólanum frá kl. 9.00-18.00 1. og 2. júní. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám (Námssamningur fylgi umsókn nýnema). 2. Grunndeild í prentun. 3. Grunndeild í prentsmíði (setning-skeyting- offsetljósm.) 4. Grunndeild í bókbandi. 5. Grunndeild í fataiðnum. 6. Grunndeild í háriðnum. 7. Grunndeild í málmiðnum. 8. Grunndeild í rafiðnum. 9. Grunndeild í tréiðnum. 10. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 12. Framhaldsdeild í bókagerð. 13. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 14. Framhaldsdeild í hárskurði. 15. Framhaldsdeild í húsasmíði. 16. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. 17. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 18. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. 19. Framhaldsdeild í vélsmíði. 20. Almennt nám. 21. Fornám. 22. Meistaranám. 23. Rafsuða. 24. Tæknibraut. 25. Tækniteiknun. 26. Tölvubraut. 27. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 28. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeinda- virkjun. Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstakar deildir. öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskír- teina með kennitölu. Iðnskólinn í Reykjavík Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla Norðurlandsumdæmi vestra: Stööur skólastjóra viö grunnskólana Hólum í Hjaltadal og Akra- hreppi. Stöður sérkennara í fræðsluumdæminu. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Siglufirði, meðal kennslugreina íþróttir drengja, raungreinar, samfélagsfræði, erlend mál og sérkennsla, Sauðárkróki, meöal kennslugreina danska og tónmennt, Staðarhreppl V-Hún, Rípurhreppi, Haganeshreppi, Blönduósi, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, tónmennt, mynd- og handmennt, Höfðakaupstað, meðal kennslugreina íþróttir, Hofsósi, meðal kennslugreina mynd-og handmennt, dan- ska og kennsla yngri barna, ódýrt húsnæði í boði, Laugarbakka- skóla, meðal kennslugreina hannyrðir og íþróttir, ódýrt húsnæði í boði, Vesturhópsskóla, meðal kennslugreina smíðar og hand- mennt, Húnavallaskóla, meðal kennslugreina stærðfræði og raun- greinar, Steinsstaðaskola. Norðurlandsumdæmi eystra: Stöður skólastjóra við grunnskólana: Hrisey, Lundi Öxarf. og Svalbarðshreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akureyri, meðal kennslugreina íslenska, stærðfræði, danska, enska, íþróttir, samfélagsfræði, raungreinar, hand- og myndmennt, tónmennt, heimilisfræði, sérkennsla, Húsavík, meðal kennslu- greina sérkennsla, Dalvík, meðal kennslugreina danska, Grímsey, Hrísey, Saurbæjarhreppi, Svalbarðsströnd, meðal kennslu- greina íþróttir, Bárðardal, Lundi Öxarfirði, Raufarhöfn, meðal kennslugreina íþróttir, Þórshöfn, meðal kennslugreina íþróttir, handmennt, raungreinar, Árskógarskóla, Þelamerkurskóla, meðal kennslugreina heimilisfræði, íþróttir, mynd- og handmennt, Grenivíkurskóla, meðal kennslugreina íþróttir. Skólafulltrúi Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólafulltrúa. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf skulu berast á bæjarskrifstofuna, Strandgötu 6, eigi síðar en 17. júní n.k. Nánari upplýsingar um starfið veita bæjarritari og skólafulltrúi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði FRETTIR Launamisréttið Konurekki hálfdrætlingar í hlunnindum Konur með 10% af bílapeningum á sl. ári. Eru ekki hálfdrœttingar í yfirvinnugreiðslum. Beinn launamunur kynjanna er verulegur hjá Konur virðast hafa ekið um 10,2% af þeim kflómetrum sem atvinnurekendur greiddu laun- þegum fyrir vegna afnota af bfl- um þeirra, a.m.k. fengu þær 10% af bflastyrkjum. 485 konur fengu þessar greiðslur, og eru það um 20% þeirra sem slíkar greiðslur fengu. Bendir það til þess að greiðslur til þeirra hafi að jafnaði verið helmingi lægri, en greiðslur til karlamanna vegna bflanotkun- ar. Þetta er meðal upplýsinga, sem fram koma í skýrslu til félags- málaráðherra um launajafnrétti hjá hinu opinbera, sem gerð var opinber fyrir skömmu. í skýrslunni kemur fram til samanburðar, að 1982 hafi aðeins 5% greiðslna vegna bflaafnota ríkisstarfsmönnum runnið til kvenna og konur hafa þá verið 10% þeirra sem fengu þessar greiðslur. I yfirvinnugreiðslum birtist launa og tekjumisrétti kynjana kvað skýrast skv. þessari skýrslu. Innan BSRB fá karlar að meðal- tali 68,2% ofan á dagvinnutekjur sínar í formi yfirvinnu, en meðal- viðbótartekjur kvenna vegna yfirvinnu var aðeins 34,9%. Innan BHMR fá karlar 48,7% en konur 39,1%. Innan KÍ fá karlar 48,8% en konur 22,3%. Meðal grunnskólakennara í HÍK fá karl- ar 54,2% ofan á dagvinnulaunin en konur 27,7%. Af framhalds- skólakennurum í HÍK fá karlar 100,4% ofan á dagvinnulaun sín, en konur 63,0% Af þessu sést skýrt að konur eru ekki hálfdrættingar á við karla hvað yfirvinnugreiðslur varðar, þegar þessar upplýsingar eru skoðaðar og meðaltal fundið. Þetta felur í sér gífurlegan mis- mun hvað varðar atvinnutekjur. Samkvæmt skýrslunni er beinn launamunur kynjanna að jafnaði um 5-6% hjá ríkisstarfsmönnum. Hjá BHMR-félögum er hann rösk 17%, hjá framhaldsskóla- kennurum innan BK er hann 2,47% og hjá grunnskólakennur- um 7,92%. Hjá félagi frétta- manna er launamismunurinn 3,8% og 5,5% hjá fálagi háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnar- ráðsins. gjh Skák Meistarafans í leikhusinu Fyrsta sinnið sem ríkjandi heimsmeistari tekurþátt ískákmóti á íslandi. Borgarleik- húsið hýsir skáksnillingana íoktóber Nú hefur endanlegur listi yfir keppendur á heimsbikarmótinu í skák sem haldið verður í Borgar- leikhúsinu nú í október verið gef- inn út. Margir af allra sterkustu skákmönnum veraldarinnar keppa á mótinu og er meðal ELO-stigafjöIdi þeirra um 2620 stig miðað við síðustu áramót en verður hærri nú í júlí þegar ný stigatafla verður gefin út. Stöð 2 stendur að mótinu í sam- vinnu við Stórmeistarasamband- ið og er það eitt af sex mótum sem haldin verða á þessu og næsta ári og sá sigrar og hlýtur útnefning- una „Heimsbikarmeistari í skák" sem stendur sig best í þremur mótum samtals. Hann fær aukreitis 20 þúsund dali í verð- laun. Keppendur sem nú hafa stað- fest þátttöku sína eru: Gary Kasparov, Jan H. Timman, Al- exander G. Belyavsky, Victor Kortsnoj, Mikhail N. Tal, Pre- drag Nikolic, Jonathan S. Spe- elman, Zoltan Ribli, Arthur Yus- upov, John D. M. Nunn, Lajos Portisch, Gyula Sax, Ulf Ander- son, Andrei Sokolov, Jóhann Hjartarson, Jaan Ehlvest, Boris Spassky og Margeir Pétursson en hann mun tefla sem sérstakur gestur mótsins. -tt Ráðhúsið Husvöröurinn í höfh Reykjavíkurborg að kaupa íbúana við Tjarnargötuna út. Tjarnargata 10, lOa, lOb, lOc og lOd vegna út- og innkeyrslu íbílakjallarann? .n------1-------- i__e.__ _-__ _:--------1:—fxl.t-----------------i_.:__.: _i____. vt.. i:---------*—•_ _• r_i---------_ Reykjavíkurborg hefur nú keypt íbúð handa ráðhúsverði í húsinu við Tjarnargötu 10. Fyrst um sinn er áætlað að byggingar- stjórar við ráðhúsið dvelji í íbúð- inni en þegar byggingunni er lok- ið á væntanlegur húsvörður þess að hafa aðsetur þar. Fasteignasalar höfðu í síbylju haldið því fram að verðið á fast- eignum við Tjarnargötuna lækk- aði og íbúarnir stóðu flestir í þeirri meiningu en nú hefur það sumsé komið á daginn að Reykjavíkurborg er tilbúin til að festa kaup á húsakosti Tjarnar- götubúa á sanngjörnu verði, en eigandinn fékk raunandvirði íbúð- arinnar fyrir. Heyrst hafði að borgin hygðist kaupa Tjarnargötu 18, þar sem íslensk-erlenda er til húsa, en borgin á númer 20 fyrir. Friðrik Sigurbjörnsson, forstjóri fslensk- erlenda, sagði það algjörlega úr lausu lofti gripið og ekki fyrir því flugufótur en hinsvegar hafi hann heyrt af þvf að Reykjavíkurborg hyggðist kaupa Tjarnargötu 10, lOa, lOb, lOc og lOd til niðurrifs og í staðinn kæmi inn- og út- akstursbraut í bílageymslurnar undir ráðhúsinu. Petta fékkst þó ekki staðfest í gær. Nú liggur fyrir í félagsmála- ráðuneytinu kæra íbúanna vegna byggingarleyfis ráðhússins. Byggingarnefnd hefur látið ráð- herra í té umsögn sína en hún er á þann veg að kæran skuli hundsuð og undir það skrifa fulltrúar íhaldsins. Fulltrúar minnihlutans lögðu hinsvegar til við byggingar- nefnd að hún leggði til við fél- agsmálaráðherra að fallist yrði á kröfu kærenda, íbúa við Tjarn- argötuna, um ógildingu bygging- arleyfisins. Ráðherra er nú útí sveit en fyrir liggur að hún ákvarði hvort bygg- ingarleyfið sé ógilt eða ekki. -tt 6 SÍÐA - WÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.