Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 8
Gallerí Borg Hugsunin er í eðli sínu abstrakt Gunnar Kristinsson: Ég vildi gera magamálverk, ekki höfuðmálverk Gunnar Kristinsson opnaði sýningu á olíumyndum og skúlp- túr í Gallerí Borg á fimmtudaginn var. Gunnar er fæddur 1955, stundaði tónlistarnám í Vínar- borg og Basel á árunum 1977- 1981, og myndlistarnám í Basel 1980-1984. Hann hefur meðal annars haldið einkasýningar í Vín, Basel og Reykjavík, og tekið þátt í samsýningum, gjörningum og tónleikum í Sviss, Þýskalandi, Bandaríkjunum og a íslandi. - Ég sýni þarna 18 olíuverk og fjóra skúlptúra, - segir hann, - og sum nöfnin eru kannski tal- andi fyrir það sem ég er að velta fyrir mér. Myndirnar heita til dæmis nöfnum eins og Hvað, Við, Gulli og Ógn, einn skúlptúr- inn er Klofin píla. Það er form sem ég hef unnið mikið með, píl- an hefur eiginlega klofnað í tvö andlit. Það'mætti ímynda sér að hún héldi áfram og yrði tvær leikhúsgrímur. Sorgarleikurinn og gamanleikurinn. - Mér finnst við gera of mikið af því að reyna að skilja hlutina út frá einhverjum gömlum formúl- um. Við Ieitum endalaust að lausnum í fortíðinni. viljum lausnir út frá einhverju sem við ' þekkjum í stað þess að taka því nýja með opnum hug. Það er ekki hægt að nálgast það nýja út frá gömlum hugmyndum. - Ég er að beita annarri tegund af skilningi. Einhverri tegund af sakleysi. Eg vildi nálgast hlutina fordómalaust. Geta stokkað upp. Þess vegna er ég að leita að nýrri nálgun á skynjun og skilningi. Ég vildi gera magamálverk, ekki höfuðmálverk. Mála út frá til- finningum en ekki rökhyggju, út frá undirmeðvitundinni - ekki þessari Freudisku heldur því ó- sjálfráða í sjálfum mér, því sem ekki er bundið gamalli formúlu og þess vegna lokað. - Mér finnst við vera að eyði- leggja skynjunina. Ég nenni ekki að byrja á einhverju neikvæðu hjali um þjóðfélagið og þróun- ina, en þetta er nokkuð sem ég hef áhyggjur af. Það er eins og við höfum gleymt því að þróuninni er ekki lokið. Okkar vestræna menning eins og hún lítur út í dag er afleiðing hundrað ára þróunar, en það er eins og fólk viti ekki að hundrað ár eru enginn tími í þró- un mannsandans. Við vinnum að því að gera jörðina óbyggilega, og drekkjum á meðan allri skynjun í síbyljum og vídeóum. Það er endalaust verið að finna upp aðferðir til að hafa ofan af fyrir fólki. Menn eru hættir að gera þetta sjálfir heldur láta endalaust mata sig. En ef við kunnum ekki lengur að hafa ofan af fyrir okkur sjálf missum við þetta traust á sjálfum okkur með upplifanir á skynræna sviðinu. Og þá er ég hræddur um að það sé engin leið til baka. - Mér finnst vera ákveðið sam- ræmi í viðbrögðum okkar við heiminum í dag, þessari enda- lausu neyslu og viðbrögðum í plönturíkinu. Við getum tekið dæmi um ávaxtatré. Þegar tréð skynjar að það er aðþrengt, kannski vegna sýruregns eða ein- hvers ámóta, þá fyllist það ein- hverjum krafti. Gefur frá sér metuppskeru, kannski í nokkur ár áður en það deyr. Það er eins og það sé einhver undirvitund í plöntunni sem segir henni að draga djúpt andann, hún lifir á tvöföldum hraða það sem eftir er. Mér finnst við lifa þannig í dag. Það er eins og við séum á leið inn í blindgötu. Kannski er ekki svo mikill munur á okkur og plönt- unni. LG Gunnar Kristinsson við Klofnu píluna: Það mætti ímynda sér að hún héldi áfram að klofna, Yrði tvær leikhúsgrímur. Sorgarleikurinn og gamanleikurinn. Mynd - E.ÓI. Þíbylja sýnir í Hlaðvarpanum GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG BLAR Leikverk samið og leikið af Ingu Hildu Haraldsdóttur, Olafíu Hrönn Jónsdóttur, Ingrid Jóns- dóttur og Bryndísi Petru Braga- dóttur. Leikstjórn: Þór Túliníus, Asa Hlín Svavarsdóttir Eins og áður hefur verið tekið fram í þessum pistlum hefur leiklistin á þessu ári þrifist einna mest og best í kjöllurum og háa- loftum þar sem yngri kynslóð Ieikara hefur komið saman til að fá útrás fyrir leikgleði sína og sköpunarþörf. Þessi sýning hér er Upp úr hugardjúpum af þessum toga. Hér hafa nokkrir ungir leikarar reynt að finna leiðír til að vírkja ímyndunarafl sitt og sköpunarkraft og móta út- komuna eftir ögun leiklistarinn- ar. Árangurinn er athyglisverð- ur, á köflum heillandi og aldrei leiðinlegur. Leikkonurnar fjórar hafa hver um sig reynt að skapa sér persónu og sýna séreinkenni hennar, langanir og drauma. Konurnar fjórar vinna saman á vínnustað þar sem störfin eru vélræn, hreyf- ingar taktfastar og konurnar em innilokaðar í þeim eins og fuglar í búri. Þessar taktföstu vinnu- hreyfíngar mynda ramma sýning- arinnar og gefa henni nauðsyn- legan formgrundvöll. Inn á milli brjótast konurnar síðan út úr búr- um sínum og við kynnumst þrám þeirra, leikjum og draumum. Það er augljóst að í spuna sínum hafa konurnar mjög notað aðferð þykjustu leiksins sem við þekkj- um öll frá því við vorum börn. Þetta er áreiðanlega frjó og merkileg aðferð til að koma okk- ur sem fullorðnum aftur í sam- band við uppsprettu hugarflugs- ins sem við áttum öll svo greiðan aðgang að í bernskunni. Og þá erum við komin á vit ævintýrsins, SVERRIR HÓLMARSSON Konurnar fjórar vinna saman á vinnustað þar sem störfin eru vél ræn. draumsins og leiksins, alls þess sem gerir okkur að manneskjum, þó svo að við lifum viðburð- arsnauðu lífi sem þrúgaðir vinnu- þrælar í vélrænum störfum. Mér fannst sýningin lýsa þessu ástandi nútímamannsins býsna vel - þessari eirðarlausu spennu mili hins ytra og hins innra, vinn- unnar sem er sálardrepandi og sálarinnar sem ekki lætur drepa sig. í leikjum sínum voru konurn- ar kraftmiklar og skemmtilegar, geislandi af leikgleði, þó að hins vegar persónurnar sem þær sköpuðu væru misjafnlega skýrar. Þar bar Ólafía Hrönn af með sína óborganlegu sælgæti- sætu. Þar er á ferðinni ný leik- kona með ríkt skopskyn og óvenjulegan persónuleika sem hún er óhrædd við að nota. Ingrid Jónasdóttir er kraftmikil leik- kona og hefur mikla einbeitingu, geislandi af þrótti og gleði og hef- ur einhvers konar beint samband við það frumstæða. Inga Hildur bjó til skemmtilega lygna og stríðna persónu en var meira á yfirborðinu. Bryndís Petra náði síst að skapa skýra persónu og var eins og henni hefði ekki tekist að virkja þá krafta sem með henni búa til fulls. Þessi sýning ber vott um mikla djörfung. Ef ekki er til staðar leikhús og leikrit handa ungu fólki að spreyta sig á, þá er bara að búa þetta allt til á staðnum. Tíl þess þarf djörfung. En það þarf lfka djörfung til þess að kafa ofan í sjálfan sig, eins og þessar konur hafa gert, og draga þaðan eitthvað mjög persónulegt upp á yfirborðið og sýna áhorfendum. Slíkar æfingar með sjálfan sig geta reyndar hæglega orðið mjög einkalegar og sjálfhverfar og þar af leiðandi lítt athyglisverðar fyrir áhorfandann. Þannig er því alls ekki farið í þessu dæmi þar sem leikkonurnar eru ekki að velta sér upp úr sjálfum sér held- ur að reyna að finna leiðir til að segja áhorfendum eitthvað mikil- svert um sig sjálfar og þá. Og þetta tekst ágætlega. í því eiga Þór Túliníus og Ása Hlín áreiðanlega mikinn þátt. Allar staðsetningar voru vel unn- ar, skiptingar og lýsing með ágæ- tum. Og þau hljóta að eiga mest- an þátt í að koma endanlegu formi á sýninguna. 8 SÍÐA - WÓÐVILJINN Miðvlkudagur 1. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.